Dagur - 30.12.1997, Side 11
ÞSIÐJUDAGUR 30.DESEMBER 1997 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Eftir stórhátíðir
eins ogjól og ám-
mót,þarsem mík-
iláherslaerlögð
ámatogdrykk, er
mörgum ofarlega
í huga hvemig
losna eigi við
aukakílóin.
SPJAIX
„Fólk verður að sætta sig við það að það getur ekki brennt mörgum kílóum affítu á stuttum tíma,
hún er svo orkurik að það er bara ekki hægt, “ segir Borghiidur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafí.
fara í megrun!
„Fólk verður að sætta sig við það
að það getur ekki brennt mörg-
um kílóum af fitu á stuttum
tíma, hún er svo orkurík að það
er bara ekki hægt,“ segir Borg-
hildur Sigurbergsdóttir næring-
arráðgjafi. „Þegar líkaminn býr
við sveltiástand, þá aðlagast
hann því og brennir upp kol-
vetnaforðanum og með honum
tapast vatn, en um leið og jafn-
vægi kemst á aftur, þá þyngist
fólk.“
Ef fólk ætlar að losna við
mörg kíló, þá verður það að ger-
ast frekar hægt, konur um 'A kg.
á viku að hámarki, en karlar sem
brenna miklu um 1 kg. á viku að
hámarki. Fólk brennir mismildu
og t.d. konur í kyrrsetustörfum
brenna frá 1600-2300 hitaein-
ingum á sólarhring.
„Heilbrigður iíkami hefur
mjög fullkomna stjórnun og
bætir sér upp næringarskort
með því að nýta fæðuna betur.
„Það telurmest sem
maður gerir dags
daglega, “ segir
Borghildur.
Yfirleitt er betra að borða 4-5
máltíðir á dag og hafa þær frek-
ar smáar, en að svelta sig meiri-
hluta dags og borða eina stóra
máltíð,“ segir Borghildur. „Mál-
tíðirnar um hádegi og kvöld
ættu að vera nokkuð jafnar að
stærð og hitaeiningainnihaldi,
en morgunmáltíðin kannski
heldur minni,“ bætir hún við.
„Það er ekki mjög gott að borða
eitt salatblað og vatnsglas í há-
deginu og svo þunga kvöldmál-
tíð, eins og svo margir gera og
telja sig vera að halda í við sig
með því.“
Vilji landinn svo missa einhver
aukakfló er langbesta ráðið að
auka brennslu líkamans um leið
og fitu- og sykurneyslu er haldið
í lágmarki. „Það telur mest sem
maður gerir dags daglega,“ segir
Borghildur. „Að ganga út í búð,
hlaupa á milli staða og yfirleitt
að hreyfa sig daglega. Það er
miklu betra að hlaupa upp stig-
ann á hverjum degi en að f'ara
vikulega í líkamsrækt," segir
hún. „Líkaminn brennir meiru
við hreyfingu og það hentar
honum betur að auka brennsl-
una og borða betur, en að hætta
að borða og hreyfa sig lítið eða
ekki.“
Þá höfum við það. Tökum
sprettinn þegar um stuttar vega-
Iengdir er að ræða, göngum í
vinnuna ef hægt er, sleppum
bílnum og göngum í búðina og
hlaupum upp stigana í stað þess
að taka lyftu. Þá ættu jólakílóin
að fjúka hratt og vel. VS
YÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
Sambandsskip og sýknudómur
Fyrir svo sem þremur áratugum
kom flutningaskip inn til Þor-
lákshafnar eftir siglingu erlendis
frá. Var þetta eitt af skipum
Sambandsins, en margir minn-
ast þess að það var Egill
Thorarensen, kaupfélagsstjóri á
Selfossi, sem öðrum mönnum
fremur stóð að uppbyggingu
þess byggðarlags.
Það sem bar til tíðinda við
þessa skipakomu var að nokkuð
af smyglvarningi fannst um borð
í skipinu, sem var vitaskuld
grafalvarlegt mál. Hringdu toll-
verðir í Pál Hallgrímsson, sýslu-
mann Arnesinga, sem þótti afar
milt yfirvald og réttarheimspeki
hans var sú að koma málunum
út úr heiminum áður en í hart
færi.
A vettvang í Þorlákshöfn
mætti Snorri heitinn Árnason,
fulltrúi sýslumanns, bauð fljótt í
grun hvaða pörpupiltur í áhöfn
skipsins hefði ætlað að smygla
góssinu til landsins. Setið var
lengi dags og reynt að fá fram
játningu í málinu. Allt kom fyrir
ekki og alltaf var þrætt. Á end-
anum sagði Snorri að ekki væri
annar möguleiki í stöðunni en
að efna til dómþings í málinu.
Var í framhaldinu farið inn á
kaffistofu í fiskvinnslustöð Meit-
ilsins, þar sem dómþing skyldi
háð.
