Dagur - 13.02.1998, Page 10
10 -FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998
FRÉTTIR
Ýsuverð hefur hækkað
á fiskmörkuðum
Fiskur hefur hækkað mjög i verði á fiskmörkuðum vegna takmarkaðs framboðs undanfarið, en fisksalar fullyrða að það hafi
ekki haft áhrif á verðið á soðningunni út úr búð. Þeir hafi tekið verðhækkanirnar á sig. - mynd: bös
Fiskbúðir í sam-
keppni nm fiskinn við
útflytjendur. Óbreytt
verð á soðningu út úr
búð. Fiskkaupendur
líkja sér við alþjóð-
lega verðbréfasala.
„Ýsan hefur hækkað í verði um
70% á fiskmörkunum, eða úr
100-110 krónum kílóið í 170-
180 krónur kilóið. Þetta lendir
allt á okkur því verð til viðskipta-
vina hefur ekkert hækkað. Kíló
af ýsuflaki út úr fiskbúð hefur
verið óbreytt eða 550 krónur,"
segir Birgir Guðmundsson í Sæ-
björgu.
Mikil samkeppni hefur verið
um það takmarkaða magn fiskjar
sem er á fiskmörkuðum um
þessar mundir vegna verkfalls
sjómanna. Því hefur nú verið
frestað en það eru amk nokkrir
dagar í að ástandið lagist. Þá
hefur tíðin verið að hrella fisk-
kaupendur nánast frá áramótum
og því hefur framboðið oftast
nær verið minna en eftirspurnin.
Það hefur m.a. leitt til þess að
kílóið af stórýsu hefur slegið 200
króna múrinn þegar það hefur
náð hæstu hæðum.
I þessum slag um hráefnið
standa eigendur fiskbúða og þeir
sem kaupa fisk til útflutnings
með flugi til veitingahúsa og
verslana bæði í Ameríku og Evr-
ópu. Þessi samkeppni hefur m.a.
leitt til þess að kílóverð á stór-
lúðu hefur verið mjög hátt eða
frá 600-800 krónur kílóið. Enda
er svo komið að kaupendur á
fiskmörkuðum líkja sér orðið við
alþjóðlega verðbréfasala vegna
þeirrar þekkingar sem þeir verða
að hafa á erlendum mörkuðum
til að standa sem best að vígi í
samkeppninni um hráefnið.
„Þetta er alltaf það sama. Ýsa
og aftur ýsa á mánudögum,
þriðjudögum og miðvikudögum.
Það sem eftir er vikunnar eru
menn í pizzum eða öðrum
skyndibitum,11 segir Birgir Guð-
mundsson um neyslumunstur
landans. — GRH
Bílaskipti • Bflasala
Subaru Legacy 4x4 A/T ‘98 vínr. MMC Galant 4x4 ‘91 hvítur Toyota Corolla XLI ‘94 grænn
ek. 1 þ. km álf., spoiler, CD o.fl. ek. 90 þ. km, álf. ABS sóll. o.fl. ek. 26 þ. km v: 1.150.000,-
v: 2.300.000,- v: ggo.000,- Vill dýrari 4x4 skutbíl.
Bílaskipti • Bílasala
Toyota Touring 4x4 GLI ‘94 hvítur
ek. 73 þ. km v: 1.260.000,-
Toyota Touring 4x4 GLI ‘91 vínr.
ek. 140 þ. km v: 850.000,-
Subaru Impreza 4x4 1800i A/T
‘93 hvítur, ek. 7 þ. km. Hlaðinn
aukabún. v: 1.290.000,-
Bflaskipti • Bflasala
MMC Lancer 4x4 st. ‘94 beis
ek. 87 þ. km v: 1.140.000,-
Mazda B2600 4x4 ‘92 hvítur
ek. 70 þ. km. VSK-bíll 1 eig.
v: 950.000,- Vill nýl. pickup.
Jeep Wrangler Base 2500 ‘90
rauður ek. 117 þ. km 2 eig.
v: 800.000,-
Yantar vélsleða á skrá og á
staðinn - Gói) inniaðstaða
B í L A S A L A
við Hvannavelli, Akureyri
Símar 461 3019 & 461 3000
Skynsamlegt að
styrkja héraðið
Kosið verður um sam-
einmgu fjögurra
sveitarfélaga í Mýra-
sýslu á laugardaginn.
Þau eru: Álftanes-
hreppur, Borgar-
byggð, Borgarhreppur
og Þverárhlíðarhrepp-
ur.
„Það er búið að halda fimm kynn-
ingarfundi og maður vonar svo
sannarlega að menn láti skyn-
semina ráða og reyni að styrkja
þetta hérað,“ segir Oli Jón Gunn-
arsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð,
starfsmaður sameiningarnefndar
í Mýrasýslu, en á laugardag verð-
ur kosið um sameiningu Borgar-
byggðar, Álftanes-, Borgar- og
Þverárhlíðarhrepps. Óli Jón segir
hljóðið almennt hafa verið já-
kvætt í mönnum á kynningar-
fundunum í Mýrasýslunni. „Það
eru neikvæðar raddir líka. Menn
hafa haldið því nokkuð á loft að
fjárhagsstaðan væri ekki nógu
góð í Borgarbyggð en komist að
öðru þegar þetta var borið saman
og það liggur fyrir að íjárhags-
staða sveitarfélaganna allra er
góð.“
Gerð var skoðanakönnun í
dreifbýlishreppunum þremur í
haust. Niðurstaða hennar var sú
að mikill meirihluti var fyrir sam-
einingu í Þverárhlíðarhreppi, en
nokkur andstaða í Alftaneshreppi
og enn meiri andstaða í Borgar-
hreppi. Þrátt fyrir það ákvað sam-
einingarnefndin að kosið yrði í
öllum sveitarfélögunum, enda
hafði málið ekkert verið kynnt
þegar könnunin var gerð.
Eitt sveitarfélag í sýslunni er út
undan í sameiningarkosningun-
um en það Hvítársíðuhreppur. Að
undangenginni skoðanakönnun
meðal íbúa hreppsins í haust
ákvað hreppsnefndin þar að ræða
við sveitarfélög sunnan Hvítár
um sameiningu eða sveitarfélögin
5 á því landssvæði sem kallað er
Borgarfjörður norðan Skarðs-
heiðar. I sameiningarkosningum í
janúar felldi Hvítársíðuhreppur
sameiningu með fjögurra at-
kvæða mun. — OHR
ALLSHERJARATKVÆÐA-
GREIÐSLA
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
um kjör stjórnar Starfsmannafélagsins Sóknar.
Tillögur skulu vera skv. A-lið 25. greinar í lögum félagsins
með tiivísun í bráðabirgðaákvæði vegna kjörs stjórnar árið
1998, sem samþykkt voru á aðalfundi félagsins þann 29.
apríl 1997.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félags-
ins eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 20. febrúar
1998.
Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar