Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 6

Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 6
6 -LAUGARDAGUR 13.DESEMBER 199 7 ro^tr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefAn jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöiuverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617icakureyrij 551 6270 creykjavíkj ÁfeHisdómur í fyrsta lagi Kaupmennska jólanna er að komast í hámark. Nýtt kortatíma- bil er hafíð og önnur stærsta viðskiptahelgi ársins gengin í garð. Verslanir eru opnar alla daga og langt fram á kvöld. Allir hamast við að kaupa til jólanna; dýrindis mat, glæsilegan fatn- að, fallegar og íjölbreyttar jólagjafir og skraut og glingur. Og þó. Allir er víst of mikið sagt. Þeir skipta nefnilega þúsundum sem ekki geta leyft sér neinn munað um þessi jól. Sem verða þess í stað að leita sér aðstoðar hjá hjálparstofnunum og fé- lagsmálayfírvöldum. Sem þurfa hjálp samborgara sinna til að geta haldið sér og sínum gleðileg jól. í ööru lagi Unnur Jónasdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd dró helstu ástæður neyðarinnar saman í nokkur meginatriði í viðtali sem birtist í Degi á dögunum: Atvinnuleysi kvenna í Reykjavík er 5.3%. Landsbyggðarfólk sem kemur til höfuðborgarsvæðisins á erfítt með að koma sér fyrir. Mikið er um hjónaskilnaði sem sundra fjölskyldunum. Öryrkjar og veikt fólk býr við mikinn lyfja- kostnað og læknisþjónustu sem aldrei hefur verið dýrari. Og margir verða að sætta sig við afar léleg laun sem duga ekki fyr- ir nauðþurftum heimilisins. í þriðja lagi Það er mikill vandi í þjóðfélaginu. En margir hafa það líka betra en nokkru sinni fyrr. Og hið opinbera kerfi heldur áfram að tútna út. Sem sagt: það er mikið af peningum í umferð, en þeim er afar misskipt. Þess vegna verða samtök og stofnanir á borð við Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinn, Caritas og Mæðrastyrksnefnd að gefa hundruðum ef ekki þúsundum manna mat og fatnað fyrir þessi jól. Talsmönnum hjálparsam- taka ber saman um að neyðin sé enn meiri núna en á síðasta ári. A tímum góðæris er slíkt ástand áfellisdómur yfír íslensku samfélagi. Elias Snæland Jónsson. Leynivimir Friðriks Garri er óðum að komast í jólaskap sem lýsir sér í því að hann horfir stöðugt af meiri hluttekningu til sinna minnstu bræðra. Þetta er ekki fyrirhafnarlaust þar sem Garri lítur samborgara sína al- mennt kaldhæðnum augum. í desember leitar Garri oft einhvern uppi sem hann get- ur vorkennt mátulega og hugsað hlýlega til. I hjarta sínu fínnur Garri þá hvernig kærleiksblómin spretta og nýtur því hátíðarinnar betur vitandi um hlutdeild sína í kristilegum anda jólanna. Þetta er ekki á allra vitorði og vera kann að nánustu vinir og fjölskylda Garra verði ekki vör við þessa stefnubreytingu í til- efni jólanna. Garri veit hins vegar að Drottinn rann- sakar hjörtun og nýrun. Skiplum skoðim í Friðrik Garri lendir samt stundum í vandræðum við að fínna ein- hvem sem þarf á hlýhug að halda. Nú er sá fundinn og Garri mun kappkosta að vera einn af fáum sem hugsa hlý- lega til hans og reyna að um- gangast verk hans af þeirri virðingu sem engum öðrum finnst þau eiga skilið. Leyni- vinur ársins hjá Garra er Frið- rik Sophusson, sem ævinlega verður fyrir barðinu á sam- heijum sínum og andstæðing- um. Það eru allir að argaþrasast í Friðrik og setja ofan í við hann. Hann er ekki fyrr búinn að gefa út stefnufasta yfirlýs- ingu um ráðstafanir til þess að veija fjárhag ríkissóðs, en Davíð tilkynnir að Friðrik hafí skipt um skoðun. Davíð gefur svo til kynna í föðurlegum tón að það hafi verið hann sjálfur sem skipti um skoðun í Frið- rik. Friðrik nýtur því ekki þeirra sjálfsögðu mannrétt- inda að fá að skipta um skoð- un sjálfur sem er miklu skemmtilegra Einelti Davíð gerir þetta í ljósi þess að allir eru að argast í Friðriki með alla hluti og hann á sér formælendur fáa. Þetta hét að nfðast á minnimáttar þegar Garri var ungur og þótti Ijótt, en er kallað einelti af sálspeking- um þjóðarinnar (þ.e. þeirra sem skoða eitt- hvað annað en eigin nafla og líffærin neðan hans) og þykir sjúkt. Hvað með það þó Friðrik vilji láta sjálftökulið eins og blaðsölubörn borga skatta? Hvað með það þó fjárlög séu með halla í miðju góðærinu? Hvað eru menn að ergja sig yfír því þó skattar einstaklinga séu sífellt að hækka? Hvað eru fjármagnseigendur og fyr- irtæki sem hafa notið skatta- ívilnanna að ergja sig yfír því að hægt gangi að selja þeim ríkisfyrirtækin? Garri vill hugga Friðrik með því að Olafur Ragnar varð líka svona vinsælt bitbein þegar hann var fjármálaráðherra og nú er hann forseti. Hann slapp reyndar við að forsætisráð- herrann kæmi í bakið á hon- um, en það er önnur saga. Þessi hughreystingarorð til Friðriks, eru framlag Garra til mannkærleika á jólum. GARRI. Sameign og ofund STEFÁNJÓN HAFSTEIN skrifar Er það öfund þeirra sem fá ekki að róa til fískjar að sjá ofsjónum yfír því að aðrir skuli fá til þess einkaleyfí? Eða réttlætiskennd? Þeir sem vilja breytt fyrirkomulag fískveiða vísa í réttlæti, hinir sem veijast vísa f öfund þegar fýkur í þá. Og þá svellur hinum móður, eins og Jóhanni Ársælssyni í grein í blaðinu í vikunni. I leiðara Dags fyrir nokkru (höf: sjh), var „réttlætið" haft innan tilvitnunarmerkja og öf- undin kölluð þjóðfélagsafl - ekki beinlínis til að taka afstöðu í því deilumáli hvort orðalagið væri betra, heldur til að koma þeirri skoðun á fTamfæri að engu skipti lengur hvað menn kölluðu hlut- ina. Ákveðin niðurstaða væri fengin. Hún væri sú að hvort sem menn töluðu um öfund eða rétt- læti væri sú staða uppi í þjóðfé- Iaginu að einkaleyfi til að gera út á Islandsmið yrði í framtíðinni háð gjaldtöku almannavaldsins. Jóhann er talsmaður gjaldtöku. Jóhann skrifar málefnalega grein hér í blaðið á miðvikudag þar sem hann les full mikið í rithátt leiðarahöfundar, en of lítið f efn- islega niðurstöðu. Meginþunginn í ræðu Jóhanns er mikilsverður í þeirri umræðu sem fram fer. Álit hans er að verði sett á veiðileyfa- gjald staðfesti það eignangildi út- gerðarmanna á auðlindinni. Þeir sem ekki átti sig á þessu séu ekki málsvarar almennings, hafí lítinn skilning á því hvað „sameign þjóðarinnar" skipti miklu. Rök Jóhanns eru ekki sam- kvæmt niðurstöðu Þorgeirs Ör- lygssonar lagaprófessors. Hann Iýsti því á málþingi sem Sjávarút- vegsstofnun Háskólans stóð fyrir, að Alþingi gæti gjörbylt fiskveiði- stjórnunarkerfinu bótalaust í garð þeirra sem þegar stunda veiðar. Hleypt fleirum til fískjar án þess að kæmu til þess bætur, eða sett á veiðigjald. Þessu var ekkert sérstaklega til skila haldið í leiðaranum sem særði réttlætis- kennd Jóhanns Ársælssonar, en Dagur er ekki minni málsvari al- mennings en hann telur sig vera yfirleitt vegna þess. Þorgeir Iýsti því ennfremur að Alþingi gaeti sem best lýst nytjastofna við ís- land „ríkiseign" og þar með tekið af öll tvímæli, en lagalega séð mun hægt að hártoga hvað við sé átt með „sameign þjóðarinnar". Alþingi hefði betur kannað það mál áður en klausan í fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun var samþykkt. Að leigja kvóta Jóhann Ársælsson setur einnig ffarn áhugaverðar tillögur um það hvernig koma mætti á kerfí leigu- kvóta. Auðsæir kostir við þær til- lögur eru að eftir ákveðinn aðlög- unartíma geta allir Islendingar tekið þátt í útgerð á miðunum með því að bjóða í leigukvóta, gjald kæmi fyrir not af auðlind- inni, hagkvæmni nyti sín, brask yrði úr sögunni og ekki Iéki vafí á um eignarhald á fiskinum í sjón- um. Allt rímar þetta mjög við margt af því sem gagnrýnendur núverandi kerfis hafa haldið fram, og þar hefur Jóhann löng- um verið í hópi. Eitt sdngur þó f augun. Leigu- gjaldið af kvótanum má að mati Jóhanns alls ekki fara í ríkissjóð, heldur nýjan sjávarútvegssjóð „til þarfa sjávarútvegsins". Er það nú fyllsta gæsla almannahagsmuna? Að það gjald sem fæst fyrir auð- lindina skuli aðeins notast „til þarfa sjávarútvegsins"? Almenn- ingur hefur langa og dýrkeypta reynslu af því að greiða fyrir „þarfir" atvinnuvega. Þær hafa oft verið skilgreindar með skraut- Iegu móti. Ágreiningur um þetta efni færir okkur einmitt á þann punkt sem leiðarahöfundur Dags sagði að umræðan væri komin á: hvert er það gjald sem nægir til að friðþægja þá sem svíður órétt- Iætið? Gjaldið sem Jóhann leggur til að verði sett á er til að borga þjónustu við þá sem leigja kvóta. Þá er hans réttlætiskennd svalað. „Öfund“ ýmissa annarra kann að vera meiri en svo... Hvað gafjólasveininn þér í shóinn í nótt Nemendur í 1. bekk B í Oddeyrarskóla teknir tali. Andrea Björk Hauksdóttir. Eg fékk súkkulaðistaur í skóinn í nótt. Já, ég trúi á jólasveinana og mig langar pínulítið til að toga í skeggið á þeim. Þeir eiga heima upp í fjalli. Lilja Rós Sigurbjörnsdóttir. Ég fékk svona blómamynd og pensil til að mála hana. Litina á ég. Síðan fékk ég líka svona plat jólasvein, sem er með hönd und- ir kinn og vinkar mér. Ragnar Máni Hafþórsson. Ég fékk jólasveinasúkkulaði og kúlur. En ég vil fá pening; einn þúsund kall, einn fímm hundruð kall og einn hundrað kall. Óðinn Guðmundsson. Ég trúi ekki á jólasveininn. Þetta er mamma. I nótt gaf hún mér tindátakafara í skóinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.