Dagur - 12.12.1997, Síða 12

Dagur - 12.12.1997, Síða 12
12 -FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 rD^ftr ÍÞRÓTTIR GOLF INNLENT Keilismenn leita að kennara Keilismenn eru farnir að svipast um eftir nýjum golfkennara, en Ast- ráður Sigurðsson, sem kenndi í Hvaleyrinni í fyrra, hefur ráðið sig til starfa hjá sænskum golfklúbbi. Búast má við lítil hreyfing verði á golfkennurum á milli klúbba í vetur. Hættir eftir eUefu ár Svavar Friðleifsson gaf ekki kost á sér sem formaður á aðalfundi Goflklúbbs Hellu nýverið og sæti hans tekur Guðmundur Magnús- son. Svavar hefur verið formaður GHR allar götur frá 1986, eða í ell- efu ár. Þá urðu nokkrar breytingar á aðalfundi Golfklúbbs Akureyrar. Ólafur Búi Gunnlaugsson varaformaður gaf ekki kost á sér til endur- kjörs, en sæti hans tekur Þórhallur Sigtryggsson. Flestir klúbbar hafa þegar haldið aðalfund sinn, en aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn á sunnudaginn. Búist er við litlum breytingum á stjórn GR. Níutíu og átta árgerðinni af Nick Faldo er þegar farið að bregða fyrir á golfvöllunum. Nýr formaður hjá Keili Guðmundur Friðrik Sigurðsson var kjörinn formaður Keilis á aðal- fundi klúbbsins um síðustu helgi, en fráfarandi formaður, Halldór Halldórsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ulfar Jónsson og Björk Ingvarsdóttir koma ný inn í stjórn. Einheriar nálægt 700 talsins Alls hafa 63 lcylfingar skráð bolu í höggi á árinu og fjöldi kylfinga sem náð hafa að fara holu í höggi nálgast nú töluna 700 og draumahögg- in eru vel á áttunda hundraðið, þar sem nokkrir hafa farið holu í höggi oftar en einu sinni. Einherjaklúbburinn mun standa fyrir ár- legu hófi sínu á Hótel Borg, þann 30. desember nk. og mun þá veita viðurkenningarskjöl til þeirra sem urðu einherjar á árinu. Einherjar ársins munu jafnframt fá sýnishorn af framleiðslu skoska viskífram- leiðandans Drambuie. Hófið á Hótel Borg hefst kl. 18 og stendur frameftir kvöldi. Allir kylfingar eru velkomnir. Golfmót á gamlársdag Golfklúbburinn Keilir hefur ákveðið að gangast fyrir golfmóti á Hval- eyrinni á gamlársdag. Ræst verður út frá kl. 11-13 og leiknar verða tólf holur, ef aðstæður Ieyfa. Mótsgjald verður 1000 kr. og leikinn verður höggleikur með forgjöf. Þá munu Vestmannaeyingar gangast fý'rir svokölluðu Flugeldamóti á gamlársdag, eins og undanfarin ár. Keimsluhók næsta vor? Kennslubók sem þeir Arnar Már Ólafsson og Ulfar Jónsson hafa ver- ið með í smíðum á undanförnum árum mun væntanlega koma út með vorinu. Upphaflega var stefnt að þ\i að hókin færi í hillur bóka- verslana fyrir þessi jól. Breytingar hja Faldo Árið sem nú er senn liðið hefur ekki verið gott fyrir Nick Faldo, sem komst ekki í gegn um niður- skurðinn á flestum risamótun- um. Það getur tæpast talist boð- legt fyrir Englendinginn sem sigrað hefur á sex risamótum á þessum áratug. Faldo hyggur á breytingar ásamt þjálfara sínum, David Leadbetter. Eftir Ryderbikarinn fór Faldo í nokkurra vikna æfingabúðir til kennara síns, David Leadbetter, sem fór fram á það við nemanda sinn að