Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 10
26 - FÖSTUDAGUR 6.FEBRÚAR 1998
D^ur
LÍFIÐ í LANDINU
Uppákoma á Reykjavíkurtjöm í fyrra vetur. mynd: ej.
Fvrstu vetrar-
<yrsi
leik
amirað
hefj ast
Kári
Arnórsson
skrifar
Móta- og vióburðaskrá
Landssambands hesta-
mannafélaga hefur nú
litið dagsins ljós. Nokk-
ur ár eru síðan skrár
með þessum hætti yoru
íyrst gefnar út. Aður
var látið nægja að birta
skrá yfir þau mót sem
mótanefnd gekk frá.
Nú er hins vegar birt
skrá yfir alla viðburði hjá hestamanna-
félögunum. Það er út af fyrir sig gott að
menn fái sem fyrst upplýsingar um það
sem um er að vera á hverju svæði. Hitt
kann þó að vera betra að birta skrána í
minni skömmtum því hætt er við að
hún kunni annars að fara fyrir ofan
garð og neðan.
Landsmótið stærsti viðtmróurinn
A þessu ári verður haldið landsmót og
af sjálfu leiðir að það verður merkastí
viðburðurinn sem framundan er. Mótið
verður haldið á Melgerðismelum í Eyja-
firði 8. til 12. júlí. Mótið er heldur
seinna á ferðinni nú en venja er eða
sem nemur viku. Talið er líklegt að
þessi tími gefi betri aðsókn. Hrossa-
bændur margir hafa mælt í mót þessari
seinkun og heldur mun þessi tími vera
óhagstæður fyrir þá sem verða með
stóðhesta í keppni á mótinu, hesta sem
síðan eiga að fara í notkun.
I þessum sama mánuði er svo Is-
Iandsmót í hestaíþróttum og verður það
haldið á Æðarodda \dð Akranes. En hjá
mörgum hestamannafélögum eru uppá-
komur nánast allan veturinn og vetrar-
mótin þegar byrjuð. En mest er um að
vera í maí og júní samtals 73 viðburðir.
Mikil Qölbreytni er í mótahaldinu og
margs konar keppnir hafa verið að festa
sig í sessi síðustu árin. Þá fjölgar þeim
mótum sem eru opin þ.e. að aðrir en
félagsmenn geta tekið þar þátt.
Að þessu sinni birtum við viðburða-
skrána í febrúar og mars.
FEBRÚAR
7 Sörli Grúnutölt (opið mót) Sörlastöðum
/ . Geysir Vetraramót Gaddstaðaflötum
14. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum
14. Máni Vetrarmót Mánagrund
14. Andvari Vetraraieíkar Kjóavöllum
21. Hörður Árshátíðarmót Varmárbökkum
21. Léttir ískappreiðar Akureyri
22. Félögin á Stór- Rvík. Æskulýðsdagur Glaðheimum
28. Fákur Vetraruppákoma Víðivöllum
MARS
7. Sörli PON OPEN (opið) Sörlastöðum
7. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflötum
13. Fálíur Opin töltkeppni Reiðhöllin Víðidal
14. Hörður Vetrarleikar Varmárbökkum
14. Máni Töltmót Reiðhöllin
14. Gustur Vetrarleikar Glaðheimum
14. Andvari Vetrarleikar Kjóavöllum
21. Sörli Vetrarleikar (lokað) Sörlastöðum
28. Fákur Vetraruppákoma Víðivöllum
28. Glaður Vetrarleikar Búðardal
• Ef rúsína er sett í kampavíns-
glas, flýtur hún upp og sekkur
til skiptis.
• Kermit froskur er örvhentur.
• Ekkert flug með farþega á milli heims-
álfa er styttra en flugið á milli Gibralt-
ar (Evrópa) og Tangier (Afríka). Fjar-
lægðin er 34 mílur, flugtími um 20
mín.
• Egyptar til forna rökuðu af sér auga-
brúnir til að sýna sorg sína er kettir
þeirra dóu.
• Ríkin Dominic, Mexikó, Zambía, Kiri-
bati, Fiji og Egyptaland hafa öll fugla-
myndir í fánum sínum.
•Konur depla augunum tvisvar
sinnum oftar en menn.
