Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 6

Dagur - 17.01.1998, Qupperneq 6
6-LAUGARDAGUB 17.JANÚAR 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 A60 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur,is 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVfK) ---- Ástir sam- lyitdra hjóna Sérkeniuleg stjómsýsla í fyrsta lagi Samgöngunefnd Alþingis er nýkomin frá Brussel þar sem hún var að kynna sér reglur og framgang símamála innan Evrópsusam- bandsins. Slíkt er í sjálfu sér gott mál. Það er mikilvægt að stjórn- málamenn kunni þokkaleg skil á því alþjóðlega umhverfi sem um- lykur þá málaflokka sem þeir þurfa og eiga að fjalla um. Það sem vekur athygli við þessa kynnisferð er hvernig að henni er staðið. Augljóslega töldu samgöngunefndarmenn sig vera að fara út í boði samgönguráðuneytisins og það væri ráðuneytið sem borgaði fyrir þessar ferðir, enda kom boðið þaðan. Nú er komið í Ijós að það voru hlutafélögin Landsíminn hf. og Islandspóstur hf. sem deildu með sér kostnaðinum af þessari ferð. í öðru lagi Að láta hlutafélög úti í bæ, fyrirtæki sem standa frammi fyrir harðri og óvæginni samkeppni á ýmsum sviðum, borga fyrir náms- og kynnisferðir alþingismanna út í heim er fullkomlega óeðlilegt fyrirkomulag. Það skiptir engu máli í þessu sambandi þótt bæði félögin séu að öllu leyti í eigu ríkisins. Það er verið að breyta fyrirkomulaginu og innleiða samkeppni á þessum sviðum og yfirlýsingar liggja fyrir um að selja eigi hlutabréf í fyrirtækjun- um. Gagnvart Alþingi, sjálfum löggjafanum, orkar það líka mjög tvímælis að þiggja boðsferðir fyrirtækja með þessum hætti. Trú- verðugleiki þingsins sem aðila sem stendur utan og ofan við dag- lega samkeppni í viðskiptalífinu er í húfi. í þriðja lagi Þao er þó ekki ástæða til að ætla að þessi tiltekna ferð muni skip- ta sköpum fyrir afstöðu samgöngunefndar, t.d. til þeirra fyrir- tækja sem slást við Landsímann á símamarkaði, enda virðist nefndin hafa talið sig hafa farið út á vegum ráðuneytisins. Það sem vekur furðu er að ráðuneytið skuli ekki hafa talið þetta fyrir- komulag óeðlilegt, eða upplýst þingmenn um að það væri Land- síminn hf., símafyrirtæki í samkeppni á innlendum markaði, sem kostaði kynningarferð þeirra. Spyrja má hvað yrði næst ef þetta væri hin almenna regla? Að heilbrigðisráðherra byði heilbrigðis- nefnd á námskeið í tannvernd og pakkinn væri kostaður af Coca Cola?!! Þetta er einfaldlega fráleit stjórnsýsla. Það skeflir þó mest, ad trún sti'ngur ekkert sérstakl’ega í stúf við öll þau óvæntu sirkusatriði sem þjóðin hefur fylgst með í stjórnsýslu sam- gönguráðuneytisins síðustu dagana. Birgir Guðmundsson. l; Garri hefur skemmt sér kon- unglega yfir raunum sjálfstæð- ismanna við val á fulltrúum í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokk- urinn er búinn að gefa út yfir- lýsingar á yfirlýsingar ofan um veikleika og vantraust á ein- staka frambjóðendur. Umræð- an um Guðrúnu Péturs í átt- unda sætið hefur veikt bæði Árna Sigfússon og Kjartan Magnússon sem frambjóðend- Þrír slappir, einn sterkur Svo tókst kjörnefnd að segja borgarbúum að Guðlaugur Þór sé slappur með því að bjóða Eyþóri Arnalds sætið