Dagur - 08.01.1998, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 8.JANÚAR 1998
Leikfélag
Akureyrar
Á ferð með
frú Daisy
eftirAIfred Uhrv
Hjörtum mannanna svipar
saman í Atlanta og á Akureyri.
Úr leikdómum:
.Sigurvcig ... mcr ha-ðum ... ckki
síst í lokaatriðum í nánum
samlcik vift Þráin Karlsson."
Haukur Agústsson í Degi.
„Það cr ótrúlcgt hvc Þráni teksl
vel að komast inn í persónuna."
Sveinn Haraldsson í
Morgunblaðinu.
„... cinlæg og hugvckjandi
sýning sem fyllsta ástæða cr
til að sjá."
Þórgnýr Dýrfjörð í
Rfkisútvarpinu.
Sýnt á
Renniverkstæðinu
að Strandgötu 39.
5. sýning 10. janúar kl. 20.30
UPPSELT
6. sýning 16. janúar kl. 20.30
7. sýning 17.janúar kl. 20.30
8. sýning 18. janúar kl. 16.00
V
Söngvaseiður
6. rnars verður Samkomu-
húsið við Hafnarstræti
opnað gestum eftir gagngera
endurnýjun á áhorfendasal
með frumsýningu á þessu
hugþekka verki þeirra
Rodgers og Hammersteins.
Aðalhlutverk:
Þóra Einarsdóttir
Hinrik Olafsson
Hrönn Hafliðadóttir
Jóna Fanney Svavarsdóttir.
4
Markúsar-
guðspjall
Einleikur
Aðaisteins Bergdal.
Frumsýning á Renniverk-
stæðinu um páska.
Gjafakort í leikhúsið.
Gjöf sem gleður.
Kortasala í miðasölu
Leikfélagsins, í Blómabúð
Akureyrar, Bókvali og á
Café Karólínu.
Sími 462 1400
Gleðilegt nýár.
er styrktaraðili Leíkfélags Akureyrar
FRÉTTIR
Hert eftírlit firamveg-
is vegna blysamálsms
„Við vissum það fyrst eftir að
þessi slys urðu að hluti sending-
arinnar hafði lent í einhverjum
raka. Blysin áttu ekki að hafa
skemmst en nú þarf að rannsaka
hvort gallinn er vegna raka eða
einhvers annars. Eg er nú ekki
frá því að e.t.v. séu orsakirnar
aðrar,“ segir Geir Jón Þórisson,
aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í
Rcykjavík.
í gær kom fram í Degi að flug-
eldar sem voru í sama gámi og
gölluðu handblysin höfðu verið
teknir úr umferð áður en þeir
fóru á markað vegna raka. Þeir
voru stórhættulegir og sprungu í
2-3 metra hæð. Geir Jón segir
rannsókn ekki aðeins beinast að
rakaþættinum heldur sé hugsan-
legt að blysin séu hreinlega illa
hönnuð, að „innmaturinn" sé of
sterkur miðað táð umbúðirnar.
framleiðslunni. Hver sem orsök-
in er, verður breyting á eftirliti
með innflutningi í framtíðinni
vegna blysamálsins að sögn
Geirs Jóns: „Já ég á von á því. Við
höfum treyst þeim mönnum
sem hafa verið í þessu í áraraðir
en nú þurfum við að gera ráð-
stafanir til að tryggja að svona
hlutir endurtaki sig ekki. Hvern-
ig veit ég ekki, en við þurfum að
bæta vinnubrögðin.“
I gær höfðu 15 kært vegna
blysanna. Rétt er að leiðrétta
innsláttarvillu sem kom fram í
frétt blaðsins í gær varðandi
fjölda seldra blysa. Þar var talað
um 63.000 blys í staðinn fyrir
rúmlega 6 þúsund blys sem er
hið rétta. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum. — BÞ
Blysin eru búin að vera í sölu í ekki kunnugt um hvort einhverj-
sex ár á Islandi en lögreglunni er ar breytingar hafa átt sér stað í
: .......''■w'': '. „
'
■■■■■■: r. ....» vv.vX.»,,».....>»
. -......jjjjSBSI
Gölluðu blysin munu verða til þess að eftirlit með innflutningi verður hert.
Þrétt-
ánda-
brenna
Þórs
Árleg þrettánda-
breioia íþróttafálags-
ins Þórs, sem frestað
var vegna hlýinda, fer
fram á Þórssvæðinu
næsta sunnudag
klukkan 17.00.
