Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 12

Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 12
100 kall fyrir pokann! Öðru hvoru heldur SONI, sem eru samtök enskumælandi nýrra Islendinga, það sem kallað er Swap shop. Þá koma þeir sem vilja með allskonar dót, fatnað, búsáhöld, leikföng, bækur og tímarit og koma því fyrir á borð- um, sem merkt eru eftir þvf sem við á. A einu borði er t.d. barnafatnaður, á öðru kvenfatn- aður, á því þriðja búsáhöld og svo framvegis. Einhver tekur svo að sér að selja tóma plastpoka, venjulega innkaupapoka, á 100 kr. Sá sem er búinn að kaupa sér plastpoka, fer og fyllir pokann af því sem hugurinn girnist af því sem á borðunum er og er þar með búinn að kaupa allt mögu- legt fyrir aðeins 100 kr. Síðustu helgi var haldin svona Swap shop í Miðstöð nýbúa og var þar margt um manninn. Fyrst komu þeir sem vildu gefa hluti og hjálpuðu til við að raða á borðin. Fljótlega fór fólk svo að streyma að til að gera góð kaup. Við tókum tali tvo þeirra sem voru komnir með poka og báðum um að fá að kíkja í pokana. aðeins 100 krónur fyrir þetta allt. Lesley Ágústsson hefur verið búsett á Islandi í nokkur ár, fyrst á Seyðisfirði og svo í Reykjavík. Hún er frá Bretlandi og var í Miðstöðinni með dóttur sinni, Viktoríu Hrönn, sem er tveggja ára. Þær sýndu innihald pokans og í honum var: gallabuxur á krakka, náttfatapoki, bækur, tímarit, nestisbox og peli, regn- buxur, eyrnaband og leikföng. Lesley sagðist alltaf fara þegar færi gæfist á Swap shop og þótti þetta góð leið bæði til að losna við ýmislegt sem hún þyrfti ekki á að halda og eins til að fá eitt og annað fyrir lítinn pening. -VS Lesley og dóttir hermar ásamt því sem var í pokanum væna. Strmnpar og gallabuxur Fyrst hittum við Hrönn Egils- dóttur, sem komið hafði með frænku sinni. Hún dró ýmislegt upp úr pokanum, svo sem falleg- an bleikan kjól, marga strumpa, tvo myndaramma, tímarit og bækur. Hún var hæstánægð með viðskiptin og fannst lítið að borga -Þýskt eðalmerki íílheimar ehf. evarhöföa 2a Sími:525 9000 VARAHLUTIR í LAND ROVER OG RANGE ROVER HAGSTÆTT VERÐ SENDUM HVERT Á LAND SEM ER Möldur VARAHLUTAVERSLUN » SlMI 461 301G • • • ogvegum um land allt Innan sólarhrinas til allra helstu þéttbýlisstaóa landsms. Hvort sem þú þarft að senda afmælisgjöf, þvottavél eða hálft tonn af kjöti. Við keyrum til allra helstu þéttbýlisstaða landsins alla

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.