Dagur - 08.01.1998, Side 7
FIMMTUDAGUR 8 . J ANÚAR 19 9 8 - 7
ÞJÓÐMÁL
Af einstökum verkefnum sem fengu aukin framlög við afgreiðslu fjárlaga má nefna að framlag til jöfnunar á námskostnaði var hækkað um 50 milljónir króna. Einnig var framlag til Háskóla íslands og Háskólans á
Akureyri hækkað," segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni.
Fj árlagaafgreiðslan
J0N KRIST-
JANSSON
FORMAÐUR FJÁRLAGA-
NEFNDAR ALÞINGIS
Að venju var Ijárlagafrumvarp fyr-
ir árið 1998 síðasta málið sem var
afgreitt á Alþingi fyrir jól. Um-
ræður um fj'árlögin á lokastigi
voru um margt athyglisverðar.
Skýrar línur komu fram í mál-
flutningi stjórnar og stjórnarand-
stöðu og er rétt að rifja upp þær
áherslur. Það vakti athygli við
lokaumræðuna að greinilegur
munur var á málflutningi Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins,
þannig að ekki virtist stjórnarand-
staðan ganga með sömu áhersl-
una til þessara umræðna. For-
maður Alþýðuflokksins lagði
mikla áherslu á að fjárlögin sýndu
að efnahagsstefna ríkisstjórnar-
innar væri farin úr böndunum og
árangurinn væri slakur og afkoma
ríkissjóðs þyrfti að vera betri.
Talsmcnn Alþýðubandalagsins
töluðu fyrir skattlagningu á fyrir-
tæki til þess að standa undir
auknum útgjöldum rfkissjóðs.
Það vakti einnig athygli, þrátt
fyrir þennan málflutning, að
gagnrýnt var harðlega að ganga
ekld lengra í aukningu útgjalda og
stjórnarandstaðan flutti breyting-
artillögur um allt að þriggja millj-
arða króna útgjaldaauka, án þess
að leggjast á móti einni einustu
tillögu stjórnarliðsins um aukin
útgjöld.
Niðurstaða fjárlaga og
efnahagsmálm
Afgreiðsla Ijárlaga var í járnum,
með tekjuafgangi upp á um 140
milljónir króna. Þegar þessi af-
koma er metin verður að hafa
nokkur atriði í huga.
I fyrsta lagi eru fjárlög nú af-
greidd á rekstrargrunni. Það þýð-
ir að reiknað er með áföllnum
skuldbindingum og áföllnum
tekjum. Þessi afkoma er því mun
betri en á síðasta ári, þegar gert
var upp á greiðslugrunni, sem
þýðir að reiknað var með útgjöld-
um og tekjum innan ársins. Með
sömu aðferð og á fyrra ári væri af-
koman nú jákvæð um allt að þrjá
milljarða.
I öðru lagi er gert ráð fyrir að
greiða niður skuldir um fimm
milljarða króna á þessu ári. Það
eru þáttaskil, þar sem hallarekst-
ur liðinna ára á ríkissjóði hefur
þýtt mikla skuldasöfnuii og vax-
andi vaxtabyrði ríkissjóðs. I þrið-
ja Iagi fer lánsfjárþörfin minnk-
andi sem nemur milljörðum á
þessu ári.
I íjórða Iagi hefur verið varið
allt að 8 milljörðum króna á síð-
ustu tveimur árum til þess að inn-
kalla ríkisskuldabréf á óhagstæð-
um kjörum. Þetta sparar vaxta-
kostnað upp á um 2 milljarða
króna á þremur árum.
í fimmta lagi hafa verið ákveðn-
ar skattalækkanir upp á fimm
milljarða króna og tekist hafa
kjarasamningar til aldamóta. Þeir
samningar kosta ríkissjóð að sjálf-
sögðu aukin launaútgjöld eins og
síðar verður vikið að.
Útgjalda- og tekjuhlió
Fjárlagafrumvarpið í haust var
lagt fram með hagnaði sem nam
521 milljón króna. I meðförum
Alþingis var tekju- og gjaldahlið
endurmetin. Ekki þótti ástæða til
þess að gera nýja þjóhagsspá
þannig að tekjur voru endurreikn-
aðar út frá þeim horfum um hag-
vöxt sem þjóðhagsspá frá síðasta
hausti gerði ráð fyrir og inn-
heimtuhorfum yfirstandandi árs.
Sá endurreikningur sýndi aukn-
ingu tekna upp á 2,3 milljarða
króna á rekstrargrunni.
Alþingi samþykkti breytingartil-
Iögur við fjárlagafrumvarpið sem
námu um 2.6 milljörðum króna.
