Dagur - 13.01.1998, Qupperneq 1

Dagur - 13.01.1998, Qupperneq 1
Verð í lausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur - 7. tölublað 1 Breyting á D-lista veldur óánægju Snorri Hjaltason og Helga Jóhannsdóttir voru bæði færð aftar á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík en úrslit prófkjðrsins frá í haust segja til um. Helga er mjög óá- nægð og segir svona vinnnhrögð ekki vera ílokkiiiim tH fram- dráttar. Listi Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor verður kynntur á fundi á morg- un. All miklar breytingar eru gerðar á listanum á sætunum 9 til 16 miðað við niðurstöðu próf- kjörsins í haust. Meðal þeirra sem færð er aftar en niðurstaða prófkjörsins sagði til um er Helga Jóhannsdóttir. Hún hafn- aði í 12. sæti í prófkjörinu en hefur verið færð í 1 5. sæti á list- anum. „Eg tel það ekki flokknum til framdráttar að fólk sem Iendir fyrir aftan mann í prófkjöri sé síðar fært fram fyrir. Ég fæ ekki séð að það sé betur til fallið að afla flokknum fylgis. Ég skil heldur ekki þegar verið er að tala um að konur hafi farið illa út úr prófkjörinu að kona skuli færð aftar á Iistann fyrir aðra konu, sem gekk verr í prófkjörinu. Ég sagði kjörnefnd það að ég væri ekki ósátt við að færa mig um eitt sæti ef bara ætti að setja Guðrúnu Pétursdóttur eða bæta nýju nafni inn á listann. Það er hins vegar algerlega óásættan- legt eftir að maður hefur tekið þátt í prófkjöri að þeir sem Ienda fyrir aftan mann séu færðir fram Hetga Jóhannsdóttir verður i þriðja sinn færð aftur á listanum. fyrir. Þetta er í þriðja sinn sem ég er færð aftar á Iistann en úrslit prófkjörs segja til um,“ sagði Helga Jóhannsdóttir í gær. Snorri Hjaltason trésmíða- meistari lenti í 10. sæti í próf- kjörinu en er færður aftur í 13. sæti en Bryndís Þórðardóttir, sem lenti í 18. sæti í prófkjörinu, er færð fram í það 12. Snorri vildi ekkert segja opinberlega um þetta mál í gær. Hann sagðist aftur á móti tilbúinn til að ræða málið þegar listinn hefði verið birtur. Samkvæmt heimildum Dags eru 16 efstu sæti listans þannig skipuð, en 8 fyrstu sætin eru óbreytt frá prófkjörinu: 1. Arni Sigfússon, 2. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, 3. Inga Jóna Þórðar- dóttir, 4. Júlíus Vífill Ingvarsson, 5. Jóna Gróa Sigurðardóttir, 6. Olafur Magnússon, 7. Guðlaug- ur Þór Þórðarson, 8. Kjartan Magnússon, 9. Guðrún Péturs- dóttir, 10. Eyþór Arnalds, 11. Kristján Guðmundsson, 12. Bryndís Þórðardóttir, 13. Snorri Hjaltason, 14. Baltasar Kormák- ur, 15. Helga Jóhannsdóttir, 16. Agústa Johnson. — S.DÓR Sjúklmgiun mismunað „Aðsókn barnafólks og gamai- menna hefur snarminnkað frá því þetta hófst. Það er fyrst og fremst það fólk sem hefur ekki efni á því að koma,“ segir Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, einn fjölmargra sérfræðinga sem sagt hefur upp samningum við Trygg- ingastofnun. Heilbrigðisráðuneytið segir Tryggingastofnun óheimilt að greiða reikninga frá læknum sem ekki séu á samningi við stofnun- ina og einnig að endurgreiða fólki kostnað sinn þegar og ef deilan leysist. Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins, og Jóhanna Sigurðardótt- ir hafa báðar efast um þessa túlk- un og Margrét segir að verið sé að bijóta lög með því að mismuna fólki eftir efnahag. „Ráðherra hlýtur að leggja fram frumvarp til laga til að breyta þessu og heimila þessar greiðslur, þannig að staðið sé við lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga. Ef ekki þá munum við að sjálfsögðu gera það,“ segir Margrét. Sjá bls 8-9. Stopp - ófært! Páll Kristjánsson, vegagerðarmaður á Öxnadaisheiði, varar ijósmyndara Dags við að fara Bakkaselsbrekkuna síðdegis i gær. Þá var þar mjög btint, skafrenningur og lítið ferðaveður. Sjá frétt á blaðsíðu 3. - mynd: bjorn Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri Dagsprents hf., og Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslandsflugs hí, við undirritun samningsins. - mynd: e.ól. Dagur í loftið Gerður hefur verið samningur milli Islandsflugs og Dagsprents hf., útgáfufélags Dags, um að framvegis fái farþegar á Ieiðum félagsins Dag til lesturs. Vakið hefur athygli að á undanförnum mánuðum hafa Islandsflug og Elugfélag Islands keppt grimmt um farþega í innanlandsflugi og hefur sú barátta einkennst af hörðu verðstríði sem enn stend- ur. Með þessum samningi hefur íslandsflug stigið fyrsta skrefíð í þá átt að keppa einnig um „gæði“ flugþjónustu innanlands. Hing- að til hefur flugfarþegum í inn- anlandsflugi einungis staðið til boða tímarit en í millilandaflugi hefur það þótt sjálfsögð þjónusta að farþegar geti lesið dagblað á ferðum sínum. Vigdís formaður Alþjóöaráös Vigdís Finn- bogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, hefur tekið við for- mennsku AI- þjóðaráðs UNESCO um siðferði í vísind- um og tækni. A fundi sem hald- inn var í höfuðstöðvum UNESCO í París í gær varð Vig- dís jafnframt við þeirri beiðni Fredrico Mayors, aðalfram- kvæmdastjóra menningar- og vísindastofnunarinnar, um að vera honum til ráðuneytis við að velja fólk til setu í ráðinu og sníða því skipulagsramma. Til að byrja með mun Alþjóða- ráðið einbeita sér að þremur mikilvægum málaflokkum. I fyrsta lagi þeim sem varða orku, í öðru lagi nýtingu ferskvatns- forðans og í þriðja Iagi siðferði upplýsingasamfélagsins. Sigrún Elsa Premium miðlarar Með virðingu við fjölbreytileika einstaklinga byggjum við upp samfélag sem er í senn framsækið og fjölhæft. 18 dagar | í prófkjör Reykjavíkurlistans Alfa Laval nn^Hnm Varmaskiptar SINDRI ____-sterkur f verki

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.