Dagur - 08.01.1998, Side 2
2 -FIMMTUDAGUR 8.JANÚAR 19 9 8
1Dja^wr'
FRÉTTIR
Framboðsfundur eða
j ólas veinahátlð ?
Fra jólahátídinni á Selfossi þar sem stjórnmáiamenn gripu tækifærið og töluðu lengi um samein-
ingu sveitarfélaga o.fl. Gagnrýnt er að börnin hafi verið orðin köld í trekkinum undir stjórnmála-
ræðunum á meðan þau biðu jólasveinanna! Á innfelldu myndinni er Kristján Einarsson, sem
bókaði mótmæli á bæjarstjórnarfundi.
Fulltnu minnihlutans í
bæjarstjórn Selfoss segir
að meirihlutamenn hafi
misnotað aðstöðu sína á
jólahátíð bæjarins, og
rætt um sameiningu
sveitarfélaga. Á meðan
biðu bömin í kuldatrekki.
Kristján Einarsson, oddviti minnihluta
Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Sel-
foss, átelur ákveðna bæjarfulltrúa
meirihlutans fyrir að hafa slegið mót-
töku í miðbæ Selfoss þann 13. desem-
ber sl., í tilefni af komu jólasveinanna
í bæinn, upp í hálfgildings framboðs-
fund. Segir Kristján að móttakan hafi
farið fyrir ofan garð, þar sem bæjarfull-
trúarnir hafi varið drjúgum tíma í að
upplýsa gesti, börn í miklum meiri-
hluta, um ýmis bæjarmálefni.
Samkvæmt heimildum Dags beinir
Kristján Einarsson hér spjótum sínum
að tveimur bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokks, Sigurði Jónssyni og Birni Gísla-
syni. Avörp, meðal annars um samein-
ingarmál sveitarfélaga, fluttu þeir á
meðan fjöldi barna og foreldra biðu í
leiðinda kuldagarra eftir jólasveinun-
um. Mun koma þeirra í bæinn hafa
dregist vegna þessa um allt að hálfa
klukkustund. „Eg var þarna stödd með
lítinn ömmustrák og barninu var orðið
hrollkalt að standa þarna undir ræðu-
höldunum. Mér fundust ræðuhöld af
þessum toga orka mjög tvímælis á
þessari stundu," sagði Sigríður Karls-
dóttir, húsmóðir á Selfossi, í samtali
við Dag um þetta.
I bókun um þetta mál, sem Kristján
lagði fram á síðasta bæjarstjórnar-
fundi, segir að jólasveinaráðherra Sel-
fossbæjar hafi haft farsímasamband
við Kertasníki í bústað hans í Ingólfs-
fjalli og beðið karlana um að koma til
bæjarins um kl. 15. „Karlagreyin lögðu
tímanlega af stað, en voru stoppaðir af
við eina sjoppuna utan ár, þar sem
ræðuhöld voru enn í gangi við bæjar-
jólatréð vestan Trygg\'atorgs og koma
þeirra myndi trufla dagskrána. Á með-
an biðu karlarnir í sjoppunni í nánast
FRÉTTA VIÐ TALIÐ
klukkutíma eftir að grænt ljós kæmi á
áframhald ferðarinnar úr Ingólfsfjalli
til Selfoss. Að þessu sinni voru börnin
og foreldrar þeirra orðin köld og Ieið á
biðinni eftir aðalatriði dagskrárinnar
og þeir Stekkjastaur, Giljagaur og hin-
ir jólasveinarnir orðnir hálf Ieiðir á að-
gerðaleysinu, vitandi af vinnu nætur-
innar við að fylla í skóna hjá börnun-
um,“ segir í bókuninni.
Kristján sagði um þetta mál í samtali
við Dag að fleiri atvik af þessu tagi
hefðu á kjörtímabilinu komið upp hjá
bæjarfulltrúum meirihlutans. Sér
hefði því þótt rétt að vekja máls á
þessu. „Þeir sem í hlut eiga voru ekk-
ert ánægðir að fá þessa bókun, en ég
átti heldur ekki von á því,“ sagði Krist-
ján. -SBS.
Einn pottverja sló um sig
með orðatiltækjum eins
og hann væri forsætisráð-
herra i gær og sagði: „Sjald
an launar kálfur ofbeldið."
Hann var leiðréttur - ofeldið.
Hann sagðist hér eiga við Guð-
rúnu Pétursdóttur, sem nú
væri talað um að ætlaði að taka
8. sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins við borgarstjómar-
kosningarnar í vor. Ef hún gerði
það yrði kosningabaráttan ein-
vígi milli hemiar og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, sem mun skipa 8. sætið á
R-listanum. Það vill svo til að Ingibjörg Sólrún
skipaði Guðrúnu Pétursdóttur sem sinn fulltrúa
í stjóm Aflavaka og þar situr Guðrún enn í skjóli
Ingibjargar Sólrúnar. Þar fyrir utan var Guðrún
áköf stuðningsmanneskja Ingibjargar Sólrúnar
og R-Iistans fyrir síðustu borgarstjómarkosn-
ingar. Guðrún dvaldi þá í Noregi og fóra mörg
símtöl á milli ineðan á kosningabaráttunni
stóð...
