Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 2 6 .N ÓV EMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Fjórtáiida bók Vilhjálms Hjálmars- sonar áBrekku erað koma út. Hún hefurað geyma ýmsa frá- söguþætti, 5.5. um harmsögulegt ástar- ævintýri íMjóafirði ogframboðsfundi eystrafyrrá tíð. / sjóhúsinu á Brekku í Mjóafirði si. sumar. Vilhjálmur Hjálmarsson, rithöfundur, lengst til hægri á myndinni. Anna Guðný Sigfúsdóttir, heimasæta á Brekku, fyrir miðju á myndinni og lengst til vinstri er Óskar Þór Lárusson, kaupamaður. mynd: sbs. Harmsög'ulegt ævintýri „Vissulega standa þættirnir í þessari bók mér misjafnlega nærri hjarta. En kannski stend- ur uppúr fyrsti kafli bókarinnar um hið einkennilega og harm- sögulega ævintýri sem gerðist í Mjóafirði í kringum árið 1835,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði og fyrrver- andi menntamálaráðherra. „Dugga frönsk og framboðs- fundir“ heitir bókin sem hann er að senda frá sér. Hefur hún að geyma margvíslega frásöguþætti. Saga á sainviskuniu Það harmsögulega ævintýri sem Vilhjálmur vísar til gerðist í kjöl- far strands franskrar skútu við utanverðan Mjóaljörð 1835. Einn skipverja og ung stúlka í firðinum deildu saman sælum stundum, en endir þeirra kynna varð harmi þrunginn. Sögur um þetta hafa gengið mann fram af manni og slitur þeirra birti Vil- hjálmur í jólablaði Austra fyrir um þrjátíu árum. „Fyrir um þijá- tíu árum fékk Sigurður Helga- son rithöfundur frá Dalakjálka mér í hendur málskjöl um þetta strand og síðan hef ég alltaf haft það undir niðri á samviskunni að þessa sögu þurfi ég að segja,“ segir Vilhjámur Hjálmarsson. Þá segir Vilhjálmur frá eftir- minnilegum fundum og ferðum á þingmaður Austlendinga á ár- unum 1949 og fram til 1979. Einnig eru í bókinni frásögu- þættir um áfanga sem náðust í samgöngumálum eystra og Vil- hjálmur þekkti til - eða hafði einhver afskipti af. Að halda fróðleik til haga „Eg fór að skrifa bækur þegar ég var að verða löggilt gamal- menni,“ segir Vilhjámur, og bæt- ir því við að þær Ijórtán bækur sem hann hefur sent frá sér frá árinu 1981 séu „...tilraun til að halda fróðleik til haga og bjarga öðru frá gleymsku," eins og hann orðar það. Margar af bókum Vilhjálms fjalla um mannlíf og byggð í Mjóafirði. Einnig hefur hann skrifað þætti úr stjórnmálasögu landsins, svo sem ævisögu Ey- steins Jónssonar í þremur bind- um. Næsta verkefni mennta- málaráðherrans fyrrverandi frá Brekku í Mjóafirði er að skrifa sögu Framsóknarflokksins eins og hún hefur gerst og gengið síðustu tvo áratugi, eða þar um bil. -SBS. Það var nú einmitt það Ég hygg að líkt sé háttað með framboðsferðir og aðrar ferðir að sú fýrsta verði eftírminnileg- ust þegar frá líður. Þannig hefði það vafalaust orðið fyrir mér þótt ekkert sérstakt hefði komið til. En það var nú einmitt það sem gerðist í kosn- ingunum í Suður-Múlasýslu haustið 1949. Fjórir flokkar buðu lram í kjördæminu. Alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson voru efstir á listum Framsóknarflokks og sósíalista, Jón P. Emils lögfræðingur hjá Alþýðuflokknum og séra Pétur Magnússon í Vallanesi fór fyrir lista Sjálfstæðisflokksins. Og það var hann sem gaf fram- boðsfundum í Suður-Múlasýslu að þessu sinni alveg sérstakt yf- irbragð. Ef til vill hafði ég aðeins einu sinni hitt séra Pétur áður en leiðir okkar Iágu saman í fram- boðinu. - Eða aldrei? Nú tókst með okkur góður kunningskap- ur sem hélst síðan meðan hann lifði. Kynni okkar voru þó frem- ur lausleg. En ekki kom mér á óvart það sem Hrafn á Hall- ormsstað segir um séra Pétur í ævisögu sinni: „Mér féll þeim mun betur \ið hann sem ég kynntist honum nánar sökum mannkosta hans og ljúfmennsku." Auk nefndra leiðtoga fjögurra framboðslista sóttu fundina 2. maður á lista framsóknar og 3. maður á lista sósíalista, ég og Pétur Þorsteinsson frá Stöðvar- firði. Presturinn nefndi leið- angurinn strax „sex í bíl“ eftir landskunnum skemmtikröftum sem þá lóru um byggðir. Gaf nafngjöfin fyrirheit um það sem í vændum var og enginn sá íýrir! En þó ég „segi sjálfur frá" stóoðum við alveg undir nafni - hann sem gaf nafnið sá til þess. Aður er vikið að alþekktri við- leitni ræðumanna að skerpa á eftirtekt áheyrenda sinna með ögn af gamansemi. Þetta gerði séra Pétur á framhoðsfundun- um ellefu - með slíkum tilþrif- um að engu líktist því sem ég