Dagur - 08.01.1998, Side 5

Dagur - 08.01.1998, Side 5
FIMMTUDAGUR 8 .JANÚAR 1998 - S Ðagur FRÉTTIR Tugmilljóna gróði af skattsvikum ÞÞÞ Þórður Þ. Þórðarson afplánaði tvo afþremur mánuðum i áfangaheimili Verndar við Laugateig. Hann vann fulla vinnu á daginn og greiddi að- eins 1.000 krónur á dag i fæðis- og dvalarkostnað. Þórður Þ. Þórðarson var dæmdur fyrir að skjóta 108 milljóniiiit iindan skatti en ríkið fær aðeins 50 milljón- ir til baka. Refsivist- in var takmörkuð og tilhliðrun ríkisvalds- ins forðar Þórði frá frekari afplánun. Þórður Þ. Þórðarson, fyrrum for- stjóri ÞÞÞ á Akranesi, fékk að mati lögfræðinga, sem Dagur ræddi við, alla þá bestu fyrir- greiðslu til „mjúkrar lendingar" sem ríkisvaldið og dómskerfið höfðu upp á að bjóða dæmdum skattsvikara. Höfuðstóll undan- dreginna skatta Þórðar var 108 milljónir króna, en aðeins 50 milljónir fást upp í þetta eða að- eins helmingur af því sem svikið var undan. Undran er meðal lögfræðing- anna og megn óánægja innan embættis Skattrannsóknarstjóra ríkisins með að sýslumaður á Akranesi hafi í fjárnámsmáli hleypt 50 milljóna króna skatt- sektum fram fyrir 140 milljóna króna skattaálagningu. Fjár- málaráðuneytið gerði ekki aðra athugasemd við þessa tilfærslu en að benda á að það væri dóms- málaráðuneytisins að innheimta sektir. Tilfærslan þýðir í raun að Þórður losnar undan skatta- greiðslunum en getur forðað sér frá fangelsi með því að standa við sektargreiðslurnar. Annars hefði Þórður mátt byrja á að greiða skattana og orðið að sitja sektina af sér í fangelsi. Einn starfsmanna Skattrann- sóknarstjóra orðaði það svo að „embættinu hefði verið gefið langt nef' eftir mikla rannsókn- arvinnu. Fullyrt er að mál Þórð- ar beri síst í sér skilaboð um að það borgi sig ekki að svíkja und- an skatti. Sektin greidd með iuidan skotinu? Auk „helmingunar" hins undan- skotna skatts sat Þórður aðeins einn mánuð í fangelsi. Og með þ\4 að sýslumaður færði sektina fram fyrir skattálagninguna var try'ggt að Þórður gæti samið um 50 milljóna króna skattsvikasekt- ir sínar og komist þannig hjá frekari fangelsisafplánun. Sektin er síðan greidd með fjármunum sem urðu til þegar Þórður seldi eigin hlutafélagi rekstur ÞÞÞ; hún er í raun greidd með hinum undanskotna skatti. Þegar upp er staðið er refsing Þórðar sú að dvelja einn mánuð í fangelsi, tvo mánuði í „mjúkri" afjilánun á áfangaheimili Vernd- ar og greiða helming skatt- svikanna til baka. Auk þess verð- ur Þórður persónulega gjald- þrota. Aftur á móti er fyrirtækið - með miklum húseignum og flota flutningabíla - enn innan fjöl- skyldunnar og sömuleiðis einbýl- ishús Þórðar. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, rit- aði bæði fjármála- og dómsmála- ráðuneytunum bréf í gær með kröfu um skýringar á ýmsum at- riðum þessa máls. „Mér finnst að meðferð þessa máls hafi verið mjög undarleg af hálfu ráðuneyt- anna beggja og mér sýnist að það hafi bitnað á hagsmunum ríkis- ins. Eg vil fá skýr svör um með- ferðina og hef einnig óskað eftir áliti Ríkisendurskoðunar á mál- inu,“ segir Margrét. - fþg Laiidsniálin Iicilla Guðrnnu líka Guðrún Pétursdottir segist vera að íhuga hvort og þá með hvaða hætti hún vilji taka þátt í pólitík, það séu fleiri en eiuu mögu- leihi í því efni. Áhrifamenn innan Sjálfstæðis- flokksins halda því ffam að ástæð- an fyrir því hvað það dregst að Guðrún Pétursdóttir gefi svar um það hvort hún taki 8. sætið á borg- arstjórnarlista Sjálfstæðisflokks- ins í vor sé sú að hún sé að hugsa um að fara frekar út í lands- málapólitíkina að ári þegar kosið verður til Alþingis. Dag- ur spurði Guð- rúnu í gær hvort þetta væri rétt? „Ef ég svara þessu hreinskilið þá er að brjót- ast um í mér hvort og þá með hvaða hætti ég vil taka þátt í stjórnmálum. Það eru fleiri en einn möguleiki í því efni og það er þetta sem ég hef verið að leggja niður fyrir mér að