Dagur - 12.12.1997, Síða 4

Dagur - 12.12.1997, Síða 4
4- FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 FRÉTTIR í. A Saga Söliunið- stöðvarlnnar á bók Saga Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna er komin út í þremur bindum en höfundar hennar eru Olafur Hannibalsson, Hjalti Ein- arsson og Jón Hjaltason. I fyrsta bindinu er greint frá þeim u.þ.b. 200 frystihúsum sem starfað hafa innan vébanda SH. I öðru bindi er saga SH á Islandi reifuð frá stofn- un 1942 og þar til það var gert að hlutafélagi í ársbyrjun 1997. í þriðja og síðasta bindinu er svo rakin saga dótturfyrirtækja SH. Ólafur Hannibalsson, einn þriggja höfunda Sögu Söiumidstöðvar hraðfrystihúsanna, afhendir Jóni Ingvarssyni, stjórnarformanni SH, eintak af bókinni. - mynd: hilmar Auka hlutafé í Litháen Hlutafé í litháíska lyfjafyrirtækinu Ilanta UAB verður aukið um 250 milljónir króna á næstunni, en fyrirtækið er að meirihluta í eigu Is- lendinga. Samningar um hlutafjáraukninguna eru á lokastigi, en sam- kvæmt þeim leggja sænskir hluthafar fram 122 milljónir, en íslenskir hluthafar 60 milljónir með yfirtöku á láni sem þeir eru þegar í ábyrgð fyrir. Sjötíu milljónir verða boðnar fjárfestum og hefur Iðnþróunar- sjóður skrifað sig fyrir helmingi þeirrar fjárhæðar. Hlutur Lyfjaverslunar íslands í aukningunni er 25 milljónir og lækkar eignarhlutur hennar úr tæpum 35% í 18%. Tap hefur verið á rekstri litháíska lyfjafyrirtækisins frá upphafi 1996 og skýrist aðallega af því að stjórnvöld í Litháen stóðu ekki við gerða samninga um löggildingu gæðastaðla í lyfjaiðnaði, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá Lyfjaverslun. Þurfa ekki að skipta um númer Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að eigendur öku- tækja með eldri skráningarnúmer þurfi ekki að skipta yfir í nýju númerin. Samkvæmt reglugerð frá í febrúar áttu öll ökutæki að vera komin með nýju númerin í lok næsta árs. Það hefði þýtt að eigendur 50 þúsund ökutækja hefðu orðið að skipta um númer með tilheyrandi kostnaði. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í haust fram þingsályktun um endurskoðun reglu- gerðarinnar og bentu m.a. á að það myndi kosta bíl- eigendurna a.m.k. 130 milljónir króna. Þingsályktunin hefur ekki verið afgreidd en dóms- málaráðherra eigi að síður ákveðið að afnema þetta umdeilda ákvæði reglugerðarinnar og gamlir bílar geta eftir sem áður keyrt um með gömul númer. Læknir sýknaður í fóstureyðingar- máli Hæstiréttur hefur sýknað lækni, sem ákæruvaldið sakaði um að hafa framkvæmt ólöglega fóstureyðingu. Hæstiréttur staðfestir þar sýknu- dóm undirréttar. Viðkomandi kona hafði fengið synjun úrskurðar- nefndar á Landspítala um fóstureyðingu, en hún bar við að óvissa ríkti um faðernið og að félagslegar aðstæður væru henni erfiðar. Félagsráðgjafi vildi heimila fóstureyðinguna, en læknir ekki þar sem komið var framyfir 12. viku meðgöngu. Læknir á Akranesi sam- þykkti að framkvæma aðgerðina þótt meðgangan væri komin yfir 14 vikur. Hæstiréttur taldi að lagaákvæði um meðgöngutímann væru óljós og því ekki unnt að leggja refsiábyrgð á lækninn. Flugumferdarstjóri fær ekki bætur Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af kröfum þriggja flugumferðarstjóra, sem vildu fá bætur vegna uppsagnar. Farið var fram á háar bætur, t.d. tæpar 18 milljónir króna í einu málinu. Flugumferðarstjórunum var sagt upp í ljósi reglna um lækkun ald- urshámarks flugumferðarstjóra í 60 ár með takmörkuðum heimildum til framlengingar. Félag flugumferðarstjóra hafði barist fyrir því að fé- lagsmenn fengju að hætta störfum fyrr en aðrar stéttir og samþykkti reglugerðina með fyrirvara um að tekjuskerðing yrði bætt. Hæstirétt- ur taldi hins vegar að ekkert í kjarasamningum kvæði á um slíkar bæt- ur og í reglugerð kveðið á um sérstaka útreikningsaðferð fremur en einstaklingsbundna samninga. Sýknaður af ákæru um skjalafals Fyrrum veitingamaður hefur verið sýknaður af ákæru um skjalafals, en