Dagur - 09.01.1998, Side 1
3Kifr1 yKv_J&>■ B r; H \- ■ ET~- Btay--,' il
Listakonan Æja á vinnustofu sinni við Sogaveg í Reykjavík með jólakortið, sem hún kallar Vernd. Sjálf átti hún I erfiðleikum með að fá eintak, en tókst um siðir að verða sér úti
um nokkur kort. mynd: þúk.
Hún á metsölujólakort
íslands! Listakonan
Æja gafverk sitt á
jólakort Hríngsins eftir
að dóttir hennarfór á
bamaspítalann þar
sem beturfóren á hor-
fðist. Kortiðhennar
seldist Í8S þúsund
eintökum!
Æja, eða Þórey Bergljót Magnús-
dóttir er 37 ára Akureyringur,
sem býr í dag að Sogavegi 190 í
Reykjavík og stundar þar list
sína. Svo virðist sem kortið hafi
selst upp og farið í 85 þúsund
eintökum. Kortið mun hafa
borist til flestra fjölskyldna í
landinu, í einu eða fleiri eintök-
um. Æja sagðist í samtali við Dag
vissulega vera ánægð með þessar
ótrúlegu viðtökur, ekki síst í Ijósi
þess hve málefnið væri gott. Hún
sagði verkið sem hún kallar
„Vernd“ tjá samkennd og samleið
frumefnanna fjögurra, en að
öðru leyti skýrði verkið sig sjálft.
Kynntist sjálf þörfiimi fyrir
bamaspítala
Æja er borinn og barnfæddur Ak-
ureyringur, gaf þá skýringu á
þessu óvenjulega listamanns-
nafni ,/Eja“ að það væri í raun
ekki listamannsnafn. Systir
hennar hafi hins vegar kallað
hana þessu nafni fyrsta árið eftir
að hún fæddist, og það haldist
sem gælunafn. Ung hélt Æja
suður og stundaði nám í Fjöl-
braut í Breiðholti og síðar Mynd-
Iista- og handíðaskólanum. Hún
selur list sína hjá Elfsu í List í
Skipholti og við Skólavörðustíg
og hefur vakið mikla athygli und-
anfarin ár.
„Ég er auðvitað yfir mig ánægð
að þetta gekk svona vel að selja
kortið. Það skipti miklu máli að
kortið var fallega prentað. Þetta
málefni, Barnaspítalasjóður
Hringsins, er afar þarft málefni.
Ég þekki það af eigin raun, því
stelpan mín var einmitt á spítal-
anum, það gekk allt vel með
hana, miklu betur en á horfðist.
Mér fannst það alveg sjálfsagt að
aðstoða Hringskonurnar og gaf
þeim þetta verk, Vernd, til að
nota á jólakortið," sagði Æja.
„Það er nú þannig að þetta kem-
ur öllum til góða, allar fjölskyld-
ur þurfa einhvern tíma á því að
halda að snúa sér til barnaspítal-
ans. Ég vona bara að kortasalan
hjálpi til við að reisa nýja barna-
spítalann."
Æja hefur haldið einkasýningu
í fjögur skipti og þrisvar verið
með á samsýningum. Meðal ann-
ars hefur hún sýnt hjá EFTA í
Brussel þar sem hún var með
einkasýningu. Núna síðast sýndi
hún í sóknarkirkju sinni, Bú-
staðakirkju. EFTA keypti af
henni verk, og það hafa Flug-
málastjórn og Bústaðakirkja ein-
nig gert.
Altaristalla í Skorradal
Um þessar mundir vinnur Æja
að gerð altaristöflu fyrir Fitja-
kirkju í Skorradal í Borgarfirði,
dalinn sem svo mjög er í fréttun-
um um þessar mundir. Það er
100 ára gömul kirkja. Æja segir
að kirkjulist sé afar spennandi
viðfangsefni og höfði sterkt til
sín.
Spítali fyrir bömin
„Þetta gekk mjög vel, en ég þori
ekki að segja hvort allt hafi selst.
Það er einhver kostnaður við
þetta, en allir velviljaðir gagnvart
okkar starfsemi. Okkar kort hafa
alltaf selst vel, en trúlega aldrei
eins og núna,“ sagði Elísabet
Hermannsdóttir, formaður
Hringsins, í gær.
„Það eru allir jákvæðir gagn-
vart því að byggður verði nýr spít-
ali fyrir börn. Barnaspítali
Hringsins inni á Landspítalanum
var ekki byggður með börn í
huga. Vonandi er allt komið í
gang með að heíja framkvæmdir
við alvöru barnaspítala," sagði
Elísabet Hermannsdóttir. -JBP
Nvtt simanúmer
« SPARISJÓÐUR
NORÐLENDINGA
Skipagata 9 • Pósthólf 220 • 602 Akur
Veitum hagstæð
lán til kaupa á
landbúnaðarvélum
Reiknaðu með
'SlB SP-FJÁRMÖGNUN HF
Vegmúli 3 • 708 Reykjavik • Sími 588-7200 • Fax 588-7201