Dagur - 13.01.1998, Side 13
l’RIDJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 - 13
ÍÞRÓTTIR
Þruiminevgur Þórð-
ar tryggði ÍA titilmn
Kampakátir fyrirlidar BreiðabHks og Akraness sem hömpuðu um helgina
íslandsmeistaratitlum i innanhússknattspyrnu 1998. - mynd: bg
Akranes og Breiðablik tryggðu sér
Islandsmeistaratitilinn í innan-
hússknattspyrnu um síðustu helgi
eftir spennandi úrslitaleiki í
Laugardalshöll á sunnudaginn.
Keflvikingar, sem tættu í sig
KR-inga í síðari hálfleiknum í
undanúrslitunum og unnu 5:2
sigur, byrjuðu úrslitaleikinn vel.
Gunnar Oddsson skoraði fyrsta
markið á fjrstu mínútu, en eftir
það má segja að Skagamenn hafi
ráðið ferðinni. Þeim gekk þó illa
að koma knettinum framhjá
Bjarka Guðmundssyni og það var
ekki fyrr en undir lok hefðbund-
ins leiktíma að Jóhannes Karl
Guðjónsson stýrði knettinum í
markið af stuttu færi. Þórður
Þórðarson, markvörður ÍA,
tryggði síðan liði sínu titilinn í
framlengingu þegar þrumuskot
hans rataði út við stöng.
„Keflvíkingarnir spiluðu mjög
góða vörn og markvörður þeirra
varði vel og í raun vorum við
heppnir að vinna í lokin. Mér
fannst leikurinn gegn Þrótti, sem
voru með eitt allra besta liðið í
keppninni, sitja í okkur, en við
notuðum hópinn okkar vel og
stóðum uppi sem sigurvegarar,"
sagði Steinar Adolfsson, fyrirliði
Skagamanna.
Sá þriðji í röð hjá Blikiun
KR-ingar voru heldur beittari en
Breiðablik, í daufum úrslitaleik í
meistaraflokki kvenna. Segja má
að þáttaskil hafi orðið í leiknum á
lokasekúndum fyrri hálfleiks,
þegar Sigríður Pálsdóttir, mark-
vörður þeirra, fékk að líta rauða
spjaldið fyrir að handleika knött-
inn utan teigs. Edda Garðars-
dóttir tók stöðu hennar og þó hún
verði ekki sökuð um mörkin, þá
var ekki sama öryggi yfir leik KR-
inga í síðari hálfleiknum. Margrét
Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið
f)rir Blika, en Edda markvörður
jafnaði metin um hæl. Margrét
var síðan aftur á ferðinni stuttu
fyrir leikslok og það er ljóst að
bikarinn verður áfram í Kópavogi,
þar sem hann hefur verið sl. tvö
ár. „Þetta var tvímælalaust okkar
erfiðasti leikur í mótinu og það
mátti finna fyrir því að bæði liðin
voru stressuð," sagði Margrét
Ólafsdóttir, markaskorari
Blikanna.
Giggs sá um Spurs
Manchester United
heldur áfram sigur-
göngu sinni á Old
Trafford. Redknapp
skoraði bæði mörk
Liverpool og Ruud
Gullit skellti sér inn
á á móti Coventry í
enska boltanum um
helgina.
Ryan Giggs skoraði bæði mörk
United í frekar öruggum sigri á
Tottenham á laugardag. United
hefur þægilegt forskot í efsta
sæti deildarinnar og eru speking-
ar á Englandi allir sammála um
það að fátt getur komið í veg fyr-
ir að enn einn meistaratitill fari á
Old Trafford. Nicola Berti spil-
aði sinn fyrsta leik fyrir Spurs og
átti hann ágætan Ieik og kemur
til með að styrkja slaka miðju
liðsins.
Redknapp meö tvö
Jamie Redknapp sá um
Wimbledon með tveimur bomb-
um í síðari hálfleik. Þetta er í
annað sinn í 14 leikjum þessara
liða sem Liverpool sigrar en út-
litið var ekki bjart framan af.
Robbie Fovvler átti afleitan leik
og várðist sjálfstraust þessa frá-
bæra sóknarmanns vera á lægsta
stigi þessa dagana.
Chelsea liðið fór ekki í gang
gegn Coventry fyi r en stjóri liðs-
ins, Ruud Gullit, skipti sér inn á
á 59. mín. Chelsea, sem er í
harðri baráttu við að halda í við
United, var lengst af undir í
leiknum þar til táningurinn
Nicholls skoraði tvívegis á 5
mínútna kafla í síðari hálfleik.
Gianfranco Zola og Mark Hugh-
es byrjuðu Ieikinn í framlínu
Chelsea en áttu báðir arfaslakan
dag og var þeim báðum skipt út
af snemma í síðari hálfleik.
George Graham, stjóri Leeds
mætti aftur á gamlar slóðir þegar
liðið heimsótti Highbury um
helgina. Það er óhætt að segja að
Marc Overmars hafi reddað sínu
liði, hann skoraði bæði mörk
liðsins og var Iangbestur í frekar
daufu liði Arsenal.
Derby kom í veg fyrir að Black-
burn næði öðru sæti deildarinn-
ar á sunnudaginn með góðum
3:1 sigri á heimavelli. Dean
Sturridge var frábær í framlínu
Derby og áttu þeir sigurinn skil-
inn. Þetta þýðir að Man. Utd. er
komið með sjö stiga forskot í
deildinni.
