Dagur - 24.01.1998, Side 4

Dagur - 24.01.1998, Side 4
4- LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 199 8 ro^tr FRÉTTIR Embættismeimimir bíða „Það er ekkert nýtt að frétta af þessu máli. Við erum að vinna að lausn þess og annað er ekki um það að segja á þessari stundu," sagði Guðrún Zoega, for- maður kjaranefndar, í samtali við Dag í gær. Hún sagðist vita að margir væru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir þeim launahækkunum sem nefndin á að úrskurða um en þetta væri mikil vinna og tæki því sinn tíma. Guörún Zoega, Þeir sem taka laun samkvæmt úrskurði kjara- formaöur kjara- nefndar eru allir embættismenn ríkisins nema þeir' nefndar. æðstu eins og biskup, ríkissáttasemjari, hæstaréttar- dómarar og umboðsmaður barna svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá hafa bæst í hópinn allir heilsugæslulæknar landsins. Þeir ákváðu í síðustu kjarasamningum að afsala sér samningsréttin- um og fela kjaranefnd að ákveða kjör sín. — S.DÖP, ASÍ vill ræða við ráðherra Miðstjórn Alþýðusambandsins vill ræða við heil- brigðisráðherra um stefnuna í heilbrigðismálum. I ályktun sem miðstjórn hefur samþykkt segir m.a. að „...ekki megi draga lengur að fram fari opinská um- ræða um hvert skuli stefna í heilbrigðismálum. Þró- unin hefur verið sú að hlutur sjúklinga í greiðslum fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins hefur farið vax- andi.“ Miðstjórnin varar við því að heilbrigðiskerfið sé smátt og smátt látið breytast í grundvallaratriðum án þess að meðvitaðar ákvarðanir hafi verið teknar eða heildarstefna mótuð. Einnig er vakin athygli á vanda þeirra sem þurfi að greiða fullt verð fyrir þjónustu sérfræði- lækna vegna deilna þeirra við Tryggingarstofnun rfkisins. Miðstjórnin óskar eftir fundi með Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra til að fá upplýsingar um stefnu stjórnvalda og fram- tíðarsýn í heilbrigðismálum. — vj Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrígð/s- ráöherra. Kaupþing tapaði skuldabréfamáli Hæstiréttur hefur sýknað Byggingafélag Gylfa og Gunnars og Aðal- geir Finnsson af kröfum Kaupþings, en verðbréfafyrirtækið vildi fá samtals 1,8 milljónir króna vegna fimm skuldabréfa. Deilt var um vísitöluverðtryggingu skuldabréfanna. Bréfin voru verðtryggð samkvæmt byggingavísitölu og drógu GG og Aðalgeir í efa að það væri Ieyfilegt. Auglýsing frá Seðlabankanum heimili aðeins verðtryggingu samkvæmt lánskjaravísitölu. Dómarar Hæstaréttar féllust á að ekld hafi verið heimild fyrir því að miða verð- tryggingu við byggingavísitölu. — FÞG VESTURLAND Nýtt aðalskipulag í Borgamesi Aðalskipulag fyrir Borgarnes var lagt fram til kynningar á dögunum. Um er að ræða aðalskipulag fyrir árin 1997 til 2017 og tekur það við af því sem áður var í gildi. Reiknað er með minni íbúðabyggð en í eldra skipulagi en meiri þéttingu á þeirri byggð sem fyrir hendi er. Einnig er gert ráð fyrir að þjóðvegurinn verði færður út úr bænum og liggi utan við landið upp fyrir bæinn. Gert er ráð fyrir töluvert meiri uppfyllingu í kringum Brúartorg, þar sem nú standa þrjár bensín- stöðvar, en þar er gert ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu. Styrktartónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur íyrir styrktartónleikum í Borgar- neskirkju í dag, laugardag kl. 14:00. A tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar úr tónlistarskólanum. Einnig syngja Barnakór Borgarness og Karlakórinn Söngbræður á tónleikunum. Dagskráin verður mjög fjölbreytt, einsöngur, dúettar, samspil og kórsöngur. Meðal efnis eru atriði úr Kátu ekkjunni eftir Lehár, Ungverskur dans eftir Brahms leikinn fjórhent á píanó og tvö verk eftir kennara skól- ans, Gunnar Ringsted. Tilefni tónleikanna er að safna fyrir kennslugögnum og tækjum tyrir tóniistarskólann sem starfað hefur í 30 ár, en síðastliðið haust fékk skólinn fyrst húsnæði fyrir hluta af