Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 2
18-MIÐVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997 SD^tr LIFIÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Stniinn hjá lesendaþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is Símbréf: BJ71S51 6270 Einhvers staðar verða vondir að vera það er hægt að „hreinsa“ svæðið kringum Hlemm, en hvað verður af þessu fólki sem þarna heldur til. Ágæti ritstjóri. Ástæða þess að ég pikka þennan texta á tölvuna er krossferð blaðs yðar gegn úti- gangsfólki, undirmálsfólki sem á sér fáa málsvara í þjóðfélaginu. Þetta heitir á mannamáli að „ráðast á þá sem minnst mega sín“. Það þykir bæði lítilmótlegt og ódrengilegt. I dag birtist í blaðinu frétt á forsíðu undir fyrirsögninni, „Hlemmur, miðstöð ofbeldis og eiturs". I fréttinni er Ijallað um andstöðu verslunareigenda og íbúa á svæðinu við ónæði, hót- anir, þjófnað og svívirðingar. Skuldinni er síðan skellt á einn aðila, hóp útigangsfólks sem heldur sig við Hlemm. Sjálfur er ég íbúi á svæðinu og þekki þessa umræðu um Hlemm. Þetta er ekki eitthvað sem var að koma upp nýlega, það sem er nýtt í málinu er undirskriftasöfnunin. Þessi frétt er hvorki hlutlæg né sanngjörn. Hún minnir á sorpblaðamennsku gulu-press- unnar. I fréttinni er ekkert gert til að leyfa útigangsfólkinu að svara fyrir sig. Nú er ég ekki að tala um að blaðamaður hefði fundið talsmann í hópi þeirra. Hann hefði getað haldið sann- girniskröfur í heiðri og spurt lögreglustjórann, nú eða félags- málayfirvöld, um vanda þess fólks sem þarna hefst við. Einnig hefði blaðamaður getað gengið á þá sem standa fyrir nefndri undirskriftasöfnun og spurt þá hvað þeir vilji gera í sambandi við þetta fólk. Hvort að þessir vesælings verslunareig- endur ætli að útvega fólkinu samastað. Þessi blaðamennska er því miður ekki nýlunda hjá blaði yðar. Hún birtist fyrr í vetur í herferð blaðsins gegn Hafnar- kránni. Þar sem blaðið gerðist málsvari Eimskips og Félags- málaráðs í því máli. Þetta birtist í fréttaflutningi af „dópgreni“ í Norðurmýri. Svona blaða- mennska er kannski söluvænleg fyrir blað sem berst í bökkum, eða blað sem stendur í miðju markaðsátaki. Þetta er hinsvegar blaðamennska sem er afar óvönduð þar sem hún lýsir for- dómum í garð ógæfufólksins sem við Hlemm heldur sig. Má ég biðja um gagnrýnt sjónarhorn á viðhorf þeirra sem halda því fram að lausn vandans sé að flytja hann til. Það er hægt að loka Hafnarkránni, það er hægt að „hreinsa" svæðið kringum Hlemm, en hvað verður af þessu fólki sem þarna heldur til. Gleymið því ekki að þið eruð að fjalla um fólk. Kveðja, Pjetur St. Arason. Mikið fer það í taugarnar á Mein- horninu þegar fólk ' hringir í vitlaust r númer og skellir bara á þegar það þekkir ekki röddina, þvílíkar mannleysur að þora ekki einu sinni að spyrja hvar þetta sé eða afsaka sig. Eins er það óþolandi með öllu fyrir þá sem ekki hafa þráðlausan síma að staulast að símanum og fá þá bara frekjulega rödd sem spyr eftir einhverjum sem alls ekki býr hjá manni og þegar maður segir það þá er bara skellt á eða mumlað afsakið. Eða þegar æpt er á mann, hver er þetta! sem er það dónaleg- asta af öllu. Þá keypti Meinhornið fiskborg- ara og hvítlauksristaða fisk- hatta sem voru með öllu óætir (framleiðandinn er heppinn að Meinhornið man ekki frá hverjum og flýtti sér að henda herlegheitunum) og það fer virkilega í pirrurnar þegar ekk- ert annað er til á heimilinu og bragðið er svo ógeðfellt að þrátt fyrir mikið sinnep eða gamaldags tómatsósu verður maður að hætta ojf sofna sársvangur. Hið árlega moldviðri er farið að lægja. En gremjan situr eftir í þjóðarsálinni. Tilgangslaust tuð útívmdiim Hann er byrjaður enn einu sinni hinn árvissi söngur um bankastjóra- launin. Þetta hefst venjulega með því að einhver