Dagur - 03.01.1998, Side 6
6 - LAUGARDAGUR 3.JANÚAK 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
stefAn jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARFEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.eao KR. Á mánuði
Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Markveröur
í fyrsta lagi
Forseti Islands og forsætisráðherra töluðu með mjög ólíkum
hætti um umhverfismál og tilefni Kyoto-ráðstefnunnar um
loftslagsbreytingar í áramótaávörpum sínum. Viðvörun forseta
og lögeggjan var sterk og afdráttarlaus: Sérstaða Islands um-
fram aðrar þjóðir felst fyrst og fremst í því að gangi viðvaranir
fremstu vísindamanna eftir verður landið óbyggilegt. Forseti
skipaði sér með ótvíræðum hætti í raðir þeirra sem talað hafa
fyrir gagnlegu alþjóðlegu samkomulagi um mengunarvarnir,
og að Island eigi að vera með - þar í felist tækifæri okkar í
framtíðinni.
í öðru lagi
„Málum ekki skrattann á vegginn,“ sagði forsætisráðherra.
Tónn hans var áberandi ólíkur þeim sem var hjá forseta: Sleg-
ið úr og í. Eigi að síður má greina þegar rýnt er í orðin að for-
sætisráðherra gerir sér grein fyrir þeim áhyggjum sem almenn-
ingur hefur af stefnu Islands. Hann bendir á, eins og hörðustu
umhverfisverndarsinnar, að ráðstefnan í Kyoto er fráleitt
trygging fyrir minni mengun. „Bersýnilegt er, að í framhalds-
vinnunni stendur til að tryggja þeim þjóðum, sem nú menga
mest, ríkulegast svigrúm til að menga áfram.“ Þetta er rétt, og
við því á ísland að bregðast í alþjóðlegu samstarfi. Verður það
gert? Forseti hvatti til þess að þar tækjum við forystu.
í þriðjja lagi
Forsætisráðherra slær nú varnagla sem ekki hefur verið sleg-
inn svo eftir hafi verið tekið af hans hálfu áður, varðandi stór-
iðju: „Þegar stórákvarðanir um nýtingu vatnsafls og varma
verða næst teknar, þarf að ríkja um þær sem víðtækust sátt
meðal þjóðarinnar og við landið, sem okkur er treyst fyrir.“
Ráðherra gerir sér væntanlega grein fyrir að gangi alþjóðlegar
kröfur um hertar mengunarvarnir eftir verða orkulindir lands-
ins mildu verðmætari en áður. En meginatriði er, að forystu-
menn landsins beri gæfu til að gefa fyrirheiti forsætisráðherra
um sátt lands og þjóðar að raunverulegu inntaki í stefnu sinni.
Stefán Jón Hafstein.
Hættuástandi
aflýst
Garra Iétti mikið við að hlusta á
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra um áramótin. Satt að
segja voru stöðugar fréttir af
þessum gróðurhúsaáhrifum
farnar að taka á sálina. Það hef-
ur vissulega ekki bætt úr skák
að heimurinn og heimspressan
er uppfull af þessu tali vegna
Kyotoráðstefnunnar og hver
gæðingurinn á fætur öðr-
um stígur á stokk og talar
um ógn við vistkerfi jarð-
arinnar. Vísindamenn úr
öllum heimshornum
hafa stillt sér upp í þess-
um kór og tekið svo djúpt
í árinni að segja framtíð
heilu landsvæðanna í bráðri
hættu. Þannig hefur verið talað
um að e)jar í Kyrrahafi muni
sökkva í sæ þegar yfirborð sjáv-
ar hækkar. Sama gæti víst gerst
í Hollandi. Golfstraumurinn er
sagður Iíklegur til að breyta um
farveg með skelfilegum afleið-
ingum fyrir byggðina á íslandi.
Bíllinn í gangi
Allt hefur þetta orðið tilþess að
Garri er nánast hættur að skilja
bílinn sinn eftir í gangi fyrir
utan stofnanir og fyrirtæki
meðan hann sinnir hinum
ýmsu erindum. Það jaðrar
meira að segja við að maður
kjósi frekar að ganga útí sjoppu
en keyra þangað, svo umhugað
er manni orðið um að bjarga
vistkerfi jarðar og forða því að
Golfsstraumurinn yfirgefi Is-
landsstrendur. Slíkur er máttur
vísindanna. Þegar allir fræg-
ustu og virtustu vísindamenn
heimsins koma saman og vara
við þróuninni er ekki annað
hægt en taka tillit til þess sem
þeir segja, jafnvel þó það raski
Iífsmynstrinu verulega.
