Dagur - 13.01.1998, Side 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 1 3 . J A N Ú A R 1 9 9 8
FRÉTTIR
Hólmfriður Gísladóttir ættgreinir: Manntaiið 1910 er fyrsta aiísienska manntal/ð og hefur að geyma miklar uppiýsingar sem fengur er i.
Hvað £erði mótor-
istinn í MerJdsteini?
Hvað gerðu langafi og
langamma þín árið 1910?
Manntalið getur sagt þér
það og hvaðan þau komu
og í hvemig húsnæði þau
hjuggu og hvenær þau
giftust...
Árið 1910 bjó í þurrabúðinni Merki-
steini í Eyrarbakkasókn Brynjólfur Vig-
fússon, mótoristi og snikkari, 53 ára,
ásamt konu sinni Þóreyju Sveinsdótt-
ur, 52 ára húsmóður og dóttur þeirra
Rósu Maríu 14 ára. Þau áttu þá fjögur
börn á Iífi, en þrjú höfðu þau misst.
Þau höfðu flutt suður frá Hólalandi í
Norður-Múlasýslu 1891, en Brynjólfur
fæddist annars í Skaftafellssýslu.
Dóttirin Rósa María átti aðeins 7 ár
ólifuð, en Þórey dó 1929 og Brynjólfur
1937, áttræður. Hvort þetta aldamóta-
fólk hafi lifað hamingjuríkri ævi kemur
ekki fram, en í Manntali Arnessýslu
1910 má alténd finna ýmsa fróð-
leiksmola sem gagnast vel í ýmisskonar
grúski, ekki síst ættfræði.
Ættfræðifélag íslands gefur út
Manntalið 1910 og er þriðja bindið,
Arnessýsla, nýkomið út. Hólmfríður
Gísladóttir, ættgreinir og félagsformað-
ur, segir að ákvörðun um að gefa út
manntalið 1910 hafi verið tekin 1988.
En er ártalið 1910 ekki full nærri nú-
tímanum fyrir ættgrúskara?
Góður upphafspunktur fyrir unga
fólldð
„Við tókum þessa ákvörðun og töldum
hana mjög heppilega, ekki síst fyrir
unga fólkið í dag, sem er að byrja að
leita. Það finnur þarna afa og ömmur
sínar og langafa og langömmur sínar.
Við hin sem eldri eru höfum yfirleitt
eldri ártöl í huga og í manntölum er
viss eyða á tímabilinu 1845 til 1910.
Það er Iangt bil sem þarf að brúa,“ seg-
ir Hólmfríður.
Hólmfríður bendir á að manntalið
1910 var fyrsta manntalið sem íslend-
ingar gera sjálfir og þar er að finna
miklar upplýsingar sem ekki eru í eldri
manntölum. „Auk þess að getað lesið
um stöðu og störf fólksins í manntal-
inu er að finna þar t.d. lýsingar á bæj-
arhúsum og getið um eigendur jarða
eða húsa. Fólk getur lesið um hvað
fólkið gerði á heimilinu, t.d. hvort það
stundaði tóvinnu eða annað."
Hólmfríður vildi að fram kæmi að
margir hafi komið að útgáfunni á
manntalinu, en að mesta heiðurinn
ætti Eggert Th. Kjartansson skilið fyrir
mikla vinnu við að samræma, leiðrétta
og lesa prófarkir. - FÞG
í heiía pottinum eru nienn að ræða unt próf-
kjörsbaráttuna hjá R-listanum sem nú er hafin
með formlegum hætti. Það er ekki síst unga
fólkið sem komið er af stað, enda telur það sig
eiga á brattann að sækja vegna þess að borgar-
fulltrúamir núvcrandi hafi umtalsvert forskot.
Þannig opnaði Hrannar B. Amarson (Alþýðu-
flokkur) fonnlcga prófkjörsmiðstöð sl. föstu-
dagskvöld og Sigrún Elsa Smáradóttir (Alþýðu-
bandalag) hefur keypt sér augiýsingaeyra á for-
síðu Dags. Pottverjar segja þetta til marks uin að
hjá A-flokkunum ætii unga fólkið að taka próf-
kjörið mjög föstum tökum...
Óskar Bergsson.
En baráttan er líka byrjuð hjá
framsókn en á laugardaginn
hélt Óskar Bergsson opnunar-
hóf fýrir nýja prófkjörsinið-
stöð scm hann hefur opnað í
Síðumúlanum. Það vakti at
hygli pottvcrja hversu margir
mættu hjá Óskari en hátt í
300 manns munu hafa komið
í Fáksheimilið, þar á meðal
ýmsir forastumenn úr Framsóknarflokknum.
Hins vegar var eftir þvl tekið að engir keppinaut-
ar Óskars úr framsókn voru á staðnum og túlk-
uðu menn það þannig að Óskar hafi ekki viljað
deila sviðsljósinu með þeim. Fjölmemiið hjá
Óskari er talið vera til marks uin að hann muni
koina sterkur inn í baráttuna...
