Dagur - 08.01.1998, Side 3

Dagur - 08.01.1998, Side 3
FIMMTUDAGUR 8.JANÚAR 1998 - 3 FRÉTTIR Góðæríð sniðgengið verkakonumar 40% 30% 31% k. 3 O 2* 3 (0 KO s < 30% 14% :0.v- ■■■: SttPBi O !||gi | £ JS n I •m£m 0) > 30% 25% ..111 JS 3 U) o iiiMmmwii O mimm a> 5 24% ís JS o +-> </> JJ— Ihn w ' ' ' \ mm ' ■ ■ . Línuritið sýnir hækkun meðalmánaðarlauna ASÍ-stétta frá 2. ársfjórðungi 1993 til annars ársfjórðungs 1997. Um 20 þús. kr. launamunur verkakvenna og verkakarla 1993 hafði aukist i rúmlega 50 þús. kr. mun á síðasta vori, eins og sjá má á Ifnuritinu um þróun mánaðartekna ASÍ félaga. Tekjur verkakveima hafa síðustu áriu hækkað iniklu iiiiiina en allra annarra. Verkakarlamir hafa á hinn hóginn aflað hest. Mánaðarlaun verkakarla hafa hækkað um nær 44 þús. kr. en verkakvenna aðeins 12 þús. kr. á fjórum árum. Kaupmáttur laun- anna jókst að jafnaði fimmfalt meira hjá verkakörlum (30%) en verkakonum (6%) frá 2. árs- fjórðungi 1993 til sama tíma 1997. Tekjur verkakvenna hafa í mörg ár hækkað miklu minna en allra annarra ASI stétta, en starfsbræður þeirra hins vegar borið mest úr bítum. Kemur þarna tvennt til: um 8% meiri hækkun á greiddu tímakaupi karlanna auk þess sem vinnuvik- an hefur lengst hjá þeim en styst hjá konunum. Verkakonur hefðu nú 23.000 kr. hærri mán- aðarlaun hefðu þau hækkað um sama hlutfall og hjá starfsbræðr- um þeirra síðan 1993. Mikill iiimiur milli stétta Nýjustu tölur Kjararannsóknar- nefndar sýndu um tvöfaldan mun á launahækkun ASI stétt- anna milli 2. ársfjórðungs 1996 og sama tíma 1997 - hvort sem litið var á greitt tímakaup eða mánaðarlaun fólks í fullu starfi. Munurinn á hækkun meðallaun- anna vex enn ef litið er nokkrum árum Iengra aftur í tímann. Styttri vinnuvika verkakvenna og Iengri hjá verka- og iðnaðar- mönnum hefur þarna umtals- verð áhrif. Á þessu fjögurra ára tímabili hef- ur almennt verðlag (vísitala neysluverðs) hækkað um tæp 8%. Greitt tímakaup ASÍ fólks hækkaði á sama tíma um 24% að meðaltali og heildartekjurnar um 30%. Þetta þýðir 21% aukningu á kaupmætti mánaðarlauna landverkafólks innan ASÍ. Hlutur stéttanna í þessum kaupmáttarauka er hins vegar afar mismunandi. Aðeins 6% hjá verkakonunum, 15-16% hjá körl- um við afgreiðslu- og skrifstofu- störf, um 20-21% hjá konum við afgreiðslu- og skrifstofustörf og iðnaðarmönnum og 30% hjá verkakörlunum. Góðærið sniðgengið buddur verkakvenna Þar sem hér er um meðaltalstöl- ur að ræða sýnist alveg ljóst að margar verkakonurnar a.m.k. geti með sanni sagt að góðæri undanfarinna ára hafi aldrei komist í launaumslagið þeirra. Meðallaun þeirra hafa aðeins hækkað um rúm 12 þús. kr. á mánuði á þessu fjögurra ára tímabili borið saman við 26-30 þús. kr. hjá afgreiðslu- og skrif- stofukonum og 44-46 þús. kr. hjá verka- og iðnaðarmönnum. Auk minni launahækkunum en aðrir eru verkakonurnar líka sá hópur sem hvað harðast varð úti í atvinnuleysi undanfarinna ára. Vakin skal athygli á að úrtak Kjararannsóknarnefndar 1997 nær ekki til þeirra sem fá greitt samkvæmt nýtilkomnum ung- Iingataxta. Þótt 16-18 ára ung- lingar séu varla stórt hlutfall fullvinnandi fólks gæti þetta hugsanlega sýnt hlutfallslega heldur meiri kauphækkanir hjá afgreiðslufólki 1997 en ella. Áhrifin munu Iítil sem engin í öðrum stéttum þar sem ekki er t.d. um unglingataxta að ræða í fiskvinnslu og því síður iðnaðar- menn á unglingsaldri. -HEI Eitrið kemur umalda- mót Geislavamir ríMsins telja að geislavirk efni iiiuiii ekki ógna lífríki sjávaríns, svo mjðg verði það út- jjynnt. Uggur í mörg- um hagsmunaaðilum. Fjölmargir hafa áhyggjur af þeirri hættu sem þeir telja að stafa kunni af geislavirkum eit- urefnum frá Sellafield í Englandi, sem náð hafa Noregs- ströndum og munu í áranna rás ná til íslands. Forsvarsmaður Geislavarna vill ekki hrópa úlf- ur, úlfur. Hann segir ástand og horfur ekki þess eðlis að menn þurfi að örvænta. Aukin vöktun hafsvæðanna þurfi hins vegar að koma til. „Við megum eiga von á þess- um efnum á hafsvæðin fyrir norðan ísland um eða eftir alda- mótin. Fjarlægðin frá írska haf- inu gerir það að verkum að þynningin er feykilega mikil. Við erum ekki að tala um heilsufars- lega hættu sem getur fylgt þessu hingað. Styrkur efnanna verður væntanlega orðinn það lítill. En þau geta safnast upp í