Dagur - 03.01.1998, Qupperneq 8

Dagur - 03.01.1998, Qupperneq 8
8- LAUGARDAGVR 3. JANÚAR 1998 ÞJÓÐMÁL rD^fir í áramótaávörpion Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta og Daviðs Oddssonar forsætisráðherra komu fram gjörólík- ar áherslur í umsögn- um um Kyoto-ráð- stefnuna og um- hverfismál. Dagur hirtir hér hluta úr ávörpum þeirra. Ástandið i umhverfismálum íAustur-Evrópu er víða hrikalegt. Loftmengun í þesum heimshluta er víða mikil eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Ólafur Ragnar, Davíð og Kyoto „Nú lítur ... út fyrir að flestir séu að fara fram úr okkur og Isiendingar að lenda aftast í sveit þeirra sem bjarga vilja Iífsskilyrðum mannkyns. í umræðum hér heima um hætturnar á breyttu loftslagi og samningana í hinni fjarlægu borg Kyoto hefur gleymst um of að geta þess sem í húfi er fyrir okkur ís- lendinga - ekki í formi undantekninga frá nýjum sáttmála þjóðanna, heldur í þeirri ógn sem steðjar að lífsskilyrðum í landi okkar beri mannkyn ekki gæfu til að grípa til gagnað- gerða sem duga. Sveit fremstu vís- indamanna heims, formlega valdir sem fulltrúar þjóðríkja, hefur skilað niður- stöðum um breyting- ar á hitastigi, hækkun á yfirborði sjávar, um- turnun hafstrauma, gróðurfars og lífs- skilyrða jarðarbúa. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitaaukning víða um heim gert gróðursvæði að eyðimörk en annars staðar yrði kólnun í ætt við ís- aldartíma. Lega íslands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslagsbreytinganna myndu koma hvað harðast niður á okk- ur íslendin'gum og gera landið nánast óbyggilegt fyrir barnabörn okkar og af- komendur þeirra. Þessi lýsing er ekki heimsendaspá eða efnisþráður í skáldlega hryllings- sögu heldur kjarninn í vísindalegum niðurstöðum fræðimanna sem skipa hina formlegu ráðgjafasveit ríkja heims, niðurstöðum sem lýsa því sem gæti hafist á æviskeiði þeirra íslend- inga sem nú eru börn í skóla. Island hefur einmitt í þessari vísinda- umræðu verið tekið sérstaklega sem dæmi um hrikalegar afleiðingar lofts- lagsbreytinganna. Virtur vísindamaður, sérfræðingur við Col- umbia háskólann í Bandaríkjunum, sagði nýlega í viðtali við eitt helsta dagblað heims: „Island yrði þakið jöklum allt til stranda. íbúarnir yrðu að yfirgefa það.“ - Landið okkar góða yrði þá í raun og sann ísa fold. ísland 1 farar- broddi Við íslendingar ætt- um því að vera í farar- broddi þeirra sem á alþjóðavettvangi kreljast þess að tafar- laust verði gripið til róttækustu gagnað- gerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. Við ættum að fagna þeim vilja sem þjóðir heims sýna nú til samstarfs, hefja með öðrum breytingar á eldsneytisnotkun skipa og bifreiða og beita nýrri tækni sem auðveldar lofts- lagsvæna framleiðsluhætti. Við eigum að gleðjast yfir þeim tækifærum sem öld umhverfisverndar getur fært okkur íslendingum ef við sjálf höfum vit og vilja til að nýta kosti íslands. Illa tekist til Það er annars sérkennilegt hve illa okk- ur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverfis, lífríkis og Iand- gæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og eytt svo gróðri með óhóf- Iegri beit hrossa og sauðfjár að Island er nú mesta eyðimörk álfunnar." Úlafur Ragnar: Hvetur íslendinga til að fara / broddi fylkingar þeirra sem vilja rót- tækustu aðgerðirnar gegn loftslagsbreyt- ingum. „Alþjóðlega umhverfisráðstefnan í Kyoto vakti töluverða athygli og umræð- ur hér á landi. Því miður bafa þær um- ræður verið með nokkrum Iosarabrag. Allmargir menn, sem ættu að vera færir um að fjalla um slík mál af ábyrgð og festu, breyttust í stjórnlítil tilfinningabúnt og fjölluðu um íslenskan inálatilbúnað með einkennilegum hætti.“ (Morgun- blaðsgrein) „Umræður um Ieyndardóma loft- hjúpsins, vistkerfi og veðurfar þurfa að byggjast á hógværð, en ekki á hleypidóm- um. Við þurfum að viðurkenna að þekk- ing okkar er brota- kennd. Við höfum ekkert leyfi til að mála skrattann í sí- fellu á vegginn. Skoll- inn er æði leiðigjarnt veggskraut." (Sj ónvarpsávarp) „...Þeir, sem til að mynda þykjast sjá fyrir að Golfstraumurinn góði muni kveðja ísland og koma sér annað á seinni hluta næstu aldar, ellegar að það flata Holland verði þá ekki þar, sem það er nú, geta treyst því að þurfa ekki að verja spár sínar. Menn verða að fara afar sparlega með stórslysaspárnar og forðast að skapa ótta hjá fólki með vís- un til fræða, sem byggja á veikum grunni." (Sjónvarpsávarp) „...I alþjóðlegri umræðu hefur orðið bakslag í hræðsluáróðrinum um hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif. Rækilega hefur verið bent á að vísindalegur grundvöllur sumra svæsnustu fyllyrð- inganna um það sem mætti búast við, væri býsna hæpinn... „ (Morgunblaðs- grein) Ljótur leilair „...þeir stunda Ijótan leik sem úthrópa íslendinga að ósekju sem umhverfis- sóða og hreykja sér síðan af því, að róg- ur þeirra sjálfra um afstöðu íslands hafi náð að komast inn í víðfræg erlend blöð fyrir meðalgöngu við- hlægjenda sinna hér á landi." (Morgunblaðs- grein) „...Þess var nánast krafist að íslenskir fulltrúar lýstu yfir £ upphafi ráðstefnunar að við myndum engar kröfur gera um nokkra sanngirni í okkar garð... rétt eins og íslendingar væru fremstir í röð þeirra sakamanna sem and- rúmslofti spilla... Allt var þetta með miklum ólíkindum." „Þá má spyrja: Er okkur jarðarbúum, með hliðsjón af þessu, óhætt að ganga hugsana- og fyrirhyggjulaust áfram mengunargönguna á enda? Því fer auð- vitað fjarri. Hvað sem um skort á vís- indalegum sönnunum má segja, getum við nánast af fullkomnu öryggi trúað því, að sívaxandi mengun og losun óhollustu í andrúmsloftið er til mikillar bölvunar. Því þarf að bregðast við og breyta um háttalag.11 (Sjónvarpsárvarp) ísland stendur sig vel „Osanngjarnar reglur, svo sem hrossa- kaup á útblásturskvótum og hagsmuna- bundnar undanþágur, eru ekki réttu viðbrögðin. I slíkum samþykktum kann að felast friðþæging en bætt er við að þær muni skila litlum eða engum ár- angri. íslendingar hafa haldið á sínum málum á þessu sviði, í senn af festu og ábyrgðartilfínningu, og það munu þeir gera áfram." (Sjónvarpsárvarp) Davíð Oddsson: Menn verða að fara afar sparlega með stórslysaspárnar og forðast að skapa ótta hjá fólki.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.