stjómarand- stöðuþingmaður gerir fyrirspurn til viðkomandi ráðherra um laun og risnu, ferðakostnað og dagpeninga bankastjóra ríkisbankanna. Ráðherrann verður vandræðalegur af því að hann má ekki að svara fyrir- spurninni hreint út. Þessar greiðslur til bankastjóranna eiga nefnilega að vera leyndarmál eins og kaupið hjá frammá- mönnum Pósts og síma háeff. Hann getur í hæsta Iagi nefnt einhveijar heildartölur. Og stjórnarandstöðuþingmaðurinn fnæsir góða stund og óskapast út af bruðlinu, sóuninni og sukkinu. Fjölmiðlarnir koma á eftir og þyrla upp heilmiklu moldviðri í kringum málið í nokkra daga. Þjóðarsálin vaknar upp af værum blundi og hrópar hneyksli, hneyksli. Ólíklegustu menn gjósa af vandlætingu. Þeir einu sem láta eins og þeim komi þetta ekkert við eru bankastjór- arnir sjálfir. Ólíklegustu menn í þeim flokki þegja sem fastast. Síðast nenna menn ekki vera að rífa sig þetta lengur enda álfka árangursríkt og að skamma vindinn. Að Iokum dettur allt í dúnalogn og málið gleymist þangað til næsta þing- mann Iangar til að gera við- skiptaráðherra vandræðalegan af því að hann getur ekki út- skýrt laun bankastjóra nema segja það sem hann má ekki segja. Eg hef verið að hlusta á sönginn undanfarnar vikur. „Skýringar" ráðherra og banka- stjóra og formanns bankaráðs Landsbankans og sjálfsagt ein- hverra fleiri. Ég er samt engu nær hvað þessir blessaðir menn hafa í laun. Enda keppast allir við, sem spurðir eru, að segja það ekki. Reyni maður samt sem áður að giska á réttar tölur - það er svona álfka auðvelt og í lottóinu - verður niðurstaðan sú að að mánaðarlaun banka- stjóra séu einhvers staðar á bil- inu 400 - 1200 þúsund krónur. Sumt af því föst laun, sumt bitlingalaun. Bankastjórar eru nefnilega eins og allir vita ómissandi í ýmiss konar nefnd- um og ráðum. Og fyrir það þarf auðvitað að borga þeim vel. Jafnvel með- an þeir eru á fullu kaupi í vinnunni sinni sem þeir eru ekki að vinna þá stundina. Ef þessi er raunin þá er ekki allt sem skyldi. Svívirðilegar kröfur Kennarar þóttu bera fram svívirðilegar kröfur, 1 10 þúsund króna byrjunarlaun. Þeir fengu líka óspart að heyra það að áður en hægt væri að fara að ræða slíkt skyldu þeir sko lyrst fá að sanna að þeir ynnu fyrir sínum 78 þúsund- um. Vel getur verið að einhverj- ir bankastjórar vinni fyrir kaup- inu sínu. Það er meira að segja frekar sennilegt. En séu laun þeirra svona há eins og sagan segir er í meira lagi vafasamt að þeir vinni fyrir þeim. Dregið hefur verið í efa að sérmenntað fólk geti unnið fyrir 100 þús- und krónum á mánuði við að búa unga Islendinga undir lífið með því að kenna þeim að lesa, skrifa og reikna. Hvernig eiga menn þá að trúa því að til séu þvílíkir snillingar að við getum borgað þeim milljón á mánuði þegjandi og hljóðalaust og þeir eigi það skilið? Ég er auðvitað hvorki hagfræðingur né banka- ráðsformaður en einhvern veg- inn finnst mér að þegar farið er að borga fólki teljandi yfir hálfa milljón í mánaðarlaun þá sé orðið frekar erfitt fyrir viðkom- andi að skila sanngjörnu vinnu- framlagi á móti. Eg veit a.m.k. að ef ég færi fram á eitthvað slíkt fyrir hönd Kennarasam- bands Islands mundi það verða bani launanefndar sveitarfélaga í heilu lagi. Hún mundi deyja úr hlátri. Hið árlega moldviðri er farið að lægja. En gremjan situr eftir í þjóðarsálinni. Og hún er skilj- anleg. Venjulegu fólki, sem á hverjum útborgunardegi er nið- urlægt með hraksmánarlegum launum fyrir erfiða vinnu og langan vinnudag, ofbýður þegar farið er að moka peningum í menn langt umfram það sem þeir geta nokkru sinni unnið i’yrir og það eru kölluð laun. Við skulum annars bara gleyma þessu þar til næsta haust. Það er óhollt að ergja sig yfir því sem maður vill hafa öðruvísi en ræður ekki við að breyta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.