starfsemi sinni. Óveðrið gerði usla í Borgamesi „Það fóru tveir skjólveggir í kringum hús, brúarhandriðið á Brákar- brúnni fauk eftir mannsaldurs þjónustu. Svo fauk stórt auglýsinga- skilti úr plasti á Brúartorgi og hlífar af bensíndælu. Tuttugu rúður brotnuðu í átta húsum. Sex bílar urðu fýrir fokskemmdum. Tvö þök, á Dvalarheimilinu og íbúðarhúsi, Iyftust. Svo var eitt og annað smá- Iegt, það voru ruslagámar og hestakerrur sem líkaði ekki staðsetning- in og voru að færa sig um set,“ sagði Þórður Sigurðsson yfirlögreglu- þjónn í Borgarnesi um foktjón. I Reykholtsdal urðu miklar skemmdir á gróðurhúsum og skemmd- ist það sem búið var að sá hjá nokkrum bændum. - OHR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir það „ódýran brandara“ að D-listinn hafi bara flutt tvær tillögur i borgarstjórn, eins og fulltrúar Reykjavikuríistans hafa haldið fram. Ekki fátældr af málefmim Á þessu kjörtímabili hefur D-list- inn „aðeins flutt tvær tillögur til ályktunar í borgarstjórn. Á sfð- asta kjörtímabili fluttu minni- hlutaflokkarnir hátt í hundrað slfkar tillögur," segir Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjórnar og R-Iistaborgarfulltrúi, um „ótrúlega málefnafátækt" D- listans. I samtali við Dag segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi D-listans, að þessi mál- flutningur sé „lélegur brandari". Guðrún og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafa vak- ið athygli á því að D-listamenn hafi aðeins flutt tvær tillögur í borgarstjórn og að báðum hafi Ólafur Magnússon mælt fyrir. Vilhjámur segir að borgarfulltrú- ar D-listans hafi sett fram ótal tillögur í borgarráði og í nefnd- um og ráðum borgarinnar um hin ýmsu mál og auk þess í borg- arstjórn sett fram á hverju ári tjölmargar tillögur um stjórn og rekstur borgarinnar við afgreiðlu fjárhagsáætlana. „Þetta er því aulafyndni og ódýr áróður. Eins og nú þegar hver borgarfulitrúi R-listans á fætur öðrum birtir prófkjörs- grein þar sem lofað er að fram- kvæma hluti á næsta kjörtímabili sem þeir Iofuðu í maí 1994 að framkvæma á þessu kjörtíma- bili,“ segir Vilhjálmur. — FÞG Vill erlent fé í hvalasafnid Hvalasafnið á Húsa- vík er komið í hús og hefur nú sétt um er- lent styrktarfé tU að koma því á laggirnar. „Sólstöðuhátíð“ hvalaskoðara fyrir- huguð í sumar. Hvalurinn „Kjálkarýr" liggur nú og Iætur náttúruna skafa á sér beinin, en framtíðarhúsnæði fyr- ir þau er nú komið á besta stað í hjarta Húsavíkur. Ásbjörn Björg- vinsson aðalhvatamaður segir að nú sé sótt um erlent fé til að koma safninu á fót, enda „Iítill áhugi innanlands á atvinnuskap- andi og fræðandi verkefnum" að sögn, „það er eins og allt þurfi að vera úr steinsteypu“. Húsavíkurbær hefur þó látið fé af hendi rakna, svo og Kísilgúr- sjóður, sem er umhverfissjóður Ásbjörn Björgvinsson er aðalhvatamað- ur þess að nú sé sótt um erlent fé til að koma safninu á fót. Kísilverksmiðjunnar; þá hafa samgöngu- og umhverfisráðu- neytin lagt í púkkið. Hins vegar er þörf á mun meira fé, þar sem áætlaður heildarkostnaður er talinn geta orðið 25 milljónir. Ásbjörn segir þó að það fé þurfi ekki að koma allt í fyrstu. Náttúra og lunhverfi Erlendur sjóður sem nefnist World Wide Fund Iagði til fé í svipað verkefni í Andenes í Nor- egi, en þar er eini hvalaskoðun- arstaður Norðmanna. Sjóðurinn kann að koma til móts við verk- efnið á Húsavík, enda mikill áhugi að tengja frekar náttúru- skoðun, - umhverfisvernd og ferðamennsku. I vor er fyrirhug- uð ráðstefna hér á iandi um þau mál. Húsvíkingar eru bjartsýnir og telja mikla framtíð „í hvaln- um“; hvalaskoðunarsafnið muni auka ferðamannastraum til bæj- arins og styrkja annað atvinnulíf samtímis. Á prjónunum er mikil „sólstöðuhátíð“ hvalaskoðunar í sumar, með fyrirlestrum, sigling- um og öðru sem tengist hinum voldugu risum hafsins - á „ári hafsins“ eins og Ásbjörn minnir á.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.