Dagur - 18.11.1997, Page 3
ÞRIÐJVDAGUR 18 .NÓVEMBER 1997 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Vdunniðáakri
íslenskra iræða
Gísli Jónsson,fyrrver-
andi menntcLskóh-
kennari, hlaut verð-
laun JónasarHall-
grímssonará degi ís-
lenskrar tungu. Bjöm
Bjamason mennta-
málaráðherra ojhenti
Gísla verðlaunin jyrír
áratuga gróskumikið
staifá akrí íslenskra
jfæða.
Gísli Jónsson er löngu þjóðkunn-
ur fyrir störf sín. Hann var um
áratuga skeið íslenskukennari við
Menntaskólann á Akureyri og eru
þeir margir nemendur skólans
sem búa að kennslu hans í móð-
urmálinu. Hann hefur ekki látið
þar við sitja, heldur einnig verið
fræðari þorra þjóðarinnar með
vikulegum pistlum sínum um ís-
Ienskt mál í Morgunblaðinu.
Eftir að hafa tekið við verð-
laununum úr hendi mennta-
málaráðherra flutti Gísli þakk-
arávarp, þar sem hann rakti rót
kunnáttu sinnar og áhuga á ís-
lensku máli. Hann er fæddur að
Hofi í Svarfaðardal og Iærði ís-
lenskuna við móðurkné. Gísli
þakkaði gömlu konunum sem
voru á heimili hans þá visku um
málið og fornar sagnir sem þær
miðluðu honum. Hann sagðist
til dæmis hafa skynjað
langömmu sína handan við
Siðaskiptin og þessar gömlu
konur hefðu talað í orðskviðum
og gátum sem mjög hefðu reynt
á barnshugann. Þá minntist
Gísli með hlýhug Þórarins Krist-
jánssonar Eldjárn sem var kenn-
ari hans í barnæsku.
Blaðamaður Dags heimsótti
Gísla í tilefni verðlaunana. Gísli
hefur afdrep til fræðistarfa í
húsnæði Amtsbókasafnsins á
Akureyri, þar sem hann segir að
meira sé af hjartarými en hús-
rými.
Það liggur beinast við að
spyrja Gísla, í ljósi áratuga starfs
á vettvangi íslenskrar tungu,
hver sé staða hennar nú um
stundir.
„Mér finnst staða hennar í
rauninni sterk; það er ákaflega
mikið unnið á sviði íslenskrar
tungu, bæði á íslenskri málstöð
og hjá orðabók Háskólans. Það
líður varla það ár að ég fái ekki
í hendurnar eitthvert stórvirkið
sem þar hefur verið af hendi
leyst. Þannig að á þeim akri er
mjög vel unnið. Mér er líka
kunnugt um það að Ríkisút-
varpið leggur sig fram, sam-
kvæmt sinni málstefnu, að
vanda til íslenskrar tungu, þó
að það náttúrlega takist ekki
ævinlega. Ég held að báðar
aðal sjónvarpsstöðvarnar hafi
málfarsráðunaut og ég verð
þess oft var að starf þeirra ber
árangur.
Eg neita því hins vegar ekki
að ég hlusta frekar á þessar
stöðvar en aðrar, þannig að mér
er ekki kunnugt um hvernig þar
er. Ég get þó játað það að ég hef
stundum hlustað fyrir slysni á
útvarpsstöðvar þar sem mér hef-
ur þótt íslenskt mál heldur bág-
borið. Sérstaklega framburður-
inn, þar sem áherslur, tónn og
hrynjandi hafa verið amerísk.
Einhvers konar amerískur upp-
boðshaldaratónn."
Þér voru ofarlega í huga
þakkir til þeirra sem Ieiddu þig
inn í heim íslenskrar tungu í
bernsku þinni. Er bernskan (
þínum huga aðal mótunarskeið
tungunnar?
„Það hlýtur hún að vera og
svo lestur góðra bóka. Eg komst
snemma á bragðið; það voru til
góðar bækur heima og þeim var
haldið að manni. Þórarinn Ivrist-
jánsson Eldjárn sem kenndi mér
í barnaskóla lét okkur læra ljóð
og við áttum að skila einu slíku
ljóði á hverjum laugardegi.
Hann kenndi okkur að lesa Ijóð
og flytja sæmilega eftir því sem
við gátum.“
Margir kvarta yfir því að
hætta á orðfátækt sé veruleg?
„Ég get fallist á það að til
þess að íslenskan fái notið sín,
þá þurfi hún að vera fjölbreyti-
leg, orðauðug, sveigjanleg og til-
búin til að taka á móti nýjung-
um. Hún má hvorki læsast inn í
einhverja frasa né heldur verða
einhvers konar steingervingur.
Islensk tunga hefur afar mikla
hæfileika til samsetningar.
Skáldskapurinn viðheldur fjöl-
breytileika tungumálsins og lest-
ur og aftur lestur. Eg held að yf-
irburðir Halldórs Laxness sem
eru óumdeilanlegir, séu að
Hallgrímssonar. mynd: gg.
miklu leyti til komnir vegna þess
að hann las og las og las, alla
skapaða hluti.“
Fannstu mun á íslenskukunn-
áttu fyrstu árganganna sem þú
kenndir og þeirra síðustu?
„Mér finnst vænt um að þú
skulir spyrja að þessu, því ég
fann engin hrörnunarmerki.
Einn síðasti árgangurinn sem ég
kenndi var framúrskarandi góð-
ur. Ég hef líka farið yfir prófrit-
gerðir á síðustu árum og ég sé
heldur engin merki hrörnunar á
þeim. Að vísu er þetta valinn
hópur, en í nemendahópi
Menntaskólans á Akureyri varð
ég ekki var við afturför."
Þú nefndir að tungan þyrfti
að vera sveigjanleg og opin fyrir
nýjungum?
„Hún verður að vera það.
Hún má ekki steingervast og
einangrast. Hins vegar verðum
við að halda öllum megin ein-
kennunum og umfram allt að
slíta ekki ræturnar við fornbók-
menntirnar. Hugsaðu þér ef við
færum að lesa Njálu og Háva-
mál eins og við lesum forn-
grísku og latínu. Þá er allt búið.“
Hvers virði telurðu að dagur
íslenskrar tungu og þessi viður-
kenning sé?
„Þetta er allt mjög skemmti-
legt og ég er auðvitað ákaflega
glaður yfir því að hafa verið val-
inn fulltrúi þeirra mörgu sem
láta sig veg íslenskunnar ein-
hverju varða. Ég er bara einn af
ótal mörgum. Ég þekki það vel
úr pistlum mfnum í Morgun-
blaðinu að það er óteljandi fólk
sem á við mig erindi vegna
þeirra. Þetta er allt fólk sem
þykir vænt um íslenskuna. Dag-
ur sem þessi og viöurkenningin
vekur auðvitað athygli fólks á þvf
að þarna þurfum við að sinna
ákveðnu ræktunarstarfi; ekki
bara varnarstarfi, heldur einnig
nýsköpunarstarfi og það er í
gangi.“ HH