Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 1
Skuldiimm mismun- að vegna maimeklu Ekki ásættanlegt að siunir komist upp með brot án refsinga á meðan aðrir fá á sig dóm, segir RLkisend- urskoðun. Skattrann- sóknastjóri segir það ekki hægt að óbreyttn. 480 Islendingar skulduðu meira en eina milljón í virðisaukaskatti, samtals 2.600 milljónir, sem þeir höfðu innheimt en ekki skilað, samkvæmt bréfi til skattrann- sóknastjóra frá tollstjóranum í Reykjavík. Skattrannsóknastjóri kemst einungis yfir að sinna 30- 40 vanskilamálum á ári og er ástandið algjörlega óviðunandi að hans sögn. Hlegið að kerfinu Ríkisendurskoðun segir að van- skil á innheimtum virðisauka- skatti og afdreginni staðgreiðslu séu erfiðustu og jafnframt alvar- legustu málin sem innheimtu- menn fást við. Þegar starfsstöð skuldara hafi verið innsigluð, sem oftast sé raunar ekki hægt, Ijárnámsbeiðni verið send og síð- an gjaldþrotabeiðni, séu úrræði innheimtumanna fullreynd. Skuldarinn láti þelta oft á tíðum ekkert á sig fá og haldi bara áfram rekstri. Ríkisendurskoðun telur því þörf á nýjum úrræðum; rannsóknum skattrannsókna- stjóra og sektum með vararefs- ingu. Óviðimandi en ógerlegt Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknastjóri hefur átt í við- ræðum við fjármálaráðuneytið vegna þessa ástands. „Embættið er aðallega með annars konar svikamál, þ.e.a.s. vantaidar tekj- ur og sérstök svik þegar reynt er að ná út virðisaukaskatti úr ríkis- sjóði án þess að raunverulegur rekstur sé fyrir hendi. Þar við bætast þessi vanskilamál. Við höfum eytt árlega milli 3000 og 4000 klukkustundum í þau og haft uppi refsivörsiu í 30-40 mál- um. „Ég er alveg sammála ríkis- endurskoðun að þetta ástand er algjörlega óviðunandi, en miðað við núverandi ástand í skattsvik- um þjóðfélagsins og mannafla er það ógerlegt," segir skattrann- sóknastjóri. Ails starfa 18 starfsmenn hjá skattrannsóknastjóra og er álagið gífurlegt að sögn Skúla Eggerts. Undanskot og rannsókn svartrar starfsemi er tímafrek og umfang mála verulegt. Þannig var talið árið 1992 að skattsvik næmu 11 milljörðum það ár og ekkert bendir til að þau haf’i minnkað. Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri. Ofmat á kerfinu Jón Kristjánsson, formaður fjár- Iaganefndar, lítur stöðuna alvar- legum augum. Hann segir að embætti skattrannsóknastjóra hafi verið styrkt í sessi að undan- förnu og verulegur árangur náðst en í Ijósi ofangreindra staðreynda verði að huga að endurskoðun. Jón telur að menn hafi e.t.v. of- metið suma þætti þegar virðis- aukakerfið var tekið upp. „Þvf var haldið fram að þessi skattur myndi að mestu leyti hafa eftirlit með sér sjálfur, aðilar fylgdust hver með öðrum. Ég hygg að sú hlið hafi verið ofmetin á sínum tíma. Þarna er þó ekki um bein skattsvik að ræða, menn hafa gengið í gegnum efnahagserfið- leika að undanförnu og það kem- ur m.a. fram í þessu. Það þarf að fara sérstaklega yfir þetta mál og leita úrbóta,“ segir Jón. Ekkert réttlæti Ríkisendurskoðun telur rann- sóknir sem skattrannsóknastjóri hóf á vanrækslu á skilum vsk og staðgreiðslu árið 1994 hafa reynst árangursríkar og oft á tíð- um leitt til þess að skuldarar hafi gert upp, eftir að rannsókn og/eða refsimeðferð hófst. Vafa- samt sé að þær greiðslur hefðu annars skilað sér. Hvort sem rannsókn leiði til greiðslu eða refsidóms sakborninga sem greiða ekki „er Ijóst að heimiluð- um refsiúrræðum verður að beita í eins mörgum tilfellum og hægt er,“ segir stofnunin. Ekki sé ásættanlegt að sumir komist upp með brot sem kunnugt er um, án viðurlaga og refsinga, á meðan aðrir fái á sig dóm. — BÞ/HEI Jól í nðv- ember Þótt enn sé tæpur mánuður til jóla er búið að taka upp jóla- skrautið í flestum verslunum og veitingahúsum. Mörgum þykir nóg um en aðrir fagna ljósadýrð- inni og öðru sem styttir skamm- degið. Svo ber við í ár að aðvent- an hefst í nóvember, næstkom- andi sunnudag, og munu margir landsmenn að líkindum kveikja á kerti þann dag. Drengurinn á myndinni fann reykinn af réttunum í gær í versl- un Blómavals á Akureyri. Víst er að loks þegar hátíð ljóss og frið- ar gengur í garð, verða margir orðnir óþreyjufullir. - BÞ Böðvar Bragason. Lögreglustjóri vaimæfur Böðvar Bragason lögreglustjóri hefur ritað dómsmálaráðuneyt- inu bréf og farið fram á að Iög- reglustjóri verði settur vegna Vegasmálsins svokallaða. Böðvar er þar vanhæfur þar sem sonur hans Haraldur, eigandi Vegas, er viðriðinn málið, en fatafella hef- ur kært hann fyrir líkamsárás og áreiti. Böðvar neitaði að tjá sig um þetta mál f samtali við Dag, en Símon Sigvaldason í dómsmála- ráðuneytinu staðfesti að bréf væri á leiðinni frá Böðvari með ofangreindri ósk. Símon sagði að burt séð frá bréfi lögreglustjóra væri málið mjög skýrt. „I þeim tilvikum þar sem lög- reglustjóri er tengdur aðilum máls þannig að það reynir á regl- ur um vanhæfi ber honum að víkja. Fram er komin kæra á Harald Böðvarsson eða fyrirtæki sem hann á aðild að og þar sem Böðvar er faðir Haralds þá ber honum að víkja sæti í málinu," segir Símon. — FÞG Fjárfesta meira í útlöndum Islendingar fjárfestu fyrir 4,3 milljarða í atvinnurekstri erlendis á síðasta ári, rneira en nokkru sinni síðan skipuleg gagnasöfnun hófst. Þessi metfjárfesting skýrist að lang stærstum hluta í auknum lánveitingum frá innlendum móð- urfyrirtækjum til erlendra dóttur- fyrirtækja sinna, segir í Hagtölum Seðlabankans. Bein fjármunaeign innlendra aðila í atvinnurekstri erlendis var kornin í rúma 16 milljarða í Iok síðasta árs, og hafði þá næstum tvöfaldast á þrem árum. Rösklega 70% voru í sjávar- útvegi. Aukningin var hins vegar hlutfallslega mest í samgöngufyr- irtækjum. Hún fór úr rúmlega 1 milljarði í 3 milli ára, að stærstum hluta í skiparekstri í Hollandi. Hringrásardælur SINDRI P^lfSClHö sterkur i verki Nýtt met í línudansi Bls. 2 i i I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.