Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 11
X^nr FIMMTUDAGUR 27.NÓVEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L U Tony Blair baðar sig í hyiii almennings, en fjármáiaráðherrann hans, Gordon Brown, boðar um ieið óvinsæiar aðhaldsaðgerðir. Já, fjármála- ráðherra í fjármálum ríMsins fylgir breska stjómin í meginatriðum að- haldsstefnu forvera síns, íhaldsflokksins. Gordon Brown, fjármálaráð- herra í bresku ríkisstjórninni, boðaði í vikunni til mikilla breyt- inga á breska velferðarkerfinu þar sem einkum verði reynt að útrýma því „vinnuletjandi" kerfi sem Iáglaunafólk býr við, en um leið lagði hann áherslu á það markmið ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgu í lágmarki með því að hvetja til þess að hægt verði farið í launahækkanir til langs tíma litið. Brown var að gera grein fyrir fyrstu hugmyndum að fjármála- frumvarpinu sem ríkisstjórnin mun leggja fram á næsta ári. Hann hélt því fram að vel værí hægt að komast hjá miklu at- vinnuleysi án þess að kveikja upp í verðbólgunni að nýju. Til þess að ná því markmiði þyrfti hins vegar að taka bæði skattakerfið og bótakerfið í gegn og binda endi á „skammsýni" bæði verka- manna og fyrirtækja. „Því meir sem við tökum upp langtímasjónarhorn á það hvað efnahagurinn leyfir, því frekar verðum við fær um að skapa at- vinnu og halda verðbólgu og vöxtum í lágmarki," sagði Brown í ræðu sinni á þinginu. í fótspor íhaldsflokksins Þessi ræða kemur á sama tíma og Tony Blair forsætisráðherra situr undir ámæli frá flokks- bræðrum sínum fyrir að vilja ekki verja mun meira fé til heil- brigðis- og menntamála og lyrir þá ákvörðun sína að halda ótrauður áfram skerðingu bóta til einstæðra foreldra. Ríkisstjórn Blairs hefur heitið því að fylgja í meginatriðum þeim markmiðum sem fyrrver- andi ríkisstjórn Ihaldsflokksins hafði sett sér í ríkisútgjöldum. En vegna sterkrar stöðu efna- hagslífsins hafa ýmsir af þing- mönnum Verkamannaflokksins krafist þess að ríkisstjórnin slaki svolítið á þeirri stefnu og veiti meira fé til félagsmála og menntamála. Brown hefur reynt að sefa þessar gagnrýnisraddir með ýms- um smærri útgjaldanýjungum, allt frá styrkjum til eftirlauna- þega til að standa straum af hita- kostnaði þeirra nú í vetur til fimm ára áætlunar um að auka barnagæslu fyrir einstæðar mæður. En heildarboðskapur hans staðfestir þá meginstefnu sem hann og Blair hafa fylgt frá því Verkamannaflokkurinn vann kosningasigur sinn í maí síðast- liðnum, sem byggir á aðhaldi í ríkisfjármálum og að tekjuskatt- ar verði ekki hækkaðir. „Abyrgð í launamálum borgar sig til þess að fá ný atvinnutæki- færi sem fyrst og velmegun til lengri tíma litið,“ sagði Brown. Veit hvað hanu vill Ræða Browns staðfesti það að hann er fremstur meðal jafningja í ríkisstjórninni. Sem fjárjnála- ráðherra er hann vitaskuld sá sem mest hefur að segja um mótun efnahagsstefnu stjórnar- innar, og hann hel’ur verið sá ráðherranna sem mest og hæst hefur talað fyrir því að Bretland taki um síðir þátt í evrópska myntbandalaginu sem á að kom- ast á laggirnar árið 1999. En Brown gegnir einnig lykil- hlutverki í stefnu ríkisstjórnar- innar í innanlandsmálum, ekki síst þeim sem lúta að velferðar- kerfinu. Hann hefur því orðið sá ráðherranna sem mest er áber- andi í fjölmiðlum og upp á síðkastið er það ekki síður hann en Tony Blair sem svarað hefur fyrir stefnu stjórnarinnar. Brown virðist vera maður sem „veit hvað hann vill gera við þau völd sem hann hefur fengið, og það er meira en hægt er að segja um alla þingmenn Verkamanna- flokksins," segir Roderick Nye, sem er yfirmaður samtaka í London sem nefnast „The Social Market Foundation“. Kafar ofan í smáatriðin Samskipti Blairs og Browns þykja heldur flókin. Báðir ólust þeir upp í Bretlandi eftirstríðsár- anna, þeir voru samherjar f bar- áttu sinni fyrir umbótum á Verkamannaflokknum undanfar- inn áratug eða svo. Framan af þeirri baráttu var Brown greini- lega