Dagur - 13.01.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.1998, Blaðsíða 7
ÞRIOJUDAGUR 1 3 .JANÚAR 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Samstarf á norðurslóðiun - samspil nýtingar og vemdar HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKIS- RÁÐHERRA SKRIFAR Spakur maður, erlendur, komst svo að orði fyrir löngu, að Island væri á mörkum hins byggilega heims. Oll vitum við raunar bet- ur en nokkur útlendingur að landið er harðbýlt, um Ieið og það er svo ægifagurt að ekkert fær rofið sterkar taugar okkar til þess. Framfarir á ótal sviðum hafa styrkt okkur í glímunni við hina óblíðu náttúru og þannig í ýmsu tilliti gert landið vænlegra til búsetu en nokkru sinni fyrr. Nú sem fyrr ræðst framtíðin af því að við stöndum hyggilega að málum og nýtum okkur margvis- lega möguleika sem auðlindir, þekking og hugvit bjóða upp á. Skynsamleg nýting auðlinda og umhverfisvernd á norðurslóðum er einn mikilvægasti lykillinn að þeirri framtíð. Norðurskautsráðið orðið að veruleika Til að stuðla að skynsamlegri þróun á hinu víðfeðma svæði norðurslóða tókum við íslend- ingar þátt í því fyrir rúmu ári að stofna Norðurskautsráðið. Að ráðinu standa ríkin sem með landssvæðum sínum og hafsvæð- um umlykja norðurpólinn og ná suður fyrir heimskautsbaug. Eru þetta allar norrænu þjóðirnar ásamt Kanadamönnum, Banda- ríkjamönnum og Rússum. Sam- tök inúíta, sama og fleiri hjara- búa skipa sérstakan sess í sam- starfinu. Þá er gert ráð fyrir áheyrnaraðild bæði ríkja utan svæðisins, samtaka ríkja eða þingmanna og áhugamannasam- taka sem talið er að geti Iagt mál- inu lið. Lok kalda stríðsins sköpuðu skilyrði til svo umfangsmikillar samvinnu. Fjölmargir landkönn- unar- og vísindaleiðangrar sem farnir voru á 19. og 20. öld hafa lagt góðan grundvöll vaxandi al- hliða rannsókna sem nú er byggt á, þ. á m. könnunarferðir Vestur- Íslendingsins dr. Vilhjálms Stef- ánssonar er varði nær áratug ævi sinnar á nyrstu slóðum og ritaði margar bækur um lífshætti þar. Umhverfisjnál í ðndvegi Oll málefni norðurslóða sem varða ríkin sameiginlega, að her- málum einum undanskildum, má taka til meðferðar í Norður- skautsráðinu. Þegar haft er í huga að starfssvæðið nær yfir nálægt 40 milljón ferkílómetra eða um áttunda hluta hnattarins verður strax ljóst að miklu getur skipt hvernig tekst til um þetta samstarf. Fyrst og fremst keppir ráðið að því að nýting auðlinda eigi sér stað án þess að náttúr- unni sé spillt, m.ö.o. að sjálf- bærri þróun. Þetta sldptir fáa jafnmiklu og okkur Islendinga svo háðir sem við erum auðlindum hafsins. Mengun sem þar ríkir eða þaðan berst getur einnig skaðað okkur stórlega. Aukin þekking á norð- ursvæðunum er loks vís til að leiða í ljós nýja möguleika sem fýsilegt kann að verða fyrir okkur að nýta, nýja starfsemi sem við kunnum að tengjast með ýmsum hætti og orðið getur til atvinnu- sköpunar fyrir íslensk byggðar- lög. Vaxandi nýting mikilla auð- Iinda norðurslóða leiðir augljós- lega af sér auknar siglingar og krefjast þjónustu. Þá má ætla að skemmtisiglingar með ferða- menn og viðkomur þeirra hér- lendis verði sífelt tíðari. — Hag- kvæm lega lands okkar getur því haft mikla þýðingu og að sama skapi brýnt að við séum vakandi um að hagnýta slíka möguleika. Samstarfsvettvangur átta ríkja Norðurskautsráðið er vettvangur þar sem komið verður saman til að meta