Dagur - 24.01.1998, Page 1
Laugardagur 24.janúar 1998
81. og 82. árgangur - 16. tölublað
Verð í lausasölu 200 kr.
Arkitektar æflr
út af Leifsstöð
Stækkun Leifsstöðvar
og endurbætur á
Stjómarráðinu fóm út-
boðslaust til Garðars
Halldórssonar, fyrrum
húsameistara.
Mikil óánægja er innan arkitekta-
stéttarinnar með skort á útboðum
og samkeppni vegna opinberra
framkvæmda. Arkitektar eru ekki
síst óánægðir með að verkefni
hins niðurlagða Húsameistara rík-
isins hafi í litlum mæli ratað út á
hinn frjálsa markað, heldur hafi
nokkrir „feitustu bitarnir" lent hjá
Garðari Halldórssyni, fyrrum
húsameistara.
Arkitektar sem Dagur ræddi við
segja að Garðari hefði verið út-
hlutað verkefnum sem hefðu átt
að fara í útboð eða samkeppni.
Stækkun Leifsstöðvar er sérstak-
lega nefnd auk endurbótanna á
Stjórnarráðinu. Málið bar á góma
á félagsfundi í Arkitektafélaginu
Stórmál bíða
þmgsins
Alþingi kemur saman að loknu
jólaleyfi næstkomandi þriðjudag.
Ljóst er að nokkur stórmál bíða af-
greiðslu og samkvæmt stefnuræðu
forsætisráðherra, frá því í haust,
gæti verið von á fleiri stórmálum
sem ekki eru komin fram.
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokks-
ins, sagði í samtali við Dag að
sennilega mætti telja vegaáætlun,
bæði íjögurra ára áætlunina og
langtíma vegaáætlun, stærstu mál-
in sem afgreidd verða á þessu
þingi. Þá bendir hún á að stefnt er
að því að afgreiða olíugjald bif-
reiða, lituðu olíuna og þungaskatt-
inn, sem frestað hefur verið og
dregist að afgreiða. Sömuleiðis má
nefna frumvarpið um þjóðlend-
urnar, frumvarp um eignarhald á
auðlindum í jörðu og sveitarstjórn-
arfrumvarpið.
„Þarna er um að ræða tríó sem á
margt sameiginlegt, mál sem þarf
helst að afgreiða samtímis,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir. — S.DÓR
og er þrýst á stjórn þess að bregð-
ast við.
Verkefni Húsameistara ekki á
markaó
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður félagsins, segir málið í at-
hugun. „Stjórn félagsins hefur
ekki íjallað um þetta mál, en ég
get staðfest að það eru uppi óá-
nægjuraddir. Menn hafa verið
með athugasemdir sín á meðal um
t.d. Leifsstöð, að ekki hafi verið
efnt til útboðs eða samkeppni.
Það er stefna stjórnvalda og um
leið regla á hinu Evrópska mark-
aðssvæði að öll stærri verkefni
hins opinbera fari í útboð og er
samkeppnin um Barnaspítala
Hringsins dæmi um slíkt. En ýms-
um í stéttinni finnst að of lítið af
verkefnum sem áður féllu undir
Húsameistara ríkisins hafi komið
út á hinn almenna markað.“
Guðmundur vildi ekki tjá sig
um hvort félagið myndi leita til
stjórnvalda með erindi um málið.
„Fyrst er að kanna hvað raunveru-
lega er á ferðinni. Það er stefna
félagsins að alltaf skuli reynt að
hafa útboð eða samkeppni um
hönnunarvinnu vegna meiriháttar
bygginga hins opinbera,11 segir
Guðmundur.
Hönnunarvinna vegna endurbóta á
stjórnarráðshúsinu var ekki boðin út
heldur fékk Garðar Halldórsson, fyrrum
húsameistari, verkefnið.
Ekki skipt í miðri á
Þegar Steindór Guðmundsson,
forstjóri Framkvæmdasýslu ríkis-
ins, var spurður að því hví Leifs-
stöðvarviðbótin hefði ekki verið
boðin út sagði hann: „Það var af
því að Garðar Halldórsson var
byrjaður með þetta löngu áður.
Það var ekki talin ástæða til að
skipta um arkitekt. Málið er ekki
flóknara en þetta,“ segir Steindór.
