Dagur - 13.02.1998, Page 11
FÖSTVDAGVR 13. FF.BRÚAR 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Nýr Eyðimerkur-
stormiir í vændum
Saddam Hussein og her hans: mörgum aröbum finnst uppörvandi að sjá írak
standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum og SÞ.
Málin kringum írak virðast vera í
síst minni flækju en nokkru sinni
fyrr. Vart er ástæða til að ætla
annað en að Saddam Hussein,
einræðisherra þar, láti sér nokk-
uð á sama standa um raunir þær,
sem yfir fjölmarga landsmenn
ganga af völdum viðskiptabanns
Sameinuðu þjóðanna.
Kristilegt hugarfar vestur-
landamanna, þar sem sjálfsgagn-
rýni og sektarkennd eru ofarlega,
veldur því hins vegar að þeir eru
sumir farnir að líta svo á að Vest-
urlönd, sérstaldega Bandaríkin,
séu ábyrg fyrir bágum kjörum
margra Iraka. Ætla má að
Saddam og ráðgjafar hans átti sig
á þessu og voni að það leiði til
þess að heimssamfélagið gefi eft-
ir í deilunni \'ið Irak. Það myndi
styrkja stöðu Saddams heimafyr-
ir og auka drjúgum þá aðdáun
sem hann þegar nýtur í öðrum
Arabalöndum.
Arabaríki beggja blands
Fréttaskýrendur kunnugir í Aust-
urlöndum nær telja að vísu að
ráðamenn Arabaríkja þar, sem
flestum stendur stuggur af
Saddam, myndu a.m.k. sumir
ekki harma að gerð yrði hernað-
arárás á ríki hans, en þori ekki að
láta opinberlega í Ijós stuðning
við þesskonar aðgerðir, af því að
þeir telji að margir íbúa landa
þeirra myndu taka það óstinnt
upp.
A bak við þessa klofnu afstöðu
araba er m.a. að í arabaheimin-
um virðast margir hafa upplifað
úrslit Flóabardaga 1991 sem
mjög auðmýkjandi ósigur ekki
aðeins fyrir Irak, heldur araba yf-
irleitt, þótt arabaríki væru með í
því stríði gegn Saddam. (Sam-
kvæmt einni heimild misstu
írakar þá 150.000 manns fallna,
Bandaríkin 150.) Aldrei fyrr hafi
arabar og íslam verið niðurlægð
svo mjög. Því finnist mörgum
aröbum uppörvandi að sjá
Saddam þora að standa uppi í
hárinu á Bandaríkjunum eða
jafnvel öllum heiminum, þrátt
fyrir ósigurinn mikla.
Deilur araba og Israels eru
Bandaríkjunum til vandræða í
máli þessu. I Arabalöndum er al-
mennt álit að Israel hafi gengið
gróflega á gerða samninga og
komist upp með það í skjóli
Bandaríkjanna. Jafnvel þeir ráða-
menn arabískir, sem minnstir
eru vinir Saddams (eins og
Mubarak Egyptalandsforseti),
líta svo á að Bandaríkin eigi ekki
heimtingu á að vænta sér stuðn-
ings arabískra ríkja gegn Irak fyrr
en Bandaríkin sýni áþreifanlega
að þau leggi ekki síður fast að
ísrael að standa \dð samninga en
að írak.
Rússland hið miMa
Eindreginn stuðningur við
Bandaríkin í þessu máli er tak-
markaður nema helst af hálfu
annarra engilsaxneskra ríkja.
Frakkland, Rússland og Kína
taka dauflega eða neikvætt í til-
mæli Bandaríkjanna um stuðn-
ing gegn Irak. Það stafar að ein-
hverju leyti af þ\'í að þau líta svo
á að Bandaríkin ráði fullmiklu í
heimsmálum. Hörð ummæli
Jeltsíns Rússlandsforseta í garð
Clintons Bandaríkjaforseta af
Baksvið
Saddam Hussein nýt-
ur samúðar í
Arabalöudum og ráð-
gjafar Bandarikjafor-
seta og Pentagon eru
ekki á einu máli uin
hugsanlegar hemað-
araðgerðir gegn írak.
þessu tilefni voru þó kannski
fremur ætluð fyrir innanlands-
markað en að þau væru mjög al-
varlega meint. I Rússlandi er það
af sem áður var: völd núverandi
Kremlarbónda yfir ríki hans utan
Moskvu eru líklega fremur tak-
mörkuð. Ráðamenn þeirra 89
fylkja og sjálfstjórnarlýðvelda,
sem Rússland hið mikla skiptist
nú í, fara margir sínu fram og
skeyta takmarkað um fyrirmæli
frá alríkisstjórninni. Ymsir sagn-
fræðingar o.fl. spá því raunar að
þess muni skammt að bíða að
Rússland detti að fullu sundur i
mörg minni ríld.
Undir slíkum kringumstæðum
má vera að Rússlandsforseti
reyni að sýna af sér „skörungs-
skap“ út á við í von um að auka
með því virðingu sína inn á við.
Mauiivirki eða menn?
Vestanhafs er haft eftir heimild-
um úr innstu hringum að Hvíta
húsið (Bandaríkjaforseti og ráð-
gjafar hans) og Pentagon (varn-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna)
séu ósammála um hvernig herjað
skuli á Irak, komi til þess. Orygg-
isráðunautar Clintons \dlji ráðast
á vopnaverksmiðjur, „forsetahall-
ir,“ flug\'elli, stjórnstöðvar hers-
ins og önnur hernaðarmannvirki.
