Dagur - 13.01.1998, Side 4

Dagur - 13.01.1998, Side 4
4-ÞRIÐJUDAGUH 13. JANÚAR 1998 ro^tr FRÉTTIR Hafnaraðstaða fyrir Hafró Hafrannsóknastofun hefur verið boðin aðstaða á Eskifirði fyrir skipa- flota stofnunarinnar og vegna sameiginlegra hagsmuna hafnanna (m.a. sameiningar sveitarfélaganna 7. júní 1998) er lagt til að settur verði á fót sameiginlegur vinnuhópur í málinu. Hafnamálaráð er samþykkt því. Bylgjandi veggir grunnskóla Dómnefnd um Hðbyggingu við grunnskólann hefur samþykkt að velja tillögu frá arkitektastofunni Batteríinu vegna stækkunar Nes- skóla. I niðurstöðu úr samanburðarsamkeppni segir m.a.: „Að okkar áliti uppfyllir tillagan best þær forsendur sem lagðar voru til grund- vallar vegna stækkunar. Aðkoman að byggingunni er mjög skýr og skemmtileg. Gestir og nemendur eru leiddir að byggingunni með bylgjandi vegg sem er eins og framhald gilsins. Stigi og lyfta eru í góðum tengslum við alla hluta byggingarinnar og gera húsið mjög miðlægt. Viðbyggingin hefur útlit sem speglar sinn byggingatíma og hæfir nýrri öld. Bygginganefnd grunnskólans leggur til við bæjar- stjórn Neskaupstaðar að í tengslum við stækkun Nesskóla verði gert ráð fyrir að almenningsbókasafni og aðstöðu fyrir Tónskólann í hús- næðinu. Samræming útsvarsálagningar- prósentu Samstarfsnefnd vegna sameiningar Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar hefur komið sér saman um að leggja til að álagningar- prósentan verði 11,97% í öllum þremur sveitarfélögunum. Nefndar- menn voru sammála um að ákvarða ætti aðrar álagningarreglur í Ijósi þessarar útsvarsprósentu þannig að álögur á íbúa í nýju sveitarfélagi ykjust almennt ekki. Bridge - Bridge Nýársmót Bridgefélags Dalvíkur og Ólafsfjaröar 1998 verður haldið laugardaginn 17. janúar og hefst kl. 10. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur, 2 lotur með forgefnum spilum. t=>átttökugjald: 1.400 kr. pr. mann (kaffi innifalið). Spilað verður um silfurstig. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Antons í síma 461 3497 eða Hákonar í síma 466 1580 fyrir kl. 19, föstudaginn 16. janúar. Einnig er hægt að skrá sig á spilastað til kl. 09.45 á mótsdag. Allt spilafólk er hjartanlega velkomið. Bridgefélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerö um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 50.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýs- ingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. (tarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu fram- kvæmdastjóra sjóðsins, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 16. febrúar nk. Með umsókn skal skila fylgiblaði með lykilupplýsingum á eyðublaði sem fæst afhent á sama stað. Úthlutunar- reglur sjóðsins fást afhentar á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði, né eldri umsókna. Valdís Ósk Hauksdóttir mætir i héraösdóm í gær. Er reiö yfir hinum þunga 8 ára dómi í Danmörku og hefur ekki viijaö veita Kaupmannahafnarlögreglunni samstarf. - mynd: bg „Ég vil fá að vera í Mði“ Valdís Ósk Hauksdótt- ir staðfesti ekki að myiid af James Butdier væri mynd af þeim „Chikko“, sem fékk hana til að smygla kókaíni frá S- Ameríku. Sagði að sér hefði verið hótað. „Eg er búin að fá minn dóm og vil fá að vera í friði,“ sagði Valdís Ósk Hauksdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en þar neitaði hún að kannast við mann á mynd, sem Kaupmannahafnarlögreglan sýndi henni. Myndin er af James Andrew Butcher frá Nigeríu og vildi Iögfræðingur