Dagur - 16.01.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 16.01.1998, Blaðsíða 13
 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 - 13 GOLF L Sameining rædd í Mosfellsbænum Að frumkvæði bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ hafa forráðamenn golfklúbbanna þar, Golklúbbsins Kjalar og Bakkakots, átt í við- ræðum um sameiningu klúbb- anna. Nefndir á vegum klúbb- anna hafa ræðst við og kynnt kosti og galla við sameiningu. I fréttabréfi sem Kjölur dreifði á meðal félagsmanna sinna er vís- að í erindi klúbbanna til Iþrótta- og tómstundaráðs bæjarins, þar sem þess er farið á leit að bær- inn muni, ef til sameiningar komi, létta undir klúbbunum við Tiger Woods er búinn að endur- heimta sæmdarheitið besti kylfingur heims, eftir að hann komst uppfyrir Greg Norman, sem setið hefur í toppsætinu síð- ustu Ijóra mánuði. Woods varð í 2.-3. sæti á Mercedes boðsmót- inu, fyrsta móti ársins á bandar- ísku PGA-mótaröðinni og það fleytti honum upp um eitt sæti. Athygli vekur að fimm Banda- ríkjamenn eru á listanum en að- eins einn Evrópubúi er á meðal þeirra tíu efstu, Skotinn Colin Montgomerie, sigursælasti kylfingurinn á evrópsku móta- röðinni undanfarin fimm ár. Styrkleikalistinn er unnin úr úr- þá framkvæmd auk þess sem meðal annars er farið fram á að hinn nýi klúbbur njóti samsvar- andi rekstrarstyrkja frá bænum, eins og ldúbbar nágrannasveitar- félaganna njóta, í Reykjavfk, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópa- vogi. Vilja fá hluta af veHinnm Samkvæmt fréttabréfi Kjalar þá ásælast bæjaryfirvöld 4. og 5. holu Hlíðarvallarins, sem þau vilja fá undir malarnám, íyrir byggingarland sem liggur við slitum sl. tveggja ára, þar sem nýrri mót vega þyngra en þau eldri í stigagjöfinni. Styrkleikalistiim er nú þanuig: 1. Tiger Woods (Bandar.) 11.00 2. Greg Norman (Ástralíu) 10.74 3. Ernie EIs (S. Afríku) 10.07 4. Nick Price (Zimbabwe) 9.91 5. Phil Mickelson (Bandar.) 9.69 6. Davis Love III (Bandar.) 9.44 7. Colin Montgomerie (Skotl.) 9.33 8. „Jumbo“ Oxaki Qapan) 8.05 9. Mark O’Meara (Bandar.) 8.00 10. Tom Lehman (Bandar.) 7.85 hlið 5. brautarinnar. Fulltrúi bæjarins hefur boðið kylfingun- um land fyrir ofan þriðju braut- ina sem Iiggur í átt að Vestur- landsvegi, en lítill áhugi mun vera fyrir því landi hjá kylfingun- um, auk þess sem hætt væri við að raskið sem framkvæmdunum fylgdi myndi fæla menn frá klúbbnum. Ekkert hefur verið afráðið, en forráðamenn Kjalar munu á næstunni ræða við land- eigendur á Blikastöðum um leigu á skika fyrir tvær golfbraut- ir. Opnað eftir helgi Nú styttist í að hin nýja æf- ingamiðstöð Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfsstöð- um verði tekin í gagnið. Unnið hefur verið að því að setja upp hina nýju að- stöðu á undan- förnum dögum og að sögn Sig- urðar Péturssonar, golfkennara hjá GR, mun því verki ljúka Iík- lega um helgina eða strax eftir helgi. Um er að ræða rúmlega 600 fermetra aðstöðu, þar sem hægt verður að slá í net, pútta og reyna sig í golfhermi. Birgir Leifur fékk írlandsferð Birgir Leifur Hafþórsson sigraði á íyrsta Stórmóti Golfheims og Samvinnuferða Landsýnar í pútti, sem haldið var í Golf- heimi um áramótin. Birgir Leif- ur lék 36 holurnar á 57 höggum, Ingi R. Gíslason úr GL varð annar á 60 og Gunnar Hjartar- son varð þriðji á 63 höggum. Birgir Leifur hreppti ferð til ír- lands að launum, en þeir Ingi og Gunnar fengu gjafabréf hjá Kaffi Óperu. Nýjar Bertur Stærsti golfvöruframleiðandi heims, Callaway golf, mun koma með nýja línu af járnakylf- um á markaðinn í næstu viku. Nýju járnin heita Big Bertha X- 12 og eiga að sögn framleiðand- ans að gefa kylfingum meiri til- finningu fyrir höggum og fyrir- gefa meira en forveri þeirra. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er kominn í efsta sætið á styrkleikalistanum og óvíst er hvort hann sleppir því sæti í bráð. Tiger Woods á ný í toppsætinu Hattur sem hjálpartæki! Það hefur aldrei verið hörgull á hjálpartækjum fyrir kylfinga sem vilja fækka höggunum á golfvell- inum. Ein af frumlegri nýjung- unum hlýtur að teljast barðastór hattur, ekki ósvipaður þeim sem Greg Norman er þekktur fyrir að bera á hausnum og hönnuður- inn sem er ástralskur, eins og Norman, heldur því fram að hann muni bæta sveifluna. Það sem er sérstakt við hatt- inn, er að hann er þyngdur með blývírum. Aukaþyngdin á að gera það að verkum að kylfingar hreyfi höfuðið mun minna í sveiflunni og þar af Ieiðandi ætti að vera minni hætta á að aðrir líkamshlutar fylgi í kjölfarið. Hvort þessi uppfinning á eftir að laga forgjöfina hjá einhverjum kylfingum, skal ósagt látið, en hugmyndin sem liggur að baki er óneitanlega nokkuð snjöll. ÁRNESINGAR Almennir og árlegir fundir Alþingismennirnir Guðni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason boða til funda á eftirtöldum stöðum: Þjórsárveri mánudag 19. jan. kl. 21.00 Aratungu miðvikudag 21. jan. kl. 21.00 Borg fimmtudag 22. jan. kl. 21.00 Fundi að Flúðum frestað. Fundarboðendur. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50 c eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudaginn 23. janúar 1998. Kjörstjórn Iðju. Verktakar, smiðir, bitvélavirkjar, píparar, rafvirkjar, málarar, verslunarmenn... Kynnið ykkur tilboð okkar á raðauglýsingum. - ÞÆR SKILA ÁRANGRI - TILB0Ð Á SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING ENDURBIRTING 800 KR. 400 KR. Sími auglýsingadeildar er 460 6100 Fax auglysingadeildar er 460 6161

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.