Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1
Fyrstu skáldsögu EimrsMás Guðmundssomr eftir útkomu Engla alheimsins hefurverið beðið með óþreyju. Nú erbókin komin. í sögu sinni Fótsporá himnum segirEimr Márfrá lífsbaráttu fjölskyldu á kreppu- árunum íReykjavík. „Rithöfundar verða að fylgja eigin áttavita. Þeir verða líka að vera viðbúnir að breyta til og gera eitthvað óvænt. Með vissum hætti er maður alltafað takast á við nýjan heim, segir Einar Már. mynd: bg. F ótspor Einars Más „Þessi saga hefur íylgt mér mjög lengi, var sífellt að koma til mín og fara frá mér,“ segir Einar Már Guðmundsson um fjölskyldu- sögu sína Fótspor á himnum. Nokkrar persónur sögunnar eiga sér beinar fyrirmyndir úr fjöl- skyldu höfundar. Þar á meðal er ein fyrirferðarmesta persónan, Ragnar, sem heldur til Spánar og berst gegn fasistum í spænsku borgarastyrjöldinni líkt og föður- bróðir höfundar gerði á sínum tíma. Einar Már tileinkar söguna ömmu sinni, Ingibjörgu Gísla- dóttur, og þegar hann er spurður hvort amma raunveruleikans og amma sögunnar séu sama per- sónan segist hann vissulega hafa byggt á ákveðinni fyrirmynd en skáldskapurinn hafi aukið við myndina. „Ef amman í sögunni gengi út úr bókinni þá væri hún ekki alveg eins og amma mín en færi nokkuð nærri því að ýmsu leyti. Grunnþættirnir kæmu heim og saman.“ I sögunni sinni sameinar Einar Már beinan frásagnarhátt og Ijóðrænu. „Fyrir mér er ljóðlistin upphaf sögunnar. Allt á sér rætur í ljóðinu," segir Einar Már. „Að- greining ljóðs og sögu er marg- faldlega staðfest en hefð hinar ljóðrænu sögu er sterk. Annars legg ég svo margháttaðan skiln- ing í ljóðrænu. Fyrir mér er ljóð- rænan ákveðin leit að sambandi við heiminn." Fótspor á himnum er fyrsta skáldsaga Einars Más eftir út- komu Engla alheimsins. Oneit- anlega vaknar sú spurning hvort höfundi þyki ekki erfitt að fylgja því margverðlaunaða verki eftir. „Það er ekki vafamál að horft er á nýútkomin verk höfunda í ljósi þess sem þeir hafa gert áður. En það truflar mann ekki svo mjög. Þegar maður hefur sent frá sér bók horfir maður til baka og þá virðast sálarkvalirnar og vandamálin ekki hafa verið svo ýkja merkileg," segir Einar Már og bætir við: „Rithöfundar verða að fylgja eigin áttavita. Þeir verða líka að vera viðbúnir að breyta til og gera eitthvað óvænt. Með viss- um hætti er maður alllaf að takast á við nýjan heim og um leið er maður á vissan hátt að brjóta þann gamla niður. Þetta er eins og bygging sem hry'nur en síðan raðast músteinarnir upp á nýtt og þá má greina heildar- mynd í höfu ndarverki n u. “ Þar sem Englar alheimsins og Fótspor á himnum fjalla báðar um fjölskyldu höfundar er freist- andi að ætla að þriðja fjöl- skyldusagan líti dagsins ljós og úr verði trílógía. Höfundurinn á allt eins von á því að svo verði. „I þessari bók eru ákveðin mál til lykta leidd," segir hann, „en það er einnig margt sem á eftir að segja. Efniviðurinn er nægur." Veitum hagstæð 1 lán til kaupa á i landbúnaðarvélum Reiknaðu með SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmuli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201 Þaö tekur aöeins 1 einn ■ ■ ■ virkan Grœnt daa numer aö koma póstinum þínum til skila pOotub oo sImi hf 800 70

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.