Þrettándabrennan, sem almennt
gengur undir nafninu álfa-
brenna, þó þar sé enginn álfur
brenndur, átti að fara fram á
þrettándanum, en vegna hlýinda
var henni frestað þar sem hætta
var talin á að íþróttasvæðið þyldi
ekki umferðina. Að venju mæta
alls kyns furðuverur á vettvang,
m.a. tröll og púkar, álfakóngur og
álfadrottning en kannski verða
jólasveinarnir horfnir til fjalla,
nema ef vera skyldi að Kertasník-
ir og Giljagaur hefðu orðið seinir
fyrir. Kirkjukór Glerárkirkju mun
leiða söng og leikarinn Felix
Bergsson mætir á svæðið.
I lok skemmtunarinnar verður
mikil flugeldasýning á svæðinu.
- GG
Mikil for myndaðist vegna hlýindanna á Þórsvellinum og varð til þess að menn
seinkuðu þrettándahátíðarhöidum til sunnudags.
Veiðitölur svæðisgreindar
Sú nýbreytni er fyrirhuguð hjá
Veiðistjóraembættinu að veiði-
menn geri í framtíðinni grein fyr-
ir því í veiðiskýrslum hvar á land-
inu menn fái sinn feng. Þessi
svæðisgreining er að ósk vísinda-
manna en fram til þessa hafa
heildartölur á Iandinu verið látn-
ar duga. „Við erum að tala um
grófa skiptingu, ekld ólíkt spá-
svæðunum," segir Asbjörn Dag-
bjartsson veiðistjóri.
Fleiri nýjungar eru á döfinni
og má nefna sem dæmi að
mönnum gefst nú kostur á að
setja mynd í veiðikort sín og hafa
veiðimenn sýnt þeirri hugmynd
mikinn áhuga að sögn veiði-
stjóra. Þá hefur kostnaður við
veiðikortið hækkað um 100 kr.
vegna breytingar á vísitölu. Kort
kostar nú 1.600 kr.
Alls hafa rúm 1 5.000 veiðikort
verið gefin út, en að sögn veiði-
stjóra eru ekki allir virkir. Þeir
sem hafa byssuleyfi eru að lík-
indum hátt í 25.000 á landinu.
Veiðistjóri vill ítreka að veiði-
menn reyni að senda inn veiði-
skýrslur sem fyrst. „Það eru
margir sem trassa þetta. Rétt fyr-
ir rjúpnaveiðitímann kom veru-
Iegt álag sem auðveldlega hefði
verið hægt að komast hjá. Eg vil
brýna skilvísi fyrir mönnum."
- BÞ
íþrótta-
maður
KA
Knattspyrnufélag Akureyrar er
sjötugt í dag, 8. janúar, en sem
kunnugt er hefur verið gefin út
bók sem að mestu spannar sögu
félagsins síðasta áratug og er
hún til sölu f félagsheimili KA.
A Iaugardaginn klukkan 15.00
verður öllum félagsmönnum KA
og stuðningsmönnum boðið í
kaffihlaðborð í KA-heimilinu.
Þar verður lýst kjöri íþrótta-
manns KA 1997 en tilnefnd
hafa verið Björgvin Þór Björg-
vinsson handknattleik, Brynja
Þorsteinsdóttir sktði, Dagný
Kristjánsdóttir skíði, Eggert Sig-
mundsson knattspyrna, Davíð
Búi Halldórsson blak, Kristinn
Magnússon skíði, Leó Orn Þor-
Ieifsson handknattleik, Stein-
grímur Eiðsson knattspyrna,
Birna Baldursdóttir hlak, Jónas
Blöndal júdó, Sævar Sigur-
steinsson jiídó og Jóhann Gunn-
ar Jóhannsson handknattleik.
- GG
Emt á Suð-
urskauts-
laudinu
Islendingarnir sem náðu á Suð-
urpólinn á nýársdag eru enn í
Patriot Hill-búðunum á Suður-
skautslandinu, þaðan sem gang-
an hófst í nóvembermánuði, eft-
ir flug þangað frá Suðurpólnum.
I gær var þarna mjög slæmt veð-
ur, 12 vindstig í mestu hviðun-
um, og alls ekki flugveður. Sam-
kvæmt veðurspá átti vindinn að
Iægja eitthvað svo e.t.v. viðrar til
flugs til Chile í dag og þaðan til
íslands gegnum Florida. — GG