Dagur - 12.12.1997, Side 7
T^mt'
FÖSTVDAGVS 12. DESEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Eldvama og slysavama-
mál einkavædd
SVEINBJORN
GUÐMUNDS
SON
FYRRVERANDI UMDÆM-
ISEFTIRUTSMAÐUR A
AUSTURLANDI
SKRIFAR
Fram til ársins 1993 hafði Raf-
magnseftirlit ríkisins (RER) um-
sjón með rafmagnseftirliti í land-
inu auk þess sem rafveiturnar
voru með rekstrareftirlit á sínum
svæðum. Þetta fyrirkomulag
hafði gefist mjög vel, verið bæði
skilvirkt og ódýrt, enda mikil
reynsla komin af því þar sem
Rafmagnseftirlitið hafði verið
starfrækt frá árinu 1933. Um eða
upp úr 1990 ákvað iðnaðarráðu-
neytið, ásamt hagsýslustofnun og
nokkrum áhugamönnum um
einkavæðingu að setja á laggirnar
ráðgjafanefnd. Flestir nefndar-
manna reyndust eiga hagsmuna
að gæta í þessu máli þar sem þeir
urðu sfðar eigendur eða starfs-
menn „eftirlitsstofanna", sem
ákveðið var að tækju við raf-
magnseftirlitinu af RER. Þetta
geta menn kynnt sér enda var
nefndin opinberlega skipuð af
iðnaðarráðherra. Yfirráðgjafar
nefndarinnar stærðu sig svo af
því að vita ekkert um rafmagns-
eftirlit, enda aldrei nálægt slík-
um málum komið.
Þrátt fyrir mjög hörð og rök-
studd mótmæli fjölda kunnáttu-
manna og samtaka var ákveðið
að einkavæða rafmagnseftirlitið
og eftirleikurinn hefur verið
sorglegur.
Nú eru liðin fjögur ár síðan
ævintýrið hófst. Hér átti að ríkja
samkeppni er tryggði skilvirkara
og ódýrara öryggiseftirlit en áður
þekktist og átti það að ná til allra
landsmanna. Menn gerðu sér
miklar vonir um peningagróða af
skoðunarstofunum enda urðu
þær von bráðar fimm. Þrír aðilar
heltust svo úr lestinni og eru nú
einungis tvær skoðunarstofur
starfandi og önnur þeirra í eigu
Bifreiðaskoðunar ríkisins. Þann-
ig fór nú fyrir samkeppninni sem
var ein höfuðröksemdin fyrir
breytingunni.
Þjónustan versnað
Fyrir breytinguna störfuðu um
40 manns að þessu eftirliti í
landinu, þ.m.t. úttektar- og um-
sjónarmenn með raforkudreif-
ingu, þ.e. háspennulínum,
spennu og orkuvirkjum o.fl. Auk
þess var á vegum RER rekið
fræðslustarf fyrir almenning og
fagmenn um hættur af völdum
rafmagns, m.a. í skólum. Veiga-
mesti þátturinn í starfseminni
var þó að efla gagnkvæm tengsl
og skilning milli notenda raf-
magns, fagmanna og eftirlitsað-
ila. Auk þess skar RER úr ágrein-
ingi, rannsakaði rafmagnsbruna,
slys o.fl.
Undanfarin fjögur ár hefur lít-
ið borið á þessum þáttum eftir-
litsins. Aður var öllum neyslu-
veitum skipt í vissa áhættuhópa.
Frystihús, verksmiðjur, bænda-
býli og hvers kyns útvirki voru
skoðuð oftar og af meiri ná-
kvæmni en vönduð íbúðarhús.
Þó var vandað til upphaflegrar
úttektar og nýtengingar híbýla
fólks. Fyrir þetta greiddu menn í
raforkureikningum sínum.
Reyndar greiða menn enn þenn-
an lið í reikningnum þrátt fyrir
að þessi öryggisþjónusta hafi
nánast öll verið lögð fyrir róða.