hann var sakaður um að hafa komist yfir og falsað tékka upp á hálfa milljón króna. Maðurinn framseldi tékkann í Múlaútibúi Landsbankans, en tékk- inn var gefinn út af Rafveitu Hafnarljarðar til handa Wvs verkfræði- þjónustunni. Hann lagði 400 þúsund inn á reikning sinn, en fékk af- ganginn í peningum. Framsal verkfræðiþjónustunnar reyndist falsað og þegar hinn ákærði var yfirheyrður bar hann að hafa fengið tékk- ann sem greiðslu fyrir sölu á húsbúnaði og áhöldum til veitingarekst- urs. Hann hafi fengið tékkann þannig með framsali, frá manni sem hann þekkir ekki. Þessi framburður var ekki rannsakaður frekar og þótt rithandarsérfræðingur RLR teldi miklar líkur á að hinn ákærði hefði framselt tékkann taldi dómarinn ekki nægilega mikið fram kom- ið til að sakfella hinn ákærða. Hann taldi söguna um söluna á veit- ingabúnaði ekki trúverðuga. Sameinaðar útgerðir á Höfn eru taidar sterkari en sitt í hvoru iagi. - mynd: gs Útgerðir á Höfn að sameinast Allt bendir til þess að fiiiiin homfirskar út- gerðir sameinist uin áramótin uiidir nafni Borgeyjar hf. Þetta eru Borgey hf. sem gerir út Hvanney SF-51 og Húnaröst SF-550, sem raunar hefur verið gerð út af dótturfyrirtæki Borgeyjar til þessa, Garðey SF- 22 sem Agúst Þorbjörnsson ger- ir út, Melavík SF-34 sem Guð- jón Þorbjörnsson gerir út og Garðar II SF-164 semAxelJóns- son gerir út. Rætt var um að sjötta skipið, Skinney SF-30, væri einnig með í sameiningar- pottinum, en það mun ekki vera. Auk útgerðar rekur Borgey salt- fiskverkun, frystingu og síldar- verkun og þannig mun hráefnis- öflun fyrirtækisins styrkjast til muna. Kvóti Borgeyjar frá næstu ára- mótum verður 5.218,814 þorskígildistonn, mestur hjá Hvanney SF, eða 1.766,778 tonn, en minnstur hjá Garðari II, 266,481 þorskígildistonn. Halldór Árnason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar, segir ástæðu þess að verið sé að sam- eina þessar hornfirsku útgerðir að þær verði sterkari saman en sitt í hvoru lagi, svipað og í sveit- arstjórnarmálunum. „Rekstur þessara útgerða gengur mjög vel í dag og því er þessi sameining auðveldari en ef einhver þeirra ætti í fjárhagserf- iðleikum. Það á heldur ekki að sameinast vegna erfiðleika í rekstri heldur til að verða sterk- ari eining á markaðnum," segir Halldór Árnason. — GG Samstarf við Japana æskilegt Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar, segir nýjustu tiðindi af tún- fiskveiðum Japana góðar fréttir. Formaður sjávarút- vegsnefndar telur litl- ar líkur á gullæði í kringum túnfiskveið- ar en mælir með sam- starfi við japönsk fyr- irtæki til að hyrja með. „Þessar góðu fréttir hljóta að ýta undir að menn reyni enn frekar fyrir sér. Nú er einhver þekking að koma inn í landið með veru eftirlitsmannanna um borð og það var jú einmitt öðrum þræði tilgangurinn með þvf að leyfa Japönum að veiða túnfisk hér í landhelginni. E.t.v. er þetta ódýrasta Ieiðin til að öðlast nauðsynlegar upplýsingar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, vegna frétta af mokveiði Japana í nóvember. Eins og fram kom í Degi í gær skýrði íslenskur eftirlitsmaður frá því að japanskt skip sem hann var á, hefði veitt túnfisk fyrir 150 milljónir ísl. króna á 57 dögum. Steingrímur vonast til að íslenskir útvegsmenn hafi sjálfir frumkvæði að næstu skrefum og hann finnur fyrir vaxandi áhuga. „Best væri til að byrja með að ná einhverju samstarfi við Japana á fyrirtækjagrundvelli í þessum efnum.“ En er einhver hætta á gullæði Iíkt og í ígulkeraæðinu sem nú er lokið. „Það held ég ekki. Þetta eru mjög sérhæfðar veiðar og þessar ferðir yrðu ekki strax til fjár en möguleikarnir eru aug- ljóslega miklir. Þjóðhagslega er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Islendinga að fara af stað og leita sér aflareynslu til að við getum orðið fullgildir aðilar að nýtingu þessa flökkustofns,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon. — BÞ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.