Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 2
18 — FÖSTUDAGVR 6.FEBRÚAR 1998 LÍFIÐ í LANDINU ,v>' Grindvíldiigar í bæjarferð „Ég er ekkert búinn að ákveða hvað ég ætla að gera um helgina, ertu kannski með einhverjar góðar hugmyndir," segir Petrína Baldursdóttir, leikskólakennari í Grindavfk og fyrrverandi þingmaður. „Hjá svona heimavinnandi húsmæðrum einsog mér fara laugardagarnir nú oft í tiltekt í heimaranni og það gæti vel verið að ég þyrfti að sinna einhverju slíku um komandi helgi. Síðan erum við Grindvíkingar nú eiginlega í úthverfi Reykjavíkur, þangað inneftir er ekki nema um 40 mínútna akstur, og þangað förum við mjög oft, til dæmis að heimsækja vini og ættingja og með börnin í bíó,“ segir Petrína. Hún segir að stjórnmálaafskipti sín um kom- andi helgi séu engin, enda hafi hún mest haldið sig til hlés á þeim vettvangi síðustu ár. „Hjá heimavinnandi hús- mæðrum fara laugardag- arnir oft í tiltektir, “ segir Petrina Baidursdóttir. Tónleikar og leikJiúsíerö „Fyrsta laugardag er ég að jafnaði með org- eltónleika í Akureyrarkirkju og slíkir tónleikar verða einmitt um þessa helgi. Tónleikarnir he§ast kl. 12 á hádegi og að þessu sinni mun ég leika verk eftir Johann Sebastian Bach og Jean Langlais. Lesari á tónleikunum verður Einar Bjamason, formaður sóknarnefndar Ak- ureyrarkirkju, en oft stöndum við þannig að verki að flétta saman tónlist og trú í þessum _________________hádegisstundum okkar í kirkjunni," segir Björn „Fléttum saman tónlist og Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrar- trú Iþessum hádegis- kirkju. „A laugardagskvöldið býst ég við að fara stundum okkar i kirkj- í leikhúsið og sjá Á ferð með frú Daisy. Það fer unni,“ segir Björn Steinar v[st hver að verða síðastur að sjá þá sýningu," Sólbergsson, organisti við segjr Björn. Hann segist á sunnudag þurfa að Akureyrarkirkju. lejka á orgelið í Akureyrarkirkju bæði í sunnu- dagaskóla barnanna fyrir hádegi og eins við al- menna guðsþjónustu í eftirmiðdaginn. Þegar skyldustörfum lýkur, segist Björn hinsvegar vænta þess að geta átt góða samverustund með fjölskyldunni. Fótbolti og fjölskyldan „Eg ætla að reyna að eyða sem mestum tíma með Ijölskyldunni um komandi helgi, en ég hef satt best að segja traðkað á þolinmæði hennar síðustu vikurnar," segir Hrannar Björn Arnar- son, sem náði þriðja sæti í prófkjöri Reykjavík- urlistans um síðastliðna helgi. ,/EtIi ég, eigin- kona mín Rósa Eyvindardóttir og dóttir okkar Særós Mist förum ekki saman í sund um helg- ina og síðan finnst mér ekki ótrúlegt að við heimsækjum vini og vandamenn. En auðvitað „Ætla að eiga stund með er þetta aðeins stund milli stríða að gera eitt- fjölskyldunni, sem er að- hvað af þessu tagi, því senn fer barátta vegna eins stundmillistríða, því borgarstjórnarkosninganna í fullan gang,“ segir senn fer barátta vegna Hrannar. - Hann segir ennfremur að á laugar- borgarstjórnarkosning- úag taki hann á sprett í fótbolta með vinahópi annaafstað, segir sem æfi f íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Hrannar Björn Arnarson. Opið hús í Háskólaniiiti „Háskólinn á Akureyri er með opið hús á morg- un, laugardag, og það er líklega það sem hæst ber hjá mér um komandi helgi. Að Sólborg verður opið hús frá kl. 11 og fram til kl. 17 og þar getur fólk kynnt sér námsframboð við skól- ann og ýmis tól og tæki, til dæmis heilbrigðis- deildarinnar," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak- ureyri. „En ég byrja komandi helgi, einsog allar aðr- ar á því að fara á fund á laugardagsmorgni með félögum mínum í Framsóknarflokknum, þar sem við förum yfir stöðu mála í bæjarlífinu og haldsskólafólk,"segir Elsa pólítfkinni almennt. En síðan tekur hið opna B. Friðfinnsdóttir. hús við, sem við ætlum kannski fyrst og fremst núna sem námskynningu fyrir framhaldsskóla- fólk,“ segir Elsa. -SBS. „Ætlum hið opna hús nú fyrst og fremt sem námskynningu fyrir fram- Heil kynslóð minnist þess - en vill ekki segja frá - að poppgoði sínu til dýrðar hafi hún brotið framtönn sína. Stælt goðið í töktum og tón og elt hann á röndum. En síðan þessir atburðir gerðust eru liðin bæði'ár og öld og enn er Bo Hall á fullu gasi í poppbransanum. Reyndar fékk hann tannlækni til að setja fyllingu i framtönnina og kynslóð hans einnig. Það er auðvitað hið besta mál, enda skapar slíkt hagvöxt. Hitt vegur þó þyngra á metunum að Bo er, að eigin sögn og annarra, „ástsælasti söngvari þessarar þjóðar" og getur þess vegna haldið áfram að raula alþekkta framtannaslagara sína á mannamótum, þótt líði ár og öld. Vekjaraklukkan á náttborðinu „Eg er ekki að lesa neina bók einsog er. Það er ekkert á náttborðinu nema vekjaraklukkan," segir Stefán Þór Hólmgeirsson í skiltagerðinni Fagform ehf. á Selfossi. „Ég læt mér duga að lesa blöðin; það er Dag, Morgunblaðið og sunn- lensku héraðsblöðin; Dagskrána og Sunnlenska. Ef ég lít í einhverjar bækur þá eru það skáldsögur, til dæmis þýddar spennusögur með þessum sígildu höfund- um í þeim flokki. En síðasta bók sem ég Ias var reyndar Að hætti Sigga Hall - og ekki annað við hæfi nú en að ég fari að lesa matreiðslubækur, enda ekki nema mánuður síðan ég flutti af Hótel mömmu.“ Titanic mátti ekki vera styttri „Ég hef ekki nú um nokkurn tíma séð neina bíómynd, en hinsvegar fór ég fyrir nokkrum dögum til Reykjavíkur og sá Titanic. Það fannst mér vera stórkostleg mynd, sem ég hefði ekki viljað missa af. Myndin er smurð í gegn allan tfmann og ég hélt mér alveg við efnið - og mér hefði alls ekki þótt hún mega vera styttri." Ný dönsk undir geislanum „Hvað tónlist varðar þá hef ég síðustu kvöld stundum sett nýja safndiskinn með Ný dönsk undir geislann, sem er tilhlýðilegt enda er ég gamall rótari sveitarinnar. Síðan hef ég einnig verið að hlusta á Sting, sem er einn af mínum eftirlætistón- listarmönnum og vitaskuld fór ég á tónleikana með honum í Laugardalshöllinni síðastliðið sumar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.