Kaupmanna- hafnarlögreglunnar, Carsten Egeberg Christensen, að Valdís staðfesti að Butcher væri sá „Chikko“ sem hún hafði borið að hefði fengið sig til að smygla kókaíni frá S-Ameríku. Valdís Ósk kvaðst ekki kannast við neinn mann á þeim myndum sem henni voru sýndar. Christen- sen spurði Valdísi hvort rétt væri að hún hefði fengið boð um að vera ekki samvinnufús í málinu og sagði Valdís þá að hún hefði fengið skilaboð þess efnis að hún og fólk í kringum hana hefði verra af ef hún tjáði sig um þetta mál. Hún neitaði að svara til um hver hefði fært henni þessi skilaboð og bað Christensen um úrskurð dómara hvort Valdísi bæri skylda til að svara spurningunni. Eftir réttarhlé kvað dómarinn, Arnfríð- ur Einarsdóttir, upp þann úrskurð að Valdísi væri ekki skylt að svara til um þetta, því ekki væri útilok- að að svarið kynni að baka henni refsiábyrgð með einhverjum hætti. Augljóst var að Valdís hafði lít- inn áhuga á að veita Kaupmanna- hafnarlögreglunni Iiðsinni og þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði neitað beiðni um að koma til Kaupmannahafnar til að bera vitni sagði hún: „Ég er búin að fá minn dóm og vil fá að vera í friði“. Hún afplánar 8 ára dóm fyrir að smygla alls 4 kílóum af kókaíni frá Brasilíu og Uruguay. Christensen sagði í samtali við Dag að það skipti Iitlu máli að Valdís Ösk hefði ekki borið kennsl á Butcher. „Ég hef vitnis- burð svo margra annarra í málinu sem hafa bent á sakborninginn. Meðal þeirra eru nokkrir vinir Valdísar. En hún er höfuðvitni og vetjandi Butchers vildi fá hennar vitnisburð og því erum við hér. Áður en við komum hingað vissi ég að hún væri mjög reið yfir þeim þunga dómi sem hún fékk og ég var því ekki mjög bjartsýnn um að hún yrði samvinnuþýð," sagði Christensen, sem viður- kenndi aðspurður að Valdís Ósk hefði fengið mjög strangan dóm í Danmörku. — FÞG Fj árhagsáætlun rædd í lok janúar Fjárhagsáætlim ísa- fjarðarhæjar ekki til- húin fyrr en í næsta mánuði, en á lðgum samkvæmt að vera lokið í janúar. „Það var eldd byrjað að vinna að gerð fjárhagsáætlunar fyrir en um mánaðamótin nóvember-desem- ber sl. Það eru engar skýringar á þessum vinnubrögðum. Við fáum þetta sem slæman arf frá fyrri meirihluta," segir Kristinn Jón Jónsson, annar af tveimur starf- andi bæjarstjórum í ísafjarðarbæ. Á sama tíma og flest bæjarfélög eru að Ijúka gerð fjárhagsáætlana fyrir nýhafið ár, hefur fyrri um- ræða um fjárhagsáætlun Isafjarð- arbæjar eldd enn farið fram. Búist er að við að hún verði 22. janúar nk'. Það þýðir að Ijárhagsáætlun verður afgreidd í fyrsta lagi í byrj- un febrúar. Það er á skjön við sveitarstjórnarlög, sem kveða á um að gerð íjárhagsáætlana sé lokið áður en janúar er allur. Starfandi bæjarstjóri segir að þetta sé ekki í f)Tsta sinn sem þetta gerist. I fýrra hafi Ijárhagsá- ætlunin verið afgreidd frá bæjar- stjórn í byrjun febrúar. Þá réði ríkjum meiribluti sjálfstæðis- manna og krata. Sá meirihluti sprakk sl. vetur út af málefnum grunnskólans og við tók stjórn fé- lagshyggjuflokka og tveggja full- trúa sjálfstæðismanna úr fyrri meirihluta. Sökum þess hvað gerð fjárhags- áætlunar er komin skammt á veg vildi bæjarstjóri ekki tjá sig um af- komu bæjarsjóðs að öðru leyti en því að skuldirnar hafa aukist hátt í 100 milljónir króna. I fyrra námu skuldir bæjarsjóðs 500-600 milljónum króna. Þá er viðbúið að tekjurnar hafi minnkað og m.a. vegna 7 vikna verkfalls fisk- vinnslufólks sl. vor. - GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.