Dagur - 12.12.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Samkomulag á
síðustu stundu
Ekki eru allir jafn vissir um að jörðin sé einhverju bættari með samninginn
frá Kyoto.
Umhverfissiimar eru
afar ósáttir við samn-
iiigiim, en fulltrúar
iöiiríkjaiiiia eru dauð-
fegnir að niðurstaða
hafi fengist.
Eftir ellefu daga samningavið-
ræður og tveggja sólarhringa
nærri stanslausa lotu í lokin sam-
þykktu fulltrúar á loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í
Kyoto í Japan að 38 helstu iðnríki
jarðar skyldu draga úr losun svo-
nefndra gróðurhúsalofttegunda
um 5,2 prósent að meðaltali frá
því sem var árið 1990.
Samkvæmt samkomulaginu
eiga ríki Evrópusambandsins,
ásamt Sviss og mörgum ríkjum í
Mið- og Austur-Evrópu, að hafa
dregið úr losuninni um 8% á ár-
unum 2008 til 2012 miðað við
það sem hún var árið 1990.
Bandaríkin eiga að draga úr los-
uninni um 7%, en Kanada, Jap-
an, Pólland og Ungverjaland um
6%. Rússland, Nýja-Sjáland og
Úkraína eiga hins vegar að koma
Iosuninni aftur í það horf sem
hún var árið 1990. Og loks hafa
þrú ríki heimild til að auka hana
frá því sem var árið 1990, Island
um 10%, Ástralía um 8% og Nor-
egur um 1%.
Margt er þó enn óljóst um
framkvæmd samningsins, því í
honum er ekkert kveðið á um það
með hvaða hætti ríkin eigi að
draga úr losuninni.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, var afar ánægður með nið-
urstöðu ráðstefnunnar, talaði um
„sögulegan samning“ og leit svo á
að Bandaríkin hefðu náð fram
öllum markmiðum sínum.
Ritt Bjerregaard, umhverfis-
málastjóri Evrópusambandsins,
sagði samninginn hins vegar ekki
fullnægjandi þegar til lengri tíma
er litið, þótt vissulega væri
ánægjulegt að öll helstu iðnríkin
hefðu fengist til að skuldbinda
sig til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda.
Fiillt af „smugum“
Umhverfissinnar voru hins vegar
afar gagnrýnir á samkomulagið.
Fulltrúar Grænfriðunga sögðu
samninginn svo fullan af „smug-
um“ að í raun og veru verði ekki
um neinn árangur að ræða ef
miðað er við árið 1990.
Charles Secrett frá umhverfis-
samtökunum Friends of the
Earth sagði fáránlegt að „láta sem
þetta væri góður samningur" - frá
sjónarhóli samtakanna væru
þetta „engar framfarir í raun“ því
bæði væri markið sett allt of Iágt
og svo væru undanþágurnar og
smugurnar allt of margar.
Auk þess að miða við losun frá
iðnaði og annarri starfsemi
manna þá verður einnig tekið
mið af aukningu koltvíildis í and-
rúmsloftinu af völdum minnk-
andi skóga og sömuleiðis bind-
ingu koltvíildis vegna trjáræktar.
Þá eru þróunarríkin ekki skuld-
bundin af samningnum.
Þótt svartsýni á að samkomulag
næðist hafi verið ríkjandi framan
af ráðstefnunni var svo komið á
miðvikudaginn var að stutt virtist
í að takast myndi að hamra sam-
an samkomulagi. Afturkippur
kom hins vegar í samningavið-
ræðurnar þegar Kína og Indland
kröfðust þess að ekki yrðu í
samningnum ákvæði um viðskipti
með mengunarkvóta, en Vestur-
Iönd höfðu lagt mikla áherslu á
að slík ákvæði yrðu með.
Að loknu stuttu hléi var hins
vegar samið um að ákvæðin um
kvótaviðskipti væru með en að
fram færu ítarlegar rannsóknir á
því með hvaða hætti slík viðskipti
yrðu útfærð.
„Hafðist á ofþreytunni“
Lokaatriði samningsins voru síð-
an hnoðuð saman nokkru eftir
sólarupprás á fimmtudag, daginn
eftir að ráðstefnunni hafði átt að
ljúka. Sumir samningamanna
höfðu þá ekki sofið í nokkra daga
og áhugi útkeyrðra fulltrúa aðild-
arríkjanna á því að ná samkomu-
lagi hafði farið æ dvínandi.
„Þetta virðist vera samkomulag
sem fékkst fram með ofþreyt-
unni,“ sagði MarkJ. Mwandosya,
fulltrúi Tansaníu, þegar hann var
að þræla sér í gegnum smáatriði
samningsins.
Alls er gert ráð fyrir að 149 ríki
verði aðilar að samningnum.
Undirritun getur hafist þann 16.
mars 1998, og samningurinn
gengur í gildi eftir að a.m.k. 6 ríki
sem báru ábyrgð á samtals 55%
af heildarlosun iðnríkja á gróður-
húsalofttegundum árið 1990,
hafa staðfest hann. Næsta lofts-
lagsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna verður haldin í nóvember á
næsta ári, en undirbúningsfundir
verða í Bonn í Þýskalandi í júní
næstkomandi.
