Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 - S FRÉTTIR Breyttu símaiiúnieri fyrirtækis í leyninúmer Ragnar Björnsson, bólstrari í Hafnarfirði, er afar óhress með mistök Pósts og sima, sem hann telur hafa kostað sig stórfé. - mynd: hilmar Síiiianúmeri og heim- ilisfangi Ragnars Bjömssonar hf. í Hafnarfirdi var kippt út úr síðustu síma- skránni og hreytt í leyninúmer. Viðskipt- in minnkuðu um sem nemiir 3 miHjónum króna fyrsta mánuð- inn eftir að símaskrá- in kom út. Póstur og sími svarar ekki hréf- iim og ræðir ekki við Ragnar. „Þannig var að ég var ekki ánægður með uppsetninguna á nafni og númeri fyrirtækisins í símaskránni og vildi breyta því í skránni sem kom út 1997. Það var alls konar ruglingur á númer- um og heimilisföngum mínum og fyrirtækisins og ég Iét Iaga þetta. Það gekk greiðlega og stúlka sem annaðist þetta búin að senda mér staðfestingu á skráningunni. Síðan hringdi hún aftur og sagðist ætla að senda mér aðra skýrslu og bað mig að fylla hana út. Eg gerði það og ekki meira um það að segja fyrr en símaskráin kom út, þá var nafn og símanúmer fyrirtækis míns, Ragnar Björnsson hf., ekki í skránni. Eg fór að gennslast fyr- ir um þetta og stúlka sem kann- aði málið fyrir mig bað mig senda sér skráningarskýrsluna á faxi. Síðan fékk ég þau svör að símanúmer fyrirtækisins væri leyninúmer ogjþess vegna ekki í símaskránni. Eg veit að sam- keppnin í mínu fagi er hörð, eins og í öðrum greinum, og það vaknar hjá mér spurning hvort um skemmdarstarfsemi sé að ræða,“ sagði Ragnar Björnsson, bólstrari í Hafnarfirði, í samtali við Dag um óskemmtilega reynslu hans af viðskiptum við Póst og síma hf. Hann segist strax hafa beðið lögfræðing sinn að fara í málið. Hann sendi Pósti og sima bréf sem fyrirtækinu hefur ekki þótt ástæða til að svara. „Eg hef einnig marg reynt að ná sambandi við þann mann sem mér var vísað á með þetta mál. í hvert sinn sem ég hringi og nefni nafn mitt er svarið að hann sé því miður ekki við,“ segir Ragnar. Hann segir að fyrsta mánuð- inn eftir að símaskráin kom út án þess að nafn og númer fyrir- tækis hans væri þar í hefðu við- skipin minnkað um 3 milljónir króna miðað við mánuðina á undan. Ragnar segist reikna með að hafa tapað 10 til 15 milljón- um króna á því að nafn og núm- er fyrirtækisins er ekki í skránni. Hann segir að vonlaust sé að sækja bætur í hendur Pósts og síma vegna þess að ekki varð tap á rekstri fyrirtækisins á árinu. „Ég hef verið með keyptar aug- lýsingar í símaskránni undan far- in ár. Og nú eru þeir farnir að ræða \að mig um það hvort ég vilji ekki kaupa auglýsingar áfram. Og meira að segja hefur mér verið bent á nýjan aðila inn- an fyrirtækisins til að ræða við um mitt mál. Ég hef von um að ná tali af honum eftir helgina," sagði Ragnar Björnsson. — S.DÓR Takmarki göngugarpanna íslensku var náð á nýársdag. íslenski fáninná Suður- pólnum Islendingarnir Ingþór Bjarna- son, Olafur Örn Haraldsson og Haraldur Ólafsson náðu á Suð- urpólinn að kvöldi nýársdags klukkan 21.01, fyrstir Islend- inga og 10. hópurinn sem þang- að kemst án utanaðkomandi að- stoðar. A Suðurpólnum höfðu þeir félagar lagt að baki 1.200 km, jafnvel meira, því oft þurftu þeir að leggja lykkju á leið sína, og oft við erfiðar aðstæður og þungt færi. Þetta er svipuð vega- lengd og ef gengið væri frá Reykjanestá austur á Langanes- font, til baka á Reykjanestá og þaðan að HveravöIIum. „Ég var í símasambandi við eiginkonur þeirra Ólafs og Haraldar og vissi á þeirri stundu þegar þeir stóðu á pólnum. Það var mikill léttir að vita af þeim þar en ég var aldrei í vafa um að þeim tækist þetta,“ sagði Ragna Finnsdóttir á Akureyri, eiginkona Ingþórs. Hvað tekur við hjcí þeim næst, kannski ganga ú Norðurpólinn? “Það verður nú smá hvíld nú, en það hefur ekki verið minnst á neitt meira, en það er aldrei að \áta. Þeir hafa örugglega áhuga á því,“ sagði Ragna. — GG Sldlyrði að iiicnn fái viimima aftiir Hrannar Gíslason og Valdimar Sigþórsson eru í undirmannahópnum sem rekinn var af Helgafellinu um jólin