Davíð reddar
málinu
Eða hvað? Nú hefur Davíð
Oddsson létt þessu þunga fargi
af okkur óbreyttum þegnum
landsins og meðlimum í vist-
kerfi jarðarinnar. Davíð hefur
nefnilega aflýst hættuástand-
inu og bent á hversu varasamt
sé að trúa heimsenda-
spám sem sökkva
Hollandi og fly tj i
„Golfstrauminn góða“ í
burtu. Davíð segir að
svona langtíma hrakspár
setji menn aðeins fram
vegna þess að spámenn-
irnir viti að þeir þurfi aldrei að
svara fyrir hvort þær rætist eða
ekki. Það sé nú eitthvað annað
en veðurfræðingarnir sem ekki
vilji spá nema viku fram í tím-
ann vegna þess að þá sé óvissan
orðin svo mikil og þeir ætli að
vera til staðar eitthvað Iengur
en það! Raunar hafa allan tím-
ann verið efasemdarmenn í
hópi vísindamanna sem ekki
hafa viðurkennt að hættan,
sem steðjaði að vistkerfinu væri
jafn mikil og meirihluti vís-
indasamfélagsins hefur haldið
fram. Þessar raddir hafa þó ver-
ið hjáróma, þar til nú að ofur-
vísindamaðurinn Davíð kveður
uppúr með það að einmitt þeir
viti um hvað málið snýst, en
ekki meirihluti hins vísindalega
samfélags. Við, þegnar Davíðs,
öndum hins vegar léttar, og
þökkum foringja vorum fyrir að
geta nú haldið áfram að skilja
bílinn eftir í gangi á meðan við
skreppum inn í sjoppu. Hættan
er liðin hjá, aðvaranir vísinda-
manna (og forsetans) voru bara
plat. Davíð segir það!
Garri
Nýr lífsstíH og gamlar
liunmiir
Fyrirmenn ávörpuðu þjóð sína
um áramót og höfðu gamalkunn-
an boðskap að flytja, að vanda.
Forsetinn telur að unglingum sé
óhollt að éta eiturlyf og að réttast
sé fyrir þá að hætta því. Forsætis-
ráðherra er yfir sig lukkulegur
með það, að alþýða manna sættir
sig við að njóta ekki góðærisins
og telur að efnahagsstjórn sinni
sé borgið með hóflegum lág-
Iaunasamningum, sem gilda eiga
fram á næstu öld. Varar hann við
öfugri hagvaxtarþróun verði út af
brugðið. Biskupinn fárast yfir því
að börnum sé ekki sinnt sem
skyldi og séu þau afskipt í lífs-
gæðakapphlaupinu því foreldrar
hafi ekkí tfma til að sinna þeim.
Allt er þetta gott og blessað og
hefur verið margsagt áður í ræðu
og riti, en eins og kerlingin sagði,
er góð vísa aldrei of oft kveðin.
En 1' hátíðlega orðaðar ræður
landsfeðranna vantar lítið annað
en greiningu á þeim vandamál-
um, sem þeir telja sig vera að
fjalla um. Hver er orsök þeirra og
hvað er til bóta ef færa skal mál-
in til betri vegar?
Hvatinn aUs staóar
Hver er sá lífsstíll sem
nautnafíknin er sprottin úr?
Hvers vegna er hætta á að almúg-
inn skemmi hagvöxtinn með því
að heimta meiri lífsgæði? Hvers
vegna gefst foreldrum ekki tími
til að sinna afkvæmum sínum,
hvar eru þeir og hvar eru börnin?
Vilja landsfeðurnir ekki sjá
hveijar þær fyrirmyndir eru sem
sí og æ er otað að unga fólkinu.
Margblessaðar og dásamaðar og
forríkar hetjur skemmtanabrans-
ans og tískuheims fjölmiðlanna
hrynja niður vegna eiturnautna
og lífernis sem bera dauðann í
sér á ungum aldri. Hvatinn til
eiturfíknar er nánast alls staðar í
þeim heimi sem lífsstíllinn og
fjölmiðlamir segja unga fólkinu
að alast upp í.
En poppauðvaldið má aldrei
gagnrýna, hvorki á Bessastöðum
né annars staðar. Það Iið allt á
aðeins að upphefja.