hann Ieyfði tilfinningun- um að njóta sín meira en hingað til og árangurinn er þegar farinn að skila sér, ef eitthvað er að marka góða byrjun hans á móti sem hófst í Japan í vikunni. Faldo hefur alltaf verið þekkt- ur fyrir að fórna lengd íýrir ná- kvæmni og upphafshöggin hans eru því oftar en ekki á braul. Hann á kannski eftir að lenda oftar í röffinu á næstu misser- um, ef hann fylgir heilræði kennara síns um að „láta vaða“ öðru hverju. „Hann er að slá boltann betur núna, en hann hefur verið að gera í að minnsta kosti tvö ár og er búinn að lengja upphafshögg- in um 1 5-20 metra. Eg man ekki eftir því að hafa séð hann svo áhugasaman lengi og ég held að hinn „nýi Nick“ gæti átt gott ár framundan," segir Leadbetter. „Eg hef verið að slá hundruði högga og unnið mikið með þrek- þjálfara og er orðinn mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ seg- ir Faldo, sem reyndar er kominn í samkeppni við lærímeistara sinn, með opnun Faldo-Golf institute, skóla sem rekinn er á Orlando svæðinu á Flórída. Hann hyggst færa út kvíarnar og nýlega keypti hann eyju út af strönd Irlands á eina milljón punda. Upp iim 67 sæti Scott Verplank bar sigur úr bítum á úrtökumóti kylfinga fyrir bandar- ísku mótaröðina. Verplank Iék holurnar 108 á einu höggi undir pari og sex höggum færra en Blane McAllister sem varð í 2. sæti. Báðir endurheimta þeir því réttinn til að leika á PGA-mótunum. Banda- ríkjamaðurinn Bob Friend tryggði sér sæti á mótaröðinni með ævin- týralegum hætti, því fyrir lokahringinn var hann í 100. sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Friend lék síðasta hringinn á 63 höggum og stökk upp um 67 sæti og slapp í gegn. Woody Austin, efnilegasti kylfingur ársins 1995 á PGA-mótaröðinni, er hins vegar úti í kuldan- um. Ekkert hefur gengið hjá honum í ár, hann missti sæti sitt á móta- röðinni og tókst ekki að endurheimta það um síðustu helgi. Teardrop kaupir og kaupir Búast má við því að pútterframleiðandinn Teardrop, verði innan skamms eitt af stóru nöfnunum þegar kemur að framleiðslu golfliún- aðar, en fyrirtækið hefur á skömmum tíma keypt tvö stór fyrirtæki. I síðasta mánuði festi Teardrop-fyrirtækið kaup á Armour-fyrirtækinu og hefur hafið drög að því að koma hinum vinsælu 845-járnakylfum til vegs og virðingar á nýjan Ieik. I síðustu viku festi fyrirtækið kaup á Ram, sem helst hefur verið þekkt fyrir framleiðslu sína á Zebra- pútterum. Keimslubók frá 1957 í 1. sætinu Tímaritið GOLF Magazine fékk nýlega fimmtíu af frægustu golf- kennurum Bandaríkjanna til að velja bestu kennslubækurnar um golf. Niðurstöðurnar koma eflaust mörgum á óvart, en bæk- ur frá fimmta og sjötta áratugn- um skipuðu fyrstu tvö sætin. Bók Ben Hogan, „Five Les- sons“ frá 1957 varð fyrir valinu sem besta bókin, en efni hennar var reyndar fyrst birt í Sport 111- ustrated, tveimur árum lyrr og þótti þá valda straumhvörfum. I 2. sæti var bók Percy Boomer; „On learning golf.