Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGVR 27.NÓVEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR L A KAuppí 2. sætið KA og Víkingur mættust í síð- asta leik 10. umferðar í hand- boltanum í gærkvöld. Óhætt er að segja að KA menn hafa feng- ið erfiðari andstæðinga norður. Lokatölur 32-20. Víkingar skor- uðu að vísu fyrsta niark leiksins en síðan sáu þeir röndóttu ekki til sólar. Með frábærum fyrri hálfleik Sigtryggs í markinu og góðum varnarleik völtuðu KA menn yfir Víking og þegar flaut- að var til leikhlés var staðan orð- in 20-10 heimamönnum í vil. Sigtryggur varði 1 5 skot í hálf- leiknum og gerði sér lítið fyrir og skoraði mark yfir endilangan völlinn. Það var því nánast formsatriði fyrir heimamenn að klára seinni hálfleikinn. Ungu strákarnir í KA liðinu voru flestir komnir inn á þegar um 1 5 mínútur voru eftir af leiknum og kláruðu þeir hann nokkuð auðveldlega. Allt KA liðið spilaði vel í þess- um leik og erfitt að taka ein- hvem sérstakan út. Sigtryggur var frábær í fyrri hálfleik eins og áður sagði og Karim Yala var góður í sókninni. Sævar Arna- son spilaði vel og skoraði sex mörk úr jafnmörgum skotum. Erlingur spilaði sinn annan leik á þessu tímabili og bindur hann vörnina vel saman. KA vörnin er ekki árennileg með þá Goldin, Erling, Þorvald og Sverr- i eins og stóran vegg. Víkingsliðið átti afleitan dag og með svona spilamennsku bíð- ur ekkert nema fall í aðra deild fyrir þá. Birkir Guðmundsson var þó ágætur í markinu í fyrri hálfleik og varði þá 11 skot og bjargaði félögum sínum frá verri niðurlægingu! Mörk KA: Yala 8, Sævar 6, Jó- hann 4 og aðrir minna. Sigtrygg- ur varði 21 skot. Mörk Víkings: Rögnvaldur 6 Július 3, Níels 3 og aðrir minna. Birkir varði 14 skot. Staðan er nú þessi: UMFA 10 80 2 257:241 16 KA 10 7 1 2 290:249 15 FH 10 7 1 2 280:239 15 Stjarnan 10 7 0 3 276:257 14 Haukar 10 5 2 3 271:252 12 Fram 10 6 0 4 271:255 12 Valur 10 5 1 4 236:231 11 ÍBV 10 4 I 5 282:284 9 ÍR 10 3 1 6 245:267 7 HK 10 3 0 7 249:255 6 Víkingur 10 1 1 8 237:276 3 UBK 10 0i 0 10 227:309 0 Tap hjá Juventus Juventus tapaði óvænt 2-0 fyrir Feyenord í Meistardeildinni í fótbolta í gær. Þessi úrslit þýða að Man. Utd eru nánast öruggir áfram úr riðlakeppninni. 6 leikir voru í gærkvöld og 6 leikir verða í kvöld. Urslit leikja í gærkvöld og leikimir í kvöld. A-riðilI Dortmund-Galatasary Parma-Sparta Prag B-riðiII Man.Utd-Kosice Feyenord-Juventus C-riðilI D. Kiev-PSV Eindh. Barcelona-Newcastle D-riðilI Rosenborg-Real Madrid Porto-Olympiakos E-riðill Gautaborg-Paris SG Besiktas-Bayern M. F-riðiIl Monaco-Lissabon Lierese-B. Leverkusen í kvöld í kvöld í kvöld 2-0 í kvöld 1-0 í kvöld í kvöld 0-1 0-2 3-2 0-2 íslenska landsliðid í körfubolta sútti ekki gull í greipar þess hollenska í gærkvöld en bjartsýni ríkir fyrir næstu leiki liðsins. mvnd: bg Spennaí HöUinni! Hollendingar unnu íslendinga í mjög jöfnum og spennandi landsleik í körfubolta, 83:87. Leikurinn var í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu og það sem fyrst og fremst lagði grunninn að sigri Hollendinganna í þessum leik var að þeir spiluðu afar agað- an og kerfisbundinn körfubolta þar sem öll leikkerfi þeirra byggðust á að koma boltanum inn á miðherjann, Gert Hammick, sem skoraði hvorki meira né minna en 34 stig í þess- um leik. Islendingarnir áttu í miklum erf- iðleikum með að stöðva þennan mann enda leikur hann á allt annarri hæð en íslensku lands- liðsmennirnir eru vanir að kljást við. Guðmundur Bragason barð- ist þó feiknalega vel í vörninni og gerði hollensku risunum oft lífið leitt. Þá áttu Teitur Örlygsson, Herbert Arnarson og Hermann Hauksson allir mjög góðan leik í kvöld og Helgi Jónas Guðfinns- son stóð sig mjög vel þær fáu mínútur sem hann fékk að spreyta sig. Islensku landsliðs- mennirnir voru afar óheppnir með villur í þessum leik og fengu dæmdar á sig 27 villur í leiknum, meðan dæmdar voru 1 5 villur á Hollendingana. En þegar á Ieikinn er litið þá verður ekki annað sagt en að þetta sé sigur fyrir íslenskan körfubolta og íslenska landsliðið getur farið bjartsýnt í næstu leiki sína. Þessir skoruðu stigin: Island: Herbert Arnarson 18, Teitur Ör- lygsson 17, Guðmundur Braga- son 16, Hermann Hauksson 15, Guðjón Skúlason 8, Falur Harð- arson 3, Helgi Jónas Guðfinns- son 2 og Friðrik Stefánsson 2. Holland: Gert Hammick 34, Mike Nahar 21, Okke De Valde 9, Mario Bennes 8, Virgil Ormskerk 6, Bas Du Voogd 4, Gees Van Root- selaar 3. — GÞÖ Þorvaldur Makan á leið til Öster? Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, markahæsti og besti leikmaður Leifturs á siðasta keppnistíma- bili, er á leiðinni til úrvalsdeild- arliðsins Öster í Svíþjóð til æf- inga. Öster er að hefja æfingar fyrir komandi keppnistímabil og mun Þorvaldur æfa með liðinu á næstunni. Síðan mun koma í ljós hvort liðið vilji semja við fram- herjann. Annar Islendingur, Skagamaðurinn Stefán Þórðar- son, leikur með Öster. Tvö önn- ur úrvalsdeildarlið í Svíþjóð eru einnig sögð hafa áhuga á að fá þennan unga markaskorara til æfinga. Stoke bauð reynslusamnmg Þorvaldur er nýkominn frá Englandi þar sem hann dvaldist í tæpan mánuð við æfingar. Þar æfði hann með þremur I. deild- arfélögum, QPR, Sheffield Utd. og Stoke. Með Stoke spilaði hann tvo æfingaleiki og skoraði 1 mark. A endanum bauð liðið honum mánaðar reynslusamning en sá samningur freistaði ekki og er Þorvaldur því á leið til Sví- þjóðar. Einnig er lið frá ísrael búið að setja sig í samband við drenginn en það er víst ekki á dagskrá að fara þangað! Þorvaldur sagði í samtali við Dag að hann vonaðist til að ein- hvern tímann eftir áramót kæmi mynd á hlulina. Hvort hann fengi almennilegan samning í Svfþjóð og þá í framhaldi af því hvort hann myndi spila hér á landi næsta sumar. Nokkur lið eru sögð hafa áhuga á að krækja í Þorvald fyrir næsta sumar og eitt er víst að öll Iið hér heima gætu notað þennan skæða sókn- armann. -jj Þorvaldur Makan. Uppselt í kvöld? Forsala á landsleik Islands og Júgóslava sem hefst í Laugar- dalshöll kl. 20:15 hefur gengið mjög vel. Að sögn Arnar Magnús- sonar, framkvæmdastjóra HSÍ, var búið að selja rúmlega fimm hundruð miða í gærdag og sagð- ist Örn gera sér góðar vonir um að uppselt verði í Laugardals- höllina. Höllin tekur rúmlega þijú þúsund áhorfendur, en þess má geta að rúmlega tvö þúsund áhorfendur fylltu íþróttahúsið við Kaplakrika þegar Islendingar tóku á móti Litháen fyrir mánuði síðan. Þurfiun okkar besta leik „Við þurfum að ná okkar besta leik og það er mikilvægt að Ieik- menn komi sæmilega afslappaðir til leiks, þó mikið sé í húfi. Sá stuðningur sem við fengum í síð- asta leik, gegn Litháen, var mjög mikilvægur og ég vonast til þess að við fáum sama stuðning í kvöld," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. „Við vitum það eftir margra ára baráttu við Júgóslava að þeir þola illa mótlæti og við munum reyna okkar besta til þess að þeir verði fyrir miklu mótlæti í leiknum. Við þurfum að ná hörkuvörn og helst að nýta okkur hraðaupp- hlaup,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Skafmiðar fylgja með HSÍ hefur á undanförnum lands- leikjum staðið fyrir sölu á skaf- miðum, en nú hefur verið ákveð- ið að tvær slíkir fylgi með hverj- um „fullorðinsmiða'1 sem keyptur er á leikinn og einn með hverjum barnamiða. Fá bara að sjá fyrri hálf- leik Islensku landsliðsmennirnir voru á myndbandsfundi í gærkvöld og munu verða á öðrum slíkum í dag. Sýndar eru myndir af jafn- teflisleikjum Júgóslava við bæði Svisslendinga og Litháen. Þá hefur íslenski hópurinn einnig undir höndum myndband af leik þjóðanna á HM sl. sumar, þar sem ísland vann níu marka sigur. Þorbjörn Jensson Iandsliðsþjálf- ari hefur þó meinað mönnum að horfa á síðari hálfleikinn í þeim leik, hann væri ekki hollt sjón- varpsefni, en sem kunnugt er var júgóslavneska liðið tekið til bæna af því íslenska f síðari hálfleikn- um. Spænskir dómarar Spænsku dómararnir Vicente Breto og Jose Antonio Huelin munu dæma leik tslands og Júgóslavíu í kvöld. Parið kemur frá Barcelona og er talið það þriðja sterkasta á Spáni. Eftirlits- maður EFH kemur hins vegar frá Noregi. Tvísýu staða Tvö efstu Iiðin í hverjum hinna tíu riðla komast í Iokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Ítalíu á næsta ári. I riðli 2 eiga öll fjögur liðin möguleika á því, en línur munu örugglega skýrast eftir leiki kvöldsins. Svisslend- ingar taka á móti Litháum og ís- Iendingar mæta Júgóslövum. Staðan er nú þessi í riðlinum: Júgóslavía 4 2 2 0 111:93 6 ísland 4 2 1 1 110:104 5 Litháen 4 1 1 2 98 :108 3 Sviss 4 0 2 2 99 :115 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.