undan- förnu,“ sagði Guðrún. Þunga- vigtarmenn í Sjálfstæðisflokkn- um hafa bent á að ef Guðrún verður fengin til að taka 8. sætið á listanum, baráttusætið, og ef flokkurinn vinnur sigur sé það rökrétt að hún verði borgarstjóri. Það væri rökleysa að Árni Sigfús- son, sem flokkurinn treysti ekki til að leiða listann til sigurs, yrði þá borgarstjóri. Guðrún var innt álits á þessu? „Þetta er auðvitað kenning eins og aðrar. En ég bendi á að fólk stekkur ekki fullskapað úr höfði Seifs eins og konur gerðu í gamla daga. Það að stjórna borg er starf sem krefst reynslu," sagði Guðrún Pétursdóttir. -S.DÓR. Ikveikjumálið ekki kært RíMssaksóknari telnr ekM ástæðu til ákæru vegna hruna er varð í prentsmiðjunni Stuðlaprenti í Ólafs- firði sl. haust. Aðstæður á vettvangi þóttu mjög sterklega benda til að um íkveikju hefði verið að ræða og fljótlega beindist grunur að eig- endum, en þeir höfðu yfirgefið húsnæðið á sama klukkutíma og eldurinn kom upp. Björn Rögn- valdsson sýslumaður segir að Ríkissaksóknari vísi í 112. gr. laga og segir m.a. í bréfi hans: „Að svo stöddu er eigi krafist frekari aðgerða af hálfu ákæru- valds en komi eitthvað það fram sem gæti orðið til frekari upplýs- inga um eldsupptök og ætlaða íkveikju eða fram kemur beiðni vátryggjanda um frekari rann- sókn beri að taka málið til rann- sóknar." Framlögð gögn virðast því ekki líkleg til sakfellis, hvorki eigenda né annarra. Sönnunaraðstaða í íkveikjumáli þykir alltaf mjög erf- ið fyrir dómi, sem byggist á þeirri meginreglu að vafi er sökunaut í hag. Sýslumaður segir að ekki sé ástæða til þess að halda að rann- sókn rannsóknarlögreglu á Akur- eyri hafi verið ábótavant, annars hefði málið verið endursent og krafist frekari rannsóknar. Svokallað „sparisjóðsmál“ er enn í rannsókn hjá Ríkislög- reglustjóra og kemur ekki til milligöngu sýslumanns þar sem um rannsókn á efnahagsbroti er að ræða. Fyrrverandi sparisjóðs- stjóri var kærður af bankaeftirlit- inu fyrir að lána fjármagn Iangt út fyrir reglur þar að lútandi. - GG Sjómaimadeilan í blindgötu Enginn árangur varð á sáttafundi undir- og yfirmanna með útvegs- mönnum í Karphúsinu í gær. Þeir hafa verið boðaðir til nýs fundar á föstudag og einnig vélstjórar. Atkvæði um verkfallsboðun í félögum undir- og yfirmanna verða talin í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það 2. febrúar nk. hafi ekki samist fyrir þann tíma. - GRH Kjörskrá samþykkt í Skorradal Á fjölsóttum fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps samþykkti hreppsnefnd að heimila oddvita hreppsins að ganga frá kjörskrá í samræmi við íbúaskrá frá Hagstofu Islands. Það liggur því fyrir að íbúar í Skorradal munu greiða atkvæði um hvort hreppurinn samein- ist í sameiningarkosningum sem fram faral7. janúar nk. um samein- ingu hreppanna í Borgarfjarðarsýslu norðanSkarðsheiðar ásamt Hvítársíðuhreppi í Mýrasýslu. Framhaldið er hins vegar óljóst. Verði sameining felld í Skorradalshreppi má fastlega gera ráð fyrir að höfð- að verði mál til leiðréttingar á íbúaskráhreppsins 1. desember sl. samkvæmt heimildum Dags. Hve langan tíma slík málaferli tækju og hver niðurstaðan yrði er óvíst en það er Ijóst að meirihluti hrepps- nefndar Skorradals telur íbúaskrána ekki sýna raunverulegan íbúa- fjölda hreppsins. - OHR Veltuaukning hjá Gummíviun slimiii Velta Gúmmívinnslunnar á Akur- eyri jókst um liðlega 11% milli ára, úr 132 milljónum króna í um 147 milljónir króna árið 1997. Lang- mest veltuaukning varð í sölu nýrra hjólbarða en einnig jókst veltan í sölu dekkja til notkunar í landbúnaði en samdráttur varð í framleiðslu og sölu á vörum • til notkunar í sjávarútvegi. Utflutn- ingur jókst ekki. Gúmmívinnslan er með einkaumboð fyrir Bridge- stone-hjólbarða, m.a. naglalausu Ioftbóludekkin, sem sala hefur ver- ið stöðugt að aukast á. — GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.