Dagur - 24.01.1998, Page 9
I.AVGARDAGUR 2 4. JANÚAR 1998 - 9
ro^ur
FRÉTTIR
inum
rétt sé ad sameina sveitarfélögin í eitt
þetta skila sér til alls svæðisins eða
munu einhver svæði innan þess
verða útundan? Það er augljós
hagur sveitarfélags að halda uppi
góðri stöðu alls staðar á svæðinu,
annað yrði því baggi. Allir hafa
jafnan atkvæðisrétt til að kjósa
fulltrúa í sveitarstjórn, hversu vel
sem þeir síðan gefast. Svo er það
fólkið sjálft sem byggir samfélagið,
en ekki bara fulltrúar þess. Það er
ekkert hægt að sanna um framtíð-
ina með tölum. Hvort fólk trúir á
að svæðið muni eflast \ið samein-
inguna, - það er reyndar niður-
staða úr þeirri skoðanakönnun
sem talin verður upp úr kjörköss-
unum 7. febrúar.
Stærri sameining?
Hugmyndir um sameiningu Ar-
nessýslu í eitt sveitarfélag eru
gamlar, en hafa ckld verið teknar
til neinnar vinnslu. Ekki virðist
hafa komið til tals af neinni alvöru
að sameiningin næði Iíka yfir
Hveragerði og Ölfus, en Þorláks-
höfn tilheyrir Ölfushreppi. Þrír
sveitarhreppar í Flóa eru ekki með
í þessum sameiningarviðræðum.
Sameiningarmenn segja lítið um
af hverju þeir séu ekki með og vísa
til áhugaleysis íbúa þar á að bera
sig eftir þátttöku. Af máli manna
má þó heyra að þetta áhugaleysi
hafi verið beggja blands. Samein-
ingarmenn töldu torveldara að ná
saman um svo stóra sameiningu
og meiri líkur á að sameiningin
yrði felld í einhverjum hreppanna
og þar með yrði hún felld í heild.
Hverjir séu svo hinir meintu fýlu-
púkar sem ekki vilji vera með hin-
um, um það geta menn rifist fram
yfir næstu sameiningarkosningar.
Kyimingarfundir
Kynningarfundir um sameiningu
sveitafélaganna hafa verið ákveðn-
ir sem hér segir:
Sandvíkurhreppur: Mánudaginn
26. janúar kl 21:00 á Hótel Sel-
fossi.
Selfoss: Þriðjudaginn 27. janúar
kl 20:30 á Hótel Selfossi.
Eyrarbakki: Miðvikudaginn 28.
janúar kl 20:30 í samkomuhúsinu
Stað.
Stokkseyri: Fimmtudaginn 29.
janúar kl 20:30 í samkomuhúsinu
Gimli.
Rækjuiðnadurinn mun fara illa út úr verkfaiii sjómanna efþað skellur á. Á sama tíma hafa verðlagshorfur á pillaðri rækju
á Evrópumarkaði batnað til muna.
VerkfaU hræðir
rækjuvinnslima
Bjart útlit á evrópsk-
lun rækjumörkuðum.
Þorskgengd dregur úr
rækjuveiði. Ótti við
langvinnt sjómanna-
verkfall.
Markaðir fyrir pillaða rækju í
Evrópu hafa styrkst að undan-
förnu, auk þess sem markaðsá-
tak fyri r kaldsjávarrækju hefur
skilað árangri. Hinsvegar skyggir
boðað verkfall sjómanna á aukna
bjartsýni í íslenskum rækjuiðn-
aði.
Nýlokið er í Trömso í Noregi
norrænni ráðstefnu rækjufram-
leiðenda \ið norðanvert Atlants-
haf. Þar voru fulltrúar frá Is-
landi, Noregi, Færeyjum og
Grænlandi. Eftir ráðstefnuna
héldu nokkrir fulltrúar áleiðis til
Hamborgar til að kynna sér
ávinninga af því markaðsátaki
sem þarlendis hefur átt sér stað
á undanförnum árum um kald-
sjávarrækju. Atakinu var ýtt úr
vör á sínum tíma til að efla stöðu
rækjUnnar gagnvart heitsjávar-
rækju frá suðlægum löndunr.
Stöðugt verðlag
Pétur Bjarnason, framkvæmda-
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 26. janúar 1998 kl.
20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Þórarinn E. Sveinsson og Valgerð-
ur Hrólfsdóttir til viðtals á skrifstofu
bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2.
hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara síma-
viðtölum eftir því sem aðstæður
leyfa.
Síminn er 462 1000.
stjóri Félags rækju- og hörpu-
diskframleiðenda, segir að mark-
aðshorfur fyrir pillaða rækju á
yfirstandandi ári lofi góðu. I það
minnsta bendir flest til þess að
rækjuverð muni ekki lækka,
heldur haldast stöðugt. Hins-
vegar er minna framboð af stórri
rækju og er það í samræmi við
aukinn styrk þorskstofnsins sem
þykir fátt meira lostæti en rækja.
Sem dæmi þá hafa úthafsrækju-
veiðar ekki gengið sem skyldi úti
fyrir Vestfjörðum vegna mikillar
þorskgengdar á miðunum.
Hann segir að boðað verkfall
sjómanna muni án efa hafa áhrif
á afkomu bæði útgerðar og
vinnslu ef það kemur til fram-
kvæmda. I þeim átökum muni
enginn fara með sigur af hólmi,
heldur tapa allir. I lann óttast að
verkfallið kunni að verða bæði
AKUREYRARBÆR
Tölvudeild
Akureyrarbær óskar eftir að ráða tölvunarfræðing, kerfisfræðing
eða starfsmann með sambærilega menntun til starfa á tölvudeild
bæjarins.
Starfssvið:
Umsjón og rekstur á staðar- og víðneti.
Uppsetning á vél- og hugbúnaði.
Greining vandamála og úrlausnir þeirra.
Kennsla og aðstoð við notendur.
Þjónusta við grunnskóla vegna tölvumála.
Þátttaka í uppsetningu nýrra tölvulausna.
Leitað er að einstaklingi með þekkingu á NOVELL netstýrikerfi
og víðnetstengingum ásamt góðri kunnáttu á Microsoft notenda-
umhverfi. Þekking á ORACLE gagnagrunni er mjög æskileg.
Einnig kemur þekking á AS/400 umhverfi að góðum notum.
Umsækjendur þurfa að hafa góða skipulagshæfileika, fag-
mennsku í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri tölvudeildar og starfs-
mannastjóri í síma 462 1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar, Geislagötu 9,
á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 1998.
Starfsmannastjóri.