Múslimar fordæma hryðjuverk
IRAN - Fulltrúar á ráðstefnu íslamskra ríkja sem fram fór í Iran for-
dæmdu í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar öll hryðjuverk sem framin eru
í nafni íslamstrúar. „Morð á saklausu fólki eru bönnuð í íslam," seg-
ir í yfirlýsingunni. Þar eru íslömsk ríki einnig hvött til þess að neita
hryðjuverkamönnum um hæli. I yfirlýsingunni var þess einnig krafist
að ísraelsmenn hættu þegar í stað byggingarframkvæmdum á her-
numdu svæðunum, og þá sérstaklega í austurhluta Jerúsalemborgar.
Sögulegur íiiiidur í
Bretlandi
BRETLAND - Það þótti sögulegt handtak þeg-
ar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í
höndina á Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein í
gær. Þetta var í fyrsta sinn í 76 ár sem breskur
forsætisráðherra tekur á móti leiðtoga stjórn-
málaarms írska lýðveldishersins í bústað sínum
í Downing-stræti. Fundurinn þykir vera tákn-
ræn viðurkenning á Sinn Fein sem fullgildum
stjórnmálaflokki á Norður-írlandi, en fimm
mánuðir eru frá því IRA Iýsti yfir vopnahléi í
annað sinn.
IRA-fangi slapp úr fangelsi
NORÐUR-ÍRLAND - Meðlimur írska lýðveldishersins (IRA) slapp í
gær úr Maze-fangelsinu í Belfast, en hann var að afplána dóm fyrir
morð á tveimur mönnum í desember 1995. Svo virðist sem hann hafi
komist á brott með rútu sem flutti hóp af eiginkonum og börnum
fanga á leið í jólaveislu.
Forsætisráðherra sleppnr með
skrekkinn
JAPAN - Forsætisráðherra Japans, Ryutaro Hashimoto, stóð af sér
kosningar um vantrauststillögu í neðri deild þjóðþings landsins í gær.
Þetta var fyrsta vantrauststillaga sem lögð var fram gegn Hashimoto
frá því hann tók við völdum í ársbyijun 1996. Það var stærsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn sem lagði fram vantrauststillöguna vegna þess
að forsætisráðherranum hafi ekki tekist að koma böndum á efnahags-
líf landsins.
Jeltsín hættir við vikulegt
ávarp
RÚSSLAND - Boris Jeltsín Rússlandsforseti
hætti í gær við að flytja vikulegt útvarpsávarp
sitt til rússnesku þjóðarinnar að ráði lækna, en
forsetinn er nú á sjúkrahúsi rétt utan við
Moskvu vegna veirusýkingar í öndunarfærum.
„Forsetanum líður ekki vel,“ sagði í yfirlýsingu
frá stjórninni.
Armhand í stað fangelsis
FRAKKLAND - Efri deild franska pjóðþingsins samþykkti í gær lög
sem gera ráð fyrir því að í ákveðnum refsimálum verði heimilt að í
stað fangelsisvistar verði sakfelldum gert að bera armband sem gerir
lögreglu kleift að fylgjast með ferðum þeirra. Neðri deildin hafði þeg-
ar veitt frumvarpinu samþykki sitt. Heimild þessi gildir um þá sem
dæmdir eru í eins árs fangelsi eða minna, eða þá ef fangar eiga eftir
að afplána 12 mánuði eða minna af lengri fangelsisdómum.
Boris Jeltsín.
PERSONULEG ÞIÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL
A MORGUN LAUGARDAG FRA KL. 16.00 TIL 17.30 MUNU EFTIRTALDIR
HÖFUNDAR ÁRITA BÆKUR SÍNAR í VERSLUNINNI:
HILDUR EINARSDÓTTIR - "í ÖÐRUM HEIMI"
HAFLIÐI VILHELMSSON - "BLÓÐIÐ RENNUR TIL SKYLDUNNAR" j
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR - "KÆRI KEITH"
ÞÁ MUN GUNNAR HELGASON ÁRITA BÓK SÍNA
"GRÝLA" Á MORGUN, LAUGARDAG KLUKKAN 16.30.
I DAG FÖSTUDAG, A MILLI KL.13.00 OG 18.00 KYNNA HJONIN GUÐRUN OG
GULU BERGMAN BÆKUR SÍNAR, "HVAÐ VILJA KONUR FÁ FRÁ KÖRLUM"
"ÁSTARFÍKN" OG "SÖNN AUGNBLIK ELSKENDA"
EINNIG í DAG FÖSTUDAG, Á MILLI KL. 14.00 OG 16.00 ÁRITAR
ÓTTAR SVEINSSON NÝÚTKOMNA BÓK SÍNA, "ÚTKALL TF-LÍF"
HAFNARSTRÆTI
£ ázL
BÓKVÁ
91-93 - SIMI 461 5050