þangi, rækju, humri og öðrum skel- fiski, en styrkurinn verður svo Iítill að hann spillir ekki afurð- um,“ sagði Sigurður Magnús- son, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, í gær. í fréttum frá Noregi segir frá því að eitrið frá Sellafield sé far- ið að eitra þaragróður við vestur- strönd Noregs. Þangað berst eitrið teknisfum með haf- straumunum. -JBP Stxíði afstýrt í Smáraniun Hreyfihamlaðir fagna sigri i Kópavogi eftir að eigendur Rúmfataiagersins og BYKÚ hafa failist á að setja upp lyftu fyrir starfsmenn í nýju versiunarbyggingunni að Smáratorgi 1. Bygging hússins hefur gengið vel og viðbúið að það verði tilbúið jafnvel í mars nk mynd: Ferlinefud Kópavogs beygir verslimarrisa. Lyfta fyrir starfs- menn. Hreyfihamlað- ir fagna sigri. „Eg geri ekki ráð fyrir að Bónus og Hagkaup muni skerast úr leik eftir að Rúmfatalagerinn og BYKÓ hafa fallist á þá lausn að setja upp lyftu fyrir starfsmenn í nýja verslunarhúsinu að Smára- torgi 1. Ef þeir gera það þá verð- ur stríð," segir Hrafn Sæmunds- son, nefndarmaður f ferlinefnd Kópavogs. Ferlinefnd Kópavogs fagnar sigri yfir ráðamönnum þessara verslana sem upphaflega ætluðu að spara sér allt að tvær milljón- ir króna og hafa enga lyftu upp á millipall á 2. hæð f þessu 17 þús- und fermetra verslunarhúsi. Á hæðinni er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn. Þrátt fyrir ný- samþykkt byggingarlög frá AI- þingi sem kveða á um að lyfta skuli vera í þjónustuhúsnæði sem er tvær hæðir og meira, var gildistöku reglugerðar þar að lút- andi frestað. Af þeim sökum bar þeim engin skylda til að setja upp lyftu. Þessu vildi ferlinefnd Kópavogs ekki una og hefur taðið í mikilli haráttu við for- ráðamenn fyrrnefndra verslana til að koma í veg fyrir að hreyfi- hamlaðir gætu ekld unnið í nýja verslunarhúsinu vegna skorts á aðgengi. Hinsvegar hafa arki- tektar hússins tekið ábendingum ferlinefndarinnar vel. ímynd í hættu Hrafn Sæmundsson segist vera afar ánægður með lyktir þessa máls eins og þær blasa við. Hann segist ekki trúa því að óreyndu að forráðamenn Hagkaups og Bónuss muni skerast úr leik. Ef svo ólíklega mundi vilja til þá verður öllu tjaldað til í því stríði m.a. með fulltingi Öryrkjabanda- lagsins og Sjálfsbjargar. Þar fyrir utan væri ímynd þessara tveggja verslana í hættu sem hingað til hafa talið sig bera hagsmuni al- mennings fyrir brjósti og þeirra sem minna mega sín með hag- stæðu vöruverði. Þetta nýja og stóra verslunar- hús hefur risið með undrahraða í Smáranum í Kópavogi. Ef að líkum lætur mun það opna inn- an tíðar, jafnvel í mars. Því til viðbótar ráðgerir Smáralind að byggja enn stærri verslunarhöll í næsta nágrenni sem verður allt að 44 þúsund fermetrar að stærð. -GRH Nýr kikskol i í Kópavogi Nýr leikskóli var opnaður í Kópavogi í gær og voru það væntanlegir nemendur þar sem sáu um að klippa á borðann. Leikskólinn heitir Arnarsmári og þar munu dvelja um 130 börn. Skólann byggði fyrir- tækið Desember, en Kristinn Ragnarsson, arkitekt, hannaði húsið og Ingibjörg Kristjánsdóttir, arkitekt, hannaði lóðina. Kostnaður við byggingu leikskólans nemur rúmum 60 miiljónum króna. Nauögim í Timglinu Tvítugur maður hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun á veitingastaðnum Tunglinu á nýársnótt. Hæstiréttur stað- festi gæsluvarðhald yfir manninum til föstudags. Stúlka á svipuðu reld kærði manninn og samkvæmt framburði hennar stakk maðurinn, sem hún kannast við, upp á því að þau færu í hliðarherbergi til að geta talað saman vegna hávaða. Þar kom mað- urinn fram vilja sínum. Maðurinn hefur borið við minnisleysi sökum ölvunar. íslandsbanM efstur Viðskiptablaðið hefur gert úttekt á árangri hlutafélaga á Verðbréfa- þingi Islands á síðasta ári. Samkvæmt þessari úttekt hafa hluthafar Islandsbanka notið 94,8% ávöxtunar á hlutafé sínu á síðasta ári. Hluthafar í Marel geta líka vel \ið unað því ávöxtun þeirra var 77,5%. I næstu sætum eru Samvinnusjóðurinn, Nýherji og Jarðboranir. En menn högnuðust ekki bara á eign sinni í fyrirtækjum. Eigend- ur bréfa í Islenskum sjávarafurðum hafa mátt horfa á fé sitt rýrna um 47,9% og eigendur bréfa í Vinnslustöðinni um 40%. Næstu fyrirtæki eru Plastprent, Hampiðjan og Sanninnuferðir-Landsýn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.