ástandið og stöðuna á hinum ýmsu sviðum og leggja á ráðin um sameiginlegar aðgerðir er varða vernd og nýtingu norð- urslóða. Þátttökuríkin munu samræma starfsemi sína og efna til samstarfsverkefna eftir því sem þörf krefur og þau ná sam- komulagi um. Ráðið byggist á stofnyfirlýs- ingu sem undirrituð var af full- trúum ríkjanna átta í Ottawa hinn 19. september 1996. Það er mikilvægur samstarfsvettvangur en ekki alþjóðastofnun. For- inennsku ráðsins gegna aðildar- ríkin til skiptis tvö ár í senn. Leggur formennskuríkið ráðinu til aðalskrifstofu á sínu tímabili. Kanadamenn voru kjörnir til að taka þetta hlutverk að sér fyrstir enda höfðu þeir barist ötullegast fyrir stofnun ráðsins. Lýkur for- mennsku þeirra næsta haust þegar ráðherrar ríkja Norður- skautsráðsins koma saman í fyrsta skipti frá því að ráðið var stofnað, en gert er ráð fyrir fund- um þeirra á 2ja ára fresti. Emb- ættismenn hittast þess á milli svo og vísindahópar sem sinna einstökum starfsþáttum. Minnsta mengunin á noröur- skautssvæðunum A miðju sl. ári tók Norðurskauts- ráðið við víðtækum verkefnum á sviði umhverfisverndar sem unn- ið hefur verið að í umsjá um- hverfisráðherra aðildarríkjanna síðan árið 1991. Einn merkasti afraksturinn af því starfi er skýrsla um heildarkönnun og - mat á umhverfisástandinu á norðurslóðum. Lá hún fyrir á lokafundi umhverfisráðherranna í júní sl. Niðurstöðurnar fela í sér staðfestingu á að norður- skautssvæðin eru meðal hinna minnst menguðu á jarðarkúl- unni. Engu að síður er við staðbund- in vandamál að glíma sem ráðast Á Akiireyri er nú mið- stöð fyrir starf vís- indahópsms sem fjallar um vemd dýra og gróðurs á norður- hjara. Jafnframt höf- um við boðist til að sinna skrifstofuþörf- um þess hópsins sem einbeitir sér að vemdun hafsvæða norðurslóða enda stendur það starf okkur nærri. þarf gegn eins og geislavirkum úrgangi sem sovéski herinn kastaði í sjó árum saman af miklu ábyrgðarleysi. Ihugunar- vert er að sú mengun sem fyrir- finnst á norðlægum slóðum hef- ur að verulegu Ieyti borist þang- að frá fjarlægum ríkjum. Þetta undirstrikar hið alþjóðlega eðli umhverfisvandamálanna og nauðsyn hnattrænnar samstöðu í viðleitninni til að hindra að mengun spilli lífi manna, dýra og jurta. 1 samræmi við þetta var þegar brugðist við og niðurstöður könnunarinnar kynntar m.a. á aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. sumar. Nýlega voru formenn allra Ijögurra vfsinda- hópa Norðurskautsráðsins kvaddir saman til vinnu um mót- un frekari aðgerða gegn mengun sem könnunin varjiaði ljósi á. Vemdun hafslns Af einstökum málum sem verða nú á starfsskrá ráðsins og vís- indahópanna má nefna áfram- haldandi söfnun upplýsinga um þróun mengunar á norðurslóð- um og áhrif mengandi efna á heilsufar. Einnig er fylgst með breytingum af völdum útljólu- blárrar geislunar og loftlags- breytinga. Stefnt er að því að áætlun um aðgerðir til verndunar hafsins gegn mengun frá Iandi verði endanlega afgreidd á ráðsfund- inum næsta haust. Skipulagning kerfis til söfnunar upplýsinga um sjóflutninga á norðurhöfum heldur áfram, jafnframt því sem vonast er til að Alþjóðasiglinga- málastofnunin ljúki leiðbeining- um fyrir skip sem sigla um nyrstu höf. Leiðbeiningar um olíu- og gasvinnslu á sjó liggja fyrir sem ávöxtur fyrra starfs og einnig er við að styðjast leiðbein- ingar um aðgerðir til að