Ef rafveitur, atvinnurekendur
eða almennir notendur telja sig
þurfa á rafmagnseftirliti að
halda, en fram til þessa hefur
það verið talið góð slysa- og
brunatrygging, þá verða viðkom-
andi aðilar að panta menn frá
skoðunarstofunum í Reykjavík.
Þrátt fyrir að greitt sé fyrir þessa
þjónustu með rafmagnsreikn-
ingnum þarf að greiða eftirlits-
mönnunum 6 til 8 þúsund krón-
ur á tímann í dagvinnu, en inni-
falið í því er ferðakostnaður og
virðisaukaskattur.
Kostnaður aukist
Ein dagsferð út á land kostaði
samkvæmt reikningi 111 þúsund
krónur í júlí 1994 og er þá allur
kostnaður innifalinn. Þá má
benda á fimm daga „stofuheim-
sókn“ eins manns til RARIK á
Austurlandi í október 1996 sem
kostaði 956.270 kr. RARIK
þurfti að greiða þarna tæpa millj-
ón og væri því ómaksins vert fyr-
ir áhugamenn um „sparnað" að
kynna sér þann árangur og þá
skilvirkni sem þessi ferð skiiaði.
Auk þess sem kostnaður raf-
orkunotenda hefur aukist hefur
kostnaður ríkisins af eftirlitinu
stóraukist. I frumvarpi til fjárlaga
næsta árs er gert ráð fyrir að rík-
issjóður greiði Löggildingastof-
unni tæpar 108 milljónir króna,
þar af 82,9 milljónir vegna yfir-
eftirlits og úrtaksskoðana og 25
milljónir vegna skoðunar á eftir-
litsskyldum rafföngum. Engu að
síður er rafmagnseftirlitsdeild
Löggildingarstofunnar varla ann-
að en pappírs- og eyðublaða-
stofnun, auk þess sem hún ann-
ast vinnumiðlun fyrir einkarekn-
ar skoðunarstofur. Þrátt fyrir
þetta framlag ríkisins til raf-
magnseftirlitsins verða þeir sem
þurfa á eftirliti að halda að greiða
þá þjónustu fullu verði, svo vægt
sé til orða tekið. Þá má ekki
gleyma því að með þessum breyt-
ingum hafa landsmenn verið
sviftir sjálfsagðri og áður lögboð-
inni vernd og öryggi.
Hver hagnast?
Arið 1996 var gerð úrtaksskoðun
á 228 neysluveitum í 1. áhættu-
flokki á landinu. Meðaltalskostn-
aður hverrar veitu var 22.877 kr.
Arið 1990 voru skoðaðar alls
8.584 neysluveitur í landinu og
var meðaltalskostnaður 6.407 kr.
á veitu. Virk skoðun rýrnar því
milli þessara ára fertugfalt og
kostnaður á hverja skoðun hækk-
ar um 166%.
Hver var þá tilgangurinn með
þessum breytingum fyrst eftirlit-
ið versnaði svona mikið samfara
því að kostnaður rauk upp úr öllu
valdi? Hver hagnaðist á þessari
breytingu?
Eftirlit með neysluveitum
fólks, svo ekki sé talað um há-
spennueftirlit, er ein brýnasta
bruna- og slysavörn sem þekkist.
Þess vegna Iögðum við mikið upp
úr því að sem tryggilegast væri
um þessa hluti búið og í það var
lögð mikil vinna og kostnaður.
Nú sýnist það uppbyggingarstarf
ætla að fara fyrir lítið. Menn
standa því beinlínis agndofa og
ráðþrota. Hvernig litist mönnum
á 10% stikkprufueftirlit á ári með
öryggi flugvéla og skipa?
Okjörum af mótmælum hefur
rignt yfir iðnaðarráðuneytið og
þingmenn vegna þessa. Heil
starfsstétt, rafverktakar, sér fram
á upplausn og öngþveiti, enda
hefur yfirgnæfandi meirihluti
þeirra mótmælt þessari gjörð.
Ymis hagsmunasamtök hafa
einnig sent mótmæli og fleiri eru
á döfinni. Þess er krafist af al-
þingismönnum að þeir gæti
hagsmuna umbjóðenda sinna og
táki tillit til áskorana og þeirra
raka, sem fram hafa verið færð
gegn þessari breytingu.