hans. Imynd Iist- ans er því: Þrír slappir borgarfulltrúar og einn sterkur varaborgarfulltrúi. Hinir eru svo náttúrlega núll og nix. Vinnubrögð og framganga Sjálfstæðisflokksins í fram- boðsmálum eru hvalreki á fjör- ur Garra sem er áhugamaður um ímyndarfræði, og sérstakur áhugamaður um skólabókar- dæmi í klúðri. Sá fjölfræðingur og mann- lífsspekúlant sem Garri hefur orðið á langri og gífturríkri ævi krefst þess auðvitað að rýnt sé í framtíðina og sálarlíf aðalper- sóna skoðað ofan í kjölinn. Þannig hefur Garra alltaf fundist Guðrún Pétursdóttir vera einlæg félagshyggjukona sem af virðingu og væntum- þykju við fjölskyldu sína hefur aldrei komið út úr sk^nruim. Eiginmaður hennar, sá skarp- Ólafur Hannibalsson. skyggni þjóðfélagsrýnir Ólafur Hannibalsson er hins vegar vinstrimaður að ætt og upplagi sem meðfædd kerskni hefur gert að sjálfstæðismanni. Ole den ogsaa niende Svona Ieita nú andstæðurnar hverja aðra uppi. Garra finnst mikill fengur í pólitískri þátt- töku þeirra, en verður að játa að honum finnst að alla jafna eigi fó.Ik að vera í þeim póli- tísku samtökum sem passa skoðunum þeir- ra. Garri fagnar þvi þeirri umræðu sem hann hefur heyrt hjá Reykjavíkurlistanum að þar á bæ séu menn al- varlega að huga að því að bjóða Ólafi Hannibalssyni 9. sætið á lista sínum. Þetta er bráðsnjöll tillaga og ekki að efa að Ólafur yrði listanum mikill styrkur, enda pólitísk skynsemi runnin honum í merg og bein. Nú kynnu einhverjir að hugsa að slíkt kynni að hafa al- varlegar afleiðingar fyrir ágætt hjónaband þeirra Guðrúnar. Því er til að svara að Guðrún Pétursdóttir er mikil vinkona Ingibjargar Sólrúnar og myndi því ekki slá hendinni á móti því að vita af manni sínum í góð- um félagsskap. Hún hefur Iíka sagt að fólk getið verið góðir vinir þótt það sé ekki samstíga í pólitík. Setjist Ólafur í 9. sæti Reykjavíkurlistans myndi það engu breyta um ást Gunnu á Ó.la .né ÓU> já £ííut.>au x;áUR' ELIAS SNÆLAND JÓNSSON ritstjóri skrifar í fótspor Jónasar Það fer ekki framhjá nokkrum manni að formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson for- sætisráðherra, fagnar fimmtugs- afmæli í dag. Síðdegis bjóða sjálfstæðismenn þjóðinni í Perlu Davíðs til að óska afmælisbarn- inu til hamingju, og í kvöld er efnt til mikillar veislu á sama stað fyrir boðsgesti. Gefin er út hátt í þúsund blaðsíðna bók Davíð til heiðurs. Og fjölmiðl- arnir - þar á meðal Dagur - minnast þessara tímamóta í lífi þjóðarleiðtogans með margvís- íegri umfjöllun. Allt þetta húllumhæ er auðvit- að staðfesting þess hversu traustlega Davíð Oddsson hefur fest sig í sessi sem stjórnmála- maður. Hann hefur náð að sýna sig í verki sem hinn sterki foringi sem leiðir í stað þess að Iáta leiða sig. Flokksmenn sýna hon- um mikla hollustu, enda er hann þar kóngur í ríki sfnu. Kóngurinn 1935 Það er ekki oft sem haldið hefur verið upp á fimmtugsafmæli stjórnmálaforingja með slíkum glæsibrag. Líklega þarf að fara alla leið aftur til árs- ins 1935 til að finna eitthvað sambærilegt. Á því ári varð áhrifamesti og um- deildasti stjórnmála- maður þjóðarinnar fimmtugur. Jónas Jónsson frá Hriflu. ' Hann var að vísu ekki forsætisráðherra, reyndar