Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 Bgiim mðdð úrval varahlnta og aukahluta í bíla og Imvólar VHftarata®w IShME’SSsMí’ líSŒBHjglígl1 Sralisgæff [Pseœff œg lp@ Mspffiffipffl1 &WIÍMÍ1Í® iMi&lppil VÉLAR& ÞJéNUSTAhF JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVlK, SÍMI 587 6500, FAX 567 4274 ÓSEYRI 1A, 603 AKUREYRI, SIMI 461 4040, FAX 461 4044 FRÉTTIR L. Bretar daprir vegna deibia uin niinnis- varöami Margir aðstandendur látinna sjómanna við íslands strendur yrðu miður sín ef deilur um staðarval á minnisvarða hafa áhrif á tilganginn með verkinu. Bæjaryfirvöldum í Grimsby finnst miður að ekki hafi náðst almennt samkomulag um hvar mínnisvarði skuli standa sem borgaryfirvöld í Aberdeen, Grimsby, Fleetwood og Hull hyggjast láta reisa á Islandi í minningarskyni um drukknaða breska sjómenn. í fréttatilkynningu frá hlutað- eigandi segir að vonast sé til að íslendingar skilji að eini tilgang- ur borganna fjögurra sé að heiðra minningu þeirra sjó- manna sem farist hafa við ís- -;-:---------—.. Auktu framleiðnina með í INTERROLL joKi Færibanda- li 2 3 2 I mótorar, flutningsrúllur, flutningskerfi, lagerkerfi. Viðurkennd gæðovara. SHÉÐINNS VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Frá Patreksfirði. Bæjarstjóra Vesturbyggðar finnst tilhlýðilegt að minnisvarði um drukknaða sjómenn standi í bænum. Egiii Ólafsson á Hnjóti er ekki sama sinnis. lands strendur sem og að sýna íslensku þjóðinní virðingu og þakklæti fyrir björgun á lífi er- Iendra sjómanna. „Við vonum að rökræðan um staðsetningu minnismerkisins verði nú sett til hliðar, þannig að athyglin verði ekki dregin frá tilgangintfm sjálf- um. Margar fjölskyldur hér yrðu miður sín ef deilurnar myndu hafa áhrif á virðingarvott þeirra gagnvart látnum aðstandend- um,“ segir í yfirlýsingu frá tals- manni verkefnisins. Gæti orðið að engu „Já, ég hef heyrt að mönnum þykir dapurlegt hvernig þetta mál hefur þróast en þetta er hlutur sem þeir ráða ekki við. Hins vegar ætla þeir ekki að hafa bein afskipti til að hafa áhrif á staðsetninguna. Ef þeir færu að blanda sér í þetta innbyrðis mál íslendinga gæti það orðið til þess að samstarfið hjá þessum borgum yrði að engu og hug- myndin falla um sjálfa sig,“ seg- ir Jón Olgeirsson, ræðismaður íslendinga í Grimsby. Hægt að gera báðum til liæfis Egill Olafsson á Hnjóti vill að minnisvarðinn standi þar til að minnast 1 1 sjómanna sem fórust með togaranum Sargon árið 1948. Viðar Helgason, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, telur það hins vegar óeðlilega kröfu og vill að minnismerkið standi í Pat- reksfjarðarbæ sjálfum. Jón Ol- geirsson segir það persónulega skoðun sína að minnismerkið ætti fremur að standa á Hnjóti en í yfirlýsingu borganna fjög- urra segir að vel sé við liæfi að reisa mínnisvarðann í bænum sjálfum en einnig sé áhugi á samstarfi við Egil Olafsson á Hnjóti vegna þess að á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að togar- inn Sargon fórst þar. Kostnaður við minnismerkið er um ein og hálf milljón íslenskra króna og stendur til að vígja minnisvarð- ann á sjómannadaginn 1998. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.