En það bar til tíðinda á leið-
inni inn í dómsalinn að hinn
grunaði maður játaði allar syndir
sínar og viðurkenndi fúslega að
hann ætti allt „búsið“ í skipinu.
Leit þá Snorri snöggt á manninn
og sagði síðan nokkuð hvatlega:
„Heyrðu, hafðu þig nú aðeins
hægan. Eg sem ætlaði að fara að
kveða upp sýknudóm yfir þér.“
Umsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
Missum ekki
jólasveininn og
Vínlandsfarana
Um áramót er gott að
líta um öxl og spá í spil-
in. Athuga hvernig kort-
in voru gefin á líðandi
ári og hvort stokka þurfi
spilin og gefa upp á
nýtt. Fljótt á litið eru Is-
lendingar að spila af sér
á tveim borðum að
minnsta kosti. Finnar
eru búnir að stela jóla-
sveininum og þúsund ára af-
mæli Vínlandsferða er um það
bil að ganga Islendingum úr
greipum.
íslendingar geta haft rífandi
tekjur af Jólasveininum ef rétt
er á spilum haldið og nú verð-
ur að verja ríkisfang Sveinka.
Til að byrja með þarf að reisa
myndarlegt verkstæði og heim-
ili handa stórfjölskyldu Jóla-
sveinsins áfast flugstöð Leifs
Eirfkssonar svo erlendir sem
innlendir biðfarþegar geti eytt
þar tímanum. Gott er að reisa
mannvirkin um leið og flug-
stöðinni er breytt vegna
Schengen samkomulags um
ytri landamæri Evrópu og þau
verði söm að gæðum og mann-
virldn í Dinseylandi.
Aðstaðan verði svo Ieigð ein-
staklingum undir hvers konar
rekstur sem tengist jólunum
beint eða óbeint og opið allt
árið: Verkstæði, verslanir, veit-
ingasölu, minjagripi, íslenska
hestinn, jafnvel ódýrt jóla-
sveinahótel og annað sem and-
ríku fólki dettur í hug. Leig-
unni verður að stilla í hóf svo
rekstur beri sig enda skilar
höfuðstóllinn sér í ríkiskass-
ann eftir öðrum leiðum. Ríkið
verður að eiga mannvirki,
vörumerki og önnur réttindi til
að rekstur stöðvist ekki eða
réttindi verði seld úr landi.
Vekja þarf athygli heims-
byggðarinnar á lögheimili Jóla-
sveinsins með hvers
konar samvinnu við
flugfélög og ferðaþjón-
ustu, framleiðendur
leikfanga og annarrar
söluvöru, skemmti-
garða í öðrum löndum,
á veraldarvefnum og
eftir öðrum leiðum. Ef
vel gengur draga Jóla-
sveinaheimarnir fljótt
að gesti til Iandsins upp á eig-
in spýtur.
Vínlandsferðir þola enga bið
og verður að setja vinnuhópa
strax af stað til að samræma
dagskrána og koma öllum
framkvæmdum undir einn
hatt. Hraða verður endur-
byggingu fæðingarbæjar Leifs
Eiríkssonar í Dölum og þá er
kominn maklegur staður til að
beina að ferðafólki. Gömlu
Vínlandsfararnir voru land-
könnuðir en þó fyrst og fremst
sjómenn og verslunarmenn og
því er rétt að samtök sjómanna
og verslunar og viðskipta taki
þátt í afmælinu. Vínlandsferð-
ir eru ekki bara íslensk afrek
heldur líka sameiginlegur arf-
ur Norður Evrópu.
Strax má breyta biðsalnum í
flugstöð Leifs Eiríkssonar í
eina allsherjar Vínlandsstofu
og bjóða upp á efni til kynn-
ingar og sölu. Enginn farþegi
má sleppa um Keflavíkurvöll
án þess að vita undan og ofan
um ferðir íslendinganna fyrir
þúsund árum. Kólumbus er
maðurinn sem fann ekki Am-
eríku.
Jólasveinninn og Vínlands-
fararnir eru íslenskar þjóðar-
gersemar og ekkert má til
spara að halda ríkisfangi
þeirra.
Farsælt komundi árl
UTBOÐ
F.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 325
tölvur og vírusvarnarforrit fyrir grunnskóla Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með mánudegin-
um 5. janúar 1998.
Opnun tilboða:
kl. 11:00 þriðjud. 17. febrúar 1998 á sama stað.
146/7
ÍINNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616
7
oiÁ'iÁ/ftf ao{/u(/?t o/Aa/1
c(j/edi/ee/'S' á/ss' (>(/ fiö/ifui/?i oiJ-
'S'/i/){i/t á á/i/iu 'S e/?t eo a(f /iJa.
Flugkaffi,
Akureyrarflugvelli.