“ Litla rauða bókin hans Harvey Penick, sem útgefin var 1992, eftir gömlum minnisblöðum hins látna meist- ara varð í 3. sætinu. Aðeins tvær bækur frá þessum áratug voru á meðal þeirra tfu efstu. Golf swing eftir David Leadbetter frá árinu 1990 og „Golf is not a game of perfect“ eftir íþróttasálfræðinginn Bob Rotella, sem út kom 1995. Kennararnir voru einnig beðn- Hen Hogan Five Lessons The Modem Fundamentah ofGolf ir um að nefna bestu myndbönd- in. Þar varð myndband, Jack Nicklaus „Golf my way“ sem kom út 1989 í 1. sæti. „How I play golF‘ sem út kom 1994 á fjórum mynbandsspólum og unnið er eftir myndum af Bobby Jones er í 2. sæti og í því þriðja er „Golf with A1 Geiberger“, sem út kom 1994. Fyrsti sigurlR Fjórir fyrstu leikirnir í Urvals- deild karla í körfuknattleik voru háðir í gærkvöld. IR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni þeg- ar liðið lagði Skagamenn að velli. Úrslit gærkvöldsins urðu þessi: Keflavík-Skallagr. 117:73 ÍR-ÍA 86:79 KR-Þór 93:90 Haukar-Valur 100:74 10. umferð deildarinnar lýkur á morgun með tveimur leikjum. KFÍ tekur á móti Njarðvík í ís- jakanum kl. 20 og Tindastóll mætir Grindavík í toppslag á Sauðárkróki á sama tíma. Staðan er nú þessi í deildinni: Grindavík 9 8 1 829:705 16 Haukar 10 8 2 860:738 16 Tindastóll 9 7 2 695:617 14 Keflavík 10 6 4 962:885 12 KFÍ 9 6 3 791:726 12 Njarðvík 9 5 4 767:728 10 ÍA 10 5 5 775:786 10 Skallagr. 10 4 6 828:935 8 KR 10 4 6 800:855 8 Valur 10 2 8 764:850 4 ÞórAk. 10 2 8 797:936 4 ÍR 10 1 9 827:934 2 Gullit vill fá Negri Ruud Gullit, framkvæmdastjóri enska ún'alsdeildarliðsins Chel- sea, hefur lýst sig reiðbúinn til að greiða sex milljónir sterl- ingspunda fyrir markahæsta mann skosku úrvalsdeildarinn- ar, Marco Negri, sem Rangers keyjJti sl. sumar á 3,7 milljónir punda frá Perugia á Italíu. Negri, sem skorað hefur þrjátíu mörk í vetur, hefur lýst yfir áhugai sinurn að komast frá Rangers. Ef af kaupunum verð- ur mun ítalinn íýlla skarð sam- landa síns, Gianluca Vialli, en samningur hans við Chelsea rennur út í vor. Yorke meiddur Dwight Yorke, framlínumaður- inn sterki hjá Aston Villa, hefur átt við meiðsli að stríða í kálfa á undanförnum vikum og Ijóst er að hann leikur ekki með liði sfnu næstu tvær vikurnar. Yorke lék ekki með Birminghamliðinu í Evrópukeppninni og hann verður fjarri góðu gamni á mánudagskvöldið, þegar lið hans leikur gegn Englands- meisturum Manchester United á Old Trafford. Man. Utd. efst hjá veðbönkiun Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United er talið sig- urstranglegasta liðið í Meistara- keppninni að mati veðbanka. Hjá William Hill veðbankanum í London eru líkurnar taldar 5-2 að Manchesterliðið hampi Evr- ópumeistaratitlinum. Juventus er næst með Iíkurnar 5-1, Real Madrid með 6-1, Bayern Munchen 9-1, Borussia Dort- mund 12-1, Dynamo 14-1, Monaco 16-1 og Bayer Leverku- sen 20-1. Noregur leikur til úrslita Lið Þýskalands og Noregs komust í gær í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik kvenna, sem nú stend- ur yfir í Þýskalandi. Þýskídand sigraði Makedóníu, 24:19, og Noregur lagði Suður-Kóreu, sem er núverandi heimsmeist- ari, 27:21.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.