En það er víðar pólitískur titringur vegna upp-
stillingar en í Reykjavik. Á Akureyri bíða fram-
sóknarmenn nú með að stilla upp sínum lista.
Ástæða biðarinnar mun ekki vera sú að uppstill-
ingamefnd sé 1 svo miklum vandræðum mcð að
velja fólk, heldur það að Þórarinn EgiII Svein-
son, forseti bæjarstjórnar, er stcrklega orðaður
við embætti forstjóra Osta- og smjörsölunnar en
uinsóknarfrestur um þá stöðu rennur út núna
15. jaiiúar. Þar til skýrist mcð það mál geta
framsóknamicnn ekki ákvcðið listann, segja
menn í lieita pottinum...
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Þómrinn
Tyrfingsson
yfirlæknir SÁÁ.
Það er verið að hvarfla frá
þeirri aðhaldsstefnu sem
fylgt hefur verið í landinu í
áfengismálum. Auðvitað er
það áliyggjuefniþeim sem
líta svo á að áfengi sé ekki
venjuleg neysluvara.
Það er verið að £efa eftir
áfeiigisinahmi
— Fortnadur stjómar ÁTVR boðar t' við-
tali við Dag sl. laugardag úhuga sinn á
aukinni vínkynningu í fjölmiðlum og víð-
ar. Hvert er þitt álit á því efÁTVR fer út
{ aukna vínkynningu?
„Þetta er bara áframhald á þeirri megin
stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár,
sem er aukið frjálsræði með áfengi. Það
birtist í fjölgun útsölustaða ÁTVR og að
auðveldara er en áður að fá vínveitingaleyfi.
Þá hafa víninnflytjendur stöðugt aukið
óbeinar auglýsingar, sem fara ekki fram hjá
neinum. Öll umræða um vín með mat og í
matargerð hefur aukist. Allt er þetta auðvit-
að markaðssetning á áfengi. Með þessu er
verið að búa til nýja markhópa og selja
áfengi eins og hverja aðra vöru.“
- Er þá verið að gefa eftir í þessunt mál-
um í landinu?
„Það er augljóst. Það er verið að hvarfla
frá þeirri aðhaldsstefnu sem fylgt hefur ver-
ið í landinu. Auðvitað er þetta áhyggjuefni
þeim sem líta svo á að áfengi sé ekki venju-
Ieg neysluvara. Ekki síst er þetta áhyggju-
efni þeim sem koma að heilbrigðisþætti
málsins vegna þess hve áfengi veldur mildu
líkamlegu og andlegu heilsutjóni. Það vita
heilbrigðisstarfsmenn manna best. Þess
vegna hljóta þeir að hafa áhyggjur af því
þegar áfengi er svona mikið í umræðunni og
svona mikil áhersla lögð á að markaðssetja
það.“
- Þýðir þetta að lögin setn banna vín-
auglýsingar halda eklti eða eru þau göll-
uð?
„Áfengislögin eru í sjálfu sér ágæt ef farið
væri eftir þeim. Það má benda á að vínveit-
ingaleyfi eru háð ákveðnum skilyrðum og ef
farið væri eftir áfengislögunum og þess gætt
að þeir sem mega ekki drekka áfengi væru
ekki inn á þessum stöðum væri það strax
spor í rétta átt. Lögin segja ekki allt heldur
hvernig þeim er framfylgt. Undanfarinn er
að markaðssetja áfengi og síðan vilja menn
drekka oftar og meira og þá um leið er slak-
að á Iögunum. I lýðræðisþjóðfélagi þykir
það ekki gott að gera eitthvað sem fólkið vill
ekki.“
- Stingur það ekki í stúfef opinbert fyr-
irtæki eins ogÁTVR vill auka kynningu á
vínum á satna tíma sem heilbrigðisráðu-
neytið er að veita milljónum ltróna í for-
vamarstarf?
„Það er svo sem ekkert nýtt í því. Þannig
hefur þetta alltaf verið. Segja má að þetta sé
ef tíl vill meira áberandi nú en stundum
áður vegna þess að þeim sem ræða mikið
um áfengi hefur vaxið fiskur um hrygg. Það
þykir eðlilegra nú til dags að ræða opinber-
Iega um áfengi en var hér áður fyrr. Enda
má segja að menn hafi ekkert komist upp
með það þá. Vissulega veldur þetta aukna
frjálsræði, í þessum málum, mörgum
áhyggjum, ekki síst vegna þess að það sama
er að gerast í umræðunni um kannabisefni.
Undanfari aukinnar kannabisneyslu er sá að
kannabisefni séu hættulaus og það þurfi að
nota þau sem lyf o.s.frv. Þetta allt veldur
okkur vaxandi áhvggjum." -S.DÓR