Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 3
•IIKnfííT v««t ssaw.j’iö'í .ís HnaivauM.i'í .-91 MIÐVIKUDAGUR 2 6 .NÓVEMBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Umhverfis landi f ' ' . á áttatíu símsk Sisíurður Bojfi Sævarsson, slær á þráðinn ogkannar niannlífið í landinu Meng unin Ég er svo ópólitískur - Jæja Geiri, ertu ekki á fullu í spilamennsku þessa dagana? „Jú, nú er þetta allt á fullu. Eg var að senda frá mér plötu og fer að vinna í að fylgja henni eftir. Ég hef mest verið að spila hér nyrðra að undanförnu, en um sl. helgi var ég á Hótel Sögu og verð í Reykja- vík næstu helgar." - Segðu mér, þarf fólk ekki að koma í hléum á dansleikjum og tala um landsins gagn og nauðsynjar? „Nei, fólk hefur nóg annað að gera á dansleikjum en að tala við mig um þjóðfélagsmálin. En annars stendur uppúr núna, finnst mér, þetta upphlaup um daginn út af bankastjóralaunum. Það er allt í lagi að borga banakstjórum góð laun, ef þeir bæru einhverja ábyrgð í kerfinu. Það er af og frá að Jóhanna Sigurðardóttir geti hvítþvegið sig í þessu sambandi, hún var í ríkisstjórn í mörg ár en gerði ekkert." - Nú voruð þið að samþykkja sameiningu sveitarfélaga í Skaga- firði? „Já, það endaði nú með því að ég sagði já í kosningunum. En ég var fullur efasemda og tók ekki endanlega ákvörðun fyrr en ég var kominn inn í kjörklefann." - Þú hefur ekki hingað til verið svona reikull í trúnni, hefur þú ekki alltaf kosið Framsókn? Þórunn Sigurdardóttir, ferðaþjónustu- bóndi a Skipalæk i Fellabæ. - Sæl Þórunn, mig langaði að heyra í þér. Er eilthvað um að vera fyrir austan. Þú ert nú með puttann á púlsinum í gegnum ferðaþjónustuna sem þú starfrækir? „Nú, hér er bara allt gott að frétta. Svo ég segi þér nú fréttir héðan frá Sldpalæk þá er hér svolítið rennirí af ferðafólki. Síð- an er þetta líka tilfallandi um- ferð hér: til dæmis sölumenn á ferð. Einnig er talsverð upp- bygging hér, það er verið að byggja hótel úti á Egilsstöðum og Póstur og sími er að reisa endurvarpsstöð á Eiðum og þetta hefur skapað umsvif í ferðaþjónustu á svæðinu. Við þessar Iramkvæmdir eru tugir manna í vinnu.“ - En annarsstaðar frá, hefur þú til dæmis heyrt eitthvað neð- an af fjörðum? „Ja, það virðist nú bara að síldin ætli að bregðast, eins og hún hefur skipt miklu máli fyrir atvinnulíf þar. Það er kvíði í fjarðamönnum og ég get lfka sagt þér að hingað austur er að koma fólk með flugi og ætlar að skella sér í síldina. Gistir hjá mér og ætlar að í uppgrip í síld- anánnu, einsog það hefur svo oft komist í á haustin. En nú kcmur fólkið fljótt til baka aftur og er vonsvikið." - Er ekki búið að vera ágætt veður fyrir austan að undan- förnu? „Jú, hér hefur verið ágætt veður. Að vísu hefur verið nokk- uð vætusamt, en hlýtt. Mikið væri annars búið að snjóa ef kalt hefði verið í veðri.“ - En hvað er að frétta af bændum og búaliði fyrir austan? „Ja, nú eru bændur búnir að rýja sauðfé sitt, og þar sem fé hefur getað gengið úti er ullin laus við húsaskít. Þá verður nll- in verðmætust. En nú eru menn farnir að rýja sauðfé sitt tvisvar á ári, annars vegar í október og síðan í maí. Þannig fæst besla verðið fyrir ullina“ „Jú, það er alveg rétt. En mér finnst ég vera að verða eitthvað svo ópólitískur því ... æi, ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að tjá mig um það. Eigum við ekki frekar að heyrast, á nýju plötunni minni.