Dagur - 18.11.1997, Page 6

Dagur - 18.11.1997, Page 6
22 - ÞRIÐJUDAGUR 18.NÓVEMBER 1997 BíllinnAdrenalín, snjófisið knáa, léttir gullgripir, grafskreyt- ingar ogföt úrfiskroði - ásamt ótal öðrum „snjallræðum“ bera ís- lensku hugviti vitni þessa dagna. Afurð- imarvoru til sýnis al- menningi um helgina, sem nú er viss um að hugvitsmenn em engir vitleysingar ogfram- leiðslubragurinn er ekki bara íKolaports- stílnum. „Átak til atvinnusköputiar“ heitir verkefnið, og er til að kynna ný- sköpun, vöruþróun og útrás ís- lenskra fyrirtækja og frum- kvöðla. Á sýningunni mátti sjá nýmæli og vöruþróun í fata- hönnun, hug- og tæknibúnaði, mavælaframleiðslu og ýmis kon- ar smáiðnaði. Að framtakinu stóðu Iðnaðar- og viðskiptaráð- urneytið, Iðnþróunarsjóður, Iðn- lánasjóður, Iðntæknistofnun og Utflutningsráð. Dagur kynnti sér íslenskt hugvit og komst að raun um að það fylgir okkur í dagsins önn, leik og starfi, og allt til grafar! VS. Léttir gullskartgripir Óli Jóhann Daníelsson gullsmiður. Gullsmiðurinn Óli Jóhann Daní- elsson segist vera með ósköp venjulega gullsmíðaverslun í Hamraborginni. Eigi að síður hefur hönnun hans á Iéttum skartgripum vakið talsverða at- hygli, ekki hvað síst í Dan- mörku, þar sem hann hefur um- boðsaðila. „Við tókum 1 ‘A ár í að þróa þessa skartgripi, sem eru mun léttari en sambærilegir gripir. Hugmyndin var að búa til fallega gripi, sem væru ekki mjög þungir og fyrirferðarmiklir og það tókst. Við fórum svo til Danmerkur með kollektionina og þar fengum við til liðs við okkur fyrirtæki sem er umboðs- aðili okkar í dag. Þeir fara á milli 50-60 fyrirtækja nokkrum sinnum á ári og eru með gripi frá mörgum aðilum," segir ÓIi. Þetta er hið besta fyrirkomulag, því þeir vinna á prósentum, þannig að engin álagning leggst á vöruna og hægt er að halda henni á viðráðanlegu verði. „Við erum, eftir því sem ég best veit, eina fyrirtækið í Evrópu sem er með vöru sem handunnin er frá byrjun til enda“. Þeim hafa borist nokkrar pantanir erlendis frá og segja að styrkurinn sem þau hlutu hefði hleypt í þau kjarki og gert þau óhræddari við að prófa nýja hluti. Öiyggisniðuifall í neita potta „Þetta hófst með því að árið 1992 heyrði ég um tvö börn sem höfðu drukknað í heitum potti og þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til öryggisbúnað í þá,“ segir Ein- ar Gunnlaugsson, en hann hef- ur hannað slíkan búnað, bæði niðurfalls- og lokubúnað. Þessi búnaður er eitt af fjórum sigur- verkefnum í fyrstu hönnunar- samkeppni Iðntæknistofnunar, Snjallræði. „Það tók á fjórða ár að hanna og prófa þennan öryggis- búnað, en hann samanstendur af nýrri gerð af örygg- isniðurfalli og mjög léttum og einföldum lokun- arbúnaði fyrir heita potta,“ segir Einar. Hann kallar lokin ömmutæk, þau eru svo létt og auðveld í notkun. Og vegna þess eru þau notuð, en ekki einnota eins og raunin væri með þyngri lok. Niðurfallið er hannað með það í huga að börn geti hvorki sogast föst við þau, né sítt hár flækst í rist eða grind. Við öryggisniður- fallið er einnig hægt að festa sérstaka borðplötu með