ekki einu sinni „venjulegur“ ráðherra, en réði þrátt fyrir það meiru um stjórn landsins en nokkur annar - að ráðherrunum með- töldum. Hann þurfti nefnilega ekki titla til að fara sjnu fram á stjórnarheimilinu. Á þessum árum var hann kóngurinn í ís- Hún Jónas Jónsson frá Hriflu. lenskum stjórnmálum. Samherjar hans efndu til mik- illar afmælisveislu 1. maí árið 1935 til að heiðra foringjann. haldin á Hótel Borg sem þá var helsta veisluhús bæjarins. Þar var Jónas frá Hriflu hylltur sem aldrei fyrr. Haldnar voru fjölmargar ræð- ur honum til heiðurs þar sem afrek hans á flestum sviðum þjóð- lífsins voru rakin - en hann hafði þá sem kunnugt er haft úrslitaáhrif á íslensk stjórnmál og aðgerð- ir þings og ríkis- stjórnar um árabil. Þessar ræður voru seinna gefnar út í bók. Ólík endalok? En þótt Jónas og Davíð eigi það sameiginlegt að vera sterkir leið- togar, og báðir hafi þeir beitt sér fyrir eftirminnilegum húsbygg- ingum í höfuðborginni, eru þeir að flestu öðru leyti ólíkrar gerð- ar. Vafalaust munu flestir lika spá því að pólitískum ferli þeirra muni ekki ljúka með svipuðum hætti. Nokkrum árum eftir að flokksmenn Jónasar mærðu hann í ræðu og riti í tilefni fimmtugsafmælisins vörpuðu þeir honum á dyr. Eins og nú er umhorfs í Sjálfstæðisflokknum er ekki sjáanlegur neinn sá mað- ur sem hefur burði til að stugga við flokksformanninum. Hann er því traustur í sessi. En auðvitað á aldrei að segja aldrei þegar stjórnmálin eru ann- ars vegar. Eins og Harold Wilson forsætisráðherra Breta sagði eitt sinn: Vika er langur tími í pólitík. Þar getur allt gerst. Ætlarþú í fimmtugsaf- mæli Davíðs Oddssonar? Hermann Gunnarsson útvarpsmadur á Bylgjutmi. Eg er ekki viss um hvort ég hef tíma til þess, heilsurækt- in gengur f}TÍr. En ef heilsa ég uppá snillinginn. I af- mælisgjöf myndi ég gefa honum árskort í Ræktinni, líkamsræktar- stöðinni í gamla Isbjarnarhúsinu vestur á Nesi. Hann hefði gott af því að púla þar með mér á morgn- ana og Bubbanum, þessum sem syngur, - en ekki þeim sem hann lék sjálfur hér um árið. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastj. Vinnuveitendasam- bands íslands. Já, það ætla ég að gera og held að þetta geti orðið skemmtileg stund. Á fastlega von á því að hitta þar margt gott fólk. Afmælisgjöf? Það er nú þannig með afmælisgjafir að þær eiga að koma á óvart þan- nig að ég vil ekkert segja hvað ég færi honum. Katrín Fjeldsted heilsugæslulæknir og Jv. borgarjiditrúi. Já, er þetta ekki afmæli aldarinnar og enginn nr .maðiy- með mönn- um nema hann haldi uppá dag- inn með Davíð. Ég óska honum innilega til hamingju og Iangra og ánægjulegra lífdaga. I afmælisgjöf myndi ég gefa hon- um einhverja skemmtilega bók, hann kann að meta góðan texta og getur skrifað hann sjálfur - einsog sjá má í nýútkomnu smá- sagnasafni hans. Sr. Hjálmar Jónsson prestur og þingmaður Sjálfstædisflokks. „Við mætnmst í mdlefnum brýmim, en mannlegum þóttum ei týnum. I afmæliðfer, þar óskirfram ber ogfagna með foringja mínum. Til Perlunnar stika ú stokknum og stend beinn að ræðunum loknum. Fimmtíu úr eru framundan kldr hjá leiðtoga lifsins iflokknum."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.