Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997 - 23 T^Mr FÍNA OG FRÆGA Jamie Lee skrifar bamabók Bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis, sem flestir þekkja úr kvikmyndunum Fish Called Wanda og True Lies, hefur sent frá sér harnabók sem ber titilinn Segðu mér aftur frá kvöldinu þegar ég fæddist. Jamie Lee ákvað að skrifa bókina eftir að vinkona Annie, ættleiddrar dótt- ur hennar, benti á Jamie Lee og sagði við Annie: „Hún er ekki al- vöru mamma þín, er það?“ „Eg vil gera mitt til að koma í veg íyrir að ættleidd börn séu spurð slíkra spurninga, þær særa alltaf þótt þær séu sagðar í sakleysi,“ segir Jamie Lee. Hún er gift breska leikaranum Christopher Guest og eiga þau tvö börn, Annie ellefu ára og Thomas tveggja ára og bæði eru þau ættleidd. Jamie Lee bað Annie um leyfi áður en hún skrifaði söguna. Jamie Lee hafði slíka unun af skriftunum að hún er nú með þrjár barnabækur í smíðum og eina vfsindaskáld- sögu. Stoltur pabbi Soffía, yngsta dóttir Sylvester Stallone og Jennifer Flavin, er nú eins árs og þriggja mánaða. Soffía fæddist með hjartagalla og þegar hún var tíu vikna göm- ul var gerð á henni aðgerð sem heppnaðist vel. Soffía er nú hin sprækasta og sólargeislinn í lífi foreldra sinna. Stallone segist aldrei munu gleyma þeim erfiðu dögum sem þau Jennifer áttu í veikindum Soffíu en um tíma var mjög tvísýnt um líf hennar. Hann segir lífsviðhorf sín hafa gjörbreyst eftir þá reynslu og vill nú ólmur breyta um ímynd og sýna sínar mjúku hliðar á hvíta tjaldinu. Stallone hampar Soffíu, sem hefur nád sér að fullu eftir hjartaaðgerð. Jeny skUur aJJt Rollingurinn Mick Jagger er fjörugur karlmaður og sýnir eng- in þreytumerki þótt kominn sé á sextugsaldur. Lífsförunautur hans síðustu tvo áratugina hefur verið Jerry Hall en sú staðreynd hefur ekki forðað Jagger frá því að hafa viðkomu í faðmi ann- arrra kvenna. Fyrir tæpu ári \irt- ist hjónabandið í hvað mestri hættu þegar frásagnir af fram- hjáhöldum Jagger komust á for- síður heimsblaðanna. Sættir tókust með hjónunum og nú eiga þau von á fjórða barni sínu í næsta mánuði. Jerry Hall virt- ist hin ánægðasta þegar ljós- myndarar smelltu þessari mynd af henni þegar hún var viðstödd brúðkaup vinafólks í Frakk- landi. Jerry Hall er 47 ársogá von á sínu fjórða barni. Undir taktrænmn áhrifinn Stefán Hilmarsson er nú að senda frá sér geisladisk sem er einnig aðgengilegur á Netinu. „Stílbrigðin eru suðupottur, “ segir Stefán um stefnurog strauma áplötunni sem heitirPoplín. „Að vera aðgengilegur á netinu er bara partur af því að bera út „fagnaðarerindi“ sitt. Mér fannst eðlilegt að koma mér upp heimasíðu, þar sem ég kem mér og rnínu á framfæri. Netið er hrein viðbót við fjölmiðlallór- una,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari. Hann er nú að senda frá sér sína þriðju einherjaplötu. Popplín heitir hún, sem er að- gengileg bæði á geisladiski og að hluta til á heimasíðu Stefáns á Alnetinu. Slóð hennar er „http:///www.mmedia.is/stefan- hilmars" -SBS. Vægux keimux af djassi Stefán segist hafa lagt áherslu á laglínur og raddsetningu við gerð Popplín. „Það er erfitt að greina einhverja eina stefnu, annarri fremri. Ef til vill ólíkt plötunni Eins og er, sem kom út í fyrra, þar sem ég var undir taktrænum áhrifum frá breskri danstónlist. Nú er þetta suðu- pottur. Stílbrigði eru margs- konar, allt frá soul- skotnu poppi til Ijúfustu ballaða. Glöggir geta ef til vill greint í fjarska einhvern jazz-keim, væg- anJjó. Ég setti mér það í upphafi að hafa hljómana í lögunum svolít- ið digrari en hingað til, það er að segja nota tónbil og hljóma sem heyrast kannski oftar í jazzi heldur en í poppi. Þess vegna fékk til liðs við mig Astvald Traustason, en hann hefur gælt nokkuð við jazz í gegnum tíðina," segir Stefán plötunnar, sem hann gefur út sjálfur í nafni Soul-Heima. Hann naut liðveislu fjölmargra góðra tónlistarmanna við útgáf- una. Ástvaldur, Máni og Trausti „I ágúst settumst ég og Astvald- ur niður, gagngert til að semja lög fyrir plötuna. Við hittumst nokkrum sinnum og útkoman varð níu Iög og sex þeirra end- uðu á plötunni. Við Trausti Har- aldsson eiguni eitt lag á plöt- unni og við Máni Svavarsson tvö, en ég og Máni sáum um út- setningar," segir Stefán. Hann samdi alla textana á plötunni, eins og hann hefur gert á sínum einherjaplötum, sem eru þrjár að þessari meðtaldri. Þann 4. desember áformar Stefán að halda útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Um svipað leyti fer Sálin hans Jóns míns fara af stað með jólarispu, sem stendur fram að áramótum. „Það er nóg framundan," segir Stefán Hilmarsson. „Þó það ef til vill sk/ni ekki alltaf ígegn, þá eru þeir textar sem ég sem fyrir mínar eigin plötur nokkuð persónulegri en þeir sem ég sem til dæmis fyrir Sálina," segir Stefán HHmarsson. um takta °g tóna Leikfélag Akureyrar ♦ Hart ✓ í bak Af /n'f ég skemmti mér svo vel. Artbúr Björgvin Bollason t Dags/jósi. Aukasýning fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20.30 Laus sæti föstudagskvöld 28. nóv. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS laugard. 29. nóv. kl. 16.00 UPPSELT laugardagskvöld 29- nóv. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS All^a síðustu synmgar Missið ekki af þessari bráðskemmtilegu sýningu. Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry í hlutverkunum: Daisy Werthan: Sigurveig Jónsdóttir Hoke Coleburn: Þráinn Karlsson Boolie Werthan: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Blísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Frumsýning á Renniverkstæðinu annan í jólum, 26. des. kl. 20.30 2. sýning 27. des. kl. 20.30 3. sýning 28. des. kl. 20.30 4. sýning 30. des. Gjafakort í leikhúsið Jólagjöf sem gleður Til sölu í Blómabúð Akureyrar, versluninni Bókval og Café Karólínu Söngvaseiður Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir frumsýning í Samkomuhúsinu 6. mars ^ Markhúsar- guðspjall Einleikur Aðaisteins Bergdal Frumsýning á Renniverkstæðinu um páska Sími 462 1400 Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.