Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27.NÓVEMBER 1997 - 3 Fagnar fíkniefna- FRÉTTIR Kom Flugleidum á óvart að tapa málinu Samkeppnisráði var heimilt að takmarka stjórnarsetu Fiugieiðamanna i stjórn Flugfélags íslands. Héraðsdómari segir að samkeppnisráð megi takmarka stjómarsetu Flug- leiðamauna í stjóm Flugfélags íslands. Flugleiðir íhuga áfrýj- un. Hjörtur O. Aðalsteinsson, dóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur sýknað Samkeppnisráð í stefnu Flugleiða, en flugfélagið vildi fá hnekkt úrskurði ráðsins og áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála um takmörkun á setu Flugleiðamanna ( stjórn Flugfé- lags Islands. Hjörtur tók undir með áfrýjunarnefndinni að hið umdeilda stjórnunarskilyrði sé „sérstaklega nauðsynlegt til að hæfileg samkeppni geti ríkt á þeim markaði sem hér um ræð- ir“. „Þessi dómur kom okkur á óvart. Við munum nú skoða framhaldið og ákveða hvort mál- inu verður áfrýjað til Hæstarétt- ar, en fyrst er að fara vel yfir dómsforsendurnar," segir Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða. Upphaflega setti samkeppnis- ráð átta skilyrði fyrir þ\ í að ekki yrði lagt bann við samruna inn- anlandsflugs Flugleiða og Flug- félags Norðurlands þegar Flug- félag íslands var sett á laggirnar, en Flugleiðir eiga 65% í „nýja“ félaginu. Flugleiðir undu strax þremur skilyrðum, en kærðu hin fimm til áfrýjunarnefndar. Þar voru tvö skilyrði felld úr gildi, en eftir stóðu þrjú. Af þeint mótmæltu Flugleiðir ekki skilyrðum um vildarkerfi og farseðlaskipti og um áætlana- leiðir og ferðatíðni, en ákvað að vísa skilyrðum um stjórnarsetu til dómstóla. Flugleiðir telja að þetta skilyrði feli í sér verulega réttindaskerðingu hluthafa og komi í veg fyrir að „eigendur fé- lagsins hafi svigrúm til að ráða eðlilegri stjórnun þess“. Flug- leiðir fullyrða jafnframt að félag- ið keppi ekki á sama markaði og Flugfélag íslands. Síðara félagið hefur 90% markaðshlutdeild í innanlandsflugi. - FÞG leitíML „Eg fagna því að þetta skyldi hafa verið gert. Það hefur komið upp orðrómur um fíkniefna- notkun innan skólans og nægi- lega sterkur til að berast til lög- reglunnar. Við venjulegar að- stæður myndi maður ekki blessa slíka heimsókn en húsleitin sýn- ir að hér er allt í Iagi. Staðið var að Ieitinni með markvissum og skipulögðum hætti og ég get ekki trúað öðru en að þær radd- ir deyi nú sem haldið hafa fram að fíkniefnaneysla sé vandamál í þessum skóla,“ segir Kristinn Kristmundsson, skólameistari Menntaskólans á Laugan atni. Eins og fram kom í Degi í gær réðist fjölmennt lið lögreglu- manna frá Selfossi með sérþjálf- aðan hund frá fíkniefnadeild- inni í Reykjavík inn í heimavist nemenda ML í gær og leituðu fíkniefna án þess að finna neitt. „Nemendur urðu náttúrlega fyr- ir óþægindum án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Þeir v'oru kallaðir út úr kennslustundum og einangraðir í hátt á aðra klukkustund en þrátt fyrir það reyndi enginn að hindra þessa aðgerð og nemendafélagið hefur lýst stuðningi sínum við hana,“ segir Kristinn. — BÞ Fyrstu smásögur forsætisráðherra Davíó segir sögumar ekki fuUkomnar en fuUskrifaðar. Það gengur oft treglega hjá bóka- forlögum að fá fjölmiðla til að mæta á blaðamannafundi en það var ekki reyndin á blaðamanna- fundi sem forsvarsmenn Vöku Helgafells héldu í gær á Sólon íslandus. Fulltrúar stærstu fjöl- miðla landsins létu sig ekki vanta enda var Vaka Helgafell að kynna nýtt smásagnasafn eftir Davíð Oddsson. Safnið ber nafnið „Nokkrir góðir dagar án Guðnýj- ar“ og hefur að geyma níu sögur. Þetta er fyrsta bók Davíðs Odds- sonar en leilirit eftir hann hafa verið sýnd hjá atvinnuleikhúsum landsins og í sjónvarpi. Það var létt yfir Davíð á blaða- mannafundinum. Hann sagðist vona að einhverjir hefðu jafn gaman af því að lesa sögurnar og hann hefði haft