Dagur - 24.01.1998, Side 5
Tkyptr
I, AUG ARDAGUR 24. J A NÚAR 1998 - S
FRÉTTIR
Innheimta og eftir-
lit virðist í molum
Nokkrar skólalúdrasveitir eru starfandi í Reykjavík og koma fram við ýmis tækifæri og þeim
sem tiiheyra sjálfsagt til mikillar ánægju. Hins vegar hefur eftirlitið meö rekstri sveitanna
verið i molum.
Formaður fræðsluráðs
viðurkenuir að eftir-
lit með starfi tónlist-
arskóla sem borgin
styrkir og skólalúðra-
sveita hafi verið lítið,
en segir að verið sé að
vinna að úrbótum.
„I þrem tilfellum af fjórum er
innheimta skólagjalda í molum,“
segir í greinargerð um rekstur
skólahljómsveita á vegum
Heykjavíkurborgar, sem unnin
var af Rekstri og ráðgjöf ehf. fyr-
ir borgina. „Strax í byrjun \annslu
þessa verkefnis kom fram að
upplýsingar um starfsemina voru
mjög óaðgengilegar," segja
skýrsluhöfundar. Bókhald allra
sveitanna var t.d. fært í einu lagi,
svo m.a.s. stjórnendur sveitanna
sögðust ekki eiga þess kost að fá
upplýsingar um stöðu sinnar eig-
in sveitar. Engin skrá er yfir
hljóðfærin né hver er með þau.
Miiini kennara eina hljóð-
færaskráin
Innheimtuseðlar vegna skóla-
gjalda starfsársins 1996-97 voru
ekki sendir út fyrr en í apríl
1997. Af áætluðum 2,5 milljóna
kr. tekjum höfðu aðeins 233 þús-
und kr. skilað sér í ágúst - sem
allt er komið frá stjórnanda í
Grafarvogi, sem innheimtir
gjöldin sjálfur. Ekkert hafði
borist borgarsjóði vegna hinna
sveitanna. Allt árið á undan
námu skilin einungis um 800
þús. kr.
Og fleira virðist í molum. Ekki
er ljóst hvaða verðmæti liggja í
hljóðfæraeign sveitanna, m.a.
vegna þess að skrá er ekki til um
þessar eignir, segir í skýrslunni.
Ekki sé heldur til skrá )fir hvaða
nemandi sé með hvert hljóðfæri.
Minni kennara sé það eina sem
hægt sé að byggja á og oft þurfi
kennarar sveitanna og stjórnend-
ur að hafa mikið fyrir þva að hafa
upp á hljóðfærum.
Ástand hljóðfæranna
kannski óeðlilega slæmt
Vegna þessa hafi marktæk áætl-
un um viðhald og endurnýjun
hljóðfæranna heldur ekki verið
möguleg. Viðhaldskostnaðurinn
er mikill, nær 70% af rekstrar-
kostnaði sveitanna á síðasta ári,
eða hátt í ein milljón króna.
„Kann því að vera að ástand
hljóðfæra sér orðið óeðlilega
slæmt, sem getur kallað á veru-
lega endurnýjun án fyrvara," seg-
ir í greinargerðinni.
Skráðir nemendur sveitanna
voru samtals 266 árið 1996.
Styrkur borgarinnar (launakostn-
aður) var 27 milljónir, eða rúm-
Iega 100 þús. kr. á nemanda.
Ákveðiim dómui
„Auðvitað er þarna ákveðinn
dómur. En við erum að fara mjög
nákvæmlega yfir tillögur sem
koma fram í skýrslunni og stefn-
um að framkvæmd þeirra," segir
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs.
„Við vinnslu skýrslunnar kom
m.a. í ljós að stjórnendur skóla-
lúðrasveitanna eru sumir þar í
fullu starfi og sömuleiðis í fullu
starfi í Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. A þessu ætlum við að taka.
Við viljum koma eftirlitinu í fast-
ari skorður, gera eignaskrá um
hljóðfæri hverrar sveitar, hugsan-
lega taka upp skilagjald sem yrði
endurgreitt við afhendingu hljóð-
færis þegar ungmenni hættir og
bæta innheimtu skólagjaldanna.11
1 skýrslunni umræddu er
einnig gagnrýnt að lítið eftirlit sé
með þeim fjármunum sem borg-
in veitir í tónlistarskólana, eins
og fram kom í Degi í gær. Sigrún
segir að verið sé að fara yfir
skýrsluna í sérstakri nefnd og
hún sé mjög ánægð með þann
farveg sem málið sé komið í. „Við
höfum þegar haldið tvo fundi,
þar sem við höfum farið skipu-
lega yfir þær 15 tillögur sem
fram koma í skýrslunni og sett
hverja þeirra í ákveðinn farveg.
Auðvitað er ekki hægt að um-
bylta svona stóru kerfi í einu vet-
fangi, en við munum vinna að
þessu skref fyrir skref.“ - HEl/vj
Skautamenn óánægðir
með svellið á Akureyri
Unnendur skautaiþrótta á Akureyri eru óánægðir með að ekki
hefur enn verið ákveðið hvenær byggt verðuryfír skautasveiiið i
bænum.
Skautamenn á Akur
eyri þurfa ad leggjast
á bæn í hvert sinn
sem viðburðir eru
skipulagðir, þar sem
alltaf dregst að
byggja yfir skauta-
svellið.