í framhaldi af degi fatlaðra
ÁKNIÞÓR
SIGURÐSSON
BORGARFULLTRÚI
SKRIFAR
Miðvikudaginn 3. desember sl.
var alþjóðlegur dagur fatlaðra.
Sá dagur hefur orðið fyrir valinu
til að vekja athygli á sérstökum
hagsmunamálum fatlaðra en þar
er af nógu að taka. í lok hins al-
þjóðlega áratugar fatlaðra árið
1993, samþykktu Sameinuðu
þjóðirnar meginreglur um jafna
möguleika ogjafna þátttöku fatl-
aðra. Þessar meginreglur lúta að
heilbrigðisþjónustu, menntun,
atvinnu, almannatryggingum,
aðgengi og íþróttum svo fáeinir
þættir séu nefndir. Ljóst er að
hér á Iandi er margt ógert í mál-
efnum fatlaðra þótt vissulega
hafi ýmislegt áunnist á liðnum
árum.
Málefni fatlaðra til sveitar-
félaga
Málefni fatlaðra eru verkefni rík-
isvaldsins en áform eru uppi um
að flytja málaflokkinn til sveitar-
félaga, jafnvel árið 1999. Marg-
ir sveitarstjórnarmenn hafa efa-
semdir um að rétt sé að flytja
málaflokkinn til sveitarfélaga
strax, reynslan af flutningi
grunnskólans kenni okkur ein-
faldlega að sveitarfélögin verði
að hafa vaðið fyrir neðan sig í
fjárhagssamskiptum við ríkið.
Brýnt er að þannig verði gengið
frá samningum milli ríkis og
sveitarfélaga, ef af verkefna-
flutningnum verður, að hægt
verði að taka af myndarskap á
málefnum fatlaðra og bæta
stöðu þeirra. I raun þyrftu ríki,
sveitarfélög og samtök fatlaðra
að vinna langtímastefnumörkun
í málefnum fatlaðra þannig að
framtíðarverkefnin liggi fyrir
þegar og ef sveitarfélögin taka
við málaflokknum.
Þótt málefni fatlaðra séu á
verksviði ríkisins geta sveitarfé-
lög lagt sitt af mörkum til að
Iétta fötluðum lífið. Vil ég í því
sambandi einkum benda á
menntamál og aðgengismál.
Skipulögð og markviss uppbygg-
ing í skóla- og leikskólamálum
og efling innra starfs á þessum
skólastigum kemur sér vel fyrir
fatlaða. Þannig er í fjárhagsá-
ætlun Reykjavíkur fyrir árið
1998 gert ráð fýrir að styrkja ráð-
gjafarstarf og auka þjónustu við
fötluð börn í leikskólum. Niður-
skurður ríkisins í þessum mála-
flokki hefur komið illilega niður
á fötluðum leikskólabörnum og
hefur núverandi meirihluti í
Reykjavík ákveðið að auka stuðn-
ing við þessi börn, enda verður
ekki séð að aukið fjármagn komi
úr ríkissjóði.
Bætt aðgengi
Aðgengismál skipta fatlaða
vissulega miklu máli. Undanfar-
in ár hefur verið sérstök fjárveit-
ing í fjárhagsáætlunum Reykja-
víkur til að bæta aðgengi fatl-
aðra. Svo er einnig f fjárhagsá-
ætlun næsta árs. Sérstaka at-
hygli hafa vakið umbætur á
gangstéttum sem gera fötluðum
mun auðveldar að komast leiðar
sinnar en áður. Þótt mörg ljón
séu enn í veginum má ekki
gleyma því sem vel er gert.
Eðlilegt er, í tengslum við dag
fatlaðra, að menn velti því fyrir
sér hvort ekki sé rétt að lögfesta
meginreglur Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðra eins og
gert er með ýmsar alþjóða sam-
þykktir sem ísland á aðild að.
Það gæti verið mikilvægur þáttur
í að bæta stöðu fatlaðra því vel-
ferð þeirra á ekki aðeins að vera
í orði heldur einnig á borði.