Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 6
22-FÖSTUDAGUR 6.FEBRÚAR 1998
Djí^ur"
LÍF OG FJÖR
Kaffi í Þjóðleikhúsinu
Leikritið Kaffi eftir Bjarna Jónsson verður frumsýnt á Litla sviðinu í Þjóðleik-
húsinu i kvöld. Þetta er fyrsta verk höfundar sem sýnt er í atvinnuleikhúsi, en
höfundur er meðal okkar efnilegustu leikritahöfunda af yngstu kynslóðinni.
I leikritinu leika bæði yngsti og elsti leikari Þjóðleikhússins, þeir Atli Rafn Sig-
urðarson og Róbert Arnfinnsson, en þeir leika feðga. Höfundur leikmyndar
og búninga er Helga T. Stefánsdóttir, Ásmundur Karlsson hannar lýsingur og
leikstjóri er Viðar Eggertsson.
Flamencokvöld í Kaffileikhúsinu
í kvöld verður Spænskt menningar- og flamencókvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan-
um, Vesturgötu 3. Þar koma fram nokkrir íslenskir listamenn, en einnig gesturfrá
Andalúsíu, flamenco dansarinn Franca Zuin. Hún hefur dansað flamenco í 14 ár og
lærði í Sevilla og Madrid. Hún verður einnig gestakokkur kvöldsins. Aðrir sem koma
fram eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona ásamt hljómsveitinni Hringnum og Vilborg
Harðardóttir leikkona. Dagskráin hefst kl. 20.00 með Ijúffengum kvöldverði.
Börn
sóíar-
innar
sýnd
að nýju
Nemendaleik-
húsið tekur nú
til sýninga leik-
ritið Börn sólar-
innar eftir Max-
im Gorkí.
Fyrsta sýníngin
að þessu sinni
er á sunnudagskvöld í Lindarbæ og leikstýrir Guðjón Pedersen verkinu. Leikritíð var
frumsýnt í nóvember sl. og sýnt fyrir fullu húsi fram að jólafríi, en þar sem útskriftarár-
gangur Leiklistarskólans hefur að undanförnu unnið að gerð íslenskrar sjónvarps-
myndar, hefur ekki unnist tími til að sýna verkið.
Mambo Kings í Loft-
kastalanum
Rík hefð er fyrir því hjá Verzlunarskóla ís-
lands að setja upp glæsilega leiksýningu
á Nemendamóti skólans og nú í ár er
mótið haldið í 66. sinn. Leikritið Mambo
Kings varð fyrír valinu að þessu sinni, en
það er byggt á kvikmynd Arne Glimcher
sem gerð var eftir metsölubókinni „The
Mambo Kings Play Songs of Love.“
Ásdís Kjartansdóttir formaður nemenda-
mótsnefndar Verzlunarskólans segir að
um 100 manns komi að þessari sýn-
ingu. Stefnt er að því að sýna að
minnsta kosti sex sinnum, en reynslan
hefur sýnt að oft þarf að bæta við sýn-
ingum vegna mikillar aðsóknar. Sýnt
verður í Loftkastalanum og var frumsýn-
ingin í gærkvöld. Næstu sýningar opnar
almenningi verða á sunnudag og þriðju-
dag kl. 20.00.
Nykurheimar
Á laugardag opnar Álfheiður Ólafsdóttir sýningu á olíumálverkum í Gallerí Listakoti á
Laugavegi 70. Sýningin nefnist „Nykurheimar" en Álfheiður sækir hugmyndir sínar í ís-
lensku þjóðsögurnar. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12.00 - 18.00 og frá kl.
10.00 - 16.00 um helgar.
Kvíkmyndir
helgariimar
Um þessa helgi er ekki hægt að hrósa
sjónvarpsstöðvunum fyrir kvikmynda-
val. Meðalmennskan hefur völdin með
einni undantekningu þó. Á laugardags-
kvöldið er á dagskrá Sýnar ein frægasta
mynd Marilyn Monroe, Seven Year Itch
(Grái fiðringurinn). Þessi bráðskemmti-
lega gamanmynd er í leikstjórn meistara
Billy Wilder og Monroe var aldrei meira
heillandi en hér í hlutverki hinnar hjarta-
hlýju en einföldu Ijósku. Þetta er mynd
sem enginn ætti að láta frámhjá sér
fara.
The Presido (Herstöðin) er ekki ein af
betri myndum Sean Connery en þó þol-
anleg afþreying hafi menn ekki annað
við að vera. Mótleikkona Connery í
myndinni er Meg Ryan og leikstjóri er
Peter Hyams. Myndin er á dagskrá RÚV
i kvöld.
mœ/ir meh ..
... mátulegri blöndu af ró-
legheitum og skemmtun-
um um helgina. Hér kem-
ur uppskrift að góðri dag-
skrá: farið í líkamsrækt á
Iaugardagsmorgni, róleg-
heit heima yfir daginn og
kannski gönguferð og svo
þorrablót um kvöldið. A
sunnudaginn sofa foreldr-
arnir út eða fara með
krökkunum f sunnudaga-
skólann og svo er þrjúbíó
eðlilegur hápunktur dags-
ins. Góð helgi fyrir alla,
konur sem kalla, krakka
með skalla og
... Góða helgi!
Silly Budget inc.
Á laugardag opnar sam-
sýning Silly Budget inc. í
myndlistarsal Norræna
hússins. Á þessari sýn-
ingu eru verk eftir sex
unga listamenn. Sýningin
stendur yfir til 15. febrúar
og er opin þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 14 .00 -
18.00.
Björg Þorsteinsdóttir lærði i Reykjavík,
Stuttgart og Paris. Hún hefur tekið þátt i
fjöida samsýninga, bæði hér og erlendis.
Vatnslitamyndir í
Hafnarborg
í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnarfirði
opnar Björg Þorsteinsdóttir sýningu á
laugardag kl. 14.00. Björg hefur aðal-
lega unnið vatnslitamyndir að undan-
förnu og í rhyndum hennar gætir áhrifa
frá náttúru, einkum hafi og strönd. Sýn-
ingin stendur til 23. febrúar og er opin
frá kl. 12.00 - 18.00 alla daga nema
þriðjudaga.