hef orðið vitni að eða hevrt get- ið um. Bar margt til. Prestur var bæði gáfaður og mælskur. Hann hafði og skopskyn í besta lagi, var eldfljótur að meta að- stæður og koma athugasemd- um sínum á framfæri, látbragð, svipbrigði og raddbeiting féllu að orðum svo ekki skeikaði. Skeyti hans í ræðum og framíköllum misstu ekki marks. Til dæmis gilti einu hvað hart var deilt og hversu mikil spenna hafði myndast á fjöl- mennustu fundunum undir óvægilegum ræðum þeirra hörðustu. Vald prestsins yd’ir at- hygli fundarmanna var slíkt að eitt örstutt innskot olli dynjandi hlátri, spennan féll niður í núll og kappinn í ræðustólnum stóð svo sem á byrjunarreit þegar hlátrinum slotaði. Þessu gat enginn varist. Eg sé enn fl'rir mér eins konar sviðsmynd frá síðasta fundin- um, á Arnhólsstöðum í Skrið- dal. Eysteinn stóð í pontu og talaði nokkuð strítt. Séra Pétur var líka staðinn upp og kunn- ugir sáu á svip hans hvað í vændum var. Eysteinn herti sóknina og bar svo ört á að hvergi varð smuga og mátti þó greina aðkenningu bross í augnakrókunum. Prestur beið rólegur þar til Eysteinn þurfti að anda og þá var ekki að sök- um að spyrja. Áhrifin af skeytum séra Pét- urs voru hreint með ólíldndum og gilti einu þótt orðin virtust, við nánari athugun, út í hött, framsögn og látbragð gerðu slíka smámuni að engu! Gaman hefði verið að eiga myndband frá fundinum á Búðum í Fáskrúðsfirði. Fram- bjóðendur sátu á sviði fýrir sal- arenda. Séra Pétur valdi sér sæti yst til hægri. Var sæti hans að nokkru í hvarfi og þurfti hann að halla sér ögn til hliðar svo hann sæi yfir salinn og fundarmenn sæju hann. Var skammt liðið á fund þegar svo var komið að „salurinn" stóð á öndinni þegar ásjóna prestsins birtist og von var á „skoti". Hláturinn brast á eins og fár- viðri þegar skotið reið af. Af þessum sökum fóru ræður annarra frambjóðenda meira og minna úr böndunum. Einkum voru það þeir hörðustu, Ey- steinn og Lúðv4k, sem fyrir þessu urðu og undu illa við. Samgöngum var svo háttað á þessum slóðum að ekið var norður yfir Staðarskarð að Hafranesi. Þar tók sjóleiðin við því enn var veglaust um Sléttu- strönd. Daginn eftir fundinn á Búð- um sátum við nokkrir saman niðri í lúkar á mótorbátnum Heklu á leið yfir á Eskiljörð. Tekur þá prestur svo til orða al- varlegur (?) í bragði: „Ég reiddist við þig í gær, Ey- steinn Jónsson!" Og þegar Evsteinn leit spyrj- andi á prestinn bætti hann við: „Þú kallaðir mig grínfígúruna frá Vallanesi. - En ég ætla að fyrirgefa þér!“ Töfradaluriim Töfradalurinn heitir ný barna- bók eftir Elías Snæland Jónsson. Vaka-Helgafell gefur bókina út. Þetta er fimmta skáldsaga höf- undar fyrir börn og unglinga. J dal bókanna, þar sem öll æv- intýrin verða til, eru undarlegir hlutir að gerast. Bókanornin ill- ræmda er með áform sem skelfi- Iegar afleið- ingar fyrir ævin- týrin og æv- intýra- persónurnar. Jenna Jeremías og Júlíus vinur hennar halda af stað í hættulega ferð til að stöðva nornina og bjarga sögu- hetjum ævintýranna. Lesandinn fylgir þeim inn í stórkostlega furðuheima og dregst brátt með þeim inn í æsilega atburðarás sem ekki sér fyrir endann á. „Töfradalurinn er einkar skemmtileg og spennandi saga úr veröld ævintýranna eftir hinn kunna verðlaunahöfund Elías Snæland Jónsson, sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir börn og unglinga," segir í kynn- ingu forlagsins. Ljóðlínuspil Sigurðar Komin er út hjá Forlaginu ljóðabókin Ljóðlínuspil eftir Sig- urð Pálsson. Er hún níunda ljóðabók höfundarins og jafn- framt þriðja og síðasta bindi Ljóðlínusafns, en fyrri þriggja bóka syrpur hans eru Ljóðvega- safn og Ljóðnámusafn. Ljóðlínuspil skiptist í fimm kafla. I ljóðum Sigurðar má finna spennu milli tveggja póla, reglu og óreiðu, skýrleika og dulúðar, myndhugsuna og flæð- andi ryþma. En höfundur hefur lýst því viðhorfi sínu að ljóðlistin sé millivegur tónlistar og mynd- Iistar. Harkaleg lífs- barátta Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Óskaslóðin eftir Kristján Kormák Guðjónsson. Er þetta samtímasaga úr Reykjavík og eru söguhetjurnar ungir utangarðsmenn sem reyna að fóta sig í harkalagri lífsbar- áttu. Dregin er upp átakan- leg mynd af hlut- skipti ung- menna sem ánetj- ast fíkni- efnum og er Iýst heimi sem mörgum er framandi. Verð bókarinnar er 1980 krón- ur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.