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Var verið að ræða Skorradals-
málin. Glöggir menn hafa kom-
ist að því aö sú opinbera rann-
sókn sem meirihluti hrepps-
nefndar Skorradals fór fram á
kemur til með að snerta flest
heimili í hreppnum, eða níu af
tólf. Annað hvort hefur fólk
flutt lögheimili sitt inn á viðkoinandi heimili
eða út af þvi á síðasta ári. Þar á meðal era heim-
ili allra hreppsnefndannanna nema eins, þess er
sat hjá þegar greidd vom atkvæði um kæm
hreppsnefndar til sýslumanns.
í pottinum vom inenn að segja að Bjöm Snæ-
bjömsson, verklýðsforingi á Akurcyri, ætti erf-
iða daga núna. Verkalýðshreyfingin æf út í
mjólkurhækkunina og búin að draga til baka
fulltrúa sína í fimmmannanefnd, neina Bjöm
sem situr í nefndinni sem fulltrúi framsóknar-
maxmal....
Jíikob Bjöms-
son
bæjarstjóri á Akureyri.
Hugmyndireru uppi um
öflugan Nýsköpunarsjóð Jyr-
ir atvinnulífið á Akureyri.
Bæjarstjórinn áAkureyri er
fylgjandi því að bærinn
leggi til hálfan mílljarð kr. í
stofnfé.
Brýnt að styrkj a
atviimulmð
— Telurðu tnikla þörf d stojnun sltks
sjóðs fyrir atvinnultfið?
„Eg vil fyrst segja að það er ekki búið að
ganga frá þessu máli þannig að það sé kom-
ið formlega inn á borð bæjarstjórnar Akur-
eyrar. Eg tel hins vegar mjög skynsamlegt að
þetta sé rætt. Það er brýnt að hægt sé að fá
áhættufé til atvinnuþróunar í verkefni sem
ekki er auðvelt að Ijármagna með öðrum
hætti. Menn eru ragir við að fara út í ýmis-
legt vegna þess að peninga vantar. Mér dett-
ur í hug í því sambandi öflugri markaðssetn-
ingu á framleiðsluvörum eða samstarfsverk-
efni með erlendum aðilum. Eins má nefna
ýmsa hluti í ferðaþjónustu og margt fleira.“
— Og það er brýnt að styrkja atvinnulíf-
ið á Akureyri?
„Já það er brýnt að hafa tækifæri til að
gera tilraunir. Eg er ekki að tala um að dæla
út peningum til að tapa þeim, heldur þurfa
menn að geta farið af stað með góðar hug-
myndir án þess að Ieggja allt undir persónu-
lega. Tímaþröng kreppir að mörgum, við
værum að tala um „þolinmóða peninga"
eins og sagt er og sjóðurinn gæfi mönnum
aukið svigrúm. Það verður að segjast eins og
er að á Akureyri gera menn ekki meira en
svo að halda sjó varðandi mannfjölda, þrátt
fyrir alla þá þjónustu sem hér er veitt og
uppbyggingu sem orðið hefur. Það j)arf fleiri
breið bök til að standa undir því að byggðin
styrkist og eflist."
— Þú ert fylgjandi ef af stofnun verður
að sjóðurinn fái hálfan milljarð Itr. úr
bæjarsjóði. Hvaðan ættu þeir peningar að
koma?
„Menn horfa aðallega til framkvæmda-
sjóðs Akureyrar í þeim efnum en sjóðurinn
hefur það skilgreinda hlutverk að stuðla að
atvinnuuppbyggingu. Helstu eignir hans
eru hlutabréf í fyrirtækjum og uppistaðan er
í ÚA.“
— En efbærinn selur enn stærri hlut en
þegar er orðið í ÚA, er þá ekki hætta á að
staða fyrirtækisins veikist?
„Vissulega hefur maður heyrt að sumir
óttist j>að og ég ítreka í jæssu samhengi að
bæjarstjórn Akureyrar hefur enn ekki tekið
málið formlega til umfjöllunar. Margir hafa
sagt að ef Akureyrarbær ætti ekki meirihluta
í ÚA, væri hætta á að dregið yrði úr atvinnu-
starfseminni og fyrirtækið flutt eitthvað
annað.“
Með tilheyrandi keðjuáhrifum á at-
vinnulífið...
„Já, en á þeim tíma sem liðinn er frá því
að bréf bæjarins voru seld hefur ekkert bent
til stefnubreytingar þótt eignaraðildin hafi
breyst þannig að það hefði verið framkvæm-
anlegt. Starfsstöð ÚA og fjárfestingar eru
hér á staðnum og á því ári sem liðið er frá
sölu bæjarins á bréfunum, hefur verið lagð-
ur mikill peningur í fjárfestingar fyrirtækis-
ins á Akureyri til að styrkja hag þess hér enn
frekar.“ - BU