Þeir \rílji að Bandaríkin beini
vopnum sínum fremur að mann-
virkjum en mönnum. Pentagon
vilji hins vegar ráðast á „lifandi
skotmörk", búðir Lýðveldisvarð-
liðsins, úrvalsliðs Saddams,
stöðvar leyniþjónustunnar, líf-
vörð Saddams í Bagdað, skrif-
stofubyggingar og íbúðarhús, þar
sem ætla megi að helstu menn
og eindregnustu stuðningsmenn
Saddams verði fyrir. Verði forysta
Iraks þurrkuð út, muni lægra
settir herforingjar, er líklega séu
Saddam ekki eins trúir og þeir
hæstsettu, taka völdin í sínar
hendur. Má ætla að Pentagon
geri ráð fyrir að þessir nýju ráða-
menn yrðu Bandaríkjunum og
SÞ leiðitamari en Saddam.
Valkostur Pentagons ylli að lík-
indum meiri manndauða en val-
kostur Hvíta hússins. Yrði sá
fyrrnefndi fyrir valinu, er því
sennilegt að við það myndu fær-
ast í aukana mótmæli gegn árás-
um á Irak á Vesturlöndum og
samúð með þrí í Arabalöndum.
I þessu samhengi kemur fram
uggur um, að komist Saddam
upp með að standa uppi í hárinu
á Bandaríkjunum og SÞ, muni
það verða þessum aðilum báðum
til mikils álitshnekkis og þar með
draga úr stöðugleika í heiminum
yfirleitt.
Öryggisverðir Clintons
eiga að bera vitni
BANDARÍKIN - Kenneth Starr, sérskipaður
saksóknari í málinu, hefur boðað nokkra leyni-
þjónustumenn, sem hafa staðið vörð við skrif-
stofu Bill Clintons í Hvíta húsinu, fyrir rétt þar
sem þeim ber að skýra frá því sem þeir \áta um
heimsóknir Monicu Lewinsky til Clintons.
Hingað til hefur það ekki tíðkast að öryggis-
verðir frá CIA séu látnir bera vitni gegn þeim
sem þeir hafa starfað hjá, enda þykir það geta
spillt fyrir trausti sem borið er til þeirra og gert
þeim þannig erfiðara fyrir í starfi.
Meirihluti Þjóðverja andvigur
evróinu
ÞYSKALAND - Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er meirihluti Þjóð-
verja andvígur því að tekin verði upp sameiginleg mynt í aðildarríkj-
um Evrópusambandsins. Samkvæmt könnuninni eru 30% þeirra
fylgjandi nýju myntinni, evróinu, sem á að koma í staðinn fyrir þýska
markið og aðrar myntir Evrópulandanna. 58% eru andvíg. Sumir
þýskir stjórnmálamenn lýstu yfir vilja sínum til að fresta innleiðslu
evrósins til ársins 2002, en aðrir vildu að fram færi þjóðaratkvæða-
greiðsla um aðildina að Myntbandalaginu.
Einr æktunarb anu fellt á
Bandaríkj ajiingi
BANDARIKIN - Lagafrumvarp um bann á einræktun manna náði
ekki fram að ganga á Bandaríkjaþingi. Frumvarpið var fellt í öldunga-
deild þingsins í gær með 54 atkvæðum gegn 42. Þar með verður að
teljast afar ólíklegt að bann verði lagt við einræktun manna á þessu
ári f Bandaríkjunum. 27 bandarískir Nóbelsverðlaunahafar höfðu lýst
sig andvfga frumvarpinu, og meirihluti þingmanna tók undir rök lyfja-
iðnaðarins um að ekki megi setja takmarkanir á vísindarannsóknir
með lögum.
Sendiuefnd ESB segir alsírska herinn
saklausan
ALSIR - Sérstök sendinefnd Evrópusambandsins, sem dvalist hefur í
Alsír undanfarna daga til þess að kanna fjöldamorðin sem framin
hafa verið þar hvað eftir annað, sagði grunsemdir um að alsírski her-
inn hafi staðið á bak við fjöldamorðin ekki eiga við rök að styðjast.
Formaður nefndarinnar sagði jafnframt að Evrópusambandið myndi
ekki blanda sér í innri málefni Alsírs.
Jasser Arafat.
Arafat lýsir yfir stofnuu
Palestínu á næsta ári
ISI3AEL - Jasser Arafat, forseti sjálfstjórnar-
svæðis Palestínumanna í Israel, hefur lýst því
yfir að strax á næsta ári verði lýst yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínu, og sjálfur sagðist
hann sjá fyrir sér að Jerúsalem verði höfuðborg
þess. Þá sagði hann hættu á því að Palestínu-
menn hæfu aftur vopnaða uppreisn ef Israel
gefur ekkert eftir í friðarviðræðu nu m.
Ráðherraráð ESB hannar
tóbaksauglýsingar
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Ráðherraráð Evrópusambandsins sam-
þykkti í gær að bann verði Iagt við tóbaksauglýsingum í öllum ríkjum
bandalagsins í síðasta lagi árið 2006. Evrópuþingið á þó eftir að leggja
blessun sína yfir bannið áður en það getur tekið gildi.
Meirihluti Færeyinga vill sjálfstæði
FÆREYJAR - Samkvæmt skoðanakönnun, sem færeyska dagblaðið
Dimmelætting lét gera og birti í gær, er mikill meirihluti Færeyinga,
eða 69%, nú kominn á þá skoðun að Færeyjar eigi annað hvort að
hljóta fullt sjálfstæði eða í það minnsta mun meiri sjálfstjórn en ver-
ið hefur. Hafa aldrei áður jafn margir Færeyingar verið á þessari
skoðun. Samkvæmt könnuninni vrílja 29% fullt sjálfstæði, 40% meiri
sjálfstjórn, 16% vilja áfram óbreytt heimastjórnarlög, sem voru sett
árið 1948, en 10% vilja að tengslin við Danmörku verði enn nánari
en verið hefur.