af því að skrifa þær. „Ég er ekki að segja að sög- urnar séu fullkomnar en mér finnst þær vera fullskrifaðar eins „Mér finnst þær vera fullskrifaðar eins og þær eru. Að þvi leyti eru þær eins og unglingar sem geta farið að heiman, “ segir Davíð um smásögur sínar sem nú eru komnar út á bók. mynd: þök og þær eru. Að því leyti eru þær þess jafnframt að ákvörðun um eins og unglingar sem geta farið að koma sögunum í bók hefði að heiman," sagði Davíð, en gat vafist nokkuð fyrir sér. Húsaleigubætur áu skatts Sambandsstjórnarfundur Al- þýðusambands íslands skorar á Alþingi að sjá til þess að húsa- leigubætur verði ekki skattlagðar. Fundurinn skorar einnig á ríkis- stjórn að fjölga heimildum til nýrra félagslegra íbúða. Þá vill ASI að fulltrúi þess verði skipað- ur í starfshóp sem félagsmálaráð- herra hefur skipað til að semja frumvarp til Iaga um félagslegar íbúðir. Samkvæmt frumvarpi sem fé- lagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi verða greiddar húsa- leigubætur í öllum sveitarfelög- um og þær ná einnig til íbúða í eigu hins opinbera. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin sjái alfarið um greiðslur bótanná, en sam- kvæmt núgildandi fyrirkomulagi endurgreiðir ríkið sveitarfélögun- um 60% kostnaðarins. Stuðn- ingur sveitarfélaganna við frum- varpið er háður því að samkomu- lag náist við ríkið um að bæta þeim hann. -GRH Alþjóöleg jarðskjálfta- miðstöð á Selfossi I dag verður skrifað undir samning milli Sel- fossbæjar og Verkfræðistofnunar Háskólans um varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum og öðrum náttúruhamförum. Þar er kveðið á um samvinnu á sviði jarðskjálftaverkfræði og áhættustjórnunar. I samningnum eru einnig ákvæði um að unnið verði að því að koma upp alþjóðlegri rannsóknarmiðstöð á sviði jarðaskjálftaverk- fræði á Selfossi, sem hafi það hlutverk að rann- saka og miðla upplýsingum um jarðskjálfta og áhrif þeirra í hyggð. Þóra kona ársins Þóra Guðmundsdóttir, annar aðaleigandi Atlantaflugfélagsins, er kona ársins samkvæmt vali tímaritsins Nýs lífs. Tímaritið hefur valið konu ársins frá 1991, þá var það Vigdís Finnbogadóttir, lymerandi forseti. Sophia Hansen var kjörin kona ársins 1992 af lesendum blaðsins, árið eftir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, þá Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Björk Guðmundsdóttir tónlist- armaður og í fyrra varð Rannveig Rist, forstjóri álversins, fyrir valinu. Fæðiiigarorlof í 1 ár Foreldrar sem gegna launuðum störfum og eiga lögheimili á íslandi eiga rétt á fæðingarorlofi í allt að 12 mánuði vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur, segir í frumvarpi sem 6 þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram. Einnig er gert ráð fyrir að feður fái 3 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og að foreldrar fái full laun í fæðingarorlofinu. Guðný Guðbjörns- dóttir, Kvennalista, er fyrsti flutningsmaður. Játaði mörg iimbrot Tekið var fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag mál gegn nokkrum ungmennum á Akureyri sem ákærð eru um bylgju innbrota og skemmdarverka. Meðal annars var 22ja ára gamall maður yfir- heyrður og játaði hann skýlaust nokkur innbrot frá árunum 1996- 1997. Hann er elstur nokkurra einstaklinga sem grunaðir eru um innbrot og skemmdarverkastarfsemi en bar þó í gær að hann hefði lent í slæmum félagsskap og honum hefði nú Iærst að halda sig fjarri félögum sínum. Ránsfengurinn var almennt rýr í þessum málum en dóms er að vænta í desember. Meðal lýrirtækja sem brotist var inn í má nefna Ding Dong og sam- liggjandi húsnæði fleiri fyrirtækja við Gránufélagsgötu, fiskbúð og trésmíðaverkstæði. Hann hefur hins vegar haldið sig frá afbrotum um skeið og gerði verjandi hans tilkall lil lægstu refsingar. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.