“ leggst yftr Síldar- fólker von- sviMð Geirmundur Vaitýsson, tónlistarmaður og fjármálastjóri Kaupfélags Skagfiröinga á Sauðárkróki. Ási Markús Þórðarson, athafnamaður á Eyrarbakka, og Aðalheiður Sigfúsdóttir,. eiginkona hans. Áhugasamur u m Árborg - Sæll Ási Markús, mér datt í hug að spyrja þig tíðinda af Eyr- arbakka? „Það er nú lítið að frétta og það sem ég frétti má ég varla segja. Það er helst þessi samein- ingarmál, nú vilja menn sam- eina Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhepp. Ég er nú bara frekar áhugasam- ur um þetta og hef verið það al- veg sfðan Guðmundur Daníels- son fór fyrst að tala og skrifa um að sameina öll sveitarfélög á þessu svæði í það sem hann kallaði Árborg.“ - Þú ert alltaf með gistiþjón- ustu. Er einhver forretning núna? „Já, það er alltaf eitthvað. Núna á ég von á Ameríkönum sem ætla að vera hér á yfir jól og áramót. Þeir búa hér uppi á lofti í húsinu mínu, Garðbæ. En annars er ég að koma upp gisti- þjónustu í gömlum verkstæðis- skúr hér á hlaðinu og hann ætti að vcrða lilbúinn á næsta ári.“ - Heyrðu Ási, ég var að frétta af því að um þarsíðuslu helgi hefði verið merkileg bíósýning á Eyrarbakka, þar sem sýndar hefðu verið ýmsar gamlar bíó- myndir úr sögu þorpsins. Hvern- ig tókst til þar? „Þetta tókst býsna vel, skal ég segja þér. Þarna voru sýndar kvikmyndir sem menn hér í plássinu hafa verið að taka á síð- ustu áratugum, til dæmis úr frystihúsinu og úr Fiskiveri, af kartöfluupptöku, laxveiði í net í Olfusá, kvenfélagsfundi, barna- skemmtun, frá sjómannadegin- um og hátíðarhöldum á 17. júní. Það var vel mætt á þessa sam- komu og reyndar alveg fullt úr úr dvrum í félagsheimilinu." - Sæl Linda, mig langaði til að heyra í þér því þú varst framar- lega í flokki þeirra sem mót- mæltu álveri á Grundartanga á sínum tíma. Hvernig ifst þér á, þegar byggingaframkvæmdir eru langt komnar? „Mér Iíst sem fyrr ekkert á þetta. Þessu er hér þrýst ofan á okkur og við getum engum vörn- um við komið. Þeir ætla að opna álverið í júní á næsta ári og þó ég búi í sveit þá er ég ekki svo græn að halda að kýrnar verði í grænum haga við álversvegginn, eins og við sáum í sjónvarps- þætti frá Þýskalandi." - En er álverið eldd hið besta mál, skapar þetta ekki atvinnu fyrir fólk á Hvalfjarðarströnd? „Ég verð ekki vör við það. Þeir sem eru að starfa við álvers- framkvæmdir er að mestu leyti aðkomufólk. í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum héðan úr sveit sem er að vinna þarna. En það má vera að þarna séu Akur- nesingar við störf, og það voru nú þeir sem mest börðust fyrir því að fá álverið á sínum tíma. Sjálf hygg ég að viðhorf breytist þegar mengun fer að leggja frá álverinu í austanátt, frá Grund- artanga og fram og yfir Skipa- skaga.“ - Síðan eru það Hvalljarðar- göngin. Hvernig líst fólld þarna um slóðir á þau? „Ég á nú eftir að kynna mér þessi göng áður en ég svara því. Þetta verður framandleg nýjung, sem verður mikil samgöngubót.“ - Er eitthvað annað í gangi þarna við Hvalfjörðinn? „Það er nú það. Jú, ég get nefnt að hreppsnefndin okkar lét byggja iðnaðarhúsnæði við Hlíðarbæ, en með því á að laða fólk til að hefja þar atvinnustarf- semi. Þetta er líka gert lil þess að stuðla að íbúafjölgun, en í dag eru íbúar í hreppnum ekki nerna rúmlega hundrað.“ Linda Samúelsdóttir, húsmóðir í Tungu f Svínadal í Hvalfjarðar- strandarhreppi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.