Stærstur hluti þeirra varðaði auk-
in útgjöld til heilbrigðiskerfisins,
menntamála og útgjalda vegna
kjarasamninga sem gerðir hafa
verið síðan fjárlög voru lögð fram
í haust. Breýtingartillögurnar
vegna kjarasamninganna námu
um 370 milljónum króna, og
vegna sjúkrahúsanna allt að 500
milljónum á fjárlögum til viðbótar
við um 600 milljónir á Ijárauka-
lögum. Samningar um fjárhags-
leg samskipti ríkis og sveitarfélaga
höfðu í för með sér útgjöld upp á
Það vaJkti einnig at-
hygli, þrátt fyrir
Jjennan málflutning
að gagnrýnt var harð-
lega að ganga ekki
lengra í aukningu út-
gjalda og stjórnar-
andstaðan flutti
hreytingartillögur
nm allt að þriggja
milljarða króna út-
gjaldaauka, án þess
að leggjast á móti
einni einustu tillögu
stjómarliðsins uin
aukin útgjöld.
70 milljónir fyrir ríkissjóð, auk
uppreiknings tekjustofns jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga upp á 39
milljónir króna. Ný lög um fæð-
ingarorlof höfðu í för með sér 75
milljóna króna útgjöld, svo dæmi
séu nefnd.
Af einstökum verkefnum sem
fengu aukin framlög við af-
greiðslu fjárlaga má nefna að
framlag til jöfnunar á námskostn-
aði var hækkað um 50 milljónir
króna. Einnig var framlag til Há-
skóla Islands og Háskólans á
Akureyri hækkað, auk þess sem
framlög til tækjakaupa í sérskól-
um voru hækkuð. A fjáraukaiög-
um var veitt 50 milljónum króna
til þess að eyða áhrifum gjald-
skrárhækkunar Landsvirkjunar,
þannig að orkuverð þarf ekki að
hækka um áramótin eins og gert
var ráð fyrir.
Sjúkrahúsm
Það kom í ljós í fjárlagagerðinni
að sjúkrahúsarekstur landsmanna
er víðast hvar í miklum vanda. A
fjárlögum og í fjáraukalögum var
lagt fram viöbótarfjármagn sem
nemur um einum milljarði króna
til þess að mæta honum. Af þess-
ari upphæð er óskipt á fjárauka-
lögum um 200 milljónir króna,
sem ætlaðar eru til þess að mæta
vanda landsbyggðarsjúkrahúsa og
300 milljónir króna árið 1998.
Ætlast er til að hópur fagmanna
fari yfir málefni sjúkrahúsanna og
geri tillögur um skiptingu þessara
fjármuna. Þessi aðferðafræði var
mjög rædd við afgreiðslu fjárlag-
anna. Hún er nauðsymleg vegna
þess að hallatölur sjúkrahúsanna
voru að koma fram á síðustu
mánuðum og nauðsyn ber til þess
að fara yfir áætlanagerð þeirra og
meta þann grunn sem ætlunin er
að byggja á. Að þessari vinnu er
ætlunin að kalla fólk með sér-
þekldngu bæði á málefnum
landsbyggðarsjúkrahúsanna og
stóru hátæknisjúkrahúsanna á
höfuðborgarsvæðinu. Það er tvf-
mælalaust eitt brýnasta verkefnið
í ríkisfjármálum að búa svo um
hnútana að áætlanir um rekstur
sjúkrahúsanna séu raunhæfar.
Meiri hluti fjárlaganefndar gat
með engu móti staðið frammi fyr-
ir almennum hallarekstri þorra
sjúkrahúsa, án þess að setja vinnu
í það að greina ástæðurnar til
hlítar. Miklar upplýsingar Iiggja
fyrir, sem geta myndað grundvöll
að henni, og það er í þágu beggja
aðila, ríkissjóðs og þeirra stofn-
ana sem eiga hlut að máli að gera
samkomulag um umfang og fjár-
lagagrunn sjúkrahúsanna sem
byggist á þeim verkefnum sem
þar þarf að vinna.
Fjárlög í þágu stöðugleika
Þau fjárlög sem afgreidd voru fyr-
ir jól eiga að stuðla að stöðugleika
í efnahagsmálum. Minnkandi
Iánsfjárþörf stuðlar að lægri vöxt-
um, og lækkun skulda treystir af-
komu ríkissjóðs til frambúðar.
Áróður stjórnarandstöðunnar um
slakan árangur í ríkisfjármálum
kemur því úr hörðustu átt, því
ekkert hefur heyrst úr þeirri átt-
inni um hvaða útgjöld hefði átt að
skera niður, en allur málflutning-
urinn hefur hnigið að því að
mæta ætti hverri ósk um framlög
úr ríkissjóði að fullu. Það hefði að
sjálfsögðu verið ávísun á áfram-
haldandi hallarekstur og skulda-
söfnun.
Það er heldur ekki aðgengileg
leið að hækka skatta til þess að
auka ríkisumsvifin. Einu gildir
þótt kastljósinu sé beint að fyrir-
tækjunum eins og Alþýðuband-
lagið gerði tillögur um. Atvinnu-
lífið hefur nýlega tekið á sig
kostnaðarauka vegna kjarasamn-
inga sem brýnt er að ekld verði
velt út í verðlagið. Það þarfnast
þess einnig að geta byggt sig upp
og lagt fé til framþróunar og upp-
byggingar. Uppsveifla í atvinnulíf-
inu hefur komið ríkissjóði til góða
og mun gera það ef kraftur þess
helst. Því er ekki lag fyrir skatca-
hækkanir á atvinnuvegina í Lmd-