fyrir það eitt að standa á rétti sínum. Þeir voru mættir i gærmorgun á skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur t/l skrafs og ráðagerða. Sjómaimafélag Reykjavíkur krefst þess að imdirmeim- irnir á HelgafeUinu verði ráðnir aftur. Að öðrum kosti verður öUum samtakamætti beitt gegn danska skipafélaginu. „Það er skilyrði af okkar hálfu að undirmennirnir sex, sem reknir voru af Ieiguskipinu Helgafelli um jólin, verði ráðnir aftur í vinnu. Við samþykkjum aldrei neinn sjónleik með það og ég geri mér vonir um að okkur tak- ist þetta,“ sagði Birgir Björgvins- son, hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur, í samtali við Dag um mál undirmannanna á Helgafellinu sem sagt var frá í Degi í síðasta blaði Iiðins árs. Það hefur nú komið í ljós að það var ekki fyrst og fremst fær- eyski afleysingarskipstjórinn á þessu danska leiguskipi sem stóð fyrir að reka sex-menningana fyrir að standa á rétti sínum um að ganga ekki vaktir um borð í skipinu yfir hátíðarnar. Það voru íslensku stýrimennirnir sem urðu að standa vaktirnar, sem kröfðust þess að undirmennirnir yrðu reknir. Þeir sögðust ekki geta unnið með undirmönnun- um eftir þetta. Birgir Björgvinsson segir að Samskip sé nú með fullum vilja að reyna að leysa málið þannig að sex-menningarnir verði aftur ráðnir á skipið. Eins mun hafa komið fram sú hugmynd að þeir skipti \dð undirmenn á öðru skipi Samskipa, ef það gæti orðið til þess að Ieysa málið. „Okkar krafa er sú ein að mennirnir verði fastráðnir aftur og fái sín störf. Ef danska skipa- félagið, sem á skipið, verður ekki við þeirri kröfu höfum við mörg ráð til að knýja þá til að virða ráðningarsamninga íslenskra far- manna,“ sagði Birgir Björgvins- son. — S.DÓR Friðsæl áramót imi allt land Áramótin voru fremur friðsæl um allt land að sögn Iögreglu. Á höfuð- borgarsvæðinu komu þó upp tvö alvarleg mál. Liðlega tvítug kona kærði nauðgun í samkvæmi í miðborginni og hefur einn maður verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna málsins. Samkvæmt heimild- um blaðsins stendur þar orð gegn orði. Þá veittust nokkur ungmenni að manni við brennu á gamlárskvöld og veittu honum áverka. Það mál telst upplýst. Lögreglan var 8 sinnum kölluð til vegna heimilisófriðar á gamlárskvöld sem þykir lítið að sögn varðstjóra. Á Akureyri sagði varðstjóri að menn væru nokkuð ánægðir með nýársnótt, mikill mannfjöldi hefði safnast saman í miðbænum og tölu- verður hópur fólks fluttur heim, en fangageymslur staðið Iítt notaðar og engin alvarleg slys orðið af völdum flugelda. — Bt> Steiner loks í steininn Franklin Kristinn Steiner, dæmdur fíkniefnasali, er loks kominn í af- plánun, en hans hefur verið leitað frá því hann átti að mæta í afplán- un á Þorláksmessu. Leitin fólst þó einkum í því að heimsækja reglulega heimili hans og hafa augu og eyru opin. Það var klukkan tíu mínútur fyrir eitt á nýársdag að Iögreglan í Hafn- arfirði varð þess vör að sjúkrabíll hafði verið kvaddur að heimili Franklins og kom í Ijós að það var verið að sækja hann sjálfan. Sam- kvæmt upplýsingum Dags höfðu lögreglumenn reglulega farið í ibúð Franklins og talið Ijóst að þangað hefur hann komið í fýrsta lagi nýársnóttina. „Við vorum með hann undir smásjá og urðum strax varir við það þegar sjúkrabifreið var komin heim til hans. Við höfðum þetta undir kontról og vorum margbúnir að Ieita í húsinu," segir lögreglu- maður í samtali við Dag. Kallað var á sjúkrabifreið vegna magakveisu Franklins, en eftir stutta spítaladvöl ók lögreglan honum til afplánun- ar í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Að sögn Margrétar Sæmundsdóttur hjá Fangelsismálastofnun er alltaf eitthvað um að handtökuskipanir séu gefnar út vegna manna sem ekki mæta á réttum tíma til afplánunar, en ekki vildi hún gefa upp töl- ur þar um. Henni var heldur ekki kunnugt um hvort það væri einsdæmi að á lslandi er engin viðbótarrefsing gagnvart þeim sem svíkjast um að mæta til afplánunar á réttum tíma. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.