Dagur - 08.01.1998, Page 1

Dagur - 08.01.1998, Page 1
Mildl ólga og ótti hj á Flugfélaginu Starfsmenn Flugfélags íslands í jöliiieimtu á hitafund í gær þar sem stjómendur upplýstu að til stæði að bjóða út rekstur hlaðdeildar FÍ til verktaka. Um 25 mauns starfa í deild- inui. Mikill hitafundur og fjölmennur fór fram í gær með starfsmönn- um Flugfélags Islands og stjórn- endum. Vegna erfiðra rekstrar- skilyrða óttast starfsmenn um at- vinnuöryggi sitt. Þeir sögðu hug sinn á fundinum og kröfðust upplýsinga um framtíðina. „Það var mjög heitt í kolunum og menn Iétu allt flakka. Starfs- menn vildu m.a. fá að sjá rekstr- artölur en þær lágu ekki fyrir hjá stjórnendum. Svo vildu menn vita hvort frekari uppsagnir væru fyrirhugaðar en það fengust lítil svör við því,“ segir starfsmaður Flugfélagsins sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ekki vissa uin hagkvæmni Alls fengu 24 uppsagnarbréf um áramótin hjá FI en 16 voru end- urráðnir af þeim hópi. I gær var svo tilkynnt að áætlunarflug FI milli Akureyrar og Raufarhafnar yrði hætt. Heimildarmaður blaðsins segir að það hafi heldur ekki orðið til að friða starfsmenn þegar fram kom á fundinum að stjórnendur Fl væru alvarlega að athuga að bjóða út hlaðdeildina í Reykjavík og Iáta verktaka sjá um þá vinnu. Á þriðja tug manna starfar í hlaðdeildinni og er at- vinnuöryggi þeirra ekki tryggt ef af þessu verður. Dagur bar þetta undir Pál Halldórsson, fram- kvæmdastjóra FÍ. „Það var upplýst já að útboð á hlaðdeildinni væri einn þeirra möguleika sem eru til skoðunar til að ná fram hagræðingu. Við erum ekki farin að útfæra hug- myndina í smáatriðum, enda þurfum við að ræða betur hvort þetta yrði hagkvæmt fyrir fyrir- tækið. M.a. hefur þetta með virð- isaukaskatt að gera. Við fáum ekki nema hluta af honum til baka þannig að í sumum tilfell- um borgar sig ekki fyrir okkur að vera með verktaka," segir Páll Halldórsson. Sársaukafullar aðgerðir Starfsmenn sem blaðið ræddi við sögðu það ganga fjöllum hærra Hugmyndir eru uppi um aö bjóða hiað- deild Flugfélagsins út og eru þar 25 störf i uppnámi. þeirra á meðal, að samruni FÍ og Islandsflugs yrði að veruleika á árinu. „Það er fjarstæðukennt," segir Páll. „Hins vegar kannast ég Mð að það er mikil ólga meðal starfsmanna enda væri annað óeðlilegt. Það gengur enginn í gegnum svona hluti öðruvísi en að koma frá því sem breyttur maður, hvorki undirmenn né yf- irmenn. Það er alltaf erfitt að taka svona stóran hóp manna á einu bretti og eðlilegt að menn séu óöruggir. En við reyndum að skýra okkar sjónarmið á fundin- um og höfum gert eins vel og við gátum til að standa sem best að þessu.“ Skiptimiðar miili félagauna Flugfélögin eru þegar búin að taka upp samstarf vegna vildar- kortanna en nánara samstarf er ekki ákveðið á næstunni að sögn Omars Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra Islandsflugs. „Hinu er þó ekki að neita að okk- ur barst fyrirspurn frá Vest- mannaeyjum um hvort félögin tvö myndu leyfa farþegum að nýta flugmiða milli félaganna. Eg hringdi í Pál Halldórsson og spurði hvort við ættum að skoða þetta, en ekkert hefur komið út úr því enn. Ef eitthvað verður, sé ég þetta fyrir mér sem fyrsta skref í samstarfi.“ — BÞ Jólatrén tekrn niður Olíkt Reykvíkingum fá Akureyr- ingar enga „jólatrjáaþjónustu“. „Akureyringar verða sjálfir að losa sig við jólatrén, fara með þau í gámana," segir Guðmund- ur Guðlaugsson, bæjarverkfræð- ingur á Akureyri. Jólin eru búin og tímabært að losa sig við trén. I Reykjavík er sá háttur hafður á að starfsmenn borgarinnar sjá um að losa þá borgarbúa við trén sem fara með þau út fyrir lóðar- mörk og svipað fyrirkomulag hef- ur einnig verið reynt á Akureyri en ekki tekist vel að sögn bæjar- verkfræðings. Þessi háttur var á sínum tíma tekinn upp í kjölfar umræðna og gagnrýni um að jólatré væru að fjúka um göturn- ar. „Trén koma út á svo mismun- andi tímum að við teljum þenn- an kost ódýrari fyrir samfélagið ef svo má að orði komast," segir Guðmundur. — BÞ Það er nóg fyrir Reykvikinga að henda trjánum út fyrir lóðarmörk og þá sjá starfsmenn gatnamálastjóra um að hirða þau og koma þeim fyrir. - mynd: e.ól. Gísli Bragi Hjartarson. Gísll Bragi hættir Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins á Akur- eyri, hefur ákveðið gefa ekki kost á sér við bæjarstjórnarkosningar í vor, eftir tæplega tólf ára setu í bæjarstjórn. „Eg hef lengi haft þann draum að menn á mínum væng stjórn- málanna sameinuðust og styð þá þróun sem er að verða í stjórn- málunum. Mér hefur oft fundist að þeir sem hafa verið í forystu í pólitík hafi oft verið seinir til að víkja. Eg hét því sem ungur mað- ur að ég myndi reyna að finna rninn vitjunartíma og ég vona að mér hafi tekist það,“ sagði Gísli Bragi. Landlæknir á villigötum „Það eru engar nýjar upplýsing- ar til um það að endurinnlagnir séu að aukast. Að mínu mati má ekki setja fram svona tölulegar upp- lýsingar án þess að leitað sé skýringa á þeim og þær gerðar eins trúverðugleg- ar og hægt er. Og það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli," sagði Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri á heilsugæslusviði í heil- brigðisráðuneytinu. En hann var spurður um afstöðu þess til gagnrýni frá landlækni um ótímabærar útskriftir og mikla fjölgun endurinnlagna á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. „Það er mjög athyglivert að landlæknir hefur ekki kynnt þetta fyrir heilbrigðisráðuneyt- inu,“ segir Kristján. Það komi líka í ljós að þær tölur sem lagt sé út af byggist á skoðun frá ár- unum 1986-95, en engar nýrri upplýsingar sé þar að finna. Kristján Erlendsson. Vélsleðar og fjalla- ferðir Blað 2 r.’mvi Perfectao Neysluvntnsdælur SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.