Hann sagði að sama máli
gegndi um endurbæturnar í
Stjórnarráðinu. „Garðar var að
vinna að þessu á sínum tíma með-
an embætti Húsameistara var enn
til. Það er oft \iðkvæmt lögfræði-
lega að skipta um arkitekt og
hugsanlega taka af mönnum rétt.
Eg hygg að í Leifsstöðvarmálinu
hafi það viðkvæði gilt að það ætti
ekki að skipta um arkitekt í miðri
á þótt áin hafi breytt um farveg,"
segir Steindór.
Garðar Halldórsson segir að sér
sé ókunnugt um óánægju meðal
arkitekta. „Þegar ég lauk störfum
sem húsameistari ríkisins varð að
samkomulagi milli mín og forsæt-
isráðuneytisins að ég færi með
vörslu höfundarréttar á þeim
byggingum sem embætti Húsa-
meistara og ég vorum höfuridar að
á mínum starfstíma sem húsa-
meistari. Þetta er ugglaust grunn-
urinn að því að leitað var til mín
um að halda áfram hönnun þess-
ara verka.“ — FÞG
Þessir hressu krakkar heilsuðu þorranum með brosi á ísilagðri Reykjavíkurtjörn í gær. - mynd: bo
Fulltrúar fyrirtækja i sjávarútvegi og
tengdum greinum hittust á fundi i gær
vegna deiina um ísiensku sjávarútvegs-
sýninguna og ákváðu að styðja þá sem
haldid hafa sýninguna undanfarin ár.
Stærstu
styðja Nexus
„Það voru fulltrúar 25 stærstu
fyrirtækjanna, sem alltaf er fyrst
leitað til fyrir svona sýningar,
sem komu saman á fund í gær og
lýstu yfir eindregnum stuðningi
\dð Nexus og ætla að sýna á sjáv-
arútvegssýningu þess fyrirtækis á
næsta ári,“ sagði Birgir Jósafats-
son, forstjóri J. Hinriksson hf., í
samtali við Dag í gær.
Sem dæmi má nefna í þessu
sambandi fyrirtæki eins og J.
Hinriksson hf., Marel, Eldtak,
Póls, 66° norður, Sæplast og Is-
fell. - S.DÓR
Fékkekki
kvótagullið
„Þetta er fáránleg niðurstaða," er
það eina sem Sigríður Kristins-
dóttir \dldi segja í samtali við
Dag, en í gær var kveðinn upp
dómur f „hjónaskilnaðarkvóta-
málinu“ svokallaða. Héraðs-
dómur Reykjavíkur komst í gær
að þeirri niðurstöðu að fyrrum
eiginmaður Sigríðar, Aðalbjörn
Jóakimsson, skyldi sýknaður af
kröfum hennar.
Dómsmálið snérist ekld beint
um kvótaverðmætin og reyndar
athyglisvert að í dómsniðurstöð-
um er hvergi minnst á kvóta.
Hjónin gerðu fjárskiptasamning
1995, sem Sigríður vildi ógilda,
en þar fékk hún m.a. fasteign,
innbú og bíl en hann hlutabréf í
þremur fyrirtækjum, þar sem
nafnverð bréfanna var tiltekið. Á
yfirborðinu taldist hennar hlutur
um 21,5 milljónir en hans um
15 milljónir. Fljótlega runnu á
hana tvær grímur og matsmenn
staðfestu að hlutabréfin hefðu
verið of lágt metin á nafnvirði og
Sigríður taldi að hún hefði verið
blekkt. Hún krafðist ógildingar
samningsins og vildi fá 50% af
verðmæti kvótans, sem meta má
á um 130 milljónir króna. Dóm-
ararnir voru á öðru máli og töldu
að hún hefði þegar fengið það
sem henni bæri. — FÞG
Verð á opnum kynningarfundi
ásamt fleiri frambjóðendum á
skrifstofu prófkjörsins Póst-
hússtræti 13 kl. 15:00 í dag.
7 dagar
í prófkjðr Reykjavíkurlistans
Varmaskiptar
SINDRI
Alfa Laval
-sterkur i verki
BORGARTÚNl 31 • SÍMI 562 T222 • BRÉFASÍMI 562 1024