fyrir- byggja og draga úr afleiðingum umhverfisslysa. Áætlun um að- gerðir til að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika á norðurhjara er í undirbúningi. Einnig frekari af- mörkun norðlægra svæða sem þarnast sérstakrar verndar. Skerfux íslands mjkilvægur Anægjulegt er að Island hefur þegar lagt fram verulegan skerf til þess samstarfs sem nú fer fram undir merkjum Norður- skautsráðsins. Við studdum dyggilega stofnun ráðsins og höf- um lagt okkur fram um að þoka áfram þeirri vinnu sem fylgt hef- ur í kjölfarið til að ieggja frekari grunn að framtíðarstarfi þess. Við höfum tekið \irkan þátt í starfi 3ja af Ijórum \isindahóp- um ráðsins og gegnt formennsku eins þeirra. A Akureyri er nú miðstöð fyrir starf vísindahópsins sem fjallar um vernd dýra og gróðurs á norðurhjara. Jafnframt höfum við boðist til að sinna skrifstofu- þörfum þess hópsins sem ein- beitir sér að verndun hafsvæða norðurslóða enda stendur það starf okkur nærri. Fleira mætti nefna af því sem vísindamenn okkar og stjórnvöld hafa lagt fram til þessa mikilvæga sam- starfs. I tengslum við þátttöku okkar í Norðurskautsráðinu standa ut- anríkisráðuneytið og Sögustofn- un Háskóla Islands sameiginlega að því að haldin verður hérlend- is í júní n.k. Alþjóðaráðstefna um sögu norðurslóða. Þar verður sérstaklega fjallað um þróun Iandbúnaðar, stjórnarfars og menningarsamskipta í norðri, auk fyrirlestra um mörg önnur efni. Hefur þetta áform fallið í frjóan jarðveg og hafa yfir 40 er- Iendir vísinda- og fræðimenn Iát- ið í ljós áhuga á að flytja erindi á ráðstefnunni — auk töluvert á annan tug íslenskra. Er þetta í fyrsta skipti sem efnt er til svo umfangsmikillar ráðstefnu um sögu norðurslóða. Mikilvægt þrátt fyrir íáinenni Enda þótt hið norðlæga svæði sem starfsemi Norðurskauts- ráðsins nær til sé svo víðáttumik- ið sem raun ber \itni eru íbúar þar ekki taldir vera fleiri en um 10 milljónir, þar af rúmlega sex milljónir í evrópska hlutanum. Þrjá íbúa norðurslóða af hverj- um 4 er að finna í nyrstu héruð- um Rússlands enda eru innan Iandamæra þess sjö af einungis níu borgum norðurslóða sem náð hafa verulegri stærð. Hinar tvær eru Reykjavík og Anchorage í Alaska. Þessi takmarkaði fbúa- fjöldi endurspeglar vissulega hve harðbýlt er á þessum slóðum. En hann breytir harla litlu um hve mikilvægt er að mönnum farnist vel stjórnun málefna svæðisins. Ekki verður horft framhjá þ\4 að svæðið skiptir einnig máli fyrir aðra íbúa þeirra ríkja er standa að Norðurskauts- ráðinu, sumra mjög fjölmennra — og Ijölda fólks langtum víðar um heim sem neytir og nýtur fæðu og annarra gæða er þaðan koma. Það er ekki síst af þessum ástæðum sem vaxandi áhugi er fyrir samvinnu um málefni norð- urslóða. Það er eindregin von mín — og hagsmunir lands okk- ar — að samstarfið haldi áfram að eflast og Norðurskautsráðið að styTkjast í sessi. Við þurfum að leggja okkur fram um að ár- angur náist á þessum vettvangi og nýta þau tækifæri sem þetta samstarf býður upp á til að bæta hag okkar og þeirra þjóða sem starf ráðsins snertir. Þá má ætla að skemmtisiglingar með ferðamenn og viðkomur þeirra hérlendis verði sífellt tíðari. - Hagkvæm lega lands okkar getur þvi haft mikla þýðingu og að sama skapi brýnt að við séum vakandi um að hagnýta slíka möguleika, “ segir Halldór Ás- grímsson m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.