Harmasaga Newcastle heldur
áfram og liðið á í miklum erfið-
Ieikum með að skora. Liðið tap-
aði fyrir Sheffield Wednesday
um helgina og var það Norðmað-
urinn Petter Rudi í Iiði Wednes-
day sem átti frábæran dag.
Kenny Daglish, stjóri Newcastle,
getur ekki beðið þangað til fram-
herjar liðsins, Alan Shearer, og
Faustino Asprilla, byrja að spila
með liðinu á ný.
West Ham tók nýliða Barnsley
í kennslustund í markaskorun og
þegar yfir lauk höfðu heima-
menn skorað sex mörk en gest-
irnir ekkert. Lið West Ham hef-
ur einungis tapað einum Ieik á
heimavelli í vetur og Barnsiey
einungis unnið einn útileik og
því komu þessi úrslit ekki á
óvart. Dvöl Barnsiey í elstu deild
mun sennilega enda eftir þetta
eina ár og svo gæti farið að liðin
tvö, C. Palace og Bolton sem
fylgdu Iiðinu upp, fylgi liðinu
einnig niður. Bolton gerði
markalaust jafntefli gegn Sout-
hampton á heimavelli og voru
leikmenn gestanna 10 frá því á
30. mínútu er Francis Benali
fékk að Iíta rauða spjaldið. C.
Palace tapaði á heimavelli fyrir
Everton og hefur Palace liðið
enn ekki sigrað á heimavelli á
þessu tímabili.
Úrslit leikja
Derby-Blackburn 3:1
- Sturridge 14. 40, Wanchope 87 - Sutton 86
Man.Utd-Tottenham 2:0
- Giggs 44, 68
Arsenal-Leeds 2:1
- Overmars 60, 72 - Hasselbaink 69
Aston Villa-Leicester 1:1
- Joachim 86 - Parker vsp. 53
Bolton-Southampton 0:0
C. Palace-Everton 1:3
- Dyer vsp.17 - Barmby 3, Ferguson 12,
Madar 34
Liverpool-Wimbledon 2:0
- Redknapp 71, 84
Sheff.Wed-Newcastle 2:1
- DiCanio 1. Newsome 51 - Tomasson 20
Chelsea-Coventry 3:1
- Nicholls 65,70, di Matteo 78 - Telfer 30
Staða efstu liða:
Man. United 22 15 4 3 51:16 49
Chelsea 22 13 3 6 49:22 42
Blackhurn 22 11 8 3 39:24 41
Liverpool 21 12 4 5 38:19 40
Arsenal 21 10 7 4 37:24 37
Derby 22 10 5 7 37:29 35
Leeds 22 10 5 7 31:25 35
West Ham 22 11 1 10 34:32 34
Leicester 22 7 8 7 26:22 29
Aston Villa 22 7 6 9 26:28 27
Newcastle ' 21 7 5 9 22:27 26
Sheff. Wed. 22 7 5 10 34:45 26
Southampton 22 7 4 11 25:30 25
Wimbledon 21 6 6 9 21:26 24
Everton 22 6 5 11 23:32 23
Coventry 22 5 8 9 21:31 23
Crystal Pal. 22 5 8 9 21:31 23
Bolton 22 4 10 8 19:33 22
Tottenham 22 5 5 12 19:39 20
Barnsley 22 5 3 14 19:57 18
A
is&J
Kópavogsbær
Gjábakki
Staða móttökuritara, 75%, í Félagsheimili eldri borgara
Gjábakka er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst. Góð almenn menntun og færni í
mannlegum samskiptum áskilin.
Umsóknum skal skilað í afgreiðslu félagsmálastofnunar
Kópavogs, þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi,
fyrir 19. janúar nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Gjábakka í síma 554 3400.
Starfsmannastjóri.
A
Kópavogsbær
Lausar stöður við leikskóla
Laus er 75% staða í leikskólanum Arnarsmára v/Arnar-
smára, síðdegis. Staðan er að hluta til vegna stuðnings.
Óskað er eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða öðrum
uppeldismenntuðum starfsmanni.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Brynja Björk Kristjánsdóttir,
í síma 564 5380.
Einnig eru lausar tvær heilar stöður leikskólakennara í Kópa-
hvoli v/Bjarnhólastíg, tímabundið vegna barnsburðarleyfa.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Magga Hrönn Árnadóttir, í
síma 554 0120.
Einnig gefur leikskólafulltrúi upplýsingar í síma 5541988.
Starfsmannastjóri.
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. janúar 1998 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991 - 24. útdráttur
3. flokki 1991 - 21. útdráttur
1. flokki 1992 - 20. útdráttur
2. flokki 1992 - 19. útdráttur
1. flokki 1993 - 15. útdráttur
3. flokki 1993 - 13. útdráttur
1. flokki 1994- 12. útdráttur
1. flokki 1995 - 9. útdráttur
1. flokki 1996 - 6. útdráttur
2. flokki 1996 - 6. útdráttur
3. flokki 1996 - 6. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu,
þriðjudaginn 13. janúar.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja
frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á
Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKiSINS
LJ HÚSBRÉFA0EI10 • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900