Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1997, Blaðsíða 2
2 -FIMMTVDAGVR 27.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Ðagur Dansáhugi fullorðinna fer þverrandi og kennir Heiðar Ástvaldsson pöbbamenningunni um. Börnin hafa þó enn jafn gaman af dansi og settu akur- eyrskir krakkar íslandsmet á dögunum í hópþátttöku I línudansi. 600 b5m dihis uðu línudans Það styttist í að fjölgi á ís- lenskum blaðamarkaði. í heita pottinum er fullyrt að nýja vikublaðið, sem að- standendur útvarpsstöðv- arinnar Mattliildar ætla að gefa út, eigi að heita hvorki meira nd minna en Lýð- veldið. Einnig segjast pott- ormar vita til þess að hönn- uður hlaðsins hafi horft mjög til blaða eins og US Today. Jón Axel Ólafs- son er forsvarsmaður útvarpsstöðvarimiar en fullyrt er að bandarískur útvarpseigandi sé mað- urinn með peningana. í heita pottinum segja menn að starfsfólkmenn- ingar- og samfélagsdeildar hjá RÚV í Efstaleiti séu við það að springa. Deildimar áttu að flytja milli herbergja og voru iðnaðarmenn fengnir til að sjá um einhverjar minniháttar breytingar. Síðan eru liðnir þrír mánuðir og útvarpsmeim tala um langvarandi timburmenn.... Jón Axei Ólafsson. Nýtt íslandsmet í dansi leit dagsins ljos í fþrótta- höllinni á Akureyri uiii helgina undir stjóm Heið- ars Ástvaldssonar dans- kennara. Heiðar þó ekki á leið í Guinnes. Söguiegur dans var stiginn á fjölum íþróttahallarinnar á Akureyri sl. laug- ardag þegar milli 500 og 600 börn stigu línudans í einu undir stjórn Heiðars Astvaldssonar. Ekki var mein- ingin að sögn Heiðars að slá nýtt met heldur var honum fyrst bent á að sú hefði reyndin orðið eftir að dansinn hafði verið stiginn. Krakkarnir voru all- ir undir 13 ára aldri, flestir níu ára og yngri. FRÉTTAVIÐTALIÐ „Ég hef ekki kennt börnum yngri en sex ára þennan dans. Þriggja til fimm ára gömul börn læra aðra dansa. En þetta gekk mjög vel. Það var enginn einbeitingarskortur þótt hópurinn væri svona stór. Nema síður væri,“ segir Heiðar. Heiðar er þó ekki á leiðinni í heims- metabókina enda var þetta meira gert af gamni en alvöru að hans sögn. „Þetta var bara svo tilvalið af því að þau voru þarna öll. Nei, við vorum ekk- ert að hugsa um Guinnes en krökkun- um fannst þetta mjög spennandi. Þau voru mjög dugleg." Bömin breytast ekki Heiðar á 42 ára feril að baki sem dans- kennari og hann segir að í grundvallar- atriðum hafi börnin sem hann kennir lítið breyst á þessum tíma. Ytra um- hverfi hafi hins vegar breyst mikið. „Börnin eru alveg eins, þótt ytri að- stæður hafi breyst. Ég nota ennþá sömu leikina með börnunum og þegar ég byrjaði. „Fyrst á réttunni" og „Fingrapolka" þykja jafn skemmtilegir í dag og þá.“ Pöbbamenningin skaðleg Heiðar leggst í víking á veturna og ger- ir víðreist um landið. Hann var 9 vikur á Akureyri í haust og verður 6 vikur eft- ir áramót. Blaðið náði tali af honum á Siglufirði og síðar í vetur liggur Ieiðin á staði eins og Húsavík og Isafjörð. Þótt börn um allt land séu áhugasöm um dans hefur löngun fullorðinna til fót- mennta farið heldur minnkandi. „Pöbbamenningin spilar þar inn í. Maður skilur vel að ungt fólk sjái lítinn tilgang með því að Iæra tangó eða cha cha cha nú um stundir. Það