í fararbroddi, en 1994 skaust Blair fram fyrir hann þeg- ar hann var kosinn leiðtogi flokksins. Ekki er laust við að nokkur spenna ríki á milli þeirra þótt þeir starfi náið saman. Blair er eldhugi, klár í kosn- ingabaráttu og duglegur að út- skýra fyrir almenningi hugmynd- ir sínar um nýja tíma í Bretlandi. Brown er hins vegar sá sem fer ofan í smáatriðin og hefur tök á helstu flækjum efnahags- og innanríkismála. Hann hefur unnið meir en aðrir ráðherrar að því að styrkja stöðu sína innan ríkisstjórnarinnar og jafnvel komið sér upp neti stuðnings- manna í helstu ríkisstofnunum. Þótt Brown hafi unnið með Blair að breytingum á Verka- mannaflokknum á hann þó dýpri rætur í vinstri væng flokksins og í ræðum sínum reynir hann greinilega að taka tillit til sjónar- miða beggja flokksvængjanna. - The Washington Post. GIÆSILEG Leðuridjan Atson Laugavegi 15 Rv!k. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. SuNNEVA DESIGN HVANNAVÖLLUM ÍR AK. Alnæmi mun útbreiddara en talið var Meira en 30 milljónir manna í heiminum eru nú smitaöar af alnæm- isveirunni (HIV), og um 16 þúsund smitast í viðbót á degi hverjum, að því er segir í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt þessari skýrslu var útbreiðsla sjúkdómsins vanmetin um þriðjung í fyrri tölum. Sérstaklega er ástandiö í Afríku sunnan Sahara verra en talið var, en þar eru rúmlega sjö prósent fólks á aldrinum 15-tiI 49 ára smituð af HlV-veirunni. A þessu ári er talið að 2,3 milljónir manna láti lífið af völdum alnæmis, þar af um helmingurinn konur og 460 þúsund á barnsaldri. Bamfóstrudómniun áfrýjað BANDARÍKIN - Ákærendur í máli Louise Woodward, bresku barnfóstrunnar sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi, áfrýjuðu í gær dómnum til hæstaréttar í Massachussetts. Verjendur barnfóstrunnar hafa einnig sagst ætla að áfrýja dómnum. Fram kom í vikunni að barnfóstran er, ásamt föður sínum, flutt inn á heimili eins af lögfræðingum síns í úthverfi Boston vegna þess að þeim hafi ekki þótt við hæfi að verja gjafafé til að greiða dýra hótel- reikninga. Louise Woodward. Skortur á vtnnuafli NOREGUR - Allt bendir til þess að Norðmenn þurfi að fá aðflutt vinnuafl á næstu árum, a.m.k. 20 þúsund manns frá 1999. Ted Han- isch, yfirmaður norska vinnumarkaðseftirlitsins, segir í viðtali við Dagens Næríngsliv að mikill skortur sé að verða á vinnuafli í mörg- um atvinnugreinum og engin merki um að úr þeirri þróun dragi á næstunni. Af þeim sökum hafi Norðmenn eflt leit sína að fólki til hinna ýmsu starfa erlendis, m.a. á Íslandi. Saab hættir vlð framleiðslu SVIÞJOÐ - Sænsku flugvélaverksmiðjur Saab fyrirtækisins hafa til- kynnt að hætt verði við framleiðslu á tveimur tegundum farþegaflug- véla, Saab 340 og Saab 2000, innan tveggja ára þrátt fyrir að pantan- ir liggi fyrir. Þar með tekur fyrirtækið áhættu á að ríkisstyrkir upp á milljarða sænskra króna verði afturkallaðir, en fyrirtækið segir tapið á framleiðslunni hafa verið það mikið að sú áhætta sé réttlætanleg. Karlakórinn Geysir 75 ára Kór eldri Geysisfélaga heldur afmælistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 17. Aðgöngumiðar seldir við innganginn og forsala í Bókvali. Verð: Kr. 1000,- Kópavogslistinn Opinn borgarafundur um bæjarmálefni í Kópavogi fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Undirbúningshópur nýs bæjarmálafélags, Félags um jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsi, boðar bæjarbúa til kynningar- og málefnafundar um sameiginlegt framboð í Kópavogi. Á fundinum verður fjallað um aðdraganda, tilgang og markmið sameiginlegs framboðs til bæjarstjórnar Kópavogs, einnig verður fjallað um málefnaáherslu og fundargestum gefst kostur á að skrá sig til þátttöku í málefnastarfi og stefnumótun. Fundurinn er opinn öllum Kópavogsbúum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi og stefnumótun Kópavogslistans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.