Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 - 3
FRÉTTIR
L.
Fydrtæld kuima að
hætta að flokka sorp
Mörg fyrirtæki hafa fjárfest gríðarlega í búnaði til að fiokka byigjupappa, enda var ódýrara að losa sig viö fiokkaðan pappfr, en
annan umbúðaúrgang. Nú krefst Sorpa sama gjaids fyrir söfnun og móttöku. Miklu hafi líka verið til kostað að fá menn til þess
að taka þátt I þessu.
Sorpa krefst nú orðið
sama gjalds fyrir
flokkaðan bylgjn-
pappa og annan um-
búðaúrgang og fyrir-
tæki sjá sér litinn hag
í að ílokka pappír.
„Menn ottast það verulega að
með þessum hækkunum geti
hrunið allt það kerfi sem búið er
að byggja hér upp við flokkun og
söfnun á pappír, því hinn fjár-
hagslegi hvati fyrirtækjanna er
horfinn," sagði Olafur Kjartans-
son hjá Samtökum iðnaðarins.
Sorpa tilkynnti fyrirtækjum ný-
lega að gjald fyrir flokkaðan
bylgjupappa mundi nær tvöfald-
ast, í 5,91 kr./kg., eins og fyrir
blandaðan umbúðaúrgang. „Þrátt
fyrir þá staðreynd vill Sorpa ein-
dregið hvetja úrgangsframleið-
endur til að stíga ekki skrefið til
baka í flokkunarmálun sínum,“
segir í bréfi Sorpu.
Olafur segir bæði fyrirtæki og
söfnunarfyrirtækin og sömuleiðis
móttökurnar, ekki síst Sorpu,
búin að fjárfesta gríðarlega í bún-
aði og græjum fyrir þessa flokk-
un, söfnun og móttöku. Miklu
hafi líka verið til kostað að fá
menn til þess að taka þátt í þessu.
Skelfilegt ef þyrfti að fleygja
þessu
„Málið snýst um það að mark-
aðsverð á bylgjupappa til endur-
vinnslu hrundi, þannig að við
erum í bili hættir að flytja þetta
út heldur safnast þetta upp hjá
okkur. Það er búið að vera að
byggja þessa flokkun upp á und-
anförnum árum, svo það yrði
mjög vont mál ef þessu yrði al-
gerlega hætt,“ sagði Asmundur
Reykdal, stöðvarstjóri Sorpu.
Enn sem komið er hafi ekki
dregið áberandi úr flokkun fyrir-
tækja á bylgjupappa. Menn væru
að veðja á að málið leysist; ann-
að hvort að markaðurinn breytist
til hins betra, eða að það finnist
aðrar lausnir, kannski innlendar.
„Því það er auðvitað skelfilegt ef
það þyrfti að fara að fleygja
þessu.“
Að jörðu skal hann aftur
verða
Benoný Ólafsson hjá Gámaþjón-
ustunni hf. er sama sinnis.
„Okkur fannst ekki réttlætanlegt
að hækka verðið svona rnikið við
okkar viðskiptavini heldur ákváð-
um að halda gjaldskránni
óbreyttri (3,22 kr./kg.) og hætt-
um þess vegna að keyra þessu í
Sorpu. Við ætlum að reyna að
tæta pappann niður og reyna að
nýta hann í jarðgerð sem við
erum að fara af stað með.“
Ólafur Kjartansson segir um-
hverfisráðuneytið hafa skipað
starfshóp til að leita leiða til að
mæta þessu vandamáli bæði í
bráð og lengd. „Þ.e.a.s. reyna að
átta sig á því hvernig hægt er að
bregðast við þeim vanda sem við
stöndum frammi fyrir í dag, og
jafnframt hvernig hægt er að
byggja þetta upp til framtíðar.“
Enn sé engin niðurstaða fengin.
Endurvinnanlegur 8 siniiiiui
Bylgjupappi er gott hráefni að
sögn Asmundar, því hægt sé að
endurvinna hann allt að 8 sin-
num áður en verulega fari að
slakna á gæðunum. Hann segir
Sorpu hafa borist um 3.000 tonn
af bylgjupappa á ári. Og síðan
annað eins af dagblöðum, tíma-
ritum og öðrum pappír, sem enn
sé í alveg þokkalegum málum.
- HEI
Akureyrmgar
óvenju heppnir
Hjðn á Akureyri
græddu 35 miUjónir í
happdrætti. Voru beð-
in að setjast niður
áður en þau fengu
tíðindin.
