Dagur - 17.12.1997, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Bamablaðið
Æskan hefur
komið út í 100
árogflestböm
lesið hana á
einhverju
skeiði ævinnar.
Nú hefurÆsk-
an eignast lít-
inn bróður,
unglingablaðið
Smell, erÆsk-
angefurút.
SPJALL
Elín Jóhannsdóttir, ritstýrir unglingablaðinu Smelli.
Þörf fyiir imglmgablað
„Það var tilfinnanleg þörf á sér-
stöku unglingablaði," segir Elín
Jóhannsdóttir, ritstjóri unglinga-
blaðsins Smells. ,/Eskan hefur í
mörg ár reynt að sinna bæði
börnum og unglingum, en það
er bara illmögulegt, áhugamálin
eru eldd þau sömu.“
Elín er kennari að mennt, en
hefur aðeins kennt í eitt ár, þá í
Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði.
Hún segist alla tíð hafa verið sí-
skrifandi og hefur meðal annars
unnið að námsefnisgerð og verið
ritstjóri Barnablaðsins. Þegar
henni var svo boðið að gerast
ritstjóri þessa nýja blaðs, var
hún fljót að þiggja það.
„Eg hef ákaflega gaman af
þessu," segir hún. „Það streyma
inn bréf frá unglingum þar sem
þau segja okkur hvað þau vilja
lesa og svo eru þau að spyrja um
allt mögulegt. Þau hafa ýmsar
áhyggjur, t.d. af áfengisneyslu,
Það streyma inn bréf
frá unglingum þarsem
þau segja okkurhvað
þau vilja lesa.
of stórum eða of litlum brjóst-
um, rifrildi við pabba og
mömmu og fleira. Við birtum
bréfin þeirra og reynuni annað
hvort að svara þeim sjálf eða fá
aðra til að svara þeim.“
Forvamir í blaðinu
Efnið í blaðið er valið með tilliti
til unglinga á aldrinum 12-18
ára og var gerð könnun á vegum
Æskunnar á því hvað þau vildu
lesa. Meðal nýjunga í blaðinu
eru viðtöl sem krakkar, jafnvel
heilir bekkir, taka við einhvern
og í 2. tbl. Smells, sem var að
korna út, er þess konar viðtal við
Pál Óskar.
„Við erum líka með fon'arnir í
blaðinu og vinnum að því að
segja unglingum frá því sem þau
geta gert skemmtilegt, fremur
en að benda þeim á hættur af
hinu og þessu,“ heldur Elín
áfram. „Okkur hefur virst það
vera góð leið því oft á tíðum vita
unglingar ekki hvað þeim býðst.
Einnig höfum við verið með um-
fjöllun um íþróttir, en ekki eins
og í hinum blöðunum, heldur
eru þetta fremur óhefðbundnar
íþróttir, svo sem að fara á hjóla-
bretti um Evrópu," bætir hún
við.
Þessu nýja blaði hefur verið
vel tekið af unglingunum og
ekki annað að sjá en þau séu
ánægð með hafa hafa fengið sér-
blað, þar sem þau svo geta haft
áhrif á efnið. VS
NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
Hagalín og gleraugun
íslensk fyndni hét tímarit það
sem Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk gaf út um miðja öldina
og náði þá mikilli hylli. Hvar-
vetna selst það upp og er meira
að segja svo eftirsótt enn í dag
að menn eins og Bragi Krist-
jónsson fornbókasali í Bókvörð-
unni geta fáar bókmenntir selt
dýrara verði. 1 einu kveri Gunn-
ars er birt þessi saga, sem hér er
endurbirt til gamans:
„Guðmundur G. Hagalín er
einn þeirra sem ekki geta gler-
augnalausir verið. Þó vita menn
að Hagalín gat gert sér undan-
tekningu um tíma. Þegar hann
hafði lokið við þá kunnu bók
Virkir dagar komu hann og frá-
Hagalín kemur til Ijósmyndarans i leit að
gleraugum sínum.
sögumaðurinn Sæmundur skip-
stjóri sér saman um að eiga
mynd af sér saman. Þeir fara nú
til ljósmyndara. Hagalín vill vera
með gleraugu á myndinni. Ljós-
myndarinn tekur þá af honum
gleraugu hans en setur á hann
umgjörð án glerja, því að augun
njóta sín ekki á mynd gegnum
gler.