•Móðir Melanie Griffith er leikkon-
an Tippi Hendren, sem varð fræg
fyrir leik sinn í The Birds, eftir Alfred
Hitchcock.
Myndin sem verið er að sýna í byrjun
kvikmyndarinnar The Flintstones, er
The Monster.
Corduroy (rifflað flauel) kemur úr
frönsku og þýður „cord du roi“, eða
efni konunganna.
I vestur Virginiu og Maryland eru eng-
in náttúruleg vötn.
HVAÐ A E G A Ð GERA
Ljúfur drengur
Sæl Vigdís.
Það má segja að vandamál fólks séu
margvísleg. Sum stór og önnur lítil. Mitt
er ekki stórt en hvað um það. Sonur
minn litli, sem er 7 ára gamall, á nokkra
vini. Einn þeirra, ljúfur drengur og falleg-
ur, sækir stíft í að vera hjá okkur og fæst
varla til að fara heim á kvöldin. Hann er
oft hjá okkur í mat, ég hef látið hann
hringja heim til að spyrja Ieyfis, en for-
eldrum hans virðist ekki finnast neitt að
því þó hann komi ekki heim í mat dag
eftir dag. Mér finnst það ekki eðlilegt og
heldur ekki að hann skuli vilja vera svona
mikið hjá okkur.
Það hlýtur að vera gott að vera hjá ykk-
ur úr því að hann sækir það svo stíft.
Þetta getur verið alveg íúllkomlega
eðlilegt, drengurinn sækir í félagsskap
vinar síns og finnur að hann er velkom-
inn. En auðvitað getur verið að eitt-
hvað sé að heima hjá honum og hann
fari þess vegna annað. Það að foreldr-
unum virðist finnast þetta í lagi bendir
svolítið til þess að svo sé, en auðvitað
er eins víst að þau vilji bara að hann sé
þar sem honum Iíkar best að vera. Þú
ætti nú samt að heimsækja foreldra
hans og þið að ræða í sameiningu hvað
sé eðlilegt magn heimsókna og setja
honum reglur.
Vigdís svarar í símaim!
Ertu með ráð, þarftu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símann kl. 9-12.
Sirninu er 563 1626 (beiut)
eða 800 7080
Póstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
Falskar imdixskriftir
úr söguimi?
Þýska fyrirtækið LCI hefur fundið upp
penna sem getur sagt til um hvort réttur
aðili er að skrifa með honurn eða ekki.
Hann er tölvustýrður og sendir upplýsing-
ar til móðurtölvu sem staðfestir hver
heldur á pennanum og skrifar með hon-
um. Orsmáir þrýstipunktar á pennanum
veita þessar upplýsingar, en það hvernig
hver og einn heldur á penna er mjög ein-
staklingsbundið. I framtíðinni er vonast
til að pennar sem þessir muni gera óþarf-
ar aðrar sannanir fyrir því hver viðkom-
andi er og að þetta muni auðvelda mjög
ýmsar fjármálatilfærslur.
Megnmarráð
•Farðu einn að kaupa í mat-
inn. Þá eru rninni líkur á að þú
kaupir ýmsan óþarfa sem oft er
hlaðinn hitaeiningum.
Ekki borða aðalréttinn um Ieið og for-
réttinum er lokið. Láttu líða a.m.k.
tíu mínútur á milli. Það gefur magan-
um færi á að senda skilaboð um mett-
unartilfinningu og þú borðar minna.
Ekki neita þér algjörlega um það sem
þér þykir gott þó það sé fullt af hita-
einingum. Fáðu þér smáskammt en
láttu það duga.
Þegar þú hefur lést um t.d. fimm kíló
haltu þá staðfestunni við með því að
ná þér í fimm kílóa kartöflusekk og
lyfta honum nokkrum sinnum.
Imyndaðu þér að þessi fimm kíló séu
ennþá utan á þér.
Koffein í kóladrykkjum, kaffi og tei
eykur matarlyst. Vísindamenn hafa
sannað að áhrif koffeins er ekki bara
það að vekja fólk heldur eykur það
verulega matarlöngun. Þess vegna er
það að fólk kaupir sér yfirleitt ekki
bara kóladrykk heldur súkkulaði með.