Unnendur skautaíþrótta á Akur-
eyri eru óánægðir með að ekki
hefur enn verið ákveðið hvenær
byggt verður yfir skautasvellið á
Akureyri. Af peningum sem Vetr-
aríþróttamiðstöðin á Akureyri
hefur veitt má nefna fé til kaupa
á nýjum snjótroðara í Hlíðarfjalli
og peninga til aðstöðubóta þar,
en skautamenn telja sig í mikilli
fjárþörf. „Við erum orðnir lang-
þreyttir á að bíða eftir yfirbygg-
ingu. Biðin er orðin 5-6 ár,“ seg-
ir Magnús Finnsson, formaður
Skautasvells Akureyrar.
Akureyringar hafa haft forystu
í íshokkíi á landsvísu og hafa
orðið íslandsmeistarar fimm
sinnum í röð í meistaraflokki.
Magnús óttast nú að valdahlut-
föllin kunni að breytast, þar sem
höfuðborgarbúar
eru að fá yfir-
byggða skauta-
höll. „Við teljum
mjög óeðlilegt að
stjórn Vetrarí-
þróttamiðstöðvar
hefur enn ekki
ákveðið framlög
fyrir yfirbyggingu
svellsins, en samt
hefur hún sagt að
yfirbyggingin sé
eitt af forgangs-
verkefnum. Við
•getum gleymt
okkar forystuhlutverki á þessu
sviði ef ekki fer að rætast úr,“
segir Magnús.
Sem dæmi um aðstöðumun-
inn milli Akureyringa og Reyk-
víkinga sem berjast í íshokkíinu
nefnir Magnús að næsta vetur
verður yfirbyggð skautahöll opn-
uð í Reykjavík og verður þar æf-
ingaaðstaða að líkindum opin frá
ágúst og fram í maí. Ef byggt
verður yfir á Akureyri gæti æf-
ingatíminn varað frá september
og fram í apríl, en sem stendur
er það aðeins opið frá nóvember
til marsloka. Og óöryggið er al-
gjört. „Við þurfum núna að leggj-
ast á bæn í hvert skipti sem ein-
hverjir viðburðir eru ákveðnir á
svellinu og treysta á gott veður.
Þetta myndi líka auka nýliðun
hjá okkur. Við vitum að krakkar
hafa dottið út vegna þess hve
seint við byrjum að æfa á vet-
urna.“ Keppt er í Ijórum ungl-
ingaflokkum auk meistaraflokks
í íshokkí.
Þórarinn E. Sveinsson, for-
maður Iþrótta- og tómstunda-
ráðs Akureyrarbæjar, er jafn-
framt formaður Vetraríþrótta-
miðstöðvar bæjarins. Hann vildi
ekkert tjá sig um orð Magnúsar í
gær. — bþ
Nýtt hótel á Egilsstöduin
Nýtt hótel, Hótel Hérað, tekur
til starfa í dag á Egilsstöðum, en
eigandi þess er hlutafélagið Ás-
garður. Að því standa Egils-
staðabær, Ferðamiðstöð Austur-
lands, tryggingafélagið Sjóvá-Al-
mennar, Ferðaskrifstofa íslands,
Kaupfélag Héraðsbúa, Hótel
Valaskjálf og Byggðastofnun auk
nokkurra einstaklinga og félaga.
Ásgarður var stofnaður í febrúar
1996, og var þá strax hafist
handa um hótelbygginguna eftir
undirritun samnings við bygg-
ingaverktaka, Miðvang.
Byggingakostnaður fullbúins
hótelsins nemur um 170 milljón-
um króna en í því eru 36 tveggja
manna herbergi auk 110 manna
matsalar. Reksturinn verður
leigður út til næstu 7 ára til
Flugleiðahótela. — GG
VindlingiLr kveikti í
Að sögn Daníels Snorrasonar, yfirmanns
rannsóknadeildar Lögreglunnar á Akur-
eyri, er talið fullvíst að kviknað hafi í út
frá vindlingi þegar húsið við Lækjargötu
6 brann í Innbænum um síðustu helgi.
Gleðskapur var í gangi um nóttina þeg-
ar gestir á neðri hæð húsins urðu elds-
ins varir, en hann kviknaði í mannlausri
íbúð við hlið íbúðar gestanna á neðri
hæð hússins. Tvö börn voru sofandi á
efri hæð en þeim var bjargað og urðu
ekki slys á fólki. — BÞ
Skilningur á sérstöðu
Islands
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti fund
með Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfis-
málin hjá Evrópusambandinu. Halldór og Bjer-
regaard ræddu stöðu íslands eftir fundinn í
Kyoto.
„Eg útskýrði fyrir henni sérstöðu íslands og
hvað við værum búnir að gera. Það væri okkur
mikilvægt að standa að samningnum og við yrð-
um að leggja eitthvað á okkur eins og aðrar þjóð-
ir, en það mætti ekki koma í veg fyrir að endur-
nýjanlegar orkulindir íslands yrðu nýttar í fram-
tíðinni. Það þjónar ekki markmiðum Kyoto fund-
arins," segir Halldór.
Halldór segir að Bjerregaard hafi sýnt málinu skilning og þau hafi
ákveðið að vera áfram í sambandi vegna þess. Hann segist binda von-
ir við að tekið verði tillit til sjónarmiða íslendinga við útfærslu bók-
unar sem gerð var í Kyoto um sérstakt tillit til stórra framkvæmda í
Iitlum hagkerfum. — HH
Viimuslys á Dalvík
Smiður féll úr stiga og niður á steingólf í fiskvinnslufyrirtækinu
Norðurströnd á Dalvík um hádegisbilið í gær og mun hafa brotnað á
báðum höndum. Fallið var um 3 metrar en hann náði ,að snúa sér
áður en hann skall í gólfið. Verið er að endurinnrétta fisk\innsluhús-
ið eftir bruna sem varð vegna íkveikju í húsinu skömmu fyrir jól.— GG
Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra.
Bruninn i Lækjargötu 6 á Akureyri er
rakinn til sígarettuglódar.