Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 1
-IJ
i
Tekur flugið
Flugvélasmídin er langt komin og hér stendur Albert við framhluta vélarinnar. „i sjálfu sér hef ég ekkert til að fara eftir nema teikn-
ingarnar - og inn á þær eru merkt númeryfir sérhvern hlut i vélinni. Skv. númerunum panta ég hlutina.“
Albert Sigurjónsson,
sniiður í Flóanum,
dundarsér við flug-
vélasmíði. „Égþrífst á
handverki og dugar
ekki byggingavinnan.
Því smíða égflugvél -
og er kannski búinn
með tvo þríðju hluta
verksins. “
„í sál og sinni hef ég þrifist á
handverki og mér dugar ekki þessi
grófa byggingavinna sem ég er í frá
degi til dags og hef lifibrauð af. Eg
verð að hafa hér heima við hand-
verk af allt öðrum toga til að
starfa að í tómstundum. I flugvéla-
smíði gríp ég bæði í tré- og járn-
smíði og það er gott að geta feng-
ist við þetta þegar stund gefst,“
segir Albert Siguijónsson, húsa-
smiður og flugmaður á Sandbakka
í Villingaholtshreppi í Flóa.
Organistmn flýgur
Síðustu fjögur ár hefur Albert
Sigurjónsson unnið að smíði Iít-
illar einkaflugvélar, eins manns
tvíþekju af gerðinni Baby lakes.
Verkið er langt komið; „...og ég
gæti trúað að ég væri búinn með
svona tvo þriðju hluta verksins.
En smáu hlutirnir Ieyna á sér og
eru tímafrekastir í svona verki.
Þeirri kenningu samkvæmt gæti
ég þess vegna aðeins verið búinn
með þriðjung smíðinnar," segir
Albert, en hann sýndi blaða-
manni ílugvélina góðu á dögun-
um.
I félagi við Olaf bróður sinn á
Albert flugvélina TF-OLA, ijög-
urra sæta vél af gerðinni Piper
Worior. I túnfætinum er flugvöll-
ur í einkaeign þeirra bræðra. „Við
notum flugvélina talsvert, meðal
annars þegar \dð sækjum smíða-
vinnu út í frá. Þá hefur Ólafur til
fjölda ára fengist við organista-
störf og kórstjórn, og stundum
grípur hann í orgelleik \dð kirkjur
utan héraðs. Fer stundum fljúg-
andi til Vestmannaeyja og ieikur
á orgel Landakirkju á sunnudög-
um,“ segir Albert.
Eftirlit á eigin hendi
AHt efni til flugvélasmíðinnar fær
Albert frá Bandaríkjunum. „Ég
fæ efni til smíðinnar alveg hrátt.
Ég hef ekkert til að fara eftir
nema teikningarnar og inn á þær
eru merkt númer yfir efni í sér-
hvern hlut eða einingu í vélinni,
sem ég smíða sjálfur. Samkvæmt
númerunum panta ég hlutina og
fæ hingað senda nokkrum dög-
um síðar,“ segir Albert.
Eftirlit með heimasmíði flug-
véla er að óverulegu leyti á hendi
Loftferðaeftirlits Flugmálastjórn-
ar, að sögn Alberts. Þeir sem fást
við heimasmíði flugvéla hér á
landi verða að vera í félaginu
Flugsmíð, sem hefur á sínum
vegum trúnaðarmenn sem hafa
eftirlit með smíði félagsmanna.
„Ég tel þetta vera skynsamlegt
fyrirkomulag með eftirliti á
heimasmíði flugvéla. Flugvéla-
smiðirnir þekkja sína vél manna
best og aðrir þeir sem að verkinu
koma með þeim.“
Mikill vöxtur í fhigvélasmíði
Gróska hefur verið hér á landi
undanfarin ár í heimasmíði flug-
véla. Víða eru menn að rísla sér
við að setja saman flygildi og
einkum hafa Akureyringar verið
kappsamir í þeim efnum. „Sá
vöxtur sem átt hefur sér stað í
heimasmíði á undanförnum
árum kemur auðritað til af því að
mikið hefur verið sótt að einka-
flugi hér á landi síðustu ár með
sköttum og reglugerðum. Menn
tala um að Island sé síðasta Evr-
ópulandið þar sem menn geta
flogið frjálsir einsog fuglinn,"
segir Albert.
„Ég hef sett mér það markmið
að taka flugið á þessari vél fyrir
aldamótin," segir Albert, þegar
hann strýkur hendi eftir skrokkn-
um á flugvélinni, sem nú er
óðum að taka á sig mynd. Enn er
mikið verk fyrir höndum að ljúka
smíðinni og það er svo sem ekki
verra fyrir mann sem unir sér vel
á löngum kvöldum að dunda sér
í þessu. En á meðan getur Albert
þó iátið andann fljúga einsog
fuglinn frjálsan. -SBS.
I Veitum hagstæð
lán til kaupa á
I landbúnaðarvélum LLLJ®
Reiknaðu með
fSlþ SP- FJÁRMÖGNUN HF
Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201
Hringdu núna
og
ffáðu þér miða! HÁSKÓLA
HAPPDRÆTTI
ÍSLANDS
Nvtt símanúmer L
2 J Í602500
n
SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA
Skipagata 9 • Pósthólf 220 • 602 Akureyri
j
Þin verslun er á eftirtoldum stöðum:
Arnarbakka, Reykjavík • Vesturbergi, Reykjavík • Hagamel, Reykjavík
Mjóddinni, Reykjavík • Seljabraut, Reykjavík • Suðurveri, Reykjavík
Grímsbæ, Reykjavík • Hringbraut, Keflavik • Miðbæ, Akranesi
Borgarbraut, Stykkishólmi • Vallholt, Ólafsvík • Ólafsbraut, Ólafsvík