„Þegar ljóst var að 35 milljónir
myndu renna til sama eiganda
fór ég strax eftir útdráttinn og
heimsótti fólkið sem eru hjón á
miðjum aldri með uppkomin
börn. Eg bað þau að setjast fyrst
áður en ég færði þeim tíðindin
þannig að þau voru undir ýmis-
legt búin. Eðlilega varð þeim þó
mikið um og hafa sennilega ekki
skynjað strax hvað hafði gerst en
þau urðu mjög lukkuleg," segir
Gísli Jónsson, umboðsmaður
Happdrættis Háskólans á Akur-
eyri.
Heppnari en aðrir
Gísli segir að Akureyringar séu
Gísli Jónsson, umboðsmaður Happdrættis Háskóla Islands á Akureyri, segirAkur-
eyringa töluvert yfir landsmeðaltali í „happdrættisheppni".
með eindæmum Iánsamir í HHÍ
síðari ár og langt yfir landsmeð-
altali. Fyrir fjórum árum kom 10
milljóna kr. vinningur, í fyrra
kom einn fimm milljóna króna
vinningur og núna í desember
mun happdrættið greiða um 50
milljónir króna til Akureyringa í
vinninga. „Á öllu árinu höfum
við greitt milli 90 og 100 milljón-
ir í vinninga. Við erum ekkert að
spila meira en fólk á landsvísu,
þannig að við erum bara einstak-
lega heppin. Þótt þessi stóri
vinningur hefði eldd komið nú,
hefðum við staðið mjög vel í ár
miðað við landsmeðaltal," segir
Gísli. — BÞ
Heimsmet!
Heimsmet var að öllum líkindum
slegið í Kringlunni í Reykjavík í
gær þegar hlaðin var risaklukka úr
ótölulegum fjölda eintaka bókar-
innar Tóta og Tíminn. Ekki er vit-
að til að þetta hafi verið gert áður
með þessum hætti. Það var höf-
undur bókarinnar, Bergljót Arn-
alds, ásamt útgefendum, sem
stóðu fyrir þessu uppátæki og náði
bókaklukkan milli hæða í verslun-
arhöllinni. Samhliða þessu verður í
gangi getraun fyrir viðskiptavini
Kringlunnar um hversu rnörg ein-
tök fóru í þennan „bókaskúlptúr".
Fjórir sækja um
ríkissaksóknaraim
Fjórir sóttu um embætti ríkissaksóknara, þar á meðal Bogi Nilsson,
ríkislögreglutjóri. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Auk Boga sóttu
um Páll Arnór Pálsson, hæstaréttarlögmaður, Sigurður Gizurarson,
sýslumaður og Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari.
Risaklukka úr bókum. mynd: e.ól
AKVA gerir dreifmgarsamning
Akva hf., dótturfélag Kaupfélags
Eyfirðinga á Akureyri, hefur
gengið frá samningum við
bandarískt lyrirtæki um yfirtöku
á dreifingarrétti Akvavatns £
Bandaríkjunum. Jafnframt var
gerður samningur um að Akva hf.
myndi sjá um að pakka og fram-
leiða vatnið undir Akvanafninu
og hugsanlega öðrum nöfnum.
„Þetta þýðir að markaðssetn-
ing og dreifing í Bandaríkjunum
er komin til vatnsíyrirtækis sem
hefur mun sterkari stöðu í að
selja þetta vatn en við höfum
nokkru sinni haft,“ sagði Magn-
ús Gauti Gautason, kaupfélags-
stjóri KEA, í gærkvöld. „Það ríkir
hóflegt bjartsýni hjá mönnum.
Möguleikarnir eru a.m.k. betri
en þeir hafa verið.“
Mikið tap heliir verið á vatns-
útflutningnum en að sögn
Magnúsar Gauta var gengið
þannig frá málum í fyrra, að ef
tap verður í ár, verður um smá-
muni að ræða miðað \dð það sem
verið hefur. — BÞ
Tvö íslensk jafntefli á
heimsmeistaramótinu
Bæði Jóhann Hjartarson og Helgi Áss
Grétarsson gerðu jafntefli í fyrri einvígis-
skákum sínum í 2. umferð Heimsmeist-
aramótsins í skák sem fram fer í Hollandi.
Jóhann tefldi við Hvít-Rússann Alexandro
og sömdu þeir um skiptan hlut eftir 62
leiki. Hinn sterki skákmaður Jusupov
bauð aftur Helga Áss upp á þrátefli eftir
33 leiki sem þáð var.
Jóhann er enn á lifi.