eru varla neinir dansstaðir lengur," segir Heiðar Astvaldsson danskennari. - BÞ í pottinum var sagt frá um- ræðum á kaffistofu Alþing- is þar sem Jón Kristjáns- son, þingmaður framsókn- ar og formaður fjárlaga- nefndar, var að iýsa var líf- reynslu sinni við að lesa Dag. Jón benti á að Ágúst Einarsson hafi lýst þvl yfir Jón Kristjánsson. í viðtali um helgina að hann fyrirliti flokkakerfið og fjórflokkinn. í næsta tölublaði sagðist Jón hafa lesið stóran uppslátt um að Agúst væri genginní Alþýðuflokkinn..... V. Kristján Bald- ursson framkvæmdastjóri Ferðafélags íslaiids. Ferðafélag íslands er 70 ára í dag. Starfsemifélags- ins hefur stöðugt vaxið en enn eru mörg verkefni framundan. Misbrestur á umgengni í sæluhnsunt Ferðafélagsins - Hvernig haldið þið u-pp ú túnamótin? „Dagskráin um helgina er þannig að af- mælishóf verður haldið kl. 16.00 á laugar- dag í höfuðstöðvunum í Mörkinni 6 og svo verður sögusýning opnuð í framhaldi af því. Á sunnudag verður boðið upp á fjölskyldu- göngu í Laugardalnum og svo er opið hús frá kl. 15.00-17.00 með veitingum og skemmtiatriðum. Þá verður haldin mynda- sýning frá Noregi." - Hver eru markmið félagsins? „Fyrst og fremst að hvetja Islendinga til að kynnast landinu. Við skipuleggjum ferð- ir, rekum gistiskála og gefum út árbók og fleiri fræðslurit." - Hve mörgum skálum hefur ferðafélag- ið umsjón með? „Félagið ásamt deildunum hefur umsjón með 36 skálum. Þar af eru 17 í éigu félags- ins en auk þess störfum við í samvinnu við 10 deildir úti á landi." - Hefur uppbygging þessara húsa verið jöfn og þétt? „Já. Fyrsta sæluhúsið var reist árið 1930 í Ilvítárnesi og boðaði byltingu í gerð húsa á fjöllum. Síðan komu þau hvert af öðru, til að byrja með á þekktum stöðum en upp úr 1980 fórum við meira út í gönguskála eða vinnuhús, t.d. við Laugaveginn og á Kjal- vegi.“ - Hvað er nýjast í þeim efnum? „Það nýjasta er endurnýjun skálans í Hrafntinnuskeri og svo höfum við keypt jörð í Norðurfirði á Ströndum. Einnig hafa deildirnar á Norður- og Austurlandi verið duglegar að koma upp skálum." - Hvernig ganga Islendingar um skálana? „Yfir sumarmánuðina er varsla, en yfir vetrarmánuðina virðist sem hægt sé að treysta flestum til að ganga um þessi hús. Þó er alltaf einhver misbrestur á því. Fram til þessa hafa þau verið opin, við höfum reynt að halda í sæluhúsahugsjónina, en e.t.v. eru breyttir tímar framundan. Við verðum að geta treyst því að fólk gangi vel um.“ - Hve margir félagsmenn eru í Ferðafé- lagi Islands? „Átta þúsund félagsmenn og hafa aldrei verið fleiri.“ - Hvemig sérðu framtíðina fyrir þér? „Fyrst og fremst er markmiðið að fá enn fleiri inn í starfið. Við erum farin að hugsa meira um umhverfismál og erum að endur- skoða ýmislegt í þeim efnum í rekstri okkar og skálunum. Við hyggjumst fara út í um- hverfisvænni stefnu. Nú, áhugi fólks fer vaxandi á gönguferðum, sem og reyndar í ferðum á bflum. Við munum halda áfram að byggja upp gönguleiðir og bæta viðhaldið." - Það er sem sagt vaxandi áliugi hjá ís- lendingunt á landi og þjóð? Já, greinilega og beinist ekki lengur bara að hálendinu eins og var. Menn líta t.d. í auknum mæli til Vestfjarða. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.