Samtímis því að forsætisráð-
herra dáist að góðæri og velmeg-
un, hrósar hann happi yfir því að
allur fjöldinn er reiðubúinn að
slaka ekki á sultarólinni, enda
standa yfir hagræðingar miklar
og uppsagnir og hótanir um at-
vinnumissi vofa yfir á almennum
vinnumarkaði. Góðæri hálauna-
manna og auðmagnseigenda
eykst að sama skapi.
Uppeldisstofnanir
Tilraunir vinnulýðsins til að fá að
taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu
eru taldar óþjóðhollar á sama
tíma og eyðslan er talin af hinu
góða fyrir hagvöxt og fyrirtækja-
rekstur.
Biskup telur að börnum sé ekki
sinnt sem skyldi. Samt eru her-
skarar kvenkynsfrelsara sífellt að
dást að því hve barnaheimilum af
öllu tagi fjölgar og pólitíkusar
keppast við að lofa meiri og meiri
framlögum til að foreldrar þurfi
ekki að eyða tíma sínum með af-
kvæmunum.
Fífstíll og vinnumarkaður leyf-
ir ekki að börn séu á heimilum
foreldra sinna, ef einhver eru. Sí-
fellt fækkar þeim heimilum þar
sem báðir foreldrar barns standa
fyrir búi. Fólk á barnseignaraldri
er að mennta sig og undirbúa
lífsstíl þar sem gamalt fjölskyldu-
mynstur er úrelt.
Hvar, herra biskup, er rúm og
tími fyrir börn í slíku samfélagi?
Og hver biður um að foreldrar og
börn fái að njóta samvista?
Fæðingarorlof er prump og
Iímlaus plástur og ekki boðleg af-
sökun fyrir það sinnuleysi sem
börnum er gert að alast upp við.
Fallega voru áramótaræður
fluttar og búningar og leikmynd-
ir með miklum ágætum, en það
sem eftir situr er eitthvað í ætt
við þjóðlegt spakmæli: „Ekki er
kyn þótt keraldið leki ...“.
ro^n
Hafa menn sofið á
vímuefnaverðinum eins
ogfram kom hjáforseta
íslands í nýársávarp-
inu?
Dögg Pálsdóttir
formaður verkefuastjómar átáksins ís-
land án eiturlyfja árið 2002:
„Eg mundi nú
ekki taka undir
það en betur má
ef duga skal og
það er það sem
við erum að
vinna að. Það er
hinsvegar mikið
fagnaðarefni að hann skyldi hafa
helgað þessu máli svona mikið
rúm í þessu ávarpi. Það styrkir
okkur í því sem við erum að gera
og mjög gott að fá svona öflugan
stuðningsmann eins og forset-
ann í þessa baráttu.“
Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn:
„Sumir hafa ef-
laust gert það en
ekki allir. Eg
held að allmargir
séu meðvitaðir
um það ástand
sem þarf að
takast á við.
Margir hafa sýnt það bæði í orði
og verki að þess sé full þörf.
Hinsvegar er alltaf gott að fá
góðan stuðning og þá ekki síst
frá þeim sem mikils mega sín
eins og forsetinn. Því fleiri máls-
metandi konur og karlar sem
taka þessa afstöðu og tjá sig um
hana, þá aukast líkurnar fyrir því
að hægt verði að nota almenn-
ingsálitið í baráttunni gegn
vímuefnum."
Þórarinn Tyrfingsson
yfirixknir SÁÁ:
„Ég get tekið
heilshugar undir
það sem forset-
inn sagði. Þá
ítreka ég það
sem ég hef áður
sagt að í stað
þess að setja 50
milijónir króna í forvarnasjóð, þá
ættu að vera þar 500 milljónir
króna. Það þarf því að leggja enn
meiri áherslu á þessi mál en við
höfum gert vegna þess að vímu-
efnin eru enn meira vandamál
eins og við sjáum það en menn
gera sér almennt grein fyrir.“
Ólafur Ólafsson
landlæknir:
„Það hefur
margt verið mjög
vel gert í vímu-
efnavörnum. I
því sambandi má
benda á að vímu-
efna- og áfengis-
neysla er minnst
á Islandi miðað við vestræn lönd.
Hinsvegar stunda fyrirmyndir
stórs hluta unglinga helgar-
drykkju. Það er vandi sem þarf
að bregðast við. A hinn bóginn
eru stundum settar fram rangar
og óraunsæjar áherslur eins og
Island vímuefnalaust árið 2002.
Margir hafa ekki trú á slíku og
þá flautar maður stundum á
það.“