götum fyrir börnin til að grípa í ef þau falla inn í miðju pottsins. Einar Gunnlaugsson í„heita pottinum". Hann er sætur þessi guli... íslenskur bHL Þessi sæti guli bíll heitir Adrena- lin og er smíðaður að öllu leyti á íslandi. Hugvitsmennirnir Gunnar Bjarnason og Theodór Sighvatsson standa á bak við þessa uppfinningu. „Þetta er sportbíll, svona leiktæki," segja þeir. „Það sem hann hefur um- fram aðra bíla hérlendis er það, að hægt er að smíða hann eftir óskum hvers viðskiptavinar". BíIIinn er óneitanlega dálítið skrýtinn í útliti enn sem komið er, enda tilraunasmíð. En þeir Gunnar og Theodór segja það vera matsatriði hversu skrítinn hann er. „Svo er það ágætt ef út- litið gleður einhvern". Bíllinn er léttur og hægt er að fá í hann stóra eða litla vél eftir óskum hvers og eins. Hann virkar lágur, en hæð undir lægst punkt er 15 sm. En er svona sérsmíðaður bíll ekki rándýr? Ef okkur tækist að framleiða 1-200 bíla á ári, þá myndu þeir ekki kosta nema 1.2 - 3 milljónir kr. stk.“ Sérsmíðað- ur erlendur bíll myndi varla kosta minna en 4-6 milljónir hingað kominn, svo þetta hljóm- ar ekki illa. Snjófis, léttur vélsleði „Ég hef lengi haft áhuga á því að smíða lítinn, léttan vélsleða, því þótt ótrúlegt sé, þá hefur lítið verið á mark- aðnum annað en hefðbundnir Þetta er snjófisið, vélknúin snjóþota. sleðar, sem eru fremur stórir og dýrir,“ segir Steinn Sigurðsson, hönnuður vélsleð- ans SNJÓFIS. Hann tók þátt í hugmyndasam- keppni Iðntæknistofnunar, Snjallræði, árið 1994 og Snjófisið var ein þeirra hugmynda sem valin var. Skoðanakönnun sem gerð var í byrjun sýndi að um mikinn áhuga var að ræða hjá hinum ýmsu aldurshópum um að eignast lítinn og Iéttan snjó- sleða. Kynntur var sleði sem bæði mátti nota til að draga menn á skíðum og sitja í og einnig mátti leggja saman og flytja í farangursgeymslu bifreiðar. En könnunin sýndi að flestir vildu sleða sem væri ætlaður til að sitja í eingöngu. „Hugmyndin að Snjófisinu var þróuð í samræmi við niðurstöðurn- ar úr skoðanakönnuninnni og útkoman varð eins- konar vélknúin snjóþota," segir Steinn. Nýjung í grafskieytingum Stór Kristsstytta og nokkrir leg- steinar með myndum vöktu at- hygli á sýningunni. Höfundur þeirra er Rúnar Hartmannsson, sem hefur aðstöðu í Njarðvík. „Ég er nú ekkert læröur, er bara fæddur með þeim ósköpum að hafa listræna hæfileika á ýmsum sviðum,“ segir hann. „Hönnunin er öll mín og ég nota sérstaka blöndu af marmarasalla og steypi steinana í mót“. Á legsteinunum eru myndir og texti og þeim til hlífðar er gler. Þetta er ný uppfinning Rúnars og hann segir að bandarískir að- ilar hafí sýnt þessu áhuga og hann hyggur á útflutning. Gler- ið er unnið á sérstakan hátt í glerverksmiðju, til að veita sem mesta vörn gegn sól og veðrun. „Það er heldur ekkert mál að lagfæra skemmdir á steinunum, ef svo ber undir,“ segir Rúnar, sem einnig hannar annars konar grafskreytingar eftir þörfum og pöntunum hvers og eins. Rúnar Hartmannson fýrir framan graf- skreytingar sem hann hefur hannað.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.