Dagur - 09.01.1998, Qupperneq 5

Dagur - 09.01.1998, Qupperneq 5
FÖSTUDAGVR 9 . J AN Ú A R 1998 - 21 LÍFIÐ t LANDINU LEIKHUS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Þjóðleikhúsið frumsýnirá stóra sviðinu á sunnudaginn ævintýraleikinn Yndisjríð og ófreskjan. I stórri ævintýrahöll býr ófreskja nokkur ásamt kostulegu þjónustuliði sínu. Dag einn í aftakaveðri villist þangað kaupmað- ur á ferðalagi og nýtur gestrisni ófreskj- unnar. Ofreskjan lætur hann heita því að færa sér eina af dætrum sínum þremur. Yndisfríð, yngsta dóttir kaupmannsins, býður sig fram til ferðarinnar, því að öðru- vísi verður ekki lífi föðurins bjargað. Ofreskjan er í rauninni skelfilega ein- mana og óhamingjusöm en við komu Ynd- isfríðar í ævintýrahöllina breytist margt. Og ekki er allt sem sýnist. Stuðst við enska leikgerð Bæði börn og fullorðnir kannast við þetta sígilda ævintýri enda er það að finna í flestöllum sögubókum og ættu því allir að hafa gaman að leiknum og sjá uppsetn- inguna í Þjóðleikhúsinu. Eins og áður segir verður verkið frumsýnt á sunnudag- inn en það byggir á samnefndu sígildu ævintýri af frönskum uppruna, „La Belle et le Bete“, sem hefur verið uppspretta ótal skáldsagna, ævintýra og leikrita. I uppfærslu Þjóðleikhússins er stuðst við nýja enska leikgerð. Leikendur eru Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Sigrún Waage, sem skipta með sér hlutverki Ynd- isfríðar, Örn Árnason leikur Ófreskjuna, Arnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Þórarinn Eldjárn þýddi verkið og samdi söngtexta, dansahöfundur er Hany Hana- ya, tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhanns- son, tónlistarstjóra Þjóðleikhússins, og Siguijón Jóhannsson er höfundur bún- inga og leikmyndar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. -GHS / stórri ævintýrahöll býr ófreskja nokkur ásamt þjónum sínum. Kaupmaður villist þangað og lætur ófreskjan hann færa sér eina dóttur. Yngsta dóttirin býður sig fram en ekki er allt sem sýnist. HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? Aímæli í Nýlistasafni Ótrúlegt en sattl Tutt- ugu áreru liðinfrá stofnun Nýlistasafns- ins og erþví blásið til afmælisárs með öflugri sýningardagskrá. Fyrstu sýningar ársins verða opnaðar á laugardaginn og sýna þá verk sín þrír erlendir gestir, hjónin Matjaz Stuk og Alena Hudocovicoca frá Hollandi og Englendingurinn Chris Hales. Stuk og Hudocovicoca kalla inn- setningu sýna „Kortaherbergi GúIIivers". Hales sýnir sjö marg- miðlunarkvikmyndir í Svarta sal. Á sama tíma opna opna þrír íslenskir listamenn sýningar í Nýlistasafninu, Pálína Guð- mundsdóttir frá Akureyri er með málverk, Hildur Bjarnadóttir sýnir textílverk sín og Einar Garibaldi Eiríksson landslags- málverk. Sýningarnar eru opnar dag- lega (nema mánudaga) frá 14- 18. Þeim lýkur 25. janúar. Að- gangur er ókeypis. -GHS Þrir erlendir listamenn og þrír íslenskir sýna verk sín i Nýtistasafninu i Reykjavik. Meðal annars kemur Pálina Guðmunds- dóttir með málverk sín frá Akureyri. Fjallað verður um Hallgerði langbrók og karlmennina i lífi hennar i Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Eiginmenn og elskhug- ar. Á mánudagskvöldið verður dagskrá Lista- klúbbs Leikhúskjallar- ans tileinkuð einni um- deildustu sögupersónu Njálu, Hallgerði lang- brók. Forvitnileg sýn- ingfyrirforvitiðfólk. Ærið fögur ermær sjá... Jón Böðvarsson og Kristján Jó- hann Jónsson íslenskufræðingar tala um Hallgerði langbrók og samband hennar við karlmenn- ina í lífi hennar í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudags- kvöldið. Leikararnir Sigrún Gylfadóttir og Stefán Sturla Sig- urjónsson lesa valda kafla úr Njálu og flytja atriði úr leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Galleri Njála, sem sýnt er í Borgarleik- húsinu. Ef tíminn leyfir verða umræður á eftir. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Miðasala er við innganginn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.