Að tveimur dögum liðnum
kemur Hagalín til ljósmyndar-
ans háttprúður og kurteis að
vanda og segir. „Ekki vænti ég,
að ég hafi gleymt hérna gleraug-
unum mínum?“
Umsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
SMÁTT OG STÓRT
Framsóknarmeim í
Hafnarfirði
Nú eru á lofti fréttir þess efnis að framsóknar-
menn í Hafnarfirði ætli að bjóða fram í sveitar-
stjórnarkosningunum næsta vor og ætli sér stóra
hluti. Framsókn hefur sjaldan átt mikið fylgi í
Hafnarfirði og oftar en eld<i hefur flokkurinn engan bæjarfulltrúa
átt. Einhvern tímann á sjöunda áratugnum átti Framsóknarflokk-
urinn þó fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það var á þeim
árum þegar undirbúningur að byggingu álversins í Straumsvík
stóð yfir. Þá þurfti bæjarstjórn Hafnaríjarðar að taka afstöðu til
þriggja atriða sem snertu bygg-
ingu álversins. Bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins sat hjá við
fyrsta atriðið, sagði nei við því
næsta en já við því síðasta. Dag-
inn eftir þetta var þetta nefnt við
Andrés Kristjánsson, þáverandi
ritstjóra Tímans, og eitthvað ver-
ið að gera grín af framsóknar-
mönnum. Andrés brá sér frá í
skamma stund en kom svo aftur
og sagði:
Glæst er á skriði jlokksins jley
með fræknu liði og snjöllu,
það situr hjá og segir nei
en st'ðan já við öllu.
Héraðsfréttablaðið Múli er oft
býsna skemmtilegt blað. Það
heldur úti dálki sem heitir
Jórias, þar sem Jónas er aðal
sögumaður að góðum skemmti-
sögum. A dögunum var saga af
því hvernig Jónas fór að því að
losna veið streitu dagsins. Hann
tók upp á því þegar hann klæddi
sig úr skónum að kásta þeim af
afli í gólfið, fyrst öðrum og svo
hinum rétt á eftir. Dag nokkurn
kom maðurinn af hæðinni fyrir
neðan og sagði það afar óþægi-
legt fyrir sig og konu sína að þurfa að búa við þessi ósköp á
hverju kvöldi og spurði hvort Jónas gæti ekki sleppt því að kasta
skónum f gólfið. Jónas afsakaði sig og bar við hugsunarleysi.
Auðvitað myndi hann hætta þessu. Gekk nú allt vel um stund en
kvöld eitt var Jónas óvenju stressaður. Hann tók af sér skóinn og
grýtti honum í gólfið af öllu afli. Þegar hann var að taka af sér
hinn skóinn mundi hann allt í einu eftir loforðinu um að hætta
að kasta skónum í gólfið. Lagði hann því skóinn gætilega frá sér
og fór að sofa. Tveimur tímum síðar var bankað. Jónas fór til
dyra og þar stóð nágranninnn af neðri hæðinni óður af bræði og
öskraði: „Viltu gjöra svo vel að kasta hinum skónum líka svo við
getum farið að sofa!“
Gu teulj ergbiblí an
Onnur saga er af Jónasi þegar
hann hitti bókasafnara á götu og
sagði honum frá því að hann
hefði verið að henda stórri bók,
gamalli biblíu, sem á stóð Gut-
en... eða eitthvað í þá veru.
Safnarinn greip andann á lofti:
„Guð minn góður,“ hrópaði
hann, „þetta hefur þó ekki verið
biblían sem Gutenberg prent-
aði?“ „Jú, einmitt, Gutenberg var
nafnið," sagði Jónas. „Veistu
það,“ sagði safnarinn, „að síðasta
Gutenbergbiblían sem kom á
markað var seld fyrir meira en 10 milljónir króna.“ „Ja, þessi var
algerlega verðlaus. Það var einhver náungi sem hét Marteinn
Lúter sem var búinn að krota hana alla út!“
í leyfisleysi
Það gat ekki farið hjá því að
hagyrðingarnir færu af stað út af
máli Esra læknis. Hagyrðingur-
inn J.Th.H. orti vísu um málið
en sennilega vitað allir vísnavin-
ir hver J.Th.H er:
Esra sér þann kostinn kaus
að kasta pappírunum,
en heldur áfram leyfislaus
að líkna kerlingunum